Þjóðviljinn - 10.11.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 10.11.1982, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur lO.nóvcmber Í982 Vísindi r á Islandi Gæðastýring í frysti- húsum Verkefnið var fólgið í því að fá yfirlit yfir gæðastýringu í dæmi- gerðu frystihúsi og bera hana saman við helstu aðferðir í gæðastýringu, sem notaðar eru í þróuðum iðnfyrirtækjum. Mark mið verkefnisins var því að afla uppiýsinga og yfirlits um gæða- stýringu þannig að unnt væri að skilgreina markviss rannsóknar- verkefni og aðgerðir á sviði gæða- stýringar í frystihúsum. Verkefn- ið er unnið í samvinnu við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Gœtum tungunnar Sést hefur: Um næstu mán- aðarmót. Rétt vaeri: Um næstu mán- aðamót. (Ath.: Mánaða-mót eins og ára- mót, EKKI árs-mót.) Eldþolið einangrunar- plast I síðastliðnum mánuði kom á markaðinn nýtt, eldþolið ein- angrunarplast frá Plasteinangrun hf. á Akureyri. í þessu nýja plasti eru aukacfni, sem draga mjög úr eldfími þess, en venjulegt piast er ákaflega eldfímt. Gunnar Pórðarson, verk- smiðjustjóri, segir mjög mikið hafa verið spurt um nýja plastið síðan það kom á markaðinn. í síðasta mánuði var algjör metsala á plasti hjá Plasteinangrun hf., enda þótt nokkurs samdráttar gætti á markaðinum í heild. - mhg Aðeins 20% ökumanna spenna öryggisbeltin Kunna íslendingar ekki að hlýða? Nú er liðið rúmt ár síðan fólki var skipað með lögum að spenna beltin - þó án hótana um sektir. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um gildi öryggisbelta og ágæti, en það er samdóma álit þeirra sem mest sinna öryggismálum í um- ferðinni og ekki síður þeirra sem sjá um að græða sár þeirra sem lenda í umferðarslysum, að ör- yggisbelti hafi stórdregið úr um- ferðarslysum,“ svo vitnað sé í orð landlæknis Olafs Ólafssonar í samtali við 2. síðuna. En hvernig hefur landinn sinnt þeim tilmælum löggjafans að nota beri öryggisbelti. Oli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs sagði að notkun beltanna hafi verið langmest strax eftir gildistöku laganna 1. október í fyrra. 7. október var gerð könnun og þá kom í ljós að um 40% ökumanna notaði örygg- isbelti og 44% framsætisfarþega. Síðan seig á ógæfuhliðina. í fe- brúar á þessu ári tæpum fimm mánuðum eftir gildistöku lag- anna spenntu aðeins 14% öku- manna beltin og 16% framsætis- failrega. I maí í ár var aftur gerð könnun og þá var ástandið aðeins skárra, 18% ökumanna spenntu beltin og 21% framsætisfarþega. Enn var gerð könnun í júlí og þá hafði ástandið batnað til muna. 20% ökumanna spenntu þá beltin og 30% framsætisfarþega. Óli sagði að hér skipti örugglega miklu sá áróður sem rekinn er á sumrin í útvarpi fyrir öryggi í umferðinni. Fyrir nokkrum dögum var enn ein athugunin gerð á notkun ör- yggisbelta og þá kom í ljós að 20% ökumanna spenntu beltin og 26% framsætisfarþega eða mjög svipað og í júlí í sumar. „Ég var tiltölulega ánægður með útkomuna nú á dögunum miðað við allar aðstæður,“ sagði Óli. Aðspurður um hvers vegna framsætisfarþegar virtust spenna beltin fremur en ökumenn, Eru konur duglegri að spenna beltin en karlar? Svo telur Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði að Mynd-eik. sagðist hann ekki geta gefið ein- hlíta skýringu á því. Hugsanlega væri stærsti hluti framsætisfar- þeganna konur og þær væru þá duglegri að spenna á sig beltin en karlarnir. „Ég þekki í það minnsta mörg dæmi slíks“ bætti Óli við. „Hitt kemur líka til greina að farþegar séu ekki eins uppteknir við akstur og sjálfir ökumennirnir. í staðinn fyrir að sitja aðgerðarlausir reyna þeir að spenna beltin og drepa þannig tímann með ýmsu dútli.