Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. október 1982 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 Endurbætur á skóla- Lóðum brýnt verkefnl — sagði Lena M. Rist í borgarstjórn Á borgarstjórnarfundi $.1. fimmtudag var samþykkt að vísa til fræðsluráðs tillögu borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins um áætlun um endurbætur á skólalóðum í borg- inni. Tillagan gerir ráð fyrir að á- kveðin verði forgangsröð eftir því hversu brýnt er að lagfæra lóð hvers skóla og einnig að víkja megi frá slíkri röð ef foreldra- og kenn- arafélag skóla hefur frumkvæði að tillögum sem hafa í för með sér sparnað vegna þátttöku félagsins. Það var Lena M. Rist, varamað- ur Alþýðubandalagsins í fræðslu- ráði, sem mælti fyrir tillögunni. Sagði hún það fullorðna fólkinu til vansæmdar hvernig skólalóðir víða í borginni væru, en þær hefðu ein- hverra hluta vegna orðið hornreka Lena M. Rist við uppbyggingu skólanna. Flestir eru vellirnir einhæfir og óaðlað- andi og þar eru ekki sköpuð þau skilyrði sem nauðsynleg eru, þar sem e.t.v. 4-500 börn eru saman komin, sagði Lena. Hún benti á að leiktæki eru nán- ast engir. á lóðunum ef frá eru talin boltamörk; lóðamörk og bílastæði á skólalóðum þurfi að vera skýr og koma þyrfti upp skjólveggjum og fjölbreyttari leiktækjum sem hent- uðu ungum börnum. Væntanleg lenging á skólavist 6 ára barna mun kalla á enn meiri þörf um úrbætur í þessu efni, sagði Lena. Þá benti hún á að mikill áhugi virtist hjá foreldra- og kennarafélögum skólanna um þessi mál og hafi þau mörg hver lýst sig reiðubúin til samstarfs. Sagði hún að þegar lægi fyrir beiðni með tillögum að skipu- lagningu einnar skólalóðar, en þar er um að ræða Laugarnesskóla. Markús Örn Antonsson formað- ur fræðsluráðs sagði að hér væri hreyft máli sem brýnt væri fyrir fræðsluyfirvöld að beita sér í. Sagði hann að fræðsluráð hefði nýlega fjallað um þetta í framhaldi af Laugarnesskólaerindinu og lagði til að tillögu Alþýðubandalagsins yrði vísað til ráðsins. Þá taldi Markús eðlilegt að náið samráð yrði milli skólanna um reynslu hvers um sig af breytingum á skóla- lóðum, og sagði hann þann hluta tillögunnar sem fjallaði um þátt- töku foreldra- og kennarafélaga mjög athyglisverðan. . Miklar annir hjá ferðaþjónustu fatlaðra: Koma flefri bæjariélög inní myndina? Borgarstjórn samþykkti s.l. fímmtudag tillogu Guðrúnar Á- gústsdóttur borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins um að hafnar verði viðræður við nágrannasveitarfél- ögin um sameiginlega ferðaþjón- ustu fyrir fatlaða. Frá því 1. janúar 1978 að borgin tók yfir ferðaþjónustu fatlaðra með sérstaklega útbúnum bílum hefur þessari starfsemi vaxið fiskur um hrygg og er nú von á fjórða bílnum á næstu vikum. Hins vegar geta bílarnir engan veginn annað þörfinni á höfuðborgarsvæðinu öllu, og hafa Reykvíkingar haft vissan forgang að þjónustunni. Á síðasta ári voru farnar yfir 16000 ferðir með þremur bílum og hefur þessi þjónusta gert fötluðum kleift að stunda nám, vinnu og skemmt- analíf eins og öðrum. Guðrún Agústsdóttir vakti at- hygli borgarstjórnar á bréfi frá bæjaryfirvöldum í Kópavogi, þar sem óskað er eftir samstarfi um ferðaþjónustuna, gegn þátttöku í rekstrarkostnaði. Sagði hún eðli- legt að önnur sveitarfélög notfærðu sér þá þekkingu og það skipulag sem reynsla væri komin á í Reykja- vík og rétt væri að athuga með sam- eiginlega þjónustu af þessu tagi Guðrún Ágústsdóttir. fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Hlaut tillaga Guðrúnar um viðræð- ur um þetta mál 21 atkvæði. -Á1 Efna ber til almennrar atkvæðagreiðslu nicðal borgarbúa um flugvöllinn segir m.a. í bókun Alþýðubandalagsins. Ljósm.