Þjóðviljinn - 27.11.1982, Side 11
PJOÐVHM
F//A/T
Helgín 27.-28. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Ef þú vilt eignast nýjan, betri og breyttan bíl þá
kemur þú með þann gamla og við látum þig
hafanýjan Fiat 127 í staðinn. _ .. ,
Komdu og kynntu þér kjörin. rl//l cf S3S113I StðíÓ
Egill Vilhjálmsson hf.
Smiðjuvegi 4 Kóp. Sími 77200 Sími 77720
Ertu
ennþá á þeim gamla?
Hér er þá eitthvað nýtt fyrir
ÞIG
127 Special
Eiturlyfjamál
í íslenskri
skáldsögu
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefur sent frá sér skáldsöguna
„Heitur snjór“ eftir Viktor Arnar
Ingólfsson og er það önnur skáld-
saga höfundarins.
I bókinni fæst Viktor Arnar við
mál sem segja má að brenni heitt á
mörgum um þessar mundir - eitur-
lyfjavandamálið, en heitur snjór er
einmitt það fíkniefni kallað sem nú
stendur mest ógn af, þ.e. heróínið.
Saga Viktors Arnar fjallar um
ósköp venjuleg ungmenni í
Reykjavík nútímans - ungmenni
frá venjulegum heimilum sem búa
einnig við aðstæður sem eru síst
verri en gengur og gerist. Hún fjall-
ar einnig um mennina á bak við
tjöldin sem telja að tilgangurinn
helgi meðalið þegar þeir afla sér
auðs og hika ekki við að stíga yfir
hvern sem er á leið sinni. Bókin
fjallar um það hvernig ungmennin
villast inn í hulduheim fíkniefn-
anna, meira af tilviljun en ásetn-
ingi, og hvernig fíkniefnin ná
tökum smátt og smátt.
DEIGÍ25
LAUFABRAUÐ
Bakarí
Fridriks Haraldssonar sf
Kársnesbraut 96, Kópavogi 9 413 01
Jólin nálgast!
Laufabrauðiö komið
Gerið pantanir sem fyrst
Vestmannaeyjar
Þjóðviljinn óskar eftir umboðsmanni í Vest-
mannaeyjum. Upplýsingar gefur Jóhanna
Njálsdóttir, sími 1177
Könnunarsaga
veraldar
Bókaklúbbur Arnar og Örlygs
hf. hefur nú gefið út bókina Könn-
unarsaga veraldar eftir breska rit-
höfundinn og ferðagarpinn Eric
Newby, en inngang bókarinnar rit-
ar Sir Vivian Fuchs. Þýðingu
bókarinnar annaðist Kjartan Jón-
asson sagnfræðinemi og blaðamað-
ur.
Könnunarsaga veraldar er mikið
ritverk. Bókin er tæpar 300
blaðsíður í stóru broti og er hún
prýdd fjölda mynda, bæði lit-
mynda, svart-hvítra mynda og
korta. Eric Newby er ferðaritstjóri
dagblaðsins Observer og hefur
einnig ritstýrt hinum þekkta „Time
Off“ bókaflokki og ritað fjölmarg-
ar bækur um sagnfræði og land-
könnun.
í Könnunarsögu veraldar er saga
frumherjanna í landaleit ítarlega
rakin og raunar fjallað um land-
könnun fram til okkar daga og
fyrstu skref mannsins í sókn sinni
til annarra hnatta.
I bókinni er greint frá ævintýrum
landkönnuðanna, mannraunum
þeirra og svaðilförum og ófyrir-
leitni og miskunnarleysi í sam-
skiptum við þá þjóðflokka er
byggðu löndin sem þeir komu til og
fjallað er ítarlega um þau menning-
arlegu og efnalegu umskipti er
urðu við fund ókunnra landa.
Sœnsk
verðlauna
skáldsaga
Almenna bókafélagið hcfur sent
frá sér Samúels bók eftir sænska
höfundinn Sven Delblanc. Þýðandi
hennar er Sigrún Astríður Eiríks-
dóttir.
Samúels bók hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1982.
Hún er kynnt þannig á bókarkáp-
unni
„Sven Delblanc fjallar hér um
sína eigin ætt, afa sinn og fjöl-
skyldu hans. Afinn er prentlærður
maður og dreymdi stóra drauma
sem allir tórtímdust í svartnætti fá-
tæktar og sænskri þröngsýni alda-
mótaáranna. En sagan fjallar einn-
ig um ástúð og samheldni fjöl-
VEROLAUNABÓH NORDURLANOARÁÐS 1982
SVEN DELBLANC
skyldu sem reynir að bjóða byrginn
þjáningum, fordómum og neyð.“