Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 13. október 1982 „Við verðum að ná tengslum við hátt settan herforingja í Líbanon. Við verðum að vinna hann á okkar band eða múta honum til að útnefna sig sem bjargvætt kristinna íbúa landsins. Næsta skref verður síðan að ráðast inn í Líbanon og hertaka mikilvæga hluta landsins og setja á laggirnar ríkisstjórn maronóníta, nátengda Israel. Fyrst þá mun verða grundvallarbrey ting á ástandinu í Miðausturlöndum. En svona umbyltingu náum við ekki fram við núverandi ástand. Á tíinum upplausnar, eftir byltingu eða borgarastyrjöld, má ná fram þessum markmiðum“. ísrael vffl Fjöldamorðirt í Beirút. ekki fríð í Miðausturíöndum Pessi orö gætu veriö komin frá Begin eöa Sharon er þeir unnu aö undirhúningi innrásarinnar í Lí- banon. Ln þau eru þaö ekki. Pau eru komin úr dagbókum Moshe Sharetts, fyrrverandi varnarmála- ráðherra ísraels, og eru brot úr samræðum hans við Ben Gurion og Moshe Dayan. 'Samræðurnar fóru fram fyrir nálægt 30 árum, árið 1954. Ríkisstjórn Begins kölluð til ábyrgðar Áriö 1982 var tíminn kominn — herir ísraels réðust inn í Líbanon. í fimmta skipti frá stofnun ísraels- ríkis 1948 fór herinn í stríð - og vann eins og venjulega. Eftir sigur á palestínumönnum í S-Líbanon var sest um Beirút. Umsátrið kost- aöi íbúa V-Beirút miklar þjáning- ar. Um sjö þúsund manns hafa ver- iö drepin með sprengjuregni og hernaðaraðgeröum samfara inn- rásinni í borgina, og um 30.000 særst. Yfirgnæfandi meirihluti hinna föllnu eruóbreyttirborgarar. Meðal hinna særðu hafa yfir þrjú þúsund fengið brunasár af völdum fosfórsprengja. 12.000 hinna særðu eru undir 15 ára aldri, og 25000 eldri en 60 ára. Fyrir hvern her- mann sem felldur var, voru drepin 10 börn. Ríkisstjórn ísraels ber Tulla ábyrgð á innrás ísraelshers í V- Beirút. á sama hátt og hún ber fulla ábyrgð á innrás hersins í Líbanon. Pegar nú fréttir berast um fjölda- morð á óbreyttum borgurum í flóttamannabúðunum Sabra og Shatila, ber ríkisstjórn ísraels fulla ábyrgð á þeim líka. Ég ákæri stjórn Begins fyrir að hafa skipulagt fjöldamorðin og haft höndum framkyæmd þeirra Fjöldamorðin skipulögð Begin og Sharon neita því að þeir beri nokkra ábyrgð á fjölda- morðunum. En þeir hafa líka lagst gegn opinberri rannsókn á fjölda- morðunum og aðdraganda þeirra, og þar með dregið sjálfa sig til á- byrgðar. Það leikur vart nokkur vafi á, að fjöldamorðin voru liður í stjórnlist Begins, stjórnlist, sem gengur út á að skapa stór-ísrael Skoðum þetta aðeins nánar. - í byrjun september var hald- inn fundur arabaleiðtoga í Fez. í fyrsta skipti í langan tíma.ríkti ein- ing meðal þátttakenda um friðará- ætlun fyrir Miðausturlönd. Áætl- unin innibar kröfur um að ísrael færi burt frá herteknu svæðunum, að ólöglegt landnám gyðinga yrði stoppað þar og samyrkjubúin lögð niður, að fullur réttur^palestínsku þjóðarinnar yrði viöurkenndur, að Vesturbakkinn ög Gazasvæðið yrðu sett undir umsjón SÞ í ákveð- inn tíma, að stofnað yrði sjálfstætt ríki palestínumanna, og að öryggis- ráð i SÞ sæi um að allar ályktanir þess er varða svæðið yrðu virtar. Þetta síðastnefnda felur í raun í sér viðurkenningu á ísrael. Begin og Shamir vísuðu þessari friðaráætlun umsvifalaust á bug. Begin vill enga