Þjóðviljinn - 05.11.1982, Side 6

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5, nóvember 1982 Eymdin sem efnahagsstefna Chicago- skólans hefur ! fært s- íbúum Chile er ólýsanleg, og hriktir nú mjög í valdastól harðstjórans Pinochets i Ruslahaugur frjáshyggjuhagfræðinnar Milton Friedman er arkitekt þess „efnahagsundurs” sem breskur hagfræðingur kallar „stórbrotið dæmi um gróðagirnd í dulargervi efnahagslegs þróunarmódels”. Myndin er úr fátækrahverfi í Sant- iago. Pinochet forseti Chile sefur með skammbyssu undir koddanum, segir fréttaritari derSpiegel í Chile, og ástæðanersú að yfirvofandi gjaldþrot þjóðarbúsins hefur nú gert jafnvel fyrrverandi vopnabræður að mögulegum óvinum, og blaðið segir að jafnvel bandaríska sendiráðið í Santiago sé farið að svipast um eftir hugsanlegum eftirmanni er gert gæti Pinochet að blóraböggli fyrir þær hörmungar sem peningahyggja hagfræðinganna f rá Chicago og harðstjórn fasismans hafa leitt yfir þjóðina. Það var síðast fyrir tæpu ári sem Milton Friedman lýsti því yfir, að í Chile hefði gerst „efnahagsundur”. Friedman, hagfræðiprófessorinn frá Chicago, sem hefur verið post- uli áhugamanna um „frjálshyggju” á íslandi, er helsti höfundur þeirrar efnahagsstefnu sem rekin hefur verið í Chile frá valdaráninu í september 1973. Sú stefna fólst meðal annars í því að kveða niður verðbólguna, sem á árinu 1974 var komin yfir 300%. í þessu skyni var dregið mjög úr peningamagni í umferð, mikill hluti opinberrar þjónustu var færður í hendur einkaaðila eða lagður niður, sem og almannatryggingar. Tollar voru afnumdir eða lækkaðir til muna, og átti það að gera chilenskan iðnað samkeppnisfæran. Jafnframt var allur innflutningur gefinn frjáls. Efnahagslegt hrun Árangurinn er í fyrsta lagi sá, að á síðasta ári var verðbólgan 9,5%, sem mun þykja gott á s-amerískan mælikvarða. Hins vegar leiddi þessi stefna til algjörs hruns fyrir innlendan iðnað með gífurlegu atvinnuleysi: Um þriðjungur vinn- ufærra manna er nú atvinnulaus að mestu og um 25% búa við algjört atvinnuleysi. Með því að setja sjúkra- og atvinnuleysistryggingar í hendur einkaaðila hefur grundvellinum nánast verið kippt undan þessum frumatriðum félagslegrar þjón- ustu. Með tollalækkunum hefur óheft- ur innflutningur lagt innlendan iðnað í rúst, þannig að á fyrri hluta ársins.1982 fóru 362 innlend iðnfyr- irtæki á hausinn. Jafnframt hefur lítill hluti innlendra kapítalista sölsað undir sig völdin á hinum inn- lenda markaði, þannig að Cruzat- Larraín- og Vial- samsteypurnar ráða nú yfir um helmingi alls einka- fjármagns í Chile. Erlendar skuldir, sem árið 1973 námu 3 1/2 miljarði dollara, nema nú 15 miljörðum og hækkuðu bara á síðasta ári um 4,6 miljarða. Lán þessi hafa ekki farið í arðbærar fjárfestingar, heldur fyrst og fremst í neyslu yfirstéttarinnar á hinum frjálsa markaði. Jafnframt hafa þeir, sem komist hafa yfir hluta þessa erlenda peningastreymis inn í landið, markvisst stundað það að koma fjárfúlgum sínum fyrir er- lendis, og er talið að hvorki meira né minna en hálfum öðrum milj- arði dollara hafi þannig verið forð- að úr landi á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Jafnframt neyddist ríkis- stjórnin til þess að fella gengið um 18% í júní s.l. Hinn aukni fjár- magnsflótti er kannski gleggsta dæmið um, að það eru ekki bara hungraðir atvinnuleysingjar sem standa gegn stjórninni, heldur hafa kapítalistarnir misst trúna á henni líka. