Þjóðviljinn - 22.10.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Síða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. október 1982 Californíulögreglan í hita og þunga dagsins. Nýlega fundust 1000 marijuanaplöntur í gili aðeins 8 míiur frá (jallabúgarði Bandaríkjaforseta. Eigandinn er ennþá ófundinn... Marijuanaræktun Ný búgrein í bandarískum landbúnaði Ræktun marijuana-jurtarinnar er orðin útbreiddur og ábatasamur atvinnu vegur í Bandaríkjunum, segir í nýlegri grein í Newsweek, þar sem því er haldið fram að sölu verðmæti uppskerunnar sé um 10 miljarðar dollara á ári, en samkvæmt því væri marijuana þriðja mikilvægasta nytjajurtin í bandarískri jarðrækt. við ramman reip að draga, því akr- arnir eru gjarnan hafði smáir og faldir innan í skógum eða innan um nytjagróður. Atvinnubœtur Marijuanaræktunin hefur orðið kærkomið verkefni margra atvinn- uleysingja í Bandaríkjunum, en þar er nú 10. hver vinnufær maður atvinnulaus, „og tvö þúsund doll- arar fyrir eina marijuanaplöntu slær sannarlega út verðið á baunum og maís”, eins og haft er eftir Maddox lögregluforingja í Misso- uri. Pannig hefur marijuanaræktun orðið Iyftistöng margra illa leikinna byggðarlaga í efnahags- legu tilliti, segir í Newsweek, og ýmsir eru farnir að draga í efa rétt- mæti þess að ofsækja þessa atvinn- ugrein eins og gert er. Hippar í vígaham Sagt er að margir friðelskandi fyrrverandi hippar hafi lagt starf þetta fyrir sig, en þegar ræktunin er orðin að atvinnugrein er friðarástin fljót að hverfa. Marijuanabændur verja akra sína af mikilli grimmd fyrir ásæknum fíkniefnasjúk- lingum, og ekki er óalgengt að þeir hafi heimatilbúnar jarðsprengjur, dulin bambusspjót og lifandi ban- væna skröltorma umhverfis akr- ana. Nýleg skoðanakönnun sýnir, að 20% Bandaríkjamanna vilja að neysla marijuana verði gefin frjáls, en 74% eru því andvígir. 58% Bandríkjamanna telja að neyslan fari vaxandi og 23% Bandaríkja- manna eiga vini og kunningja sem reykja marijuana að staðaldri. - ólg./Newsweek Hriktlr í, stoðum japanska efnahags- undursins Efnahagskreppan í heiminum lætur engan óhultan: Samdráttur í útflutningi, minnkandi neysla og framleiðsla heima fyrir og stórauknar skuldir við útlönd eru nú tekin að ógna japanska efnahagsundrinu þannig að hriktir í Zenko Suzuki forsætisráðherra Japans sagði nýlega af sér formennsku í Frjálslynda lýðræðisflokknum (og þar með ráðherraembætti) vegna gagnrýni, sem á hann var borin. Ástæðan var hinar ískyggilegu horfur í efnahagsmálum Japana. Sú þjóðsaga hefur myndast um efnahagsundrið japanska að þar í landi hefði verið fundin upp eilífð- arvél er framleiddi stöðugan hag- vöxt og útilokaði alla árekstra á milli launa vinnu og auðmagns. I raun og veru hafa Japanir hins vegar beitt gamalkunnum ráðum til þess að stjórna efnahagsmálum sínum: samkvæmt kenningum breska hagfræðingsins John M. Keynes hafa þeir beitt ríkiskassan- um til þess að örva eftirspurnina þegar kreppueinkennin birtust. Þessi úrræði hafa löngum reynst vel þegar um minni háttar sveiflur er að ræða í hagkerfinu, en yfirstand- andi efnahagskreppa hefur sýnt sig að vera dýpri en svo, að þessi gömlu úrræði dugi til lengdar. Með því að veita miklu fé úr ríkissjóði út í atvinnulífið hafa Japanir stofnað til svo mikilla erlendra