Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. október 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Garðar Sigurðsson alþingismaður verður með við- talstíma að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardag 16. okt- óber kl. 14.00. Stjórnin. Garðar. Alþýðubandalagið í Reykjavík - Fundaröð um efnahagsmál VALKOSTIR í EFNAHAGSMÁLUM - TILLÖGUR ALÞÝÐUBANDAI er yfirskrift þriðja fundarins í fundaröö Alþýðubandalagsins í Reykjavík um efnahagsmál, sem haldinn verður fimmtudaginn 14. október kl. 20:30 í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27. Frummælendur: Ragnar Arnalds og Björn Arn- órsson. Félagar og stuðningsmenn, fjöl- mennið. Stjórn ABR. AÍÍSINS Ragnar Björn Hverjir ætla norður? Fyrirhugaö er að efna til höpferöar frá Reykjavík til Akureyrar á ráð- stefnu ABA 30.-31. október. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Reykjavíkur- svæðinu sem hýggjast taka þátt í ráðstefnunni á Akureyri eru beðnir ;ið hafa samband við skrifstofu ABR sem allra fyrst. síminn er 17500. - ABR. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis heldur félagsfund að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 16. október kl. 16.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. Efnahags- og utanríkismál. Framsögu liafa þeir: Ragnar Árnason og Pétur Reimarsson. Félagar Ijölmvnnið. Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til aö greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Ilallgrímur Lúðvík Páll Aiþýðubandalagið í Hafnartlrði - Almennur félagsfundur ABI1 hejdur almennan félagsfund miðvikudaginn 13. október í Skálanum (Strandgötu 41) og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1) Umneöur og afgreiösla á nýjum starfxrcglum fyriFÁxejarmálaráö. Frumni;elandi: Páll Árnason. 2) Starfsáætlun ABH fram að áramótum. Frummælandi: Hallgrínutr 1 Iróðmarsson. 3) Utgáfa Vegamóta. Frummælandi: Lúðvík Geiisson. 4) Almennar umræður. 5) Kosning fulltrúa í bæjarmálaráö. lélagar fjölmennið. - Kaffi á könnunni. - Stjórnin. Eru luktir og glitmerki í lagi á hjólinu þínu? Mmningarsi óftur um Jón Júlíus Þor- steins- son Ákveðið hefur verið að stofna minningarsjóð um Jón Júlíus Þor- steinsson, kennara frá Olafsfirði, síðast starfandi við Barnaskóla Ak- ureyrar. Tilgangur sjóðsins verður að gefa út kennsiugögn fyrir hljóð- lestrar-, tal-, og söngkennslu. Fyrsta verkefni sjóðsins verður að gefa út kennslugögn Jóns Júl- íusar. Þar er um að ræða svokallað ■ar hljóðstöðumyndir og kennslu- leiðbeiningar. Fyrir liggur það álit margra sérfróðra manna sem kynnt hafa sér þetta efni að það muni verða mjög gagnlegt fyrir lestrar-, tal- og söngkennslu. Þeim er hefðu áhuga á að minn- ast Jóns Júlíusar og um leið stuðla að útgáfu á þessu framlagi hans til menningarauka er vinsamlega bent á að hægt er að gerast stofnfélagi sjóðsins til 1. nóvember n.k. Listar ásamt greinargerð liggja frammi á eftirtöldum stöðum: I Reykjavík: Á fræðsluskrifstof- unni, Tjarnargötu 12, Þjónustu- miðstöð kirkjunnar, Klapparstíg 27, Söngskólanum, Hverfisgötu Markmið sjóðsins er að gefa út hljóðstöðumyndir sem Jón Júlíus gerði og nýta þær við hljóðlestrar-tal- og söngkennslu. Þessi mynd er af Jóni og einum nemanda hans. 45, og Heyrnar- og talmeinastöð, Háaleitisbraut 1. Á Akureyri: Á Hótel Varðborg, Barnaskóla Akureyrar, Glerár- skóla og Oddeyrarskóla, á fræðslu- skrifstofunni, Hjá Haraldi Sigur- geirssyni, bæjarskrifstofunum, og Guðrúnu Sigbjörnsdóttur, Trygg- ingaumboðinu. Á Ólafsfirði: Á bæjarskrifstof- unni og í barnaskólanum. Framlög í sjóðinn eru frjáls og verða gíróseðlar sendir út fljótlega. Einnig skal bent á að hægt er að greiða beint inn á gíróreikning nr. 18973-1 Póstgíróstofunni, Ármúla 6. Tekið er við greiðslum í öllum bönkum og pósthúsum. Heimilis- fang minningarsjóðsins verður