Þjóðviljinn - 24.11.1982, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.11.1982, Síða 9
Miðvikudagur 24. nóvember 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 Varhugaverð efni í starfsumhverfi Það varð fyrir nokkrum árum að menn fóru að hafa áhyggjur af mengun, það er hvaða áhrif útblástur og frá- rennsli hafa á lífríkið í kring, hvernig andrúmsloft hefur spillst vegna stóraukinnar bílaumferðar, og hvernig há- vaði frá utanaðkomandi starfsemi truflar hið daglega líf svo nokkurdæmi séu nefnd. Minna hefur hins veg- ar til skamms tíma farið fyrir umræðum um mengun á vinnustað en við f ramleiðslu á þeim vörum sem notaðar eru í hinu daglega lífi eru oft notuð ef ni eða þá að þau myndast við framleiðsluna og geta haft áhrif á líf og heilsu þeirra sem við f ram- leiðsluna vinna. Menn gera kröfu um að heimili þeirra séu þrifaleg og hrein- lætisaðstaða sé sem best en sem dæmi má nefna að yfir eldavélar í flestum íbúðum eru settar sérstak- ar viftur sem sjá um að fjarlægja matarbræluna áður en hún fer að trufla heimilismenn. Hins vegar hafa þessar hreinlætis- og þrifn- aðarkröfur ekki náð inn á vinnustað- ina í nægilegum mæli. Þar hefur verið í lagi að hafa allt í drullu og anda að sér brælunni frá fram- leiðslunni þó hún sé yfirleitt alltaf miklum mun varasamari en mat- arlyktin á heimilinu. Varhugaverð efni í starfsum- hverfinu eru það mörg (nokkrir tugir þúsunda) og notuð svo víða að ekki er nokkur leið að gera grein fyrir þeim öllum á þessum vett- vangi og því verða hér eingöngu tekin dæmi urn áhrif efna og ein- staka efnaflokka. Áhrif varhugaveröra efna í fyrsta lagi má hér nefna að fjölmörg efni og efnasambönd eru eld- og sprengifim sem þýðir að við tiltekin skilyrði getur kviknað í þeim eða þau sprungið annað hvort af sjálfu sér eða vegna utanaðkom- andi áhrifa svo sem rafneista, hita eða sígarettuglóð. Á Spáni varð slys við tjaldstæði 1978 þegar bíll hlaðinn própan sprakk með þeim afleiðingum að fleiri hundruð manns létust. Árið 1971 kviknaði í skipi í Gautaborg vegna þess að natríum- klórat sem er mjög eldfimt komst í snertingu við jurtaolíu. Tveir menn létust. Dæmi eru um br'una og sprengingar vegna varhugaverðra efna hér á landi. Til dæmis létust tveir menn þegar sprenging varð í flugeldagerð á Akranesi 1977. Einnig hafa orðið brunar í efna- verksmiðjum. Yfirleitt er það þekkt hvort efni eru eld- eða sprengifim og þá gerðar viðeigandi ráðstafanir. Mengun í starfsumhverfinu er ekki bara bundin við ryk, gufur og lofttegundir sem hafa mismunandi áhrif á líkamann. Áhrifin geta einnig stafað af því að sullað er með efnin, þeim hellt niður og því að umgengnin er ekki upp á það besta. Áhrifin eru einnig mismun- andi, sum efni hafa greinileg áhrif strax við fyrstu snertingu. Áhrif annarra efna koma fyrst í ljós eftir langan tíma. Mörg efni komast inn í líkamann og berast síðan með blóðrásinni til viðkvæmra hluta lík- amans. Skaðar af varhugaverðum efnum verða meiri því lengur sem dvalist er í mengun og því meiri sem mengunin er. Eitrunum sem upp koma má skipta í tvo flokka: Bráð eitrun kemur í ljós eftir skamma stund, þ.e. mínútur eða daga. Síðkominnar eitrunar verður fyrst vart eftir síendurtekna meng- un í langan tíma þ.e. mánuði eða ár. Hér er sem sagt átt við þann tíma sem líður áður en áhrif á heilsuna koma í ljós. Bráð eitrun getur haft ævarandi áhrif, sbr. blindu eftir eitrun af metanóli (tréspíritus). Einnig getur síðkomin eitrun geng- ið yfir á tiltölulega skömmum tíma eftir að hún uppgötvast. Til þess að efni og efnasambönd geti haft skaðleg áhrif á líkams- starfsemina þarf það að komast inn í líkamann og þar er um þrjár leiðir að velja, það er um Öndunarfærin húöina eða meltingarfærin Lofttegundir og gufur sem leysast upp í vatni geta valdið ert- ingu og skaðað slímhimnur í önd- unarfærum og geta einnig skaðað