málamiðlun. Hapn stefnir að algerri innlimun her- teknu svæðanna íísrael. En vanda- mál Begins var, að í augum um- heimsins standa arabaríkin og PLO sem boðberar friðar sem bjóða upp á málamiðlanir til að binda endi á stríð og hörmungar í þessum heimshluta. Israel varð því að gera eitthvað til að breyta afstöðu arabaríkjanna og koma í veg fyrir að PLO fengi almenningsálit heimsins í lið með sér. Tilgangur fjöldamorðanna í Sabra og Shatila var að skapa hatur og reiði er kæmi í veg fyrir allar friðarumleitanir. Stjórn Israels reyndi á þennan óhugnanlega hátt að eyðileggja þær friðarumleitanir sem leiðtogafundurinn í Fez varð upphaf að. Viðbrögð PLO PLO hélt miðstjórnarfund í Damaskus eftir að fréttir bárust um fjöldamorðin. Blaðamaöur Le Monde, Eric Rouleau, átti þar við- tal við Yassir Arafat um morðin og afleiðingar þeirra. Aðspurður hvort PLO myndi hefna fjölda- morðanna með hryðjuverkum gegn ísrael, sagði Arafat að hann væri grundvallarlega andsnúinn beitingu hryðjuverka í hvaða mynd sem væri. í framtíðinni myndu palestínumenn berjast með öllum ráðum gegn hernámi ísraels á Vesturbakkanum og Gazasvæð- inu, en jafnhliða því sækja fram á , vettvangi alþjóðastjórnmála. Ara- fat sagðist ætla að beita sér fyrir því að friðaráætlunin frá Fez næði fram að ganga. Um fórnarlömb fjölda- morðanna sagði Arafat: „Dauði þeirra mun ekki verða til einskis.. Við lifum-eftilvill tímamót í sorg- legri sögu þjóðar okkar”. Það eru því ekki palestínumenn sem standa gegn friði t Miðaustur- löndum, heldur Begin og Sharon. Hvað vakir fyrir Begin? Markmiðið með innrás Israels í Líbanon var endanleg lausn á Pal- Olafur Ingólfsson skrifar estínuvandamálinu, lausn sem innibar útrýmingu leiðtoga PLO og herafla samtakanna. Auk þess átti að reka palestínumenn enn á flótta, væntanlega til Sýrlands og Jórdaníu. I kjölfar innrásarinnar átti að innlima Vesturbakkann og Gazasvæðið, og í krafti hernaðar- yfirburða að þvinga Jórdaníu og Sýrland til friðarsamninga eða sæta stríði öðrum kosti. Það er margt sem rennir stoðum undir þessa mynd. Hér gefst ekki tækifæri nema til að drepa á örfá atriði. — Starfsmenn sænsku neyðar- hjálparinnar til Líbanon segja ísra- elsmenn gera þeim ókleift að starfa meðal palestínuflótta- manna. Til þess er tekið að ísraelsk yfirvöld krefjist þess að allar fast- eignir sem palestínumenn eigi skuli eyðileggjast. Starfsmönnum neyðarhjálparinnar er bannað að reisa hús yfir flóttamennina og hús er enn standa uppi í flótta- mannabúðunum eftir loftárásirn- ar. Þetta getur aðeins verið til þess gert að knýja flóttamennina til að flytja. Fjöldamorðin voru liður í að skapa þá skelfingu er fengi fólk til að flýja. — Margt bendir til þess að ísra- elsmenn hafi staðið að baki morð JnuáBashirGemayel. Engiraðrir vc'ru í aðstöðu til að koma 200 kg. af sprengiefnum inn í höfuðstöðvar falangista, en kannski það sem mikilvægara er, engir aðrir „græddu” á dauða hans. ísraels- menn héldu að Gemayel yrði þeim leiðitamur. En þegar hann reyndi að halda sjálfstæðri stefnu gagn-, vart ísrael var hann þeim til trafala. ísraelsmenn væntu þess að í kjölfar morðsins blossuðu að nýju upp bardagar milli kristinna og múhameðstrúarmanna — slíkt hefði gefið þeim átyllu til að her- nema líka