fyrst um sinn að Hjallalandi 22, Reykjavík. Stofnfundur verður haldinn á Akureyri í nóvember. Stéttarsamband bænda um matvælasmygl: Tollskoðun verði efld og afnumin sérréttindi varnarliðsins Sá orðrómur fer ekki leynt að töluvert sé um að matvælum sé smyglað til landsins. Augljóst er, að slíkur ólöglcgur innflutningur felur í sér þá hættu, að háskalegir búfjársjúkdómar berist hingað, mcð ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Fyrir því samþykkti síðasti aðalfundur Stéttarsambands bænda svofellda ályktun: „Fundurinn... skorar á landbún- aðarráðherra að beita áhrifum sín- um til að stórefld verði tollskoðun á öllum flutninga- og farartækjum, sem koma til landsins og einnig á persónulegum farangri. Þá telur fundurinn mjög áríð- andi að afnema þau sérréttindi er gilda um innflutning landbúnaðar- vara til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli." -mhg Formannafundur LIS: Vmnuverndarmálin rædd F'ormannafundur starfsmanna- félaga innan Landssambands ísl. samvinnustarfsmanna var haldinn í Bifröst 11. þ.m. Meðal mála, sem þar var fjaliað um, voru málefni lífeyris- og eftirlaunaþcga. Ákvað fundurinn að halda sérstaka ráð- stcfnu um þau mál. Þá var rætt um hugmvndir um nýjar orlofshúsabyggðir samvinnu- starfsmanna, og kom fram, að í at- hugun er að fá stað fyrir slíka byggð á Norðausturlandi, einna helst í nágrenni Mývatns. Mikið var rætt um vinnuverndarmál, kjör öryggis- trúnaðarmanna og verkefni þeirra og samskipti og samstarf LÍS og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Framsögu í þeim mála- flokki höfðu þeir Vigfús Geirdal og Júlíus Kr. Valdimarsson, framkvstj. VMS. Fundurinn ítrekaði ályktun síð- asta landsþings LÍS þar sem mörk- uð var sú framtíðarstefna að LÍS og starfsmannafélögin yrðu samnings- aðilar um kaup og kjör við VMS. Áfangi að því marki væri að ítreka kröfur að um orlofssjóðsgreiðslur frá samvinnufyrirtækjum r.enni í sérstakan orlofssjóð samvinnu- starfsmanna í stað orlofssjóða stéttarfélaganna, svo sem nú er. Lýst var ánægju með hina nýju stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar og lögð áhersla á að þeirri umræðu og því starfi, sem fram hefur farið undanfarin ár við gerð stefnuskrárinnar, verði haldið áfram og að hún verði í stöðugri endurskoðun. Fundurinn hvatti alla samvinnustarfsmenn, sem ekki eru nú þegar félagsmenn kaupfé- laganna, að gerast félagar og taka virkan þátt í félagslegu starfi þeirra. - mhg Styttur Framhald af 7. siðu. hefði af sama tilefni samþvkkt að láta gera áætlun um endurbætur og viðgerðir á styttunum og leifa til myndhöggvarafélagsins unt gerð forgangslista þar um. Davíð Oddsson sagðist telja að viðtalið við Ragnar Kjartansson væri nokkuð orðum aukið, - ekki væri eins mikil alvara á ferðum og þar kæmi fram. Ilins vegar væri fagnaðarefni að umhverfismálaráð hefði nú þegar fjallaö um þetta mál og væri sjálfsagt aö samþvkja til- lögu Gerðar. Hún hlaut 21 at- kvæði. - ÁI Félag járniðnaðarmanna: Lánskjörin fylgi kaupi Á fundi í Félagi járniðnaðar- manna l'yrir stuttu var samþykkt eftirfarandi tillaga. „Félagsfundur í Félagi járniðn- aðarmanna haldinn 28. sept. 1982, samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjórn að verða við þeirri rétt- mætu kröfu, að breyting lánskjara- vísitölu miðist við breytingu al- menns kaupgjalds. Staðreynd er að sífellt dregur í sundur með lánskjaravísitölu og al- mennu kaupgjaldi launafólki j, óhag, og kemur slíkt meö mestum þunga á þá sem ieitast Við að eignast eigið húsnæði og dregur jafnframt úr kjarki launafólks til að ráðast í íbúðakaup. Þegar verðbætur á laun eru skertar eins og nú er gert og stemmt að, er samræming breyt- inga á lánskjaravísitölu og al- mennu kaupgjaldi, þýðingarmikið réttlætismál fyrir launafólk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.