Þjóðviljinn - 27.11.1982, Síða 7
ATÓMSTÖÐIN
Höfundur: Halldór Laxness
Handrit og leikstjórn: Bríet Héðins-
dóttir
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó-
hannsson
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikhljóð: Viðar Garðarsson.
Á þriðjudagskvöld gisti Leikfé-
lag Ákureyrar Þjóðleikhúsið og
flutti Reykvíkingum nýja leikgerð
Atómstöðvarinnar eftir Halldór
Laxness, sem Bríet Héðinsdóttir
hefur unnið og sett á svið. Er hún í
mörgum greinum frábrugðin
leikgerðinni sem þeir Sveinn Ein-
arsson og Þorsteinn Gunnarsson
útbjuggu í samvinnu við höfundinn
1972, einfaldari í sniðum og skýrari
.í útlínum, þættirnir þrír í stað
fimm, persónur færri og atburðarás
samfelldari. Eigi að síður er öllum
meginþáttum skáldsögunnar til
skila haldið og boðskapur skáldsins
jafntímabær og hann var 1948, en
þá var bókin meðal annars kölluð
reiðikast manns sem hefur misst
alla stjórn á sér, pólitískt flugrit og
lykilsaga, púðurkerling og annað í
svipuðum dúr.
Viðbrögðin við boðskap Atóm-
stöðvarinnar eru vissulega miklu
tempraðri hin síðari ár, sem kann-
ski má hafa til marks um andvara-
leysi og uppgjöf þjóðar sem hefur
sætt sig við orðinn hlut og lætur
skeika að sköpuðu um sjálfs-
virðingu sína, farnað og fram-
tíðarheill. Kannski er það orðið
svo, að menn líti almennt á Atóm-
stöðina sem hnýsilegan en skringi-
legan og ýktan vitnisburð um dæg-
urþras liðinna ára, en ekki kröftugt
sóknarskjal á hendur þeim þjóðvill-
ingum sem drógu ísland inná
miðjan vettvang yfirvofandi
heimsátaka og leiddu raunveru-
legan lífsháska yfir þjóðina. Því
svari hver fyrir sig, en óneitanlega
er það fagnaðarefni að þessi al-
ræmda púðurkerling kalda
stríðsins skuli hálfum fjórða áratug
eftir hvellinn enn enduróma á ís-
lenskum leiksviðum og kannski
stugga við einhverjum „svefn-
göngum vanans.“
Hvað um það, sýning Leikfélags
Akureyrar á þriðjudagskvöld var
minnisverður viðburður í leiklist-
arlífi höfuðstaðarins, þó ekki væri
hún hnökralaus. Kannski var það
áræði og einbeitni hins vanbúna
leikflokks að norðan sem mestum
tíðindum sætti. Þó hópurinn væri
að ýmsu leyti ósamstæður, þá var
Siguður A. Magnússon
skrifar um
leikhús
samstilling hans slík að hann skil-
aði erfiðu og margslungnu verkefni
þannig, að enginn sem hlut átti að
máli þurfti að bera kinnroða fyrir.
Þáttur leikstjórans er vitaskuld
álitlegur. Bríeti hefur af stakri
lagni lánast að laða fram þá kosti
einstakra leikara sem best hæfðu
túlkuninni. Og það sem kannski
var merkilegast: ég fann hvergi
verulega lægð eða ládeyðu í túlkun
verks sem í eðli sínu er ekki sérlega
leikrænt eða dramatískt. Það var
samfelld stígandi í sýningunni frá
upphafi til loka.
Vitanlega réð hér úrslitum, að
með lykilhlutverkið, Uglu, fór ung
leikkona, Guðbjörg Thoroddsen,
sem auðnaðist að gæða það þeim
mennska kjarna sem nægði til að
gera hina einföldu sveitastúlku trú-
verðuga bæði í óspilltum uppruna-
leik og kvenlegri nekt gagnvart vél-
um hins siðmenntaða borgar-
þjóðfélags og karlmönnum sem á
vegi hennar verða. Samband henn-
ar við Búa Árland og feimnu lögg-
una var ekki síður nákomið áhorf-
endum en órætt samband hennar
við organistan og böm þingmanns-
ins. Galdur leikkonunnar var að
draga hina sundurleitu og oft mót-
sagnakenndu fleti hlutverksins
saman í einn brennidepil, óspillta
og fordómalausa skynjun á öllu
umhverfi sínu, sem gerði allt athæfi
Uglu fullkomlega raunhlítt og
sannfærandi.
Þó Theodór Júlíusson væri ekki
sú manngerð, sem hæfði hlutverki
Búa Árlands, hins lífsþreytta og
glæsilega heimsmanns sem reynist
svo hættulegur hnjáliðum Uglu, þá
gæddi hann túlkun sína þokka og
innileik sem léði hlutverkinu á-
kveðna mannlega reisn og gerði
þingmanninn þráttfyrir allt trú-
verðugan, en vissulega hefðu klæk-
ir hans og hentistefna mátt fá
skýrari drætti.
