Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. októbcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjárlaga- frumvarp ársins 1983 lagt fram í gær Ég tel að hallalaus fjárlög séu forsenda þess að viðunandi jafnvægi haldist í þjóðar- búskapnum og því er stefnt að því nú, 4. árið í röð. Árið 1980 var tekjuafgangur 3,7% af heildarútgjöldum, 1981 2,9% og það sem af er þessu ári hefur fjárhagur ríkissjóðs verið í við- unandi jafnvægi, sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra á fundi með fréttamönnum í gær, þegar hann kynnti þeim fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1983. Ragnar benti á að vitaskuld settu þeir miklu efnahagsörð- ugleikar, sem þjóðin býr nú við, mark sitt á: fjárlagafrum- varp næsta árs, enda mætti bú- ast við að til enn frekari sam- . dráttar geti komið á næsta ári en verið hefur í ár. Niðurstöður fjárlaga- frumvarpsins eru þær að heildartekjur ríkissjóðs verði 12.773 miljónir króna en út- Fjármálaráðherra lýsir fjárlögum. (Ljósm. Hallalansfjárlög gjöld 12.691 miljónir króna, þannig rekstrarafgangur verði 82 miljónir króna. Tekjur hækka um 60,3% frá fjárlögum 1982 og um 36,6% frá endurskoðaðri tekjuáætlun fyrir sama ár. Þá er gert ráð fyrir að haldið verið áfram að grynnka á skuldum ríkissjóðs við Seðla- banka íslands, en verulegt átak hefur verið gert í þeim efnum á síðustu árum. Þannig svaraði skuld ríkissjóðs við Seðlabanka íslands4-5,2% af vergri þjóðar- framleiðslu á árunum 1975 til' 1978. í árslok 1981 var skuldin komin niður í 1,1%. Verður á árinu 1983 varið 100 miljónum króna til að grynnka enn frekar á þessari skuld. Á næsta ári er gert ráð fyrir samdrætti í opinberum fram- kvæmdum, sem nemur um 8% frá þessu ári, sem, eins og ráð- herra sagði, er eðlileg afleiðing af þeim efnahagsörðugleikum, forsenda þess að jafnvœgi haldist í þjóðar- búskapnum sagði Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra sem við búum nú við. Ekki er gert ráð fyrir nýjum álögum við mat á beinum sköttum í tekju- áætlun fyrir árið 1983, því mun skattbyrði einstaklinga verða svipuð og á yfirstandandi ári. Tekjur af beinum sköttum í fjárlagafrumvarpinu ganga út frá skattvísitölunni 152 stig miðað við 100 1982. Er þetta gert til að mæta verðbólgu milli ára, til að minnka skattbyrði, sem aukast myndi verulega vegna verðbólgunnar væri ekk- ert að gert. Þrátt fyrir nokkurn niður- skurð á opinberum fram- kvæmdum á næsta ári, er gert ráð fyrir að framlag til veganiála haldi hlutfalli sínu, en til vega- mála er gert ráð fyrir að verja 838 miljónum króna. Þá má einnig nefna það að framlag til Lánasjóðs Isl. námsmanna hækkar um 82% vegna ákvæða um aukna þátttöku sjóðsins í umframfjárþörf námsmanna. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir 200. milj. kr. sérstaklega til þess að mæta útgjöldum vegna aðgerða, sem getið er í ágúst yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Eru það fyrst og fremst láglaunabætur og viðbótar- framlag til húsnæðismála, sem nemur 85 miljónum króna og skiptist milli áranna 1982 og 1983. S.dór Öll íslensk myndlistar- félög stofna samtök! Baráttudagur norræna myndlistarmanna á morgun Baráttudagur norrænna myndlistarmanna er á morgun, 14. okt- óber og í tilefni af því boðuðu íslenskir myndlistarmenn blaðamenn á sinn fund í gær. Þar kom m.a. fram að ákveðin hefur verið stofnun sambands íslenskra myndiistarfélaga og verður stofnfund- urinn haldinn 20. nóvember. íslenskir myndlistarmenn búa við mjög ótrygga afkomu og krefj- ast þess að hún verði tryggð betur. Kom fram á fundinum að tollalög- gjöf um innflutning á myndlistar- verkum til sölu og sýninga er mjóg vel að sínum myndlistarmönnum. Finnar veita t.d. starfslaun í allt að 3 ár og Hollendingar ráða lista- menn á laun og fylgjast jafnframt með því að þeir selji þá ekki meira en sem nemur ákveðinni upphæð. betri starfsaðstöðu og launum. Ber þar m.a. að nefna kröfu um dag- leigu og sýningargjöld fyrir verk sem sýnd eru á opinberum vett- vangi, en þetta er nú sameiginleg krafa allra norrænna myndlistar- manna. Talið er að í hinum 6 myndlistarfélögum, sem nú ætla að stofna samband, séu um 250 nrynd- listarmenn. - þs. V erkf öllin í Póllandi Verkfallsaðgerðir héldu áfram við skipasmíða- stöðvarnar í Gdansk í gær, en þær hófust á mánudag eftir að þingið hafði samþykkt nýja vinnumálalöggjöf, sem bannaði starfsemi óháðra verkalýðsfélaga. Ekki er vitað hversu almenn þátttakan var, en sjónarvottar segja, að lögregla hafi notað tára- gas og vatnsbyssur til þess að ryðja torgið fyrir framan verksmiðjurnar í fyrrakvöld. Fulltrúi stjórnvalda sagði að 10-13% verkamanna hefði tekið þátt í aðgerðunum í gær og að vinna hefði verið lögð niður á sjö vinnustöðvum í Gdansk í gær. Sjónarvottar sögðu að hundruð verkamanna hefðu safnast við hlið skipasmíðastöðvanna í gær og hrópað vígorð eins og „Eining mun lifa“ og „látið Walesa lausan!