Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 9
Ný plata frá MFA „Við erum fólkið” Maíkórinn syngur verkalýðs- og œttjarðasöngva „Við eruin fólkið“ heitir plata sem Menningar- og fra;ðslusam- band alþýðu hefur sent frá sér. Þar syngur Maíkórinn verkalýðs- og ættjarðarsöngva undir styrkri stjórn Sigursveins Magnússonar. cwm vrrknKðssömJVíir otí n'ttjanjursúigvar NUirrminli Híírun>vrl»n MwHWMi Hér á landi hefur um margra ára skeið vantað plötu af þessu tagi þar sem mætti heyra verka- lýðssöngva, ekki síst þá sem sungnir voru svo mjög á fyrri árum. Nú er úr þessu bætt og von- andi hefst söngur í verkalýðsfé- lögunum á íslandi aftur til vegs og virðingar. Efni þessarar hljómplötu er fjölbreytt og hlýtur að vera kær- komið öllum sem ánægju hafa af söng. Eru lögin valin í samvinnu við Sigursvein D. Kristinsson, en hann hefur löngum verið traustur liðsmaður verkalýðshreyfingar- innar þegar tónlistin er annars vegar. Þetta er önnur hljómplata MFA á þessu ári en sú fyrri, Al- mannarómur, kom út ekki alls fyrir löngu. krettvangi Tæplega 600.000 manns eru atvinnulausir á Norðurlöndunum og jókst tala atvinnulausra um heil 17% fyrstu f jóra mánuði þessa árs. Núna seinni hluta sumars fór talan yfir hálfa milljón manna án vinnu og því miður bendir ekkert til þess að hún kunni að lækka á næstu misserum.Þvert á móti vísa öll teikn til þess að atvinnuleysisvofunni vaxi enn fiskur um hrygg. Atvinnuleysisvofan gengur ljósum logum Knut Christiansen: Grípa verður til róttækra ráðstafana gegn atvinnuleysi á Norðurlöndum. 600.000 eru nú atvínnu- laus á Norðuriöndum Norræna verkalýðssámbandið (NFS) fjallar í síðasta tímariti sínu, sem út kont 1. september, unt hiö geigvænlega atvinnuleysi á meðal félaga okkar á Norðurlöndunum og þar er fullyrt að ef ekki verði gripið til róttækra ráðstafana stefni tala atvinnulausra á Norðurlönd- um í eina ntilljón árið 1984! Atvinnuleysið vex nú hraðar en nokkru sinni fyrr og byrðar samfél- agsins vegna þess arna nálgast að verða óbærilegar. Eru þá ótaldar þær fórnir sern hver einstakur verð- ur að færa í leit sinni að atvinnu. Á næsta ári er reiknað með að Danir greiði um það bil 26-27 milj- arða danskra króna í baráttunni gegn atvinnuleysisbölinu. Svíar verja urn 12 miljörðum sænskra króna á þessu ári í sama skyni. Það hefur líka verið reiknað út að atvinnuleysið kosti sænska ríkið 157 miljónirsænskra króna á hverj- um degi. Formaður Norræna verkalýðs- sambandsins, daninn Knud Christ- iansen segir í bréfi til fjármálaráð- herra Norðurlandaþjóðanna og glefsur birtust úr í blaði sambands- ins, að eina ráðið til að vinna okkur út úr þessari kreppu sé leið sam- vinnunnar. Þjóðirnar veröi að vinna meira saman að lausn sinna efnahagslegu vandamála auk þess sem þær verði að vera virkari í al- þjóðlegu samstarfium lausn efna- hagsvandantála. Knud Christiansen nefnir sem dæmi að ef öll lönd í Vestur- Evrópu tækju sig til og ykju opin- berar fjárfestingar um upphæð sem næmi 1% af þjóðarframleiðslu landanna, myndi það auka heildar- framleiðsluna um ca 3% næstu þrjú árin og um leið skapa atvinnu fyrir 3.5 miljónir manna. Bara þessi eina aðgerð myndi minnka atvinnu leysið í þessunt löndum unt 27%, t'ullyrðir Knud Christiansen. Ilann spyr einnig hvort Norður- landaþjóðirnar séu tilbúnar að starfa meira saman að lausn sinna efnahagsvandamála. Er til dæntis Norræna ráðherranefndin tilbúin að stíga slíkt skref og áður var minnst á? Hann segir að Norræna verkalýðssambandið sé tilbúið til þess, en er pólitískur vilji í löndun- 'unt til að gera slíkt hið sama? Ef Norðurlandaþjóðirnar bæi;u gætu til að slást við atvinnuleysis- drauginn með samstilltu átaki er ekki að efa að árangur næðist og það væri einmitt prófsteinn á gildi norrænnar samvinnu, segir Knud Christiansen að lokum í bréfinu til fjármálaráðherranna. - v. Á þingi norrænu atvinnuhollustufræðinganna voru flutt mörg