“ En hvernig stöndum við okkur í þessum efnum miðað við er- lendar þjóðir? „Þetta er verra en gengur og gerist erlendis. Norðmenn tóku upp lögleiðingu öryggisbelta án viðurlaga í 4 ár og þeim gekk bet- ur en okkur hefur enn tekist. Síð- an gengu þeir alla leið og láta nú viðurlög gilda ef menn nota ekki belti. Þeir bentu okkur eindregið á að láta viðurlög þegar taka gildi hjá okkur, en því miður höfðu menn ekki kjark til að fylgja þeirri áskorun eftir,“ sagði Oli og bætti við að því miður hefði stór hópur alþingismanna ekki þorað að taka afstöðu til þessa mikils- verða öryggismáls og því voru viðurlög ekki látin gilda. Ólafur Ólafsson landlæknir er sama é raunin hérlendis. sinnis og Óli. Löggjafinn og fram- kvæmdaaðilinn hafa brugðist í þessum efnum,“ sagði hann. „Annrs erum við íslendingar al- veg sérstakur þjóðflokkur, sem virðist vera á móti öllu bara til að vera á móti því,“ bætti landlæknir við. Hann taldi þetta vera arf frá gamalli tíð. „Við þykjumst aldrei þurfa á ráðleggingum annarra að halda, sjálfsbjargarviðleitnin er fyrir öllu. Það þarf fyrst og fremst að breyta hugsunarhættinum þá kemur hitt á eftir,“ sagði land- læknir. Óli H. Þórðarson taldi að skýr- inga á því hvers vegna landsmenn hlýða ekki fyrirmælum og lögum að því er varða notkun öryggis- belta, væri kannski helst að leita í uppeldinu. „Hér eru menn ekki aldir upp við heraga og skyldu og ég held að menn hafi aldrei al- mennilega lært að hlýða fyrir- skipunum frá öðrum“. Hvort sem það er nauðsynlegt að við glötum því ágæta þjóðar- einkenni að lúta illa aga þá er ljóst aó íslendingar nota bílbelti minna en aðrar þjóðir. Hitt fylgir svo í kjölfarið að hérlendis fjölg- ar alvarlegum slysum hlutfalls- lega ár frá ári meðan þeim fækkar í nágrannalöndunum. . -lg- Vetrarkoma undirbúin Nú fer hver að verða síðastur' að ganga vel frá garðgróðri og trjám víða úti á landi, þar sem þegar er orðin hvít jörð. I Neskaupstað eru garðeigend- .ur rr^argir þegar búnir að sinna þesum störfum eins og myndin hér a ofan ber með sér. Okkur datt í hug að rétt væri að benda lesendum á hvaða aðferð- um þessir garðeigendur í Nes- kaupstaðbeita til að verja við- kvæman trjágróður fvrir snjó- þunga og vetrarríki. - Mynd - lg. Skorpulifur Kráar- eigendur r l mikilli hœttu Skýrsla um áfengisvandamál á Bretlandi kom út í Stokkhólmi á dögunum. Astæðan er að sögn Áfengisvarnarráðs hérlendis, að Járnfrúin sú eina og sanna ákvað að birta ekki skýrslu sérfræðing- anna opinberlega og hafí áfengis- framleiðendur ráðið þar mestu um, enda séu pólitísk áhrif þeirra mikil. í skýrslunni er ma. birt athyglis- verð skrá um dauða af völdum skorpulifrar en sá kvilli er talinn alltraustur mælir á áfengisneyslu þjóða. Ef meðaldánarlíkur manna af völdum skorpulifrar eru 100 þá eru dánarlíkur eftirtal- inna starfsstétta sem hér segir Læknar............... 311 Blaðamenn.............. 314 Sjómenn................ 628 Vínþjónar.............. 633 Kráareigendur..........1576 Það er gott til þess að vita að hérlendis er enginn kráareigandi til í það minnsta enn sem komið er. Hótel KEA Stækkun fyrirhuguð Að undanförnu hafa farið fram athuganir á því að stækka Hótel KEA. Hafa þar komið til álita mismunandi möguleikar m.a. sá, að stækka Hótelið úr 28 herbergj- um í 82, með stórum samkomu- sal. Ef að því væri horfið þyrfti að grafa fram og byggja inn í brekk- una bak við Hótelið, sem yrði kostnaðarsamt. Nú er hinsvegar að því stefnt að fjölga herbergj- um upp í 59, horfið frá hugmynd- inni um stór salarkynni til skemmtanahalds en fremur hug- að að aðstöðu til ráðstefnuhalds. í huga er haft að byrja á fyrsta áfanga byggingarinnar nú í vetur. Að sögn Vals Arnþörssonar, kaupfélagsstjóra hafa ferðamála- yfirvöld áhuga á þessu máli og þar á meðal að sjálfsögðu Ferð- þar á meðal að sjálfsögðu Ferða- málafélag Akureyrar, sem telur að skortur á hótelrými sé farinn að standa þróun ferðamála á Ak- ureyri fyrir þrifum. -mhg Þeir vísu sögðu „Allir eru sniltingar - f það minnsta einu sinni á ári.“ „Hvflík blessun það væri ef við gætum opnað og lokað eyrunum líkt og augunum." „Það sem kom honum mest á óvart var, að kötturinn skyldi vera með tvö lítil göt á feldinum, nákvæmlega á sama stað og augu hans eru.“ * „Hverju skiptir þó menn séu kviksettir öðru hvoru? Fyrir hvern slíkan ganga hundruðir um dauðir á jörðinni.“ (Georg Christpo Lic þýskur eðlisfræðingur 1742-1799)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.