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, þá hafa þeir Emanucl K. Mayer stjórnarformaður og yfir- forstjóri og Paul Muller yfirfrani- kvæmdastjóri Alusuisse-auð- hringsins verið leystir frá störfum og nýir ráðnir í staðinn. Tilkynning um hina nýju yfir- stjórn álhringsins binist í septem- berheftistarfsmannablaðs álhring- sins, Alusuisse Intern, sem gefið er út í Zúrich. Tilkynningin er stuttorð, en það segir að þeir Múller og Meyer hafi Ruslahaugur Fréttaritari der Spiegel átti við- töl við marga fyrrverandi stuðningsmenn Pinochets. „Okkur vegnar ver nú en í sept- ember 1973, já ver en nokkurn tímann síðustu 20 árin”, segir León Vilarin, forystumaður í stéttarfé- lagi vörubílstjóra, sem átti stóran þátt í að koma sósíalistastjórn Al- lendes frá völdum. Hann útilokar ekki beitingu ofbeldis gegn Pinoc- het og segir það ekki skipta máli fyrir fólk lengur, hvort það deyi úr hungri eða fyrir byssukúlu. „Landið er orðið að ruslahaugi”, náð aldurstakmarki í byrjun næsta árs og því séu þeir nú leystir frá störfum. Samkvæmt öðrum og eld- ri opinberum gögnum frá Alu- suisse rennur umsaminn starfstími þeirra hins vegar ekki út fyrr en 1984, enda er það altalað í ál- heiminum að þeir hafi verið leystir frá störfum vegna lélegrar stjórnar á fyrirtækinu. Þeir skilja nú við fyrirtækið í miklum fjárhagsöðrugleikum, þar sem það hefur lokað verksmiðjum sínum í Bandaríkjunum og selt segir Carlos Podlech forystumaður bændasamtakanna: „Einu arðbæru viðskiptin sem þrífast í þessu landi eru vændi og eiturlyfjasala”. „Land okkar er í kröggum og við höfum hafnað í blindgötu”, sagði yfirmaður í flughernum sem tók þátt í valdaráninu og var í 5 ár í ríkisstjórn Pinochets. Roberto Thieme, sem eitt sinn var í forystu fasistasamtakanna „Patria y Libertad”, segir að þjóðin standi nú frammi fyrir al- gjöru skipbroti frjálshyggjukapít- alismans og bætir jafnframt við að ekkert mannshvarf, líflát eða handtaka verði framar réttlætt með þörfum bankanna og stórkapítal- istanna. Breski hagfræðingurinn Philip O’Brien segir um chileanska „efna- hagsundrið” að það sé ekki annað en „stórbrotið dæmi um gróða- girnd, sett í dulargervi efnahags- legs þróunarmódels.” Bandaríkin, sem lögðu Pinochet til það erlenda fjármagn er nú hef- margar arðbærar eignir til þess að halda sér á floti. Aðalbókhald ál- hríngsins sýndi mikið tap á árinu 1981 og vitað er að það verður enn meira á árinu sem er að líða og velta menn því nú fyrir sér hvort Alusuisse stefni í gjaldþrot. Eins og fram kom í nýbirtri endurskoðun Coopers & Lybrand á reikningum Alusuisse og ísals hefur Alusuisse haft stórfé af dótt- urfyrirtæki sínu, ísal, þannig að fróðir menn telja nú áhöld um hvort það eigi fyrir skuldum. Fjár- ur gert efnahaglegt sjálfstæði þjóð- arinnar að engu, munu nú þegar vera farin að hugsa til þess að skipta um æðstu valdhafa í Chile. Hefur fréttaritari der Spiegel það eftir heimildum í bandaríska send- iráðinu í Santiago að Washington Carrasco hershöfðingi, sem gegndi embætti varnarmálaráðherra fram til síðustu áramóta, sé sá hestur sem þeir ætli sér nú að veðja á. Honum mun ætlað að fullgera það verk að gera Chile að bandarískri hálfnýlendu. Á meðan sefur Pinochet með skammbyssu undir koddanum, en chilenska þjóðin leitar huggunar í sögunni: Pegar Carlos Ibanes her- foringi, sem hrifeaði völdin 1927, hrökklaðist frá eftir að hafa komið á efnahagslegu öngþveiti á 4 árum, var fyrirlitning fólksins á hernum svo mikil að „jafnvel dyraverðirnir á hótelunum neituðu að bera ein- kennisbúning”, eins og einn Chile- útlaginn komst að orði. -ólg tók saman. hagsstaða Alusuisse hefur þannig haft bein áhrif á stöðu ísals og þar með íslenskt efnahagslíf. Hin nýja stjórn Alusuisse er undir formennsku Dr. Bruno Sor- atox, sem áður stóð næst Paul Múller í framkvæmdastjórninni. Hin nýja stjórn álhringsins mun þegr tekin við, þótt formlega verði þeir Múller og Mayer ekki leystir frá störfum fyrr en á aðalfundi Álu- suisse, sem verður á fyrri helming ársins 1983. -ólg. Dr. R. Himmel, aðalfram- kvæmdastjóri. Dr. H. Jucker, Odok Weibel Dr. Dietrich Ernst, aðal- framkvæmda- stjóri. H. Haerri, aðal- framkvæmda- stjóri. Dr. Bruno Sorato Stjornarskipti í ALUSUISSE

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.