Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikiidagur 13. október 1982 búsýslan í Hagkaup er mikið til af sænskum húsgögnum og innréttingum, sem væntanlega lækka nú talsvert í verði. Ljósm.: eik Sænskar vörur lækka Heil- hveiti- horn Þessi horn eru ákaflega auðveld í tilbúningi og eftir því bragðgóö. Þau fara vel meö öll- um mat, t.d. nýjum fiski, en eru mjög góö ein sér meö smjöri. Efni: 2 tsk. þurrger 1 dl volgt vatn 7: dl mjólk Blandið vatninu og mjólkinni saman, hræriö þurrgerinu í og láttð bt'ða í 5 mínútur. 2 dl hveiti 'U tsk sait I tsk. sykur 1 dl grólt mjöl (gott er að blanda saman hveitihýði og heilhveiti til helininga) 1-1 'h msk. sesamfræ (þessi fræ gefa öllu brauði frábært bragð; þreifið ykkur áfram með magnið sem ykkur líkar bcst) 4 msk matarolía (maí/ena eða sól- blómaolía) 1. Sigtiö hveiti, salt og sykur í skál og blandiö grófa mjölinu saman viö. Bætiö í matarolíunni. 2. Hræriö . gerblöndunni saman viö þurrefnin og sláið deigiö vel meö flötum þeytara eöa sleif. 4. Hnoöiö deigiö vel og breiðið síöan út í kringlótta köku, sem síðan er skorin í 8 hluta: 5. Rúlliö lengjunúni upp. 6. Smyrjið hornin meö mjólk og látiö þau síöan lyfta sér vel (ca. 10-15 mínútur), 7. Bakið hornin í miöjum ofni í 15-20 mín. við 225" C. 8. borðiö og njótið heil! hamar Þakka ber það sem vel er gert í viðskiptum. Ef ég mætti ráða yrði ónafngreind stúlka hjá Ábyrgö, tryggingafé- laginu (tryggingafélag bind- indismanna) slegin gullhamr- inum. Ég þurfti á skammri stundu að kaupa bifreið og haföi símasamband viö áöur- nefnda afgreiðsiukonu. Þegar ég kom á skrifstofuna var ég búinn að búa mig undir langar stundir í skrifræðið, því þaö sem þurfti aö gera var næsta flókiö. En þá brá svo vel við, að starfsmaður Ábyrgðar haföi gengið frá öllum papp- írum, víxium og þess háttar, þannig að ég þurfti ekki annað en að skrifa nafn og greiða af hendi ákveöna lágmarksupp- hæð. Þetta ber sérstaklega að þakka, enda með eindæmum vel að verki staðið hjá við- komandi starfsmanni, sem ég reyndar þekki ekki nafnið á. Sömu sögu er því miður ekki að segja um framhald málsins hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins þar sem starfsmenn virðast frekar leggja sig í líma við að gera manni hluti til óþurftar. Trúlega er það ein þunglamalegasta stofnun í ríkinu - og starfsmenn hafa eitthvert lag á því að haga vinnu sinni þannig að maður fái á tilfinninguna að maður sé að eyðileggja fyrir þeim dag- inn með því að leita þjónustu h já stofnuninni. Þeir eru alla- vega mjög óliðlegir. En trygg- ingafélagið Ábyrgð á hrós skilið. Einn nýkominn úr bíla- skiptum. Sænska krónan var felld í síðustu viku um 16% og þýðir það talsverða lækkun á inn- tluttum vörum frá Svíþjóð. Eins og fram hefur komið í auglýsingum lækka t.d. sænskir bílara um 11% í út- söluverði, en erfitt er að segja um lækkunarprósentu á öðr- um sænskum vörum. Talið er þó að hún verði nálægt 10 % á allmörgum vörutegundum, en minni eða meiri á nokkrum. Við fengum þær upplýsingar hjá Verðlagsstofnuninni að allar vörur, sem greiddar eru eftir á Flestum þykir kínverskur matur firnagóður og Kínverjar eru þekktir matreiðslumenn um allan heim. Hér á Fróni hefur kín- versk matargerðarlist átt erfitt uppdráttar, og þá einna helst fyrir þekkingarleysis-sök. En nú fer þeim óðum fjölgandi, sem lofa hann og prísa, og þá er ekki verra að geta kailað þetta lostæti fram í eigin eldhúsi. í þennan rétt á að nota kjúk- ling, en það er ekkert verra að nota unghænu. Þær eru nefnilega miklum mun ódýrari en kjúk- lingar og svo er bragðið ekki það mikið verra að það réttlæti að menn taki heldur kjúkling fram- yfir - og það fyrir þetta verð! Við