skulda, að hætta virðist á kollsiglingu. í ársbyrjun höfðu fjármálasér- fræðingar ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir 5% hagvexti á þessu ári. Fyrirsjáanlegt er nú, að hann verð- ur innan við 3% jafnframt því sem fyrirsjáanlegur er gífurlegur halli á fjárlögum eða allt að 30% Erlendar skuldir Japana nema nú hátt í 360 miljörðum dollara og afborganir og vextir af erlendum lánum nema í ár um það bil 1/6 af fjárlögum ríkisins sem eru upp á um það bil 190 miljarða dollara. Gengi yensins hefur fallið um 17% gagnvart dollar á þessu ári og minnkandi eftirspurn erlendis og heima fyrir hefur gert það að verk- um að atvinnuyleysið er komið yfir 4% Það er athyglisvert að þrátt fyrir gengisfellingu yensins, sem hefði átt að bæta stöðu útflutningsins, hefur dregið úr útflutningi stöðugt frá því í janúar á þessu ári. Petta gildir jafnt um útflutning bíla, myndvéla, skipa og annarrar stáls- míði, en á öllum þessum sviðum hafa Japanir staðið í fremstu röð á undanförnum árum. Til dæmis seldu Japanir 25% minna af bílum til Evrópu á fyrri helmingi þessa árs en í fyrra. Og fyrirtæki í ljósmyndabrans- anum tilkynntu að samdráttur í sölu hjá þeim frá því í maí hefði numið um 30% og þeir sætu nú uppi með um það bil tvær og hálfa milljón ljósmyndavéla, sem ekki seldust. Samdrátturinn á heimamarkaði hefur einnig sagt til sín um leð og dregið hefur úr kaupmætti launa. Vegna samdráttar og sívaxandi skuldabyrði við útlönd lýsti Suzuki forsætisráðherra nýlega yfir „efna- hagslegu neyðarástandi” og hlaut fyrir það slfkar ákúrur meðal flokksbræðra sinna að hann varð að segja af sér. Eftirmaður hans verður kosinn á flokksþingi Frjáls- lynda lýðræðisflokksins í næsta' mánuði, og er talið líklegt að eftir- maður hans verði Toshio Komoto, sérfræðingur ríkisstjórnarinnar í efnahagslegri áætlanagerð. Efnahagskreppan í Japan sýnir okkur glöggt, hversu samtvinnuð efnahagsmálin í heiminum eru: Par gerast engin kraftaverk. En heim- ildir herma að japanskir iðju- höldar færi nú stórar fórnir til „In- ari”, hrísgrjónaguðsins sem tryggja á velgengni í viðskiptum. ólg/Spiegel Miklar framfarir hafa orðið í ræktunaraðferðum og með kyn- bótastarfsemi hafa menn náð ótrú- legum árangri er haft eftir einum sérfræðingunum en árangur þessi felst í að fá fram hraðvaxandi af- brigði og umfram allt afbrigði sem innihalda meira af efninu delta-9 tetrahydrocannabinol (THC)., sem gefur neytendum þann eiturlyfjar- ús, sem gert hefur jurt þessa svo eftirsóknarverða. Mönnum hefur m.a. lærst að rækta upp frælaust afbrigði „sins- emilla”, sem inniheldur 12-13% THCístað 1-1.5% hjá venjulegum cannabis-plöntum. Markaðsverð á „sinsemilla” er nú allt að 250 dollu- rum fyrir únsuna (28,3 grömm). Af um það bil 50 plöntum, sem þekja um 20 fermetra akur má fá um 50.000 dollara tekjur, sem sýnir að búgrein þessi er ákaflega spör á landrými. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna telur að heimaræktin hafi í fyrra skilað 1.200 tonnum, og að hún hafi aðeins staðið fyrir 9% af eiturlyfj- amarkaðnum í Bandaríkjunum, en aðrir, t.d. samtökin fyrir bættri marijuanalöggjöf, hafa talið að heimaræktunin stæði undir allt að þriðjungi markaðsins. 