Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐ'A -t- ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. október 1982 Ósannur orðrómur Góðir hálsar, þér, sem berið það út og suður, að ég hafi keypt ölföng fyrir 2 rd. eða meir þegar „Ballið“ var haldið við Goðafoss 28. ágústm. næstl. og viljið með því sverta mig saklausan. En ég lýsi því hér með yfir, að þessi orðasveimur.er með öllu ósann- ur. Ég keypti aðeins fyrir 16 skildinga, og megið þér spyrja herra E. Halldórsson að því, yður til trúarstyrkingar, hvort ég hafi keypt meir, því hann skrifaði hjá sér hvað ég keypti. En gáið þér að því: að þeir sem kasta saur á aðra, þeir ata sjálfa sig mest. Hriflu, 17. okt. 1870. Þ. Jónsson Njarðvík Börn kveiktu í video- stöðinni Það gerðist á dögunum suður með sjó, samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta, að slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja var kvatt út að Njarðvíkurbraut í Innri Njarð- vík. Er að var komið var mikill og þykkur reykur út frá einangrun- arplasti í bílskúr við hús eitt. í gryfju undir skúrnum var staðsett útsendingarkerfi fyrir videó, sem þjónar öllu hverfinu í Innri Njarð- vík. Útsendingartækin eru að sögn Víkurblaðsins talin ónýt, auk þess sem skemmdir urðu á ein- angrunarplasti sem var í skúrnum. Eldsupptök voru af völdum barna. Það tók mig 15 árað uppgötva að ég hafði enga hæfileika til að verða rithöfundur. Ég gat engan veginn hætt við að skrifa þrátt fyrir það, þar sem ég var þá orð- inn.alltof þekktur fyrir skrif mín. Robert Benchley (1889—1945) bandarískur rithöfundur, ritstjóri og lcikari. Gætum tungunnar Heyrst hefur: Gestir komu hvaðanæva að af landinu. Rétt væri: Gestir komu hvaðan- æva af landinu. Dœmisaga úr bílaiðnaðinum Rangsnúinn raunveruleiki Gamall málsháttur segir, að þegar bandarískt efnahagslíf fái kvef fái það evrópska lungna- bólgu. Málshætti þessum hefur nú verið snúið upp á bandarískan bílaiðnað. Samdráttur og mark- aðsörðugleikar hafa hrjáð bandarískan bílaiðnað alvarlega frá 1980, þegar erlendir og þá sér- staklcga japanskir bílar juku stórlega hlutdeild sína í markaðn- um. Síðan hefur allt stefnt í eina átt, og samdrátturinn í fram- leiðslunni í ár verður 18% miðað við síðasta ár sem þó var óvenju lélegt. Þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Bandaríkjunum hefur hlut- deild innfluttra bíla aukist og er nú kömin upp í rúm 28%, og því hafa kröfur um verndaraðgerðir nú orðið æ háværari samfara stór- auknu atvinnuleysi í bílaiðnaðin- um. Efnahagskreppan í Bandaríkj- unum hefur m.a. haft það í för með sér að meðalaldur þeirra bíla er aka á bandarískum vegum hef- ur hækkað úr 3 í 6.5 ár á fáum árum, og þótt nýtni hafi eitt sinn talist til sannkristinna dyggða þá hefur sú dyggð snúist upp í and- hverfu sína í kapitalismanum og ógnar nú bílaiðnaðinum og atvinnuöryggi miljóna manna. Stjórnvöld hafa með „frjáls- um“ samningum fengið Japani til að draga lítilsháttar úr útflutningi sínum til Bandaríkjanna, en nú sem í andstöðu við yfirlýsta markaðspólitík frjálshyggjunnar setur m.a. þau skilyrði að bílar sem seldir eru í yfir 500 þúsund eintökum verða að vera 90% bandarísk framleiðsla, en þeir sem seljast í 100—500 þús. ein- tökum verði að vera bandarísk framleiðsla að einum fjórða. Er það ekki að snúa guðspjöll- unum upp á andskotann þegar sparnaður, nýtni og frjáls verslun eru orðin einn helsti þyrnirinn í augum bandarískra bílafram - leiðenda? Hvað er þá orðið um frjáishyggjufræðin, Hannes Hólmsteinn? Hvar er ósýnilega höndin? Hvar er hinn frjálsi markaður, sem allan vanda átti að leysa? Éða er það kannski svo, að þegar kenning og raunveru- leiki stangast á, þá sé við raunver- uleikann að sakast? Heyrðu Gunnar, hvar fékkstu þennan jakka? Eilítið fréttablað að hefja göngu sína á Suðurlandi Frá Lómagnúpi til Herdísarvíkur - Við þykjumst þess fullvissir að þörf sé á blaði sem þessu. íbú- ar Suðurlands eru margir og það er ansi hart, ef ekki er grundvöll- ur fyrir óháð, pólitískt fréttablað, sem flytur efni af öllu tagi úr kjör- dæminu, sagði Ólafur Th. Ólafs- son kennari á Selfossi en hann i félagi við Þorlák H. Helgason *eg&ía síðustu hönd á undirbún- ing fyrir útgáfu á nýju fréttablaði í Suðurlandskjördæmi. „Eilítið fréttablað” mun króinn heita og er von á fyrsta tölublaði í lok þessa mánaðar. Aðstandendur blaðsins hafa heitið á allt áhugafólk að veita sér liðsinni. Þeir hafa auglýst eftir fréttariturum allt frá Lómagnúpi í austri til Herdísarvíkur í vestri. - Jú,undirtektirhafaveriðmeð ágætum. Ég get ekki sagt að það sé búið að festa niður fréttaritara í öllum hreppum en það fólk sem við höfum rætt við, hefur tekið málaleitan okkar á besta veg. - Hvað á að vera í þessu blaði? - Allt mögulegt. Okkur hefur alls ekki fundist fara nóg fyrir al- mennum fréttum úr byggðum og sveitum Suðurlands í þeim pólit- ísku blöðum sem koma hér reglu- lega út. Hugmyndin er að hafa þetta alhliða fréttablað, taka við fyrirspurnum lesenda og leita svara við þeim og reyna að hafa létt efni innanum, og setja þetta síðan skemmtilega upp. - Hvað er það sem ýtir ykkur af stað út í útgáfu sem þessa? - Já það er nú það. Ætli það hafi ekki ráðið mestu um, hvað bæði við og allt of margir vita mest lítið um það sem er að gerast í næsta nágrenni, hrepp, eða Ólafur Th. Ólafsson, annar fram- taksmanna um nýja blaðaútgáfu á Suðurlandi. sveit. í raun vitum við miklu minna um það heldur en ýmislegt það sem gerist erlendis og þó vi- tum við ekki alltaf mikið um, hvað er á seyði þar. - Hvað stefnið þið að koma blaðinu oft út? - Við miðum við að það komi út mánaðarlega. Þetta verður 8 síðna blað í dagblaðabroti. Við sjáum svo til hvernig viðtökurnar verða, en hingað til hefur allt gengið ágætlega og við erum bjartsýnir, sagði Ólafur. Broslega hliðin á þjóðaríþrótt Það slær enginn Kínverjum við þegar „ping pong“ er annars veg- ar, eða borðtennis eins og íþróttin er nefnd á íslcnsku. Það kom því kannski ekki svo á óvart þegar við rákumst á þessar skrýtlur í kínversku tímariti nú á dögunum. Þessi þjóðaríþrótt fjórðungs mannkyns getur vissu- lega haft sínar broslegu hliðar eins og teiknarinn Fa Naiguang hefur hér dregið upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.