N-Líbanon. Þegar það brást; og múhameðstrúarmenn jafnt sem kristnir fordæmdu morð in og lögðu ábyrgðina á hendur ísraelsmönnum, varð að gripa til nýrra ráða. Þá varð tekið til lepps- ins Haddads, og hermenn hans sendir inn í Sabra og Shatila tíl að vinna á varnarlausum íbúum þar. Með því væntu þeir Begin og Shar- on þess að bardagar blossuðu upp að nýju. Enn hefur það ekki gerst, og ástæðan er vafalítið sú, að Lí- banir sameinast nú gegn sínum raunverulega fjandmanni, fjand- manni sem alið hefur á hatri og hermdarverkum í Líbanon undan- farin ár, ísraelsmönnum. Begin og Sharon eru hryðjuverkamenn Þú lesandi góður hugsar e.t.v. svo, eru þetta ekki bara hugarórar og ímyndun. Óskandi væri að svo væri. En við skulunr ekki gleyma því, að þeir þrír menn sem í dag stjórna ísrael, Begin, Sharon og Shamir eru gamlir hryðjuverka- menn. Begin var leiðtogi hryðju- verkasamtakanna Irgun, og var á stjórnartíma Breta í Palestínu dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk. Shamir var leiðtogi annarra hryðjuverkasamtaka sionista, Stern, sem m.a. stóð fyrir morðinu á Bernadotte greifa, sáttasemjara SÞ í Miðausturlöndum á árunum eftir stríð. Begin og Sharon fóru árið inní smábæinn Deir Yassin í Palest- rnu og myrtu alla íbúa er þeir náðu í, alls 254 manneskjur. Eftir ódæðið var ekið með líkin á opnum vörubílum um Jerúsalem til að vekja ógn og skelfingu meðal pal- estínumanna. Afleiðingarnar urðu að um hálf milljón palestínumanna flúðu, m.a. til Líbanon. Það er þetta sama fólk og afkomendur þeirra sem Begin í dag ræðst gegn. Um fjöldamorðin í Deir Yassin hefur Begin sagt: „Þau voru nauð- synleg til að stofna ísrael“. Sharon hóf feril sinn sem foringi innan hersins með því að fara með rnenn sína inn í bæinn Qibia að næturþeli og myrða alla íbúa hans í svefni. Leiðtogar ísraels í dag eru gaml- ir hryðjuverkamenn. Munurinn er bara sá, að áður fyrr réðu þeir fyrir nokkrum hundruðum nranna, en í dag stýra þeir fjórða öflugasta her í heimi. Viðurkennum PLO í dag er mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum til að stöðva manna- veiðar Begins og kumpána, og binda endi á hörmungar þær sem alþýða manna þarf að þola í Mið- austurlöndum. Það dugir ekki bara að mótmæla níðingsverkum stjórnar Begins. Begin hundsar al- gerlega almenningsálitið í heimin- um, og hann hundsar mótmæli og ályktanir alþjóðastofnanna. Þess verður að krefjast af ríkisstjórn ís- lands að hún frysti þegar í stað öll samskipti við ísrael, en viðurkenni PLO sem fullgildan fulltrúa palest- ínsku þjóðarinnar. Enn fremur ætti ísland á alþjóðavettvangi að krefj- ast þess að ísrael verði beitt við- skiptabanni uns allt ísraelskt herlið er á brott frá Líbanon. Þó Island sé lítið land er óþarfi að halda að rödd íslands megi sín lítils. ísland hefur áður tekið frum- kvæði á alþjóðavettvangi, eins og gerðist í hafréttarmálum. Island hefur alltaf haft góð samskipti við Israel, og t.a.m. var Island fyrsta landið í Evrópu sem Ben Gurion, fyrrum þjóðarleiðtogi ísraels, heimsótti opinberlega. Látum nú ekki máttlaus mót- mæli duga. Sýnum að okkur sé of- boðið. Viðurkennum PLO og frystum stjórnmálasamskipti við ísrael! Lundi, Svíþjóð, 28/9 1982 Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.