Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 16
mmuimí Aðalsími Þjóðvi|jans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll 81333 81348 Miðvikudagur 13. október 1982 kvöld. Hefjast hjarta- skurölækningar á næsta hausti? Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum s.l. laugardag er stefnt að því að hefja á næsta ári hjartaskurðlækningar á Landspítalanum í Reykjavík. Grétar Olafsson, yfir- læknir brjóstholsaðgerða á spítalanum sagði í gær áð ef allt gengi að óskum gætu aðgerðir á kransæðasjúk- lingum hafist þar í byrjun næsta vetrar. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengustu dánarorsakir hér á landi en hjartaskurðlækningar eru eina sérgrein skurðlækninganna sem ekki er stunduð hér. Sagði Grétar að fjöldi þeirra sjúklinga sem vegna þessa þurfa að leita sér lækninga erlendis nálgaðist nú 100 á hverju ári. „Við stefnum að því að hjarta- deild spítalans geti annast allar skurðlækningar vegna kransæða- sjúkdóma og skemmda í hjartalok- um en þetta eru algengustu aðgerð- irnar. Hins vegar mun hún ekki fást við meðfædda hjartagalla að nokkru ráði. Bæði er að þær að- gerðir eru flóknar og gerðar á það litlum börnum að til þarf sérstakar aðstæður. Slík tilfelli þyrfti því eftir sem áður að senda utan en þau eru mjög fá“, sagði Grétar. - Hver yrði ávinningurinn af þessari nýju deild? Að sjálfsögðu yrði stofnkostn- aður nokkur, en þegar frá líður myndi slík deild spara fé og tví- mælalaust verða hagkvæm f]ár- hagslega. Þá verður líka að líta á þann faglega ávinning sem af þessu yrði og raunar tel ég skyldu okkar að taka þetta verkefni að okkur hér heima, sagði Grétar. Við eigum á að skipa fólki í nánast allar lykil- stöður. Enn eru nokkrir erlendis í námi en ef möguleikar verða á því að það fólk geti nýtt sér sitt sérnám í hjartalækningum þá mun það koma heim. Ef ekki, er aftur hætta á að það ílendist í útlöndum eða fari alls ekki í slíkt nám. - Hvernig stendur þetta mál í dag? Heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir nákvæmri kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun um stofnun slíkrar deildar. Okkur yrði nauð- synlegt að fá aðstoð á skurðstofu Ekkert að vanbúnaði ef fjárveiting fæst — segir Grétar Olafsson, yfirlœknir á Landspítalanum erlendis til þess að samhæfa okkar fólk og við höfum fengið viss vil- yrði þar um. Ef fjárveiting fæst nú til að ráða í nýjar stöður á deildina ætti okkur ekkert að verða að van- búnaði til að geta byrjað í upphafi næsta vetrar. - Hvernig lítur kostnaðarhliðin út? Kostnaðurinn er minni en maður átti von á. Stór hluti hans er raunar lagfæring á skurðdeildinni sem þarf að gera hvort eð er. Dýrasta tækið yrði hjarta- og lungnavél sem mun trúlega kosta um 50 þúsund dollara eða um 750 þúsund krónur. Minn- ingargjafasjóður Landspítalans hefur þegar veitt 1,3 miljónum króna í þetta verkefni og það er ekki að vita nema fleiri styrkir komi til, sagði Grétar Ólafsson að lokum. - ÁI Aka eftlr kvóta- kerfi Meirihluti bifreiðastjóra hjá Hreyfli hefur í atkvæðagreiðslu samþykkt að taka upp kvótaskiptingu í akstrinum. Það þýðir að frá sunnudagskvöldi til fimmtudagskvölds verður ákveðinn hluti bílstjóra í fríi og er þetta gert vegna samdráttar í atvinnu leigubílstjóra að undanförnu. Einar G. Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Hreyfils sagði að 151 hefðu gfeitt atkvæði af þeim 215 sem væru hjá Hreyfli., Þar af hefðu 102 viljað taka upp kvótaskipting- una en 47 verið á móti henni. 