gerðum smákönnun að gamni okkar í nokkrum verslun- um á verði unghænu og kjúkl- ings, og hér koma niðurstöðurn- ar. Dæmið síðan sjálf hvort þið kjósið heldur. (sjá töflu) þ.e. sem verslunareigendur kaupa með greiðslufresti og greiða framleiðanda á því gengi sem gildir þegar varan er greidd, ættu að lækka sem þessu nemur. Á sama hátt var innflytjendum sem þannig versla, heimilt að hækka vörur sínar vegna gengis- fellingar íslensku krónunnar í haust. Birgðir sem fyrir eru í vérslunum og innflytjandinn er búinn að borga, eiga hins vegar að seljast á því verði sem reiknað er út frá genginu þegar varan kom til landsins. Oft hefur viljað brenna við að kaupmenn hækki eldri vörur, þegar íslenska krón- í könnuninni kom í ljós. að vöruverð er afar mismunandi, en í öllu falli er unghænan miklu ódýrarií En snúum okkur nú að uppskriftinni. Unghænan er soðin í ca. 2 klst. án krydds, og síðan er kjötið tekið af beinunum og skorið í fremur litla bita. Galdurinn við þennan rétt er sósan, sem allt er soðið í undir lokin. Notast má við hvers konar grænmeti og látið því uppskrift- ina hér ekki trufla hugmynda- flugið um of. an lækkar og segi vöruna nýja, en þegar erlend mynt fellur, lækki þeir ekki vörur sem koma eftir þá gengisbreytingu og segi vöruna gamla. Það er því full ástæða til að vera vel á verði og spyrja kaupmenn hvernig verðið sé reiknað á viðkomandi vörum og hvenær þær hafi komið til landsins. Sem dæmi um vörur sem lækka umtalsvert má nefna innflutt hús- gögn og innréttingar frá Svíþjóð. Þetta á einnig við um vörur frá Finnlandi, finnska markið hefur verið fellt tvívegis nýlega og búist er við gengisfellingu dönsku 2 tsk. maízenamjöl. 2 tsk. þurrt sjerrí (má sleppa). 'U tsk. salt og sömul. pipar. Ca. 372 msk. matarolía. 1. msk. pressaður hvítlaukur. 2 tsk. engifer. 1 msk. svartar baunir (fást í versl. Manila, Suðurl.br.). 1 lítil græn paprika, skorin í strimla. 1 meðalstór gulrót, sneidd þunnt. krónunnar. Langflestar stærri vörur eru keyptar til landsins með greiðsluskilmálum og því eiga þær að lækka nú þegar. Ekki var þó að heyra í þeim verslunum sem við hringdum í (og flytja inn t.d. sænsk húsgögn) að búið væri að lækka vörurnar, - en nokkrir sögðu að „það yrði gert bráðum“. Það er augljóst að hér þurfa neytendur að vera vel á verði. Starfsmenn Verðalagsstofnunar- innar munu einnig fylgjast með áhrifum gengisbreytinganna því skila þarf skýrslum með verðút- reikningi yfir allar innfluttar vör- ur. 1 dós bambussprotar (fást m.a. í Manila). 1 msk. vatn. Blandið í skál maízena, sjerrí, salti og pipar. Veltið kjötbitun- um í skálinni, hrærið í 1V2 tsk. af olíunni og látið standa í 15 mín. Útbúið sósuna: á meðan: Blandið saman 2 tsk. maízenamjöli, 7i tsk. af rauðum pipar, V2 tsk. af matarolíu, 2 msk. af sojasósu, 27] msk. af hvítvínsediki og '/2 bolla af hænusoði eða vatni. Látið pönnu á mjög heita hellu. Þegar pannan hefur hitnað látið þá2 msk. af olíu og hvítlauk, engifel og baunir útí þegar olían er orðin heit. Hrærið öllu einu sinni saman, látið síðan kjötið útí og hrærið í 3 mín. Takið kjötið af pönnunni. Bætið 1 msk af olíu á pönnuna. Látið paprikuna, gulrótina og bambussprotana á pönnuna og hrærið í 30 sek. Bætið vatninu á og hrærið í 17: mínútu. Látið kjötið á pönnuna, hrærið upp sósunni og hellið yfir. Sjóðið nú og hrærið í af og til þar til sósan fer að þykkna. Borið fram með hýðishrís- grjónum og ísköldu vatni. Fyrir 4 meðalmenn. Vöru- Hag- Haga- Brciðholts- markaður kaup búðin kjör Kjúklingur...............99.50 106.90 127.00 112.00 Unghæna..................57.15 52.00 63.00 63.00 Unghærn á kínverskan máta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.