Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. október 1982 Valdaleysi Samelnuðu þjóðanna Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ættu að endurnýja þau heit, er þau eitt sinn gáfu við stofnun samtakanna, segir Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna í skýrsiu, sem birt var í síðasta mánuði. - Mig grunar, að þessi heit séu ekki tekin jafn aivarlega nú og þegar þau voru gefin í skugga heimsstyrjaldarinnar. Skýrsla aðalritarans er eins og örvæntingarfull tilraun til þess að rjúfa það vonleysi og máttleysi sem einkennt hefur allt friðargæslustarf Sameinuðu þjóðanna á síðustu árum. Perez de Cuellar telur í skýrsl- unni upp þær misheppnuðu til- raunir, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gert á síðustu árum til þess að varðveita frið: ★ Sameinuðu þjóðunum tókst ekki að hindra innrás ísraels í Líbanon með þeim hörmulegu afleiðingum sem hún hafði í för með sér. ★ Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki haft bolmagn til þess að tryggja palestínsku þjóðinni rétt til eigin ríkis, sjálfstjórnar og lands, né heldur hafa þær verið færar um að auðvelda lausn deilunnar fyrir Miðjarðarhafs- botnum. ★ Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki getað stöðvað styrjöldina á milli Iraks og Iran. ★ Sameinuðu þjóðirnar hafa stað- ið máttvana gagnvart hcrnaði Sovétríkjanna í Afghanistan. ★ Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki getað stuðlað að friðsamlegum lausnum á deilumálum í Mið- ameríku og verið valda- og á- hrifalausar í Kampútseu. ★ Sameinuðu þjóðirnar hafa reynst vanbúnar að stöðva það ofbeldi, sem blökkumenn eru bcittir í sunnanverðri Afríku, og þær reyndust allsendis ófær- ar um að koma í veg fyrir að stríð brytist út á milli Bretlands og Argcntínu. Þetta er langur og átakanlegur listi, en gæti sennilega orðið enn lengri. má rekja til áhuga- leysis stór- veldanna FRÉTTASKÝRING Dœmi íraks s og Iran í síðustu viku samþykkti Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna ein- róma ályktun, þar sem írönum og frökum var boðið að gera tafar- laust vopnahlé og hörfa með her- sveitir sínar inn á landsvæði við- komandi lands. Hvað gerðist? Samkvæmt reglugerð Samein- uðu þjóðanna eru samþykktir Ör- yggisráðsins bindandi þegar um einróma ályktanir er að ræða. Hvorugt ríkið tók hins vegar minnsta tillit til ályktunarinnar, og sendiherra írans hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram, að sam- þykktin væri „ólögleg". Hvað gerir Öryggisráðið þegar aðildarríki brjóta með þessum hætti gagnvart reglum- samtak- anna? Því er fljótsvarað, - ekkert. - Það verður æ algengara, sagði de Cuellar í skýrslu sinni, að Ör- yggisráðið reynist þess ekki megn- 1X2 1X2 IX 7. leikvika — leikir 9. október 1982 Vinningsröð: 2x1 -211 -x1x-11x 1. vinningur: 11 réttir - kr. 15.950.- 934(4/10) 20609+ 69486(4/10) 90642(6/10)96827(6/10) + 11017 66842(4/10) 74054(4/10) 90647(6/10) 15388+ 68334(4/10) 74114(4/10) 92725(6/10) 2. vinningur: 10 réttir - kr. 425.- 61 8256 17069 63316 71766+ 90985 67211(2/10) 70 8971 17445 63417 73102 91877 67707(2/10j + 81 9027 19068 63921+ 73467 92311 70438(2/10) 230 9033 19067 64278 73591 92719 71546(2/10) 844 9645 20092 65210 73607 93624+ 74582(2/10) 869 9691 20310 65612 74896+ 94207+ 76713(2/10) 923 9970+ 20325 65940 74985 94254 77724(2/10) 931 11397 20403 66288 75378 94588+ 95952(2/10) 933 11829 59669 66424 75845 94723 97551(2/10) + 937 13456 59791 66546 76080 94969+ 97573(2/10) + 951 13503 60168 66687+ 76136 95074 1480 13895 60388 67650+ 76607 95531+ 1579 14138 60478 + 68397 76622+ 95572 1698 14813 61383 68532 76961 95766 1834 15051 61515 68692+ 78162 96661+ 2034 15055 61576 68695+ 78163 96912 3804 15295 61789+ 68697+ 78353 97139+ 4089 15374+ 62197 68706+ 80015 97254 4277 15339 62271 69100+ 80291 97274+ 4954 15753 62464 69848 80910 97714+ 5512 15803 62691+ 70799 81209 59769(2/10) 7114 15816 62873+ 70910+ 90019+ 63353(2/10) 7914 16230 63185 70983 90319+ 65690(2/10) Kærufrestur er til 1. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstof- unni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilsfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Grípa verður til aðgerða tii þess að auka áhrifamátt Sameinuðu þjóðanna við friðargæslu í heiminum, segir Perez de Cuellar aðalritari samtakanna (t.h.), en hvorki Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna (t.v.) né Schultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa sýnt áhuga á slíkum aðgerðum. ugt að taka afgerandi ákvarðanir er leitt geta til lausnar á alþjóðlegum deilumálum, og jafnframt verður það æ algengara, að aðildarríki samtakanna hefji sig upp yfir álykt- anir ráðsins og virði þær að vettugi. Jafnvel þegar Öryggisráðið er ein- huga stendur það máttvana gagn- vart vandanum og horfir upp á að ályktanir þess séu hafðar að engu. Stórveldin þögul Það þótti athyglisvert við setn- ingu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á dögunum, að fulltrúar flestra þjóða tóku undir orð aðal- ritarans um nauðsyn þess aðstyrk- ja stöðu samtakanna, nema full- trúar þeirra þjóða, sem mesta möguleika hafa til þess að hafa á- hrif þar á. Hvorki Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna né George Schultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna minntust einu orði á skýrslu aðalritarans í hinum löngu og ýtarlegu ræðum sínum. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort stórveldin æski þess í raun og veru, að vald Sámeinuðu þjóðanna til lausnar alþjóðavandamála verði aukið. Það gæti j ú hugsanlega veikt stöðu þessara ríkja á alþjóðavett- vangi. í skýrslu sinni stingur de Cuellar upp á nokkrum aðgerðum, er orðið gætu til þess að styrkja Öryggisráð- ið. Hann vill að ráðið láti vandá- málin til sín taka fyrr en hingað til hefur tíðkast, þannig að það geti átt frumkvæði að samningaviðræð- um á milli deiluaðila áður en til ofbeldisaðgerða er gripið. Hann segir að ályktanir ráðsins verði einnig að hafa eitthvert gildi utan aðalmiðstöðvanna í New York, og það gerist ekki nema sérhver ríkis- stjórn skuldbindi sig til þess að framfylgja þeim heima fyrir, en láti ekki eins og hún hafi gert skyldu sína með því einu að greiða at- kvæði. Hálfvelgja Sendiherra Svía hjá Sameinuðu þjóðunum sagði nýlega í viðtali, að hvorki Sovétríkin né Bandaríkin hefðu sérstakan áhuga á að herða á þeim reglum, er styrkt gætu sam- þykktir Öryggisráðsins. Pessi ríki kjósa heldur að starfa innan þess tvíhöfða diplómatíska kerfis, sem þau hafa byggt upp með NATO og Varsjárbandalaginu, sagði sendi- herrann. - Virðingin, - eða virðíngar- leysið - fyrir starfi Sameinuðu þjóðanna endurspeglast í þeim hálfvolga áhuga, sem stórveldin hafa fyrir hinni einstöku uppbygg- ingu Sameinuðu þjóðanna, sagði sendiherrann. Á okkar hættutímum virðist það brýnt hagsmunamál óháðra ríkja og smáríkja, að efla áhrifamátt Sameinuðu þjóðanna, jafnvel þótt vitað sé, að þegar til kastanna kem- ur verði aflsmunur látinn ráða í al- þjóðasamskiptum. ólg. tók saman. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiÖenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir septembermán- uö er 15. okt. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 8. okt. 1982. Lausar stöður Tvær hlutastöður lektora (37%) í sjúkraþjálf- un við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla íslands eru lausar um umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vís- indastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir svo og námsferil og störf, skulu send- ar menntamálaráðuneytinu fyrir 7. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið, 7. október 1982. Aðalfundur samtaka um frjálsan útvarpsrekstur verður haldinn að Hótel Sögu fimmtudaginn 28. október n.k. kl. 20. Framkvæmdastjórn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.