-eik. Verður kosið um flugvöllinn? Eðlilegt að lokinni könnun segir Adda Bára .Alþýðubandalagið leggur áherslu á að haldið verði áfram könnunum á hagkvæmasta stað fyrir flugvöll, er þjóni innanlandsflugi, ásamt kostum og göllum á núverandi staðsetningu. Hér er um slíkt stórmál að ræða að efna ber til almennrar atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa að slíkri könnun gerðri“, segir m.a. í bókun sem borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins gerðu í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Á dagskrá var samþykkt borgarráðs unr byggingu nýrrar slökkvistöðvar á flugvellinum skammt frá Loftleiða-hótelinu. í bókun Alþýðubandalags- ins sem Adda Bára Sigfúsdóttir kynnti segir að bygging nýrrar slökkvi- stöðvar fyrir flugvallarslökkviliðið sé nauðsynleg til þess að skapa starfs- mönnum þess viðunandi aðstöðu. Alþýðubandalagið geti því fallist á bygginguna, enda sé lögð brottflutningskvöð á hana og hún þannig stað- sett að ólíklegt sé að hún verði til vandræða ef flugvöllurinn verði tekinn til annarra nota. Fulltrúar Kvennaframboðs lögðu í borgarráði fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins þar til lokið væri uinfjöllun í skipulagsnefnd um tillögu þeirra um endurskoðun flugvallarsvæðisins. Sú tillaga hlaut ekki stuðn- ing, og var slökkvistöðvarbyggingin samþykkt þar án mótatkvæða. — Á1 Stytturnar í borginni: Grænsápuþvottur lausnin? Borgarstjórn samþykkti s.l. fimmtudag að láta merkja högg- myndir í eigu borgarinnar með nal'ni verksins, nafni höfundar, fæðingar- og dánarári. Ennfremur að láta vinna að viðgerð og hreinsun höggmyndanna eftir því sem þörf krefur. Það var Gérður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- inss'em flutti tillöguna ogsagði hún að viðtal Þjóðviljans við Ragnar Kjiirtansson myndhöggvara væri kveikjan að tillöguflutningnum. í viðtalinu fór Ragnar höröum orð- ■um um þá niðurníðslu sem margar höggmyndir borgarinnar erú í. Gerði Geröur orö Ragnars að sín- um og sagðist lengi hafa undrast að höggmyndirnar sem ættu að vera til prýði í borgarlandinu og vottur um men.ningarauka yæru svo liörmu- legar útlits sem raun ber vitni. Gerður sagöi að allt sem til þyrfti væri grænsápuþvoltur ef spansk- grænan hefði ekki þegar tært högg- myndirnar, en við slíkt þyrfti auðvitað aö gera. Þá skýrði hún frá því aö umhverfisráö borgarinnar Framhald af bls. 12 Minning r Guðlaug Björnsdóttir Ólsen Mér er Ijúft að minnast móður- systur minnar, Guðlaugar Björns- dóttur Ólsen, er lést að Dvalar- heimilinu Hrafnistu 3. þ.m. 86 ára. Hún var fædd 4. september 1896 í Tungu í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Steinunn Sveinsdóttir og Björn Bárðarson, er bjuggu fyrstu búskaparár sfn í Tungu, en fluttu síðan heimili sitt að Búðum í Fáskrúðsfirði. Guðlaug ólst upp í foreldrahús- um til þrettán ára aldurs, en þá fluttist hún að heiman og fór í hús- mennsku að Þernunesi til þeirra ágætu hjóna Lukku Friðriksdóttur og Kristjáns Indriðasonar, og var hjá þeim til tvítugs. Sambandi hennar við Lukku og Kristján lauk þó ekki þar, því eftir að fjölskyldan fluttist til Eskifjarðar urðu þau næstu nágrannar og milli heimila þeirra tókst sú vinátta er entist þeim ævina alla.'Frá Þernunesi lá leiðin til Búðareyrar í Reyðarfirði og að sjálfsögðu í vist — um fátt annað var að ræða þá. En yst í þorpinu er lítið hús og stendur á klöppum í flæðarntálinu: heitir Klöpp. Þar bjó þá Norðmað- urinn Jens Ólsen með konu sinni Önnu, og stundaði sjó með sonum sínum ,■ Stefáni og Kristni. - Þangað sótti Guðlaug mannsefnið sitt. Stefán Ólsen og Guðlaug bjuggu fyrstu búskaparár sín á Klöpp, eða til ársins 1930, er þau fluttust til Eskifjarðar. Fyrstu bernskuminningar undir- ritaðs eru raun^frá klöppunum og flæðarmálinu við Klöpp, en Guð- laug og Stefán höfðu bætt mér í heimili sitt um stundarsakir, en þau fóstruðu mig í fimm ár. Það hefur að líkindum litla meiningu nú að þakka allt það er fyrir mig var gert á þeim árum og síðar. Stefán hafði áður byrjað bygg- ingu