augun. Dæmi um þess háttar loft- tegundir eru ammóníak, formalde- hýð, sýrur og köfnunarefnisoxíðar. Eftir að þessi efni hafa leystst upp í slímhimnum geta þau borist út í blóðið. Lofttegundir sem ekki leysast vel í vatni berast niður í lungun þar sem þau eru tekin upp og þaðan geta þau borist með blóðinu til annarra viðkvæmra hluta líkamans. Fastar agnir geta einnig borist ofan í lungu og gildir þá að því fínni sem agnirnar eru því lengra niður í lungu berast þær. Ryk af kristallaðri kísilsýru (kvarts) sest í lungun og leysist ekki upp; ef menn verða fyrir mengun í langan tíma geta menn fengið s.k. steinlunga. Ásbestþræðir sem eru örmjóir stingast í lungnavefinn og hér þarf mengun ekki að hafa verið mikil eða varað lengi til að menn séu í aukinni hættu að fá krabba- mein sfðar á ævinni. Varhugaverð efni geta borist gegnum húðina og út í blóðrásina vegna smits á klæðum eða vegna óhreininda á höndum eða öðrum Pétur Reimarsson deildarverk - fræðingur Vinnueftirlits ríkis- ins: Varhugaverð efni í starfs umhverfl skipta nokkrumtugum þúsunda. líkamshlutum. Algengt er að menn þvoi olíu af höndum sér með ein- hverju leysiefni. Leysiefni leysa upp fitulag húðarinnar, hún spring- ur auðveldlega og þá komast efni auðveldlega gegnum hana og inn í blóðrásina. í þriðja lagi geta efni borist út í líkamann gegnum munn. Slíkt get- ur til dæmis átt sér stað vegna óhreininda á höndum eða mengun- ar í matvælum. Vegna sjálfhreins- unar lungna getur ryk sem sest í öndunarfærin einnig borist niður í meltingarveg. Eftir að efnin hafa komist inn í líkamann dreifast þau með blóðrásinni. Sum efni safnast fyrir á ákveðnum stöðum í líkam- anum t.d. setjast efni sem leysa upp fitu gjarnan fyrir í heilanum sem er mjög fituríkur vefur. Fiúor og vissir málmar (blý) safnast fyrir í beinum. Þungmálmurinn kadmí- um safnast fyrir í nýrum. Sunr efni fara beint úr líkamanum aftur við útöndun, í þvagi eða svita. Mörg efni hvarfast og breytast í líkaman- um og geta þau efni sem þá mynd- ast verið hættuleg". Skaöar sem efni geta valdiö Pétur Reimarsson fjallaði þessu næst um skaða sem efni geta valdið og benti á að það væri mjög ein- staklingsbundið hvaða áhrif nreng- un hefði á menn. Sum efni eyði- legðu vefi strax við snertingu án þess að fara strax inn í líkamann og mætti þar nefna tærandi sýrur eins og saltsýru og brennisteinssýru, tærandi basa eins og lút og vítis- sóda, lofttegundir eins og óson, köfnunarefnisoxíð og fosgen, ryk og reyk og í lokin hnykkti Pétur á með að benda á að reykingar yrði ætíð að taka með í reikninginn þar sem þær gætu haft svipuð áhrif og ýmis efni í starfsumhverfinu. Pétur benti á að taugakerfi mannsins væri afar viðkvæmt fyrir áhrifum efna og væru einkennin oft þreyta, svefnörðugleikar, höf- uðverkur, ógleði og jafnvel laman- ir. Málarar gætu t.d. orðið fyrir heilaskemmdum eftir langvarandi vinnu með leysiefni. Þá væri of- næmi mjög algengt sjúkdóms- einkenni og krabbamein ætti mjög oft upptök sín frá ýmsum umhverf- isþáttum eins og geislun ýmiss kon- ar, vírusum, efnum og erfðum. Hvar liggja mörkin? Síðar í erindi sínu sagði Pétur Reimarsson m.a.: Áhrif efna á heilsu starfsmanna á vinnustöðum eru háð mörgum þáttum eins og hve mikil mengunin er, hve lengi starfsmenn vinna í nrenguninni auk eðlisfræðilegra eiginleika efnanna sjálfra og auk þess eru áhrifin nrjög einstaklings- bundin. Það gildir hins vegar almennt að því meiri sem mengunin er og því lengur sem hún varir þeim mun meiri líkur eru á því að hún hafi áhrif á heilsu starfsmanna. Oft er hægt að fá fram línurit um samband mengunar og heilsufarsáhrifa og eru þá sett nreð hliðsjón af þeim svo kölluð markgildi fyrir mengun í andrúmslofti starfsmanna. Mikilvægt er einnig að starfsmenn gæti fyllsta hreinlætis, en mikilvæg- ast af öllu er að menn geri sér grein fyrir því sem þeir eru með