merk erindi. Of mikið væri að gera þeim öllum skil hér, og enda ekki víst að þau eigi öll erindi í dagblöð. Þarna var greint frá ýmiss konar rannsóknum, og fyrirhuguðum rannsóknum. Þeir sem áhuga hafa á efninu er bent á að snúa sér til Vinnueftirlitsins í Síðumúla 13, en þar munu menn fá greinargóð svör. Eitt þeirra erinda, sem vakti sérstaka athygli undirritaðs blaða- manns, fjallaði urn áhrif ákveðins efnis á kynhormón og kyngetu karlmanna. Rannsóknin var gerð á karlmönnum í prentiðnaði, en eng- in ástæða er til að ætla annað en þetta ákveðna efni, sem rannsakað var, hafi sömu áhrif á konur. Efnið, sem hér um ræðir, er toul- en, en það hefur sannast að það hefur bein eituráhrif á nýru, lifur, hjarta og beinmerg. í tilraun, sem nýlega var gerð á rottum, fékkst frarn aukin framleiðsla á yfirkyn- hormóni í rottunum, ef þær komust í tæri við toulen. Til þess að rann- saka hvort svipað kæmi frant á mönnum, voru valdirhópar manna úr prentiðnaði, þar sem unnið hafði verið með toulen í nokkuð langan tíma. Valdir voru 382 ntenn til rann- sóknarinnar, og höfðu suniir unnið með efnið en aðrir ekki, en allir unnu þeirí prentiðnaði. Fundið var Djúp-þrykk pressa. Sýnt hefur verið frarn á, að efnið toulen, sem mikið er notað við djúp-prentun, hefur varanlcg áhrif á kynhormóna. út hversu mikil sú mengun var, sem hver og einn hafði búið við út frá vinnutíma og -lengd, vinnustað í húsi og eðli vinnunnar. Eftir margs konar síur í rann- sókninni stóðu eftir 18 ntenn, sem ekki höfðu lent í toulen-mengun, og 49, sem höfðu lent í henni. Þess- ir tveir hópar voru bornir saman nteð tilliti til aldurs, áfengisnotk- unar, reykinga, blóðþrýstings, hæð ar ogþyngdar. Hjá þeim, sem lent höfðu í toulen-mengun, kom fram Efnið toulen, sem notað er í vissum tegundum prent- unar, hefur uggvænleg áhrif á kyn- hvöt og kynhormónastarfsemi aukið magn af yfirkynhórmóninu S-FSH. Sömuleiðis sögðust 18 af þessum 49 finna fyrir truflunum á kyniífi (náttúruleysi). Enginn í 18 manna samanburðarhópnum til- kynnti slíkt. Niðurstaðan er þessi: ef menn eru lengi í vinnu, þar sem toulen er notað, eiga þeir á hættu að það segi til sín í starfi kynhormóna (með ó- könnuðum aflciðingum á t.d. af- kvæmi) og auk þess trufiunum í kynlífi! Uggvænleg áhrif toluens Toluen - lítið notað hér í prentiðnaði Fullt af varasömum efnum i umferð Við forvitnuðumst um það hjá Félagi bókagerðarmanna hvort efnið toulen væri notað í prentsmiðjum hér á landi. Fyrir svörum varð Omar Harðarson. „Þetta efni er ekki notað í prentiðnaði hérlendis nema þá í afskaplega litlum mæli. Efnið er aðallega notað í svonefndri djúp- prentun, en hér munu starfa um 6 fyrirtæki, sem þeirri aðferð beita. Norðurlandaþjóðirnar hafa gert afskaplega ntikið í vinnu- verndarmálum í prentiðnaði og má nefna. að þar eru til katalógar með öllum hugsanlegum efnum, sem beitt er innan prentiðnaðar- ins og þar geta menn strax séð hvaða áhrif eitthvert tiltekið efni hefur, til hvers það er notað, hvort notast megi við eitthvert annað efni. Engin slík skrá er til hér á landi en væri vissulega mik- ið gagn að slíkri skrá, og þá ekki aðeins fyrir prentiðnaðinn,” sagði Ómar Harðarson. Því má bæta við, að þótt þetta tiltekna efni sé notað hér í litlum mæli þá er fjöldinn allur af efnum Mönnum er eindregið bent á að snúa sér til Vinnueftirlitsins ef þeir tclja niinnstu líkur á að unnið sé með hættuleg efni. hér í umferð, sem hafa skaðvæn- leg áhrif á heilsu manna til lang- frama, bæði í prentiðnaði og öðr- um atvinnugreinum. Vinnueftir- lit ríkisins á til skrár yfir efnin, sem notuð eru í prentiðnaði, og 'mönnum er eindregið bent á að snúa sér þangað og láta kanna málin. Oft er það þannig, að framleiðandinn skráir ekkert utan á umbúðir hvaða efni eru í pakkanum og rnenn eru því litlu nær. Og þá er best að snúa sér til Vinnueftirlitsins. ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.