“ Allt síma- og skeitasamband var rofið við Gdansk á mánudag og þriðjudag þannig að fréttir voru óljósar, en sumir sögðu að þátttaka hefði verið um 80% í verkfallsað- gerðunum og að áframhaldandi verkföll hefðu verið boðuð þar til Lech Walesa - halda verkföllin áfram þar til hann hefur veritS leystur úr haldi? Lech Walesa yrði leystur úr haldi. ólg. Safnaði 1,7 milljón kr. 1.704.183.90 kr. söfnuðust í. landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar til stuðnings endurný- junar á fjarskiptabúnaði slysa- varna- og björgunarsveita. Fulltrú- um Slysavarnafélags íslands, Lándssambands hjálparsveita s|cáta og Landssambands flug- björgunarsveita hefur þegar verið afhent söfnunarfé. í frétt frá Hjálp- arstofnun segir að þetta sé góð nið- urstaða og lýsi skilningi lands-- manna í verki á brýnu málefni. Formlegir þingfundir hófust í gær: Forsetarnir endurkjörnir Jón Helgason var endurkjörinn forseti sameinaðs alþingis í gær og Svcrrir Hcrmannsson forseti neðri deildar og Helgi Scljan forseti efri deildar. Fyrsti varaforseti var kosinn Karl Steinar Guðnason og annar varaforseti Steinþór Gestsson í sameinuðu alþingi. í neðri deild var Alexander Stefánsson kosinn fyrsti varaforseti og Garðar Sig- urðsson annar varaforseti. í efri deild var Þorvaldur Garðar Krist- jánsson kosinn fyrsti varaforseti og Guðmundur Bjarnason annar Skrifarar sameinaðs alþingis og deildanna beggja voru einnig endurkjörnir frá síðusta þingi. Fátt bar nýstárlegt til tíðinda í þessum kosningúm. Þó brá svo við að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins fengu allir eitt atkvæði við forsetakjör í sameinuðu. Helgi Seljan og Guð- mundur Bjarnason voru kjörnir með öllum greiddum atkvæðum í efri deild. Kosningu í nefndir var frestað þangað til í dag. Viðmælendur blaðamanna í baksölum alþingis töldu líklegast að Sjálfstæðis- flokkurinn léti sameinað þing kjósa á milli þeirra Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra og Eggerts Haukdal um sæti í fjár- veitinganefnd, en hefði sameigin- lega kosningu um aðrar nefndir. -óg hordfag \HJ2 ábótavant, svo og löggjöf um tolla af efni til gerðar listaverka. Staða íslenskra listamanna er um flest lakari en í nágrannalöndum og má nefna t.d. Finna og Hollend- inga sem dæmi um þjóðir sem búa Er þv í fylgt eftir með því að hver sá sem kaupir listaverk fær endur- greitt frá ríkinu hluta af því. Myndlistarmenn binda miklar vonir við hin nýstofnuðu samtök og að þau geti orðið vettvangur fyrir umferðaróhöpp Uml'erðin gekk stórslysalaust fyrir sig á Stór-Reykjavíkursvæð- inu í gær. Um kl. 18 í gær höfðu verið bókaðir 9 árekstrar og ein bíl- vclta hjá lögreglunni í Reykjavík, en cngin alvarleg slys á mönnum. Var það mikil bót frá deginum áður þegar árekstrar urðu hvorki fleiri né færri en 34. Hjá lögreglunni í Hafnarfirði hafði allt gengið tíðindalítið fyrir sig, aðeins einn minniháttar árekst- ur og hið sama var uppi á teningn- um hjá lögreglunni í Kópavogi. Menn hafa greinilega ekið þar með gát, því enginn árekstur hafði mælst um kl. 18 í gær. Menningar- skipti Færeyja r og Islands Hér á landi er nú staddur Heðin Klein, kennari og Ijóð- skáld frá Sandey í Færeyjum. Hann mun í kvöld kl. 20.30 halda fyrirlestúr í Norræna húsinu um nýjar hugmyndir um aukin menningarsam- skipti Færeyja og Islands, en viðræður hafa að undanförnu farið fram um þau mál á niilli Norrænu félaganna í Fær- eyjum og á Islandi. Heðin Klein var áður full- trúi Þjóðveldisflokksins á fær- eyska lögþinginu og gegndi um skeið embætti sjávarút- vegsráðherra. Þjóðviljinn mun á næstunni birta viðtal við Heðin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.