í höndunum. mennt sú regla að mengun skuli vera svo lítil sem nokkur kostur er“. Hvaöa efni ber helst aö varast? Hér verða talin upp þau efni sem Pétur taldi helst að menn yrðu að gjalda varhug við á vinnustöðum: Af málmum væru það helst blý, nikkel, króm, arsenik, kadíum, kó- balt og auk þess mynduðust fjöl- mörg málmsambönd við logsuðu og rafsuðu sem gætu valdið sjúk- dómuin. Snittolíur væru varhugaverðar og gæti langvarandi vinna með olíur valdið krabbameini, þvotta- og hreinsiefni gætu oft valdið óþæg- indum og sjúkdómum, málning, lökk og lím hefðu aðaluppistöðu bindi- og leysiefni sem gætu verið afar hættuleg. Þá yrðu menn að vara sig á útblæstri bensín og dísil- véla og heppilegast væri að notast við rafmagnsvélar innanhúss. Loks ræddi Pétur um asbestið og benti á að krabbamein væri algengasti atvinnusjúkdómur asbestverka- manna og gæti það verið í lungum, brjóst og búkhimnu. Hvaö er til ráöa? Pétur benti á nokkur atriði sem væru til bóta og hvaða leiðir væru helst færar í þeirn efnum: Fyrirbyggja mengun (efnisval, framleiðsluhættir, meðferð efna) Koma í veg fyrir dreifingu meng- unar (loka af mengunarvald, punktsog (afsog)) Koma í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir mengun. (Almenn loft- ræsting, sjálfvirkni) Fyrirbyggjandi viðhald. Ef í Ijós kemur að þrátt fyrir tæknilegar úrbætur sé mengun enn of mikil og á nreðan unnið er að slíkum úrbótum verða menn að nota persónuhlífar. Öndunargrím- ur (hálfgríma, heilgríma, hjálmur) eru til með mismunandi síum (ryk, leysiefni, ákveðnar lofttegundir). Pappagrímur (brjóstahöld) hreinsa aðeins gróft ryk ekki fínt og alls ekki lofttegundir. Einnig geta hanskar, hlífðargleraugu, svuntur, stígvél og alklæðnaður verið nauð- synlegir. Mikilvægt er einnig að starfs- menn gæti fyllsta hreinlætis en mikilvægast af öllu er að menn geri sér grein fyrir því sem þeireru með í höndunum og leiti upplýsinga um heilsufarsáhrif af þeim efnum sem þeir hafa með að gera. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir þeim kröfurn sem gera þarf um vinnu- staðinn. Til þess að þetta nregi verða er nauðsynlegt að framleiðendur og innflytjendur merki vörur sínar þannig að unnt sé að sjá hversu varasamar þær eru og reglugerð á þessu sviði hlýtur að vera forgangs- verkefni vinnuverndar á næst- Frá ráðstefnu Vinnueftirlitsins um vinnuvemd Úr erindi Péturs Reimarssonar deildarverkfræðings „Undanfarnaáratugi hefur tæknifleygtfram. Auðlindir jarðar eru nú nýttar til hins ýtrasta. Þetta hefur haft í för með sér aukna efnalega vel- ferð og aukin þægindi í hinu daglega lífi. Einnig hefur þetta þýtt að nú er gengið mjög nærri náttúrunni en maðurinn er aðeins hluti hennar. Þannig þekkja senni lega flestir dæmi þess að umhverf ið hafi orðið fyrir áverkum. Varhugaverð efni geta borist gegnum húðina og út í blóðrásina vegna smits á klæðum eða vegna óhreininda á höndum eða öðrum líkams hlutum. Markgildin eru sett þannig að þau gefa til kynna þá mengun sem einstakir starfsmenn mega verða fyrir á 8 stunda vinnudegi og eiga að tryggja að langflestir geti unnið við slíka mengun án þess að þeir bíði skaða af. Markgildin byggja á {teirri þekkingu sem tiltæk er á hverjum tíma og eftir því sem þekking manna hefur aukist hafa þau yfirleitt farið lækkandi. Viss efni eru það hættuleg að um þau eru ekki sett markgildi. Þetta á við um krabbameinsvaldandi efni en þar er eina örugga markgildið 0 þ.e. þau ættu ekki að koma fyrir á vinnustöðum. Þau efni sem mark- ; gildi eru til fyrir eru nokkur hundr- uð en fjöldi þeirra efna sem í notk- I un eru nemur nokkrum tugum þús- ! unda. Til þess að ákveða hættu ! vegna mengunar á vinnustað þurfa að koma til mælingar. Því miður eru mælingar á varhugaverðum efnum á vinnustöðum hér á landi enn takmarkaðar og gildir því al-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.