Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Breytingar á embœttum borgarinnar: Mest deilt um borgarlögmann Albert Guðmundsson sat hjá þegar borgarstjórn afgreiddi s.l. fímmtudag tillögur borgarstjóra um brcytingar á embættismanna- kcrfí borgarinnar. Fengu tillögurn- ar því 11 atkvæði Sjálfstæðis- manna; 8 borgarfulltrúar Alþýðu- bandalags, Framsóknar og Kvennaframboðs voru á móti, en Sigurður E. Guðmundsson, Al- þýðuflokki, sat hjá. í bókun frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins vegna þessarar samþykktar segir m.a. að með til- færslum manna milli embætta hjá borginni nú sé með grófum hætti gengið fram hjá þeirri meginreglu að stöður skulu auglýsa og er því mótmælt. Þá segir: „Ekki verður séð að tillögurnar um tilfærslur verkefna milli embætta séu allar til bóta eða leiði til sparnaðar í stjórnsýslu Engin þörf á heilum manni í málflutningsstörf borgarinnar. Sérstaklega viljum við gagnrýna þá ráðstöfun að tak- marka fastaverkefni borgarlög- manns við málarekstur einvörð- ungu. Við bendum einnig á að ekki er um fækkun embætta að ræða. Við greiðum því atkvæði gegn þessum fljótræðislegu tillögum". Adda Bára Sigfúsdóttir átaldi að með tillögunni væri verið að hræra til í embættismannakerfinu án nokkurs samhengis við skipulag á ráðum og nefndum kjörinna full- trúa. Ekki væri heldur séð að tillög- urnar væru allar til báta. f>ó undan- skildi Adda Bára tillöguna um að leggja niður lóðanefnd og sagði að hún væri sjálfsögð. Lóðanefnd hefði um langan tíma aðeins verið einn maður, sém hefði borið þann undarlega titil að vera nefnd. Óskaði hún Hjörleifi Kvaran til hamingju með að losna við titilinn. Hún sagði hins vegar fráleitt að gera tvö embætti úr núverandi borgárlögmannsembætti og láta borgarlögmann hinn minni ekki hafa neitt annað að gera en að ann- ast málflutningsstörf. „Ég á erfitt með að trúa því, að hér verði um raunverulegt starf að ræða“, sagði Adda. „Hins vegar er það auðsæi- lega mjög hagkvæmt fyrir þann einstakling, Magnús Óskarsson, að Fráleitt að gera tvö cmbætti úr borgarlögmannsstöðunni, sagði Adda Bára. fara úr erilsömu starfi vinnumála- stjóra yfir í þetta brotabrot af borg- arlögmannsstarfi". Sagðist Adda Bára ekki kannast við að málaferli á vegum borgarsjóðs eða fyrir- tækja borgarinnar hefðu verið svo umfangsmikil að þörf væri á sér- stöku embætti til þess. Hins vegar vektu þessar hugmyndir upp grun um að núverandi borgarstjórnar- meirihlutj ætlaði sér að stjórna þannig, að ekki myndi af veita heil- um manni til að verjast lögsóknum. Davíð Oddsson taldi breytingar leiða til einföldunar og sparnaðar. Hann sagði að í bönkunum hefði gefist vel að flytja menn til í topp- stöðum og það væri gott að færa til menn sem lengi hefðu setið í sömu stöðu. Þá sagði hann að tillaga urri að auglýsa stöðurnar fengi ekki stað ist, því í þeimr sætu nú menn sem væru æviráðnir. Breytingar yrðu því að gerast í samráði við þá. Guðrún Jónsdóttir taldi tilfærsl- umar bera sterkan keim af flokks pólitískum hagsmunum og, sagði nauðsynlegt að taka stefnumark- andi ákvörðun um reglubundinn flutning embættismanna ef það vekti fyrir borgarstjóra. Hins vegar væri ekkert slíkt í tillögunum nú. Markús Örn Antonsson sagði til- lögurnar til mikilla bóta. Þær hefðu vakið verðskuldaða athygli og hinn nýi borgarstjóri í Reykjavík hefði hvarvetna fengið lof fyrir þær. Kristján Bcnediktsson sagði þær hins vegar gerræðislegar og snögg- soðnar. Hann kom með þá skýr- ingu á undarlegri tillögu um tví- skiptingu borgarlögmannsembætt- isins, að flestir hefðu talið eðlilegt “að Björn Friðfinnsson núverandi forstöðumaður fjármáladeildar hefði tekið við borgarlögmanns- embættinu þegar það losnaði. Það hefði hins vegar ekki fallið inn í mynstur Sjálfstæðisflokksins yfir handgengnustu embættismenn borgarinnar. Því hefði verið gripið til þess ráðs að gera hann jafnsett- an borgarlögmanni og færa honum ýmis verkefni sem borgarlögmaður hefði haft. Þetta bæri með sér að um pólitískar hrókeringar væri að ræða. - ÁI „Það þarf að fara fram gagngert endurmat á stöðu íslenskrar vinstri hreyfingar. Það er hins vegar ekkert endurmat í því fólgið að nugga sér utan í hœgri menn“ Sjónarhorn Hans hins danska Aumt er um að litast í íslenskri pólitík þessa dagana. Það er eiginlega sama hvert litið er. Rauðsokkahreyfingin er dauð, Fylkingunni líður hreint ekki vel, enginn veit eiginlega enn hvaða litur ætlar að verða á þeim kvenna- framboðskonum, endahafaþær farið huldu höfði uppá síðkastið, Þjóðviljinn varast róttæk um- ræðuefni eins og nunna hugsan- legan elskhuga, Alþýðubanda- lagsforystan og prestarnir virðast vera að jarða herstöðvabaráttuna en íhaldið leikur við hvurn sinn fingur eins og kýrnar í vísunni. Hvað má þá til varnar verða vorri andlegu heilsu? Þýðir nokk- uð að reyna að spyrna fótum við þjóðfélagsþróuninni? Er ekki best að rölta bara með mein- leysislegum jarmi í fjárrekstri íhaldsins og enda svo í því slátur- húsi sem okkur er ætlað? Margir þeirra sem áður skoruðu íhaldið á hólm virðast nú tilbúnir til að svara þessu játandi. Sjónarhom Hans Um þessar mundir er ég að þýða danska skáldsögu sem fjall- ar að hluta til um þetta ástand sem lýst var hér að ofan. Hún heitir Fótboltaengillinn og er eftir Hans-Jörgen Nielsen. Aðalpersónan í sögunni, Frandse, er á undanhaldi á öllum vígstöðvum, umhverfi hans hefur þróast hraðar en hann sjálfur og því fylgir síbreikkandi gjá á milli reynslu og hugmynda. Nú þarf ég að leggja ofurlitla lykkju á leið þessarar greinar og skýra ofurlítið nánar frá því hvernig þessi skáldsaga er vaxin, í þeirri von að lesendur skilji þá hvað ég er að fara. Frandse þessi er venjulegur alþýðustrákur, fæddur rétt fyrir 1950. Hann vex og dafnar eins og lög gera ráð fyrir og samhliða honum vex neysluþjóðfélagið og festist í sessi. Þessi gagnkvæma „þensla“ hans sjálfs og þjóðfélagsins kem- ur inn hjá honum þeirri hugmynd að lífið bjóði uppá endalausa möguleika, það sé hægt að breyta heiminum og best að gera það strax. Frandse tekur sér sem sagt stöðu langt til vinstri í pólitíkinni, fer í háskóla en lýkur h'onum ekki heldur fer að starfa við róttækt blað. Þessi ganga yfir á vinstri vænginn hefur ýmislegt í för með sér. Hann yfirgefur að sjálfsögðu fótboltann sem áður hafði verið hans líf og yndi og helsti mögu- leiki á tilfinningatengslum. í stað þess beinir hann áhuga sínum að hinum sígildu ritum marxismans. Eiginkonan verður að sjálfsögðu hörð rauðsokka eins og vera ber á vinstri vængnum og hún sturtar karlmannlegri sjálfsvitund hans niður um klósettið eins og við má búast. Nú segir ef til vill einhver að þar hafi hann verið heppinn, — að losna við karlmennskuklúðr- ið og fótboltadýrkunina á einu bretti, — en hvað kemur í stað- inn? Pólitískt starf... sem á árunum ’68—’78, skilar baráttumönnunum einhvers