Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 17
Helgin 27.-28. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 o -g>- . Minning Einar Gíslason Vorsabæ, Skeiðum Ó, Drottinn, lát þú Ijóma þitt Ijós í hverri sál og hjörtun enduróma þitt unaðsríka mál, svo glöð og sœl við sjáum að svip þinn berum vér, í dag svo fundið fáum þinn frið á jörðu hér. (Jón í Garði). Nú er hann Einar vinur minn látinn. Ekki mun búsmalinn í Vorsabæ njóta gegninga hans framar. Einar Gíslason var fæddur í Dal- bæ Gaulverjahreppi 14. júní árið 1900. Ungur að árum varð hann að flytjast að heiman til að sjá sjálfum sér farborða eins og algengt var í þá daga. Gerðist hann vinnumaður að Fjalli á Skeiðum, en það er næsti bær við Vorsabæ. Þegar afi minn sálugi, Eiríkur Jónsson hóf búskap að Vorsabæ ár- lið 1916, réði hann Einar í vinnu- 'mennsku til sín árið eftir. Störfuðu þeir saman alla búskapartíð afa og ömmu. Mæddi þá umhirða búsins oft mikið á Einari í fjarveru afa, er hafði ærinn starfa við félags- og sveitarmálefni. Ber frá þeim tíma að þakka hollustu og tryggð Einars við Vorsabæjarheimilið. Tryggð hans var sem bjarg, er heimilið bjó að. Árið 1966 er Kristrún amma mín dó og Helga frænka tók við búi í Vorsabæ, varð Einar hennar stoð log stytta. Hjálpaði hann henni við búskapinn allt til dauðadags. Einar hef ég þekkt frá því er ég fyrst man eftir mér, en ég hefi dval- ist sumarlangt í Vorsabæ frá sjö ára aldri, innan um fénaðinn sem var í umsjá Einars, og voru kynni okkar Einars afar góð. Ætíð mun ég minnast með söknuði þeirra ára, sem ég átti með Einari við búskap- arstörf í Vorsabæ. Þó þessi ár hafi ekki verið mörg miðað við þau ár, sem Einar hafði lifað, voru þau mér mjög kær því þetta voru upp- vaxtar- og þroska ár mín. Miðlaði hann mér af þeirri reynslu sinni er hann hafði öðlast við áratuga bú- skap, þeirrar þekkingar, sem hann veitti mér mun ég minnast með þakklæti og ávallt hafa gagn af á ókomnum árum. Áhugamál okkar Einars við bú- skapinn voru þau sömu. Við höfðum báðir mestan áhuga á sauðfé og hestum. Þó Einar hafi ekki farið mikið á hestbak síðustu árin, hafði hann gaman af að hugsa um þá og horfa á góða hesta. Ekki fóru skoðanir okkar Einars alltaf saman er við ræddum um það sem við kom hestamennskunni, því mikið hefur breyst í sambandi við hestana, frá því hann var ungur. Þá var ekki alltaf verið að sportast um á hestunum. Þeir voru þá þarfasti þjónninn. Oft sagði Einar sögur af Grána sínum, mesta töltara sem hann eignaðist. Og vel ríðandi var hann á þeim bleiku, Hálegg og Háfeta. Fóru þeir margar fjallferðirnar Ef þér er kalt, getur þú sjálfum þér um kennt! STUrLOMGS ullar-nærfