Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 11
Mabbutt bak- vörður Gary Mabbutt, nýliðinn sem Tottenham keypti frá Bristol Rovers í sumar, leikur sinn fyrsta landsleik fyrir England í knattspyrnu í kvöld þegar Eng- lendingar mæta Vestur- Pjóðverjum í vináttuleik á Wembley-leikvanginum í London. Mabbutt, sem er sóknartengiliður alla jafna, leikur stöðu hægri bakvarðar í kvöld þar sem Viv Anderson, Nott. Forest, hefur orðið að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Lið Englands er þannig skipað: Peter Shilton, Nott. For, Gary Mabbutt, Totten- ham, Ken Sansom, Arsenal, Terry Butcher, Ipswich, Phil Thompson, Liverpool, Ricky Hill, Luton, Ray Wilkins, Man. Utd., Alan Devonshire, W. Ham , Dave Armstrong, Sout- hampton, Paul Mariner, Ips- wich, og Cyrille Regis, WBA. - VS Kínverjar sprungnir Argentínumenn slógu Kín- verja út úr heimsmeistara- keppninni í blaki sem nú stend- ur yfir í Buenos Aires. Þjóðirn- ar mættust í gær og sigruðu heimamenn 3-0, eða 15-10, 15- 11 og 15-10. Argentínumenn mæta sjálfum Sovétmönnum í undanúrslitunum en þar eigast einnig við Brasilía og Japan. Japanir sigruðu Austur- Þjóðverja í gær 3-0; eða 17-15, 15-11 og 15-3. Urslitaleikur keppninnar fer fram á föstudag. - VS Hreiðar á Wembley íslenskur knattspyrnudóm- ari, Hreiðar Jónsson úr Val, mun dæma leik Englendinga við Luxemburg á Wembley-leikvanginum fræga í London þann 15. desember. Leikurinn er liður í Evrópu- keppni landsliða og verður þetta í fyrsta skipti sem íslend- ingur dæmir á Wembley. FH-fólk efst Öskjuhlíðarhlaup ÍR fór fram s.l. laugardag. Aukinn fjöldi þátttakenda miðað við undanfarin ár sýnir að þátttaka fólks í hlaupum er að verða æ almennari. 51 keppandi lauk keppni en keppt var í fjórum flokkum. í karla og kvenna- flokki þar sem hlaupnir voru tveir hringir um Öskjuhlíðina, 8 km, og í pilta og telpnaflokki, 14 ára og yngri, sem hlupu 4 km. Prfr fyrstu í hverjum flokki urðu: Karlar: mín. 1. Siguröur Pétur Sigm. FH...24:55 2. Gunnar Páll Jóakimss. ÍR..25:45 3. Ágúst Ásgeirsson ÍR.......25:50 Konur: mín. 1. RagnheiðurÓlafsd..........28:34 2. Hrönn Guðmundsd. UBK..;.... 31:37 3. Guðbjörg Haraldsd. KR.....31:45 Piltar: mín. Finnbogi Gylfason FH.........13:24 Einar Páll Tam jni FH........13:53 Kristján Skúli Ásgeirss......14:13 Telpur: min. Linda B. Ólaf sdóttir FH.....16:36 2. Guðrún Eysteinsd..........16:39 3. KristínZoega..............18:08 Styrkmim skipt milli tveggja sambanda Enginn með írland—ísland í dag: íþróttir ---1----i- Miðvikudagur 13. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — Umsjón: Víðir Sigurðsson StÐA 11 Vinna Vík- Ingurog FH? Sjötta umferð 1. deildar karla í handknattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum. Víkingur og Þróttur leika í Laugardals- höll kl. 20 og FH og ÍR í Hafn- arfirði kl. 21. Þá verða tveir leikir í 1. deild ■kvenna. FH mætir Víkingi í Hafnarfirði kl. 20 og í Höllinni eigast við Fram og ÍR kl. 21.15. 12 rétta Jónas Jóhannesson Byrjjunin lofar góðu Reynir frá Sandgerði, undir stjórn Jónasar Jóhannessonar landsliðsmiðherja, tekur nú í fyrsta skipti þátt í 2. deild karla í körfuknattleik. Fyrsti leikur félagsins á þessum nýja vett- vangi var í Hagskólanum á laugardag og þar sigruðu Reynismenn Létti örugglega, 79-54. Byrjunin lofar svo sann- arlega góðu hjá Jónasi og fé- lögum. - VS * IR kemur á óvart ÍR sigraði ÍS með 39 stigum gegn 28 í fyrsta leik 1. deildar kvenna í körfuknattleik á sunnudagskvöldið. í hálfleik var staðan 19-12, ÍR í hag. Þóra Gunnarsdóttir 10 og Guðrún Gunnarsdóttir 9 skoruðu mest fyrir ÍR en Guðríður Ólafsdótt- ir 7 og Kolbrún Jónsdóttir 6 fyrir ÍS. Lið frá TBR, Tennis- og bad- mintonféiagi Reykjavíkur, fer til Belgíu í þessari viku og tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í badminton. Keppnin fer fram dagana 15.