Þjóðviljinn - 27.11.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982 Aðferð sænsku læknanna: Aðflutta brisinu er troðið inn í smáþarm og hægri er aðgerðinni nánar lýst. Meltingarvökvinn er leiddur um pípu út úr saumað fast. Sjúklingurinn hefur eftir það tvö bris, bæði framleiða þau kviðarholinu til að byrja með en hún er svo tekin eftir um tvær vikur. Ur meltingarvökva, en aðeins nýja brisið framleiðir insúlín. A myndinni til DN. Skurðaðgerð lausnin? Læknar við Huddinge- sjúkrahúsið í Svíþjóð hafa þróað nýja aðferð við að græða briskirtil í sykursjúka, en briskirtillinn framleiðir m.a. insúlín, efni, sem nauðsynlegt er til þess að líkaminn geti nýttsér blóðsykurinn. Insúlín- háð sykursýki stafar af því að briskirtillinn framleiðir ekkert eða allt of lítið af insúlíni. Við Huddinge-sjúkrahúsið hafa læknar þegar grætt bris frá nýlátnum mönnum í sex sykursýkissjúklinga og lofar árangurinn góðu. Einn sjúklinganna hefur verið með nýja brisið í heilt ár og hefur hann alveg lagt insúlínsprauturnar á hilluna. Dagens Nyheter skýrir frá þessu í síðustu viku en sænska læknaþing- ið mun ma. fjalla um Huddinge- aðgerðirnar nú í desember. A undanförnum árum hafa víða um Svíar ánægðir með árangur af ígrœðslu briskirtils í sykursjúka heim verið gerðar tilraunir til að græða nýjan briskirtil í insúlín- háða sykursýkissjúklinga, en með litlum árangri. Aðflutta líffærið hefur í þeim tilfellum verið tengt blóðrásinni í kviðarholinu, utan líf- himnunnar, og fyrir utan þau vand- kvæði sem venjulega fylgja líffær- aflutningum, hefur meltingarvökv- inn sem brisið framleiðir líka safn- ast fyrir í kviðarholinu og valdið sjúklingunum þjáningum. Aðferð sænsku læknanna byggir hins vegar á því að græða aðflutta brisið beint við smáþarmana, eftir að það hefur verið tengt æðakerf- inu. Insúlínið frá nýja brisinu berst út í blóðrásina og meltingarvök- vinn bæði frá því og brisinu sem fyrir er, fer beint inn í meltingar- veginn. Enn sem komið er fylgja þessari aðferð ýmsar áhættur, en Carl Gustaf Groth, dósent sem stjórnar tilraununum segir að nú sé í fyrsta skipti í sjónmáli aðferð, ekki aðeins til að meðhöndla sykursýki heldur einnig til að lækna hana. Próunin er mjög ör. Fyrir þremur árum voru framkvæmdar um 40 brisígræðslur í heiminum öllum, nú eru þær um 100 á ári. Huddinge- sjúkrahúsið er í þriðja sæti hvað fjölda aðgerða varðar, en vegna áhættunnar hafa aðeins mjög illa farnir sjúklingar fengið ígrætt bris. Vonast er til að með aukinni reynslu og þekkingu verði hægt að láta fleiri njóta slíks. Flutningi briskirtils milli manna fylgja sömu vandkvæði og öðrum líffæraflutningum. Vanda verður vel til gefanda og finna mann sem hefur hvað líkasta vefjagerð og sjúklingurinn sjálfur. I Svíþjóð hafa menn m.a. gert tilraunir með að taka um 70% kirtilsins úr lifandi manni og græða í annan og er áhættan talin svipuð og að gefa annað nýrað. Ekki er talin hætta á að gefandi fái sykursýki. Þá hafa Svíar einnig gert tilraunir með ræktun briskirtilsfruma, sem feng- nar eru frá fóstrum. -ÁI Aðventu- tónleikar í Háteigs- kirkju Á morgun verða haldnir fyrstu aðventutónleikar í Háteigskirkju fyrir þessi jól. Dr. Orthulf Prunn- er, organisti kirkjunnar flytur or- gelverk fyrir aðventu- og jólatím ann eftir Bach. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30 annað kvöld, og verða síðan tónleikar hvert sunnudags- kvöld allt til jóla. Langholts- söfnuður þrítugur- Langholtssöfnuður er þrítugur um þessar mundir og er þess minnst með kirkjudegi á morgun, sunnudag. Sigurður Pálsson vígslu- biskup stígur í 'stól í hátíðarmessu kl. 14 og Ölöf Kolbrún Harðardóttir syngur með kirkjukórnum. Um kvöldið verður hátíðarsamkoma í safnaðarheimilinu þar sem séra Árelíus Níelsson flytur hátíðaræðu og Matthías Johannessen les úr verkum sínum. Sókriarnefnd hefur nú í gangi söfnun meðal safnaðarfólks til að ljúka smíði Langholtskirkju. Villa í kross- gátu leiðrétt Villa slæddist í hjartakrossgátuna í blaði II. í 7. reit frá vinstri í 3ju röð að ofan á að vera 17 en ekki 19. Þjóðleikhússtjóri svarar gagnrýni Sigurðar A. Magnússonar Kent Paul átti erindi til okkar Hr. ritstjóri. í heiðruðu blaði yðar í dag er grein eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund um sýningu Þjóðleikhússins á Dagleiðinni löngu eftir O ’Neill, sem gefur ástæðu til hugleiðinga. Nýlegavarstöddhér heima ung myndlistarkona sem búsett er er- lendis, og sýndi hér við mikinn fögnuð, í fyrsta skipti að heitið gat. Hjá sumum gagnrýnendum kvað þó við annað hljóð, og þessi unga myndlistarkona undraðist mjög þau skrif, var vön annars konar skrifum, yfirvegaðari og prúðmannlegri, þar sem hún var búsett. Ég varð vitni að því að fleiri en einn hugguðu hana með þeim orðum, að hún rhætti prísa sig sæla, að vera ekki undir leiklistargagnrýnendur seld, þeir væru þó hálfu verri í óvægni sinni. Grein þessi Sigurðar, sem hér er gerð að umtalsefni, er í óvægn- ara lagi og skýtur að mínu áliti nokkuð yfir markið. Sigurður, sem ég auðvitað met mikils fyrir skrif sín á þeim sviðum þar sem hann á heima, skrifaði hér áður fyrr um árabil leiklistargagnrýni, án þess þó að hafa mikil áhrif; til þess skorti hann í rauninni bæði faglega þekkingu, sviðslegt næmi og sjálfstætt mat. Þó að enginn drægi í efa heiðarleika hans og raunverulegan áhuga á leiklist. Og nú hefur hann tekið upp pennann að nýju, rétt eftir að í sama blaði kom fram gagnrýn- andi, sem virtist betur í stakk bú- inn að leiðbeina áhorfendum jafnt sem leikhúsfólki. Nú vona ég að orð mín verði ekki skilin sem svo, að ég van- meli það, ef gagnrýnendur vilja veita leiklistinni, og þá ekki síst Þjóðleikhúsinu, strangt aðhald. Ég hygg, þegar á allt er litið, og svolítið reynt að standa undir eilífðarstjörnum, þá hafi þessi agi gert okkur Þjóðleikhúsfólki gott að mörgu leyti undanfarin ár; hin hliðin líka, sem ekki hefur alveg tekist að sneiða hjá er að ala á fordómum í hópi áhorfenda og fæla þá frá. Hitt er svo annað mál, að Steinþóri Sigurðssyni, sem öllum kemur saman um að sé í fremstu röð á sínu sviði, hlýtur að bregða, þegar hann kemur upp í Þjóðleikhús á nokkurra ára fresti og sér þá allt í einu á prenti, að list hans er lýst sem konfekt- kassamyndum. Eða ungum og efnilegum leikara eins og Júlíusi Hjörleifssyni, sem er alinn upp við dekur á nýjum andlitum, þar sem nemendur eru útnefndir leikhús ársins á þeim tíma, að þeir halda sig fulllæsa, á meðan þeir eru í rauninni að læra að kveða rétt að; það er viðbúið honum og öðrum bregði, þegar hann svo stendur í hinni raun- verulegu eldlínu, þar sem gerðar eru allt aðrar kröfur. Nú vona ég orð mín misskiljist ekki; mér dettur ekki í hug að halda því fram hér, að þessi sýn- ing sé gallalaust verk, fremur en öll mannanna verk; ég er þvert á móti sammála ýmsum þeim að- finnslum sem ýmsir aðrir gagn- rýnendur hafa haft á lofti. Og það er þess vegna sem ég er svo grundvallarlega ósammála Sig- urði A. Allir aðrir gagnrýnendur eru til dæmis sammála um það, að Þóra Friðriksdóttir vinni í hlutverki Mary Tyrone leiksigur, kannski þann mesta