200 þúsund marijuanabœndur Sérfróðir menn telja, að Calif- orníuríki sé leiðandi í marijuana- ræktinni, og að þeir hafi framleitt fyrir 1,5 miljarð dollara á síðasta ári. Ræktunin mun hins vegar ná til a.m.k. 11 ríkja og telur formaður umbótasinna á marijuanalöggjö- finni að stétt marijuanabænda muni nú telja um 200 þúsund manns. Pessi nýja búgrein er að vísu bönnuð samkvæmt bandarískum lögum, og það er hlutskipti lyfja- eftirlitsins og alríkislögreglunnar að uppræta þessa starfsemi. Þar er Sjálfsafgreiðsla gerir blindu fólki erfitt fyrir Nýlega var haldið hér á landi norrænt þing blindra og sjón- skertra. Ráðstefnuna sóttu 65 manns, þar af 30 frá hinuin Norð- urlöndunum en viðfangscfni henn- ar var: umhverfis- og umferðarmál blindra og sjónskcrtra ásamt hjálp- artækjum. Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin hér á landi, en þær eru haldnar þriðja hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Er- lendu fulltrúarnir hrósuðu Blind- rafélagi íslands sérstaklega fyrir vandaðan undirbúning og góðan aðbúnað, svo og starfsmönnum ráðstefnunnar fyrir góða þjónustu. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir ávarpaði gesti við setningu ráðstefnunnar. A henni voru flutt framsöguerindi um vandamál sjón- skertra í umhverfinu og úrlausnir á þeim, um hjálpartæki og um sjón- skerta í umferðinni. Auk þess störfuðu vinnuhópar á ráðstefn- unni sem stóð í þrjá daga, 13. - 15. október. í erindi sem Teuvo Ruponen, frá Finnlandi flutti á. ráðstefnunni, fjallaði hann um þróun samfélags- ins í átt að sífellt meiri sjálfsaf- greiðslu á öllum sviðum. Benti hann á hversu mikil vandkvæði fylgja þessari þróun, ekki aðeins fyrir blinda og sjónskerta, heldur einnig fyrir börn og aldraða, og taldi það eitt af verkefnum sam- taka blindra að sporna gegn slíkri þróun. Nokkrir ráðstefnugestir á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri: Halldór Rafnar, formaður Blindrafélags- ins, Ingemar Ebers, Svíþjóð, Arvo Karvinen, Finnlandi, Ásgerður Ólafsdóttir, blindraráðgjafi, Óskar Guðnason, starfsmaður ráðstefnunnar, Gunnar Haugsveen, Noregi og Karen Marie Pedersen, Danmörku. Ljósm. -eik. greiðsluverslunum mættu sjóndöp- rum margar hindranir; gangar milli vöruhlaða væru þröngir, lýsingin lítil, verðmerkingar ógreinilegar og vörurnar í háum hlöðum, sem auðvelt væri að velta um koll af slysni. Einnig benti hann á að ómögulegt væri að læra á slíkar verslanir, því að vörurnar væru (eglulega fluttar á milli deilda og staða þannig að ómögulegt væri að ganga beint að einföldustu hlutum, - þar sem eitt sinn voru sokkar, væru nú þvottaefni o.s.frv. \ Aukin útbreiðsla sjálfsafgreiðslu á veitingahúsum skapar sömu vandamál fyrir sjónskerta, svo og sjálfsalar af ýmsu tagi. Pá benti Te- uvo Ruponen á að víða eru nú komin í notkun afgreiðslukerfi, þar sem menn taka númeraðan miða og bíða afgreiðslu en oft eru núm- erin ekki kölluð upp, heldur aðeins sýnd á þar til gerðri töflu. Blindir og sjónskertir hagnast lítt á slíkum hagræðingum. Hlutverk blindrafé- laga að mati hans er að hafa áhrif á þessa þróun samfélagsins, þannig að þarfir sjónskertra séu ljósar og lausnir fundnar í samræmi við þær. Á ráðstefnunni var einnig kosin nefnd til að kynna sér ráðstefnu- staðinn, Hótel Loftleiðir og ná- grenni hans kosti og galla fyrir sjónskerta. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.