2 seðlar voru auðir. Hann kvað vinnu hafa dregist heldur saman undanfarna 3 mán- uði enda þótt hún væri ekki minni en á sama tíma 1980. Árið í fyrra var hins vegar þokkalegt, að sögn Einars. Við spurðum Einar hvers vegna þessi atkvæðagreiðsla hefði ekki verið framkvæmd af Frama, félagi atvinnubifreiðastjóra. „Stjórn Hreyfils beindi á sínum tíma þeim tilmælum til Frama að félagið sæi um atkvæðagreiðsluna þannig að kvótaskiptingin næði til allra bifreiðastjóra. Mér skilst að þau tilmæli séu ennþá í athugun hjá félaginu en í næstu viku hafa bæði Hreyfill og Bæjarleiðir tekið upp þetta kvótakerfi, þannig að lang- mestur meirihluti leigubílstjóra vinnur nú á skipulögðum vöktum", sagði Einar. Af um 280 leyfum í borginni eru 215 hjá Hreyfli. Þessi kvótaskipt- ing verður ekki tekin upp um helg- ar og mega þá allir leigubílstjórar vinna eins og þá lystir. - v. 46% aukning á sölu kísilgúrs Heildarútflutningur iðnaðarvara dróst saman um 3% að magni til fy rstu átta mánuði ársins miðað við árið í fyrra. Munar þar mest um minnkandi útflutning á málningu og lakki svo og vikurefnum ýmiss konar. Á síðasta ári voru flutt út 2000 tonn af málningu og lakki fyrstu átta mánuði ársins en í ár hins veg- ar einungis 400 tonn. Er hér urn 68% verðmætaminnkun að ræða. Þá voru flutt út 22.000 tonn af vikri í fyrra en aðeins 9.700 tonn á sama tíma í ár. 1335 tonn voru flutt út af harðfeiti í fyrra en fyrstu átta mán- uði þessa árs aðeins 496 tonn. Aftur á móti hefur útflutningur annarra iðnaðarvara aukist mikið og munar mest um kísiljárn og kís- ilgúr. Fyrstu átta mánuði síðast árs voru flutt út 20800 tonn af kísiljárni en í ár er búið að flytja út um 25200 tonn. Á sama tíma í fyrra voru flutt út 11500 tonn af kísilgúr en í ár er búið að flytja út 16800 tonn. Mikil ásókn hefur verið í brota- járn til útflutnings á þessu ári og hefur aukningin að magni til orðið 52% á milli ára. Þá hefur útflutn- ingur umbúða utanum fiskafurðir aukist um 105%. Útflutningur ým- iss konar ytri fatnaðar hefur aukist um hvorki meira né minna en 200% - að verðmæti er þar um 418% aukningu að ræða! Flugmálastjóri gerir úttekt á rekstri litlu flugfélaganna: Innanlandsflugið rekið með halla „Það iná segja að nú sé svo komið í öllu okkar flugi innanlands að það sé rekið á þeim grund vclli að nánast enginn möguleiki er á því að það geti borið sig“, sagði Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri þegar Þjóðviljinn spjallaði við hann í gær í tilefni úttektar þeirrar sem Flugmálastjórn gerir nú á stöðu litlu flugfélaganna í landinu. Agnar sagði að slík skoðun væri alltaf reglulega í gangi, starfsmenn Flugmálastjórnar færu á staðina og tækju flugmenn litlu flugfélaganna hæfnispróf af ýmsu tagi. Það hefur Sama hver á í hlut, segir flugmálastjóri komið í Ijós, eins og vitað hefur verið fyrir, að víða er í mörgu áfátt með öryggisatriði. Agnar sagði að víðast væri á- stand þannig að þegar menn væru kannski fullir starfsorku og búnir að reka sitt flugfélag í tvö ár án þess að sjá fram á að endar næðu saman í rekstrinum, væri farið út í óhjá- kvæmilegan niðurskurð, menn tækju á sig tvöfalda vinnu o.s.frv. Þar sem hnífurinn stæði í kúnni væru fjárframlög hins opinbera, það væri hreinlega ekkert til skipt- anna „reynt er að puðra smáaurum hingað og þangað, þó án þess áð nægilegur árangur fáist“, sagði Agnar. Hann bætti við að enn vær- um við ekki búnir að koma okkur upp því sem kallast mætti fullkom- inn flugvöllur. Agnar Kofoed Hansen. Agnar sagði að undanfarin ár hefði verið unnið að áðurnefndri úttekt, en síðan yrði hún dregin saman í eina heildarskýrslu sem send yrði viðkomandi ráðuneyti. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.