Svipaða sögu er að segja um
Marinó Þorsteinsson í hlutverki
organistans. Óhjákvæmilega hafði
maður fyrirfram mótaðar hug-
myndir um þennan annarsheims-
lega taóista með ættarmót helgra
mann, en með hæglátu og íhugulu
látbragði laðaði Marinó fram per-
sónu sem varð að sínu leyti í senn
hliðstæða og andstæða Uglu, for-
dómalaus gagnvart mannlífinu í öll-
um þess margvíslegu myndum, en
hafinn yfir hjóm rúmhelginnar og
kvaðir samfélagsins. Samleikur
þeirra Uglu var einatt með ágæt-
um, en á honum veltur mikið í
Atómstöðinni.
nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Önnur hlutverk voru misjafn-
lega en viðunandi af hendi leyst.
Það sem fyrst og fremst vakti at-
hygli var hve heilsteypt og samfelld
sýningin var, þó mörg rúm væru
auðsæilega skipuð lítt sviðsvönu
fólki.
f Atómstöðinni fer fram mörg-
um sögum í senn og þær fléttast
ýmislega saman. Bríet Héðinsdótt-
ir hefur með leikgerð sinni og leik-
stjórn unnið það annálsverða afrek
að láta þær renna saman í órofa
heild, þannig að ástarsagan grípur
með eðlilegum hætti inní þjóðmál-
aumræðuna og pólitísku satíruna,
ánþess nokkrstaðar hatti fyrir. Og
þáttur organistans verður lífrænn
partur af þessari margslungnu
heild.
Sigurjón Jóhannsson gerði
leiktjöldin og leysti vandasamt við-
fangsefni viðunanlega með ein-
földum brögðum, þó ekki væru
forhengin, sem sífellt var verið að
draga frá og fyrir, beinlínis augna-
yndi. Sviðskiptingar eru margar og
örar. Mér fannst Sigurjón leysa
þann vanda skynsamlega og kunni
vel að meta miðbæjarmyndina í
baksýn og atómsprengjugorkúluna
yfir Esjunni undir leikslok.
Lýsing Ingvars Björnssonar var
einföld og snurðulaus, punktaljós
sem lýstu upp það sem máli skipti
hverju sinni, oft með áhrifamiklum
árangri. Leikhljóð Viðars
Garðarssonar féllu eðlilega að sýn-
ingunni einog stafur að hurð.
Að öllu samanlögðu var sýning
Leikfélags Akureyrar á Atóm-
stöðinni þakkarverð, þráttfyrir
óhjákvæmilegan viðvaningsbrag
hér og þar, og kannski fyrst og
fremst fyrir þá sök að það sem á
vantaði fagmannleg vinnubrögð
fullgilds atvinnuleikhúss var marg-
faldlega bætt upp með þeim rétta
anda. Hnökrarnir skyggðu aldrei á
þá meginstaðreynd að sýningin
hafði sál, sem er kannski þegar öll
kurl koma til grafar sá þátturinn
sem leikhúsið má síst án vera.
Önnur hlutverk eru minni, en
sérstök ástæða er til að nefna
Sunnu Borg sem var tilþrifamikil í
hlutverki frú Árlands, tauga-
veikluð, tilætlunarsöm, pjöttuð og
málgefin dekurrófa, minnisverð
persóna í sýningunni. Kjartan
Bjargmundsson fór mjög snotur-
lega með hlutverk feimnu löggunn-
ar, túlkaði uppburðaleysi og átta-
villu hins unga sveitamanns á möl-
inni af góðum skilningi. Gestur E.
Jónasson lék Guðinn Briljantín af
kankvísu öiryggi og smitandi kímni.
Ragnheiður Tryggvadóttir lék
Guðnýju Aldinblóð af ríkri tilfinn-
ingu. einkanlega í geðshræringar-
köstunum. Gunnar Ingi Gunn-
steinsson, kornungur piltur, lék
Þórð/Gullhrút af merkilegu næmi.
Bjarni Ingvarsson dró upp sann-
færandi mynd af Árngrími/
Landaljóma, einkanlega í drykkju-
atriðunum. Þráinn Karlsson brá
upp hnyttilegri mynd af Forsætis-
ráðherranum.
CITROENA
BÍLASÝNING
OPIÐ LAUGARDAGINN 27. NÓV. OG SUNNUDAGINN 28. NÓV. KL. 14.00 - 18.00
Verö 172.000 Verö 259.000
Aldrei fyrr hefur verðið á CTTROÉN ^ verið hlutfallslega jafn hagstætt og nú.
Notið því tækifæríð og tryggið ykkur bi! á þessu einstaka verði.
Hagstæðir greiðsluskilmálar CfTROÉN^ ÁVALLT I FARARBRODDI
G/obusi
LAGMULI 5 SIMIH1555