kon- ar þroska og gleði yfir því að „vita“ að þeir geta breytt samfé- laginu. Svo kreppir hann að. Launin lækka, kratarnir hrópa æ hærra um að nú þurfi að herða mittisólarnar, skólarnir, sem áður vildu fleiri og fleiri náms- menn, vilja nú æ færri starfs- menn, hvarvetna dvínar sú trú að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Kommarnir í litlu hópunum og á róttæku blöðunum yst til vinstri, missa líka trúna á mögulegan ár- angur sinn í starfi og veitast þá þeim mun harðar hver að öðrum því að geti maður ekki skipulagt þjóðfélagið þá er þó alltaf von til að maður geti skipulagt hin hel - vítin á blaðinu eða í flokknum. Vinur okkar Frandse brotnar saman í þessum átökum. Hann fer í frí af blaðinu til þess að gera lokaritgerð í félagsfræði við há- skólann og hyggst þá ná sam- bandi við uppruna sinn og skrifa um félagslegt hlutverk fótbolt- ans. Það tekst auðvitað ekki. Hanri klöngrast uppá konu vinar síns til að finna að nýju þá sjálf- umglöðu karlmennsku sem rauðsokkan rændi frá honum en það tekst auðvitað ekki heldur. Frandse stendur með öðrum orð- um frammi fyrir gjaldþroti allra þeirra rómantísku hugmynda sem oft eru kenndar við ’68, jyaldþroti sem minnir hastarlega a sálarástandið á vinstri vængn- um hérna hjá okkur — núna. Hvert liggur leiðin þá? Eigum við að láta íhaldið ákveða það fyrir okkur? Eða eigum við að halla okkur að gagngeru endur- mati á sögu okkar og stöðu eins og Hans-Jörgen Nielsen lætur Frandse gera í Fótboltaenglin- um? Það er sjónarhorn Hans og ég vil gera það að mínu. Sjöundi áratugurinn er liðinn og hann kemur aldrei aftur. Allt sem við gerðum þá og var rétt á þeim tíma Kristján Jóh. Jónsson skrifar: er trúlega bandvitlaust í dag. Það vill nefnilega oft fara þannig að um leið og maður festir starf sitt og hugsanir í einhverju þægilegu fari þá byrjar breytileiki heimsins að snuða mann, maður missir æ oftar af strætó og stendur að lok- um einn og bíður á strætóstöð sem vagnarnir eru hættir að nota. Það nægir að nefna eitt slíkt dæmi af vinstri vængnum okkar í dag. Ég held að á sínum tíma hafi Menningar- og friðarsamtök kvenna átt rétt á sér. Þá var stað- an í friðarumræðunni einfaldlega áþvíróli. Nú leségþað hins vegar í Þjóðviljanum að stofnaður hafi verið einhver undarlegur „friðar- hópur kvenna”, þar sem íhalds- kerlingarnar tcljast greinilega jafngildar þeim vinstri mönnum sem áður vildu herinn og Nató út í ystu myrkur. Er það ef til vill ætlun þessa hóps að koma á friði en hafa herinn og styrkja Nató eftir mætti? Spyr sá sem ekki veit. Svona hópur hefði að mínu mati getað verið eðlilegur á tímum kalda •stríðsins en í dag er hann uppgjöf og íhaldsþjónkun. Þetta er ekki að endurmeta stöðu sína sem vinstri maður. Þetta er að fara til hægri. Það þarf að fara fram gagngert endurmat á stöðu íslenskrar vinstri hreyfingar. Það er hins vegar ekkert endurmat í því fólg- ið að nugga sér utan í hægri menn. Það endar ekki nema á einn veg. Tökum heldur upp sjónarhorn Hans-Jörgen Niel- sens. Verum ágeng við sjálf okk- ur og spyrjum áleitnari spurninga en nokkru sinni fyrr, — okkur er engin vorkunn. Kristján Jóh. Jónsson rit höfundur cr frá V aðbrekku í Hrafnkelsdal eystra. Hann nam bókmenntafræði í Háskóla Islands hefur m.a. unnið við kcnnslu hér syðra og á Egilsstöðum. Kristján er höfundur bókarinnar Haustið er rautt, sem út kom á sl. ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.