Þjóðviljinn - 22.10.1982, Side 1

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Side 1
„Samstaða sem á stuttum tíma fylkti 80% vinnandi manna undir sitt merki, verður að fá fullt athafnafrelsi í pólsku þjóðfélagi“. ' £ _ | ^^október 1982 * ^ ^ föstudagur W W 238. tölublað Æ f 47. árgangur Sjá 20 mmwt # Uppsagnlr hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar „Jú, það er rétt. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur verið að segja upp kvenfólki sem vinnur við pökkun, og að sögn forráðamanna fyrirtækisins er ástæðan sú að meginhluti aflans er illseljanlegur karfl sem gerir það að verkum að frystigeymslur hússins eru orðnar fullar“, sagði Hallgrímur Pétursson formaður Verkamannafél- agsins Hlífar í samtali við Þjóðviljann í gær. Nú mun 12 starfsmönnum BÚH hafa verið sagt upp og sá kvittur uppj að fleiri starfsmönnum kynni að verða sagt upp á næstunni. Að sögn Hall- gríms í Hlíf er hér einkum að ræða fólk sem hefur unnið skamman tíma hjá fyrirtækinu. Ekki tókst að ná í Björn Ólafsson forstjóra Bæjarútgeröar Hafnafjarðar í gær. -v. B-álma Borgarspítalans í Reykjavík er risin af grunni og er nú verið að vinna við frágang innan dyra. Fyrstu tvær hæðirnar verða teknar í notkun á næstaári. Málefni kvenfólks innan Handknattleikssa ni- bands íslands eru í brennidepli þessa dagana, og á í þróttasíðu er fjallað um handknattleik kvenna. tgeaum aa m mm aagur Þá fer að styttast í sumrinu; síðasti sumardagurinn er í dag, og á morgun verður veturinn búinn að taka öll völd, i það minnsta á almanakinu. Sumarið hefur veríð með betra móti um land allt i ár, sólrikt á stundum, en heldur kalt í haustbyrjun. Og það hefur viðrað vel til húsbygginga í sumar; en hvar skyldi þessi mynd vera tekin? Þið ' Rækjuveiðimenn á ísafirði neita að hefja veiðar Rækjuveiðimenn í ísafirði eru mjög óánægðir mcð það lágmarksverð á rækju, sem ákveðið hefur verið og á fundi sjómanna um málið, sem haldinn var í fyrradag, samþykktu þeir einróma að ráða sig ekki á rækju- báta og hefja því ekki veiðar 29. okt. n.k. fyrr en verðið hefur verið leiðrétt. Að sögn Reynis Torfasonar sjónmanns á ísafirði var alger einhug- ur um málið. J.VXS0A . v'. ‘-.i'.. V. Vinnslustöðvar bjóða þelm 5,55 fyrir kflóið Verðið sem ákveðið hefur verið er 5,55 kr. kg af rækju þar sem í eru 260 til 350 stykki. Og á sama tíma og þetta verð er ákveðið kaupa rækjuvinnslur á ísafirði frysta rækju af Rússum fyrir 1 doll- ar, eða 15 kr. íslenskar kílóið. Þessi rækj a er að vísu aðeins stærri, en að sögn Reynis hefur ekki fengist hærra verð erlendis fyrir stóra rækju, eins og til að mynda úthafs- rækju, en þá sem sjómenn frá ísa- firði veiða. Þetta er að sjálfsögðu alls óþol andi, eða hvað myndu menn segja ef frystihúsin neituðu að kaupa fisk af íslenskum togurum, en keyptu þess í stað fisk af erlendum skipum á þreföldu verði? spurði Reynir. Við ræddum einnig við Elísabetu Gunnlaugsdóttur, en hún og mað- ur hennar, Finnbogi Jónasson, hafa gert út rækjubát frá ísafirði. Hún sagði að fiskifræðingar hefðu gefið leyfi til að hefja veiðar í byrj- un október, en vinnslurnar hefðu ekki viljað að veiðar hæfust fyrr en 29. okt. n.k. Hún staðfesti líka þetta með rækjuna sem keypt er af Rússum og sagði að þau hjón væru orðin uppgefin á þessum erfiðleik- um, sem ævinlega væru í kringum rækjuvinnslurnar á ísafirði og hefðu þau ákveðið að selja bát sinn og hætta þessari útgerð. . Að lokum má geta þess, að kjör- in hefur verið 3ja manna nefnd sjó- manna til að ræða við kaupendur um málið. -S.dór Gabriel Garcia Marquez hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels í ár Bókmenntaverðlaun Nóbels voru tilkynnt í gær, og hlaut þau s-ameríski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez Gabricl Garcia starfaði áður sem hlaðamaður í nokkrum S-Ameríkulöndum, en hann er frá Columbíu. Á íslensku hafa komið út eftir hann bækurnar Hundrað ára ein- semd og Liðsforinginn fær aldrei- bréf, í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Væntanleg er einnig á mark- aðinn eftir Gabriel Garcia Marqu- ez ný bók í þýðingu Guðbergs á. vegum bókaforlagsins Iðunnar. Gabriel er (,mis þekktasti og víq- iesnasti núlifandi rithöfundur sem skrifar á spænsku. _óg Garbriel Garcia Marquez Vinstri sigur í H.Í.! Vinstri menn unnu sigur í gær f kosningum til 1. des. nefndar í Háskóla íslands A-listi Vöku, félags íhaldsstúdenta fékk 315 atkvæði eða 45.9% atkvæða en B-listi vinstri manna hlaut 356 atkvæði eða 51.9% atkvæða. Ilannes Hólmstcinn Gissurarson kom og kaus laust fyrir mið- nætti en það dugði að sjálfsögðu ekki hægri mönnum til. Efnið 1. des. verður því Vísindi og kreppa.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.