á glæsilegum leikferli sínum. Frammistaða hennar lætur Sigurð hins vegar ósnort- inn. Nú ætla ég ekki að deila hér um smekk, eitt höfðar til eins og annað til annars, en hins vegar hygg ég, að á þessu sé skýring, sem tengd er heildaraðferð sýn- ingarinnar, sem Sigurður hefur ekki glöggvað sig á. Dagleiðin langa er raunsæisverk, eins og það er skrifað, og í flestum tilvik- um ætti að vera eðlilegt að túlka það í þeim anda. En nú er til sem stílbrigði f leikhúsi margskonar raunsæi. Við getum tekið sem dæmi það leikræna raunsæi, sem einkennir margt þaö besta í finn- sku leikhúsi um þessar mundir, og skotið hefur upp kollinum í nokkrum sýningum hér upp á síðkastið. Þarerekki áferðneinn natúralismi, heldur er afskrifuð öll óþarfa tiltekt. Hins vegar er mikill fysiskur kraftur, hreyfing- ar og sveifla í þessu leikmáta og hann er nokkuð úthverfur. Okk- ar gamla raunsæismáta býst ég ekki við að þurfi að lýsa, og býr hvorki yfir sama þrótti né hnit- miðun, enda við fyrir löngu á leið frá honum. Kent Paul býður upp á þriðja möguleikann í sýningu sinni á Dagleiðinni löngu, raun- sæisstefnu, sem hefur ekki ytri veruieikaspeglun að höfuðmark- miði, en hins vegar er innhverf f könnun sinni á áhugaverðu sálar- lífi í þessu merkilega leikverki, hnitmiðuð að þessu innra lífi, í stað snjallra utanverkalausna. Það er rétt, að þessi aðferð gerir feiknarlegar kröfur til næmleika áhorfenda, ekki síst í verki sem er jafn langt og það sem hér um ræð- ir, og kannski má manni finnast boginn ofspenntur í kyrrstöðu sinni í fjórða þætti. En hér er gerð tilraun til annars konar samkenndar við persón- urnar en við eigum að venjast, og fyrir þá tilraun eina, hvort sem hún skilar sér að öllu leyti eða ekki í þessari einu sýningu, fyrir þær sakir átti Kent Paul erindi til Islands, og ókurteisisorðum Sig- urðar í garð hans og leikmynda- gerðarmannsins Ouentin Thom- as vísa ég til föðurhúsanna, þau sæma ekki jafn greindumog vel- viljuðum manni, sömuleiðis full- yrðingu um óþarft bruðl með almannafé ellegar fullyrðmgu um það að bandarískt leikhús sé okk- ur því síðra, að við höfum þangað ekkert að sækja. Svoleiðis ein- angrunar og útkjálkasjónarmið flokka ég reyndar oftast undir gömlu íslensku vanmetakennd- ina, með öfugu formerki. Vfst stendur íslensk leiklist vel í dag, og full ástæða að gleðjast yfir því. En viö skulum halda dóm- greindinni og aldrei leggjast til hvílu ofan á lárviðarsveigana. Ekki held ég Sigurði hefði þótt kurteislegt, ef ljóðaþýðingum hans vestra hefði mætt orðagjálf- ur um að bandarísk ljóðlist stæði hærra og því um óþarft bruðl að ræða. Annars er stundum hvimleitt að sjá hvernig sumir gagnrýnend- ur taka eriendum leikstjórum. Ef þeir eru ekki ánægðir, mætir þeim hroki og tal um alla ungu íeikstjórana „verkefnalausu“. Takist hins vegar vel, að dómi sömu gagnrýnenda, er tækifærið notað til að láta þess getið, að svona kunni nú ekki íslenskir leikstjórar til verka. Það eru svona viðbrögð sem við köllum neikvæða dóma, ekki hvort okk- ur er hrósað eða ekki, við því er ekkert að gera og tilheyrir sjálf- sögðum leikreglum, og vonandi vel rökstutt hverju sinni. Það var áberandi þreytublær í móttökutækjum Sigurðar A. Magnúsonar, eins og það birtist í skrifum hans. Ætli menn sér hins vegar að viðhafa stór orð í gagn- rýni, þurfa menn helst að hafa gleggra auga og næmara eyra en gengur og gerist, ef menn vilja láta taka mark á sér. Annars verða skrifin bara bruðl nteð prentsvertu. Sveinn Einarsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.