-17. október. Lið TBR er á myndinni hér að ofan. Aftari röð frá vinstri: Danícl Stefánsson, formaður TBR, Sigfús Ægir Árnason, Guð- mundur Adolfsson, Broddi Kristjánsson, Kristín Magnús- dóttir, Elísabet Þórðardóttir og You Zuorong, þjálfari. Frerori röð: Inga Kjartansdóttir, Þor- stcinn Páll Hængsson, Kristfn B. Kristjánsdóttir, Haraldur Kornclíusson og Þórdís Edwald.- Mynd: Þorgeir Jó- hannsson. í þriðja sinn á 7 vikum kom enginn seðill fram með 12 rétta hjá Getraunum, en 13 seðlar reyndust vera með 11 rétta og var vinningur fyrir hverja röð kr. 15.950.-. Með 10 rétta voru 209 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 425.5. Irar bíða með mik 011 eftirvæntingu „Þetta írska lið er sennilega með betri landsliðum sem við höfum leikið gegn í langan tíma. Hér á írlandi er mikil eftirvænting því að sögn fjölmiðla hér hafa Irar aldrei stillt upp sterkara landsliði,“ sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari í knattspyrnu er Þjóðviljinn sló á þráðinn til hans í Dublin í gær. Islendingar mæta Irum í Dublin í dag í Evrópukeppni landsliða en leikurinn hefst kl. 15 að íslenskum tíma. íslenska liðið leikur 4-4-2 leikað- ferð, eins og gegn Hollendingum og A-Þjóðverjum hér heima í haust. Þorsteinn Bjarnason verður í markinu en bakverðir verða þeir Örn Óskarsson og Viðar Halldórs- son. Marteinn Geirsson og Sævar Jónsson verða miðverðir en fyrir framan þá sem varnartengiliður verður öunnar Gíslason. Pétur Ormslev og Atli Eðvaldsson verða tengiliðir sinn hvoru megin og Arn- ór Guðjohnsen verður sóknar- tengiliður. Hann fær hugsanlega það hlutverk aö hafa gætur á Liam Brady hinurn fræga og. snjalla. Fremstir verða svo Pétur Pétursson og Lárus Guðmundsson. Vara- menn eru Guðmundur Baldurs- son, Ólafur Björnsson, Ómar Tor- fason, Sigurður Lárusson og Ragn- ar Margeirsson. „Það væri óraunhæft að reikna með því að ná sigri, hvað þá öðru stiginu, hér í Dublin. Eg er samt hæfilega bjartsýnn á að okkur tak- ist vel upp á móti þeim og það verð- ur barist á fullu. Þetta fer mikið eftir því hvernig tengiliðunum gengur að ráða við írana á miðj- unni. Það er mikill hugur í strákun- um um að standa sig vel en írar eru geysisterkir á heimavelli, hér í Du- blin hafa þeir aðeins tapað einu sinni í síðustu 14 landsleikjunum", sagði Jóhannes. Rok og rigning herjuðu á Dublin í gær og þótti líklegt að sú veðrátta héldist áfram. Völlurinn verður því vafalítið erfiður en ekki taldi Jó- hannes að það kæmi okkar mönnum á neinn hátt verr en ír- unum. Níu úr byrjunarliði íra koma frá enskum 1. deildarfélögum, mark- vörðurinn, Jini McDonagh, kemur úr 2. deild frá Bolton og sá ellefti er sjálfur Liam Brady sem nú leikur með Sampdoria á Italíu. Byrjunar- liðið er þannig skipað: Jim McDonagh, Chris Hughton, Mark Lawrensen, Kevin Moran, David O’Leary, Ronnie Whelan, Tony Grealish, Liani Brady, Frank Stap- leton, Mick Robinson og Kevin O’Callaghan. Staöan í riðlinum: Holland........... Malta............. jsland............ írland............ Spánn............. - vs Handknattleikssamband fslands og Frjálslþróttasamband íslands skipta með sér íþróttastyrk Sam- bands íslenskra samvinnufélaga ár- ið 1983. Styrknum var úthlutað í gær og hlaut HSÍ bróðurpartinn, 150.000 kr., en FRl' 75.000. Styrk- urinn nam því alls kr. 225.000 að þessu sinni. Þetta er í fjórða skiptið sem SfS úthlutar íþróttastyrk. Tvö fyrstu árin hlaut Körfuknattleikssam- bandið hnossið en HSf í fyrra. Alls bárust umsóknir frá ellefu sérsam- Orn Eiðsson, formaður FRI, Júlíus Hafstein, formaður HSI, og Erlendur böndum innan ÍSÍ að þessu sinni. Einarsson, forstjóri SÍS, við úthlutunina í gær. Mynd: - gel. _ yg s Uthlutun íþróttastyrks Sambandsins fór fram í fjórða skipti í gær: Ji

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.