íbúðarhúss á Eskifirði, en það var ekki íbúðarhæft er þau fluttu frá Reyðarfirði 1930 með þremur börnumsínum— og einu að auki. Stefán fékk því inni á efri hæð húss- ins á Mjóeyrinni, hjá Ólafi Sveinssyni, síðar forstjóra Afengis- verslunar ríkisins. Þar var gaman að eiga heima: sjórinn á þrjá vegu, vitinn fremst á eyrinni og fiskhjall- ur þar hjá. Hvar gátu strákar er mændu á sjóinn kosið sér betri leikvöll? Aðalatvinnu sína hafði Stefán af sjónum. Fyrstu árin gerði hann út frá Klöpp í félagi við bróður sinn Kristin; síðar nokkur ár á eigin bát. { augum lítilla stráka voru það glæsilegir farkostir er brunuðu inn og út fjörðinn, en óttalega voru þetta litlar fleytur, og ekki að undra þó sjómannskonur yrðu óró- legar, er veður breyttust skyndi- lega til hins verra og bátar ókomnir af sjó. Eftir að þau fluttust til Eskifjarð- ar réri Stefán á ýmsum bátum. M.a. var hann í skiprúmi hjá Eiríki Hávarðssyni á Víkingi litla og enn- fremur lengi nteð Þórlindi Magn- ússyni á Svölunni. Báðir voru þess- ir skipstjórar afbragðs sjómenn og aflamenn. Þá var venja að stærri bátar færu á vertíð suður til Hornafjarðar eða annað, en þaðan var styttra á hin fengsælu fiskimið. Á sumrin var síðan gjarnan farið norður fyrir land á síld. Það var því oft stuttur sá tími er sjómaðurinn gat verið sam- vistum við fjölskyldu sína. Þessu fylgdi að sjálfsögðu gífurlegt álag fyrir konuna, sem auk þess að bæta á sig störfum heimilisföðurins, lifði í stöðugum ótta um afdrif hans. Minna má á, að þá var ekki kominn sími á hvert heimili (raunar ekki talstöðvar í bátana heldur), en bréf með strandferðaskipunum urðu að nægja. Ég veit að Guðlaug gat aldrei sætt sig við þetta hlutskipti sjómannskonunnár. Ég held að annars hafi þeim Guðlaugu og Stefáni liðið vel og kunnað vel við sig þau ár er þau áttu heima á Eskifirði — en það er þessi nýja og gamla saga, þegar börnin fara að tínast að heiman — fara suður - þá losnar líka um for- eldrana. Og svo fór, að Guðlaug og Stef- án fluttust til Reykjavíkur 1952. En þótt komið væri suður til Reykja- víkur sagði Stefán ekki skilið við þann gula. Fyrsta árið var hann á sjó, én gerðist stðan starfsmaður Bæjarútgesðar Reykjavíkur og eftir það hjá tengdasyni sínumr Halldóri Snorrasyni, er þá fékkst við útgerð og fiskverkun. Stefán var fæddur 25. júlí 1894 og lésl 1968. Guðlaug var fróð um marga hluti, enda hafði hún yndi af góð- um bókum. Hún hafði einkum áhuga á þjóðlegum fróðleik og ætt- fræði. Það var sannarlega skemmtilegt að heyra til hennar, þegar hún var í essinu sínu og mað- ur greip ekki helminginn af þeirn ættartölum er hún fór með. Stund- um hafði hún orð á því, hvað það hefði nú verið gaman að ganga menntaveginn. Og ekki er ég í nokkrum vafa um að hún hefði átt auðvelt með nám. Hún var skapmikil kona og hrein- skiptin. Trygglyndi hennar og hjálpfýsi var viðbrugðið. Og þess vil ég geta hér, að móður minni var hún rneira en góð systir. Hún var henni velgerðarmaður og félagi, er hún átti erfiðast. Guðlaug fylgdist vel með félags- legri þróun í landinu, framgangi verkalýðshreyfingarinnar og póli- tískum samtökum þeirra. Þau hjón tóku að vísu ekki beinan þátt í því starfi, en aldrei fór milli mála hvar hugur þeirra var. Börn þeirra Guðlaugar og Stef- áns, er öll settust að hér í Reykja- vík, eru: Anna gift Halldóri Snorra syni, útgerðarmanni; Björn, mál- arameistari, nýlátinn, ekkja hans er Vigdís Daníelsdóttir; Borgþór, starfsmaður í Áburðarverksmiðj- unni, kona hans Þórunn Kristjáns- dóttir frá Vopnafirði, og Ásgeir, bifreiðastjóri, kvæntur Unni Ólafs- dóttur frá Valdastöðum í Kjós. Að leiðarlokum þakka ég Guð- laugu og Stefáni af alhug alit er þau voru mér, fyrr og síðar. Börnum þeirra og öðrum vanda- mönnum sendi ég samúðarkveðjur mínar og minnar fjölskyldu. , ■ Jónsteinn Ilaraldsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.