Þjóðviljinn - 22.10.1982, Side 3

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Side 3
Föstudagur 22. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sunnuhlíð í Kópavogi: Bæjaryflrvöld í Kópavogi af- hentu Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraðra í bænum, 1.1 miljón að gjöf fyrir skömmu til stuðnings og framkvæmda fyrir heimilið. Það var forseti bæjarstjórnar, Rann- veig Guðmundsdóttir, sem afhenti gjöfina, og kvað hún þetta viðbót- arframlag hafa verið ákveðið í til- efni árs aldraðra og væri það von bæjarstjórnarinnar að fyrir vikið yrði unnt að halda áfram af fullum krafti við að fullgera heimiiið. Kópavogsbær hefur styrkt bygg- Rannveig Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs afhendir for- manni stjórnar Sunnhlíðar, Ásgeiri Jóhannessyni, gjöfina frá Kópavogs- bæ. Fékk 1,1 mlljóii að gjöf frá Kópavogsbæ ingu Sunnhlíðar með ráðum og dáð, en auk myndarlegra fjár- styrkja á fjarlögum lagði bærinn til efni, tæki og vinnu unglinga í Vinnuskóla Kópavogs sl. sumar og frágang lóðarinnar, og nam sá stuðningur 410.000 krónum. Hefur bærinn því fært Sunnuhlíð 1.5 milj- ón á þessu ári. Sunnuhlíð hefur nú tekið á móti 80 sjúklingum, en 38 vistmenn geta verið á heimilinu í einu. Hefur því megintilgangi hjúkrunarheimila verið náð, það er að endurhæfa fólk og gera því kleift að snúa aftur til síns heima. Dagvistun aldraðra er fyrirhug- uð í Sunnuhlíð, geta þá vistmenn komið að morgni og dvalist í sam- vist við jafnaldra sína yfir daginn. Einng er í athugun að nýta kjallara hússins fyrir sjúkraþjálfun og koma þar upp vernduðum vinnu- stað fyrir aldraða og öryrkja. -v. Það er þrútið loft á milli Fram- sóknarmanna og Sjáifstæðismanna á alþingi þessa dagana. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur staðið fyrir því að framsóknarmennirnir Olafur Þórðarson, Alexander Stefánsson og Stefán Valgeirsson hafa verið fclldir frá formennsku í nefndum neðri deildar alþingis. „Eg kann ekki við þessi vinnubrögð”, sagði Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins í við- tali við blaðamann í gær. Sjálf- stæðismenn segjast ekki kannast Framsóknarmennirnir féllu í formannskjöri í deildar. nefndum neðri Framsóknarmenn voru felldir úr formennsku nefnda í neðri deild Kann ekki við þessi vinnubrögð segir Páll Pétursson við neitt samkomulag um þessar nefndir og kosningar til for- mcnnsku í þeim. í kjöri innan nefndanna féll Ólafur Þórðarson í kosningum um formennsku í allsherjarnefnd fyrir Jósef H. Þorgeirssyni, Stefán Val- geirsson í landbúnaðarnefnd fyrir Steinþóri Gestssyni og Alexander Stefánsson féll fyrir Jóhönnu Sig- urðardóttur til formennsku í fé- lagsmálanefnd neðri deildar. Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarmanna sagði að samið hefði verið um óbreytta nefndarskipan í haust með þeirri undantekningu að kosið var á milli Eggerts Haukdals og Friðjóns Þórðarsonar í fjárveitingarnefnd. Ólafur G. Einarsson þingflokksfor- maður Sjálfstæðismanna hefði ekki staðið við samkomulag þing- flokksformanna um þessi mál. Sagði Páll að Ólafur hefði líkegast verið borinn ofurliði af sér lakari mönnum í þingflokki Sjálfstæðis- manna. Hér hefði verið um lið í allsherjarsamkomulagi um þing- störf að ræða og væri ekki hægt að una við slík vinnubrögð. Sagði Páll að það hefði verið hægur vandi fyrir stjórnarflokkana að neyta meirihluta í sameinuðu þingi og koma í veg fyrir kjör Egg- erts Haukdals í atvinnumálanefnd. Það hefi hins vegar ekki verið gert vegna áðurnefnds samkomulags. En með sinnaskiptum Haukdals fékk stjórnarandstaðan einmitt meirihluta (með honum) í þeim nefndum þar sem þeir Stefán Val- geirsson, Alexander Stefánsson og Olafur Þórðarson voru felldir úr formennsku. -óg Býður Kvennaframboðið fram til alþingiskosninga? Engin ákvörðun verið tekin ennþá — segja fulltrúar Kvennaframboðsins í Reykjavík „Það hefur enn ekki verið tekin nein ákvörðun hvort Kvennafram- boðið bjóði sig fram til næstu al- þingiskosninga. Slík ákvörðun verður væntanlega tekin á næst- unni,” sagði Magðalena Schram einn fulltrúi Kvennaframboðsins á blaðamannafundi sem Kvenna- framboðið hélt í gær. Tilefni fund- arins var þó ekki komandi alþingis- kosningar, hcldur nýtt blað, VERA, sem framboðið gefur út. Blaðið verður auk þess að gcgna hlutverki sem málgagn Kvenna- framboðsins, innlegg í jafnréttis- umræðuna. Það mun koma út 9 sinnum á ári og í allstóru broti, 34 síðum. í það skrifa ýmsir fulltrúar Kvennaframboðsins og fleiri aðilar. Magðalena var spurð að því hvort ekki reyndist erfitt fyrir Kvennaframboðið að halda utan um félagsskapinn þar sem ljóst væri að skoðanir væru allverulega skiptar um ýmis þau mál sem hæst ber á góma í þjóðfélaginu. Kvaðst hún hafa góðar vonir um að hópurinn sem staðið hefði að framboðinu stæði saman ef til framboðs til alþingis kæmi. Kvennaframboðið fór allvel út úr síðustu kosningum til borgar- stjómar. Það mikla fyrirtæki sem það er að bjóða fram hefði verið rekið hallalaust. Á Akureyri varð nokkur afgangur. Útlagt fé Kvenn- aframboðsins til borgarstjórnar- kosninganna var um 400 þús. krón- ur, en þess má geta að afar stór partur allrar vinnu í sambandi við framboðið var unninn í sjálfboða- vinnu. -hól. Húsnæðisstofnun ríkisins Allar lánsumsóknir á árinu af greiddar „Með þessari samþykkt er Húsnæðismálastofnun búin að ganga frá öllum venjubundnum lánveitingum sem afgreiddar eru á hverju ári“, sagði Ólafur Jóns- son formaður Húsnæðisstofnun- ar ríkisins í samtali við Þjóðvilj- ann Á fundi stjórnar Húsnæðis- stofnunar í vikunni voru sam- þykktir útborgunartímar fyrir eftirtaldar lánveitingar: Lokalán (3. hluti) skulu veitt til greiðslu eftir 5. nóvember þeim sem fengu 1. hluta á sama tíma fyrir ári, en eftir 5. desember þeim sem fengu frumlán á þeim tíma fyrir ári. Frumlán (1. hluti) verða greidd út eftir 5. nóvember þeim sem sent höfðu fokheldisvottorð fyrir 1. september og áttu þá full- gildar umsóknir, en eftir 5. des- ember þeim sem áttu fullgildar umsóknir fyrir 1. október s.l. Lán til orkusparandi breytinga og meiriháttar cndurbóta verða veitt til greiðslu eftir 10. desember þeim sent lögðu inn fullgildar umsóknir á tímabilinu 1. apríl - 30. júní á árinu. Lán til meiri háttar viðbygg- inga sem fokheldar urðu á tíma- bilinu 1. júlí - 30. september í ár verða greidd eftir 10. desember. G-lán verða til greiðslu eftir 15. desember fyrir umsækjendur sem lögðu inn umsóknir frá 1. apríl til júníloka og að síðustu verða mið lán (2. hluti) veitt til greiðslu eftir 20. desember til þeirra sem fengu frumlán sín greidd 20. júní s.l. -Ig- Auglýsið í Þjóðviljanum OPtÐ UM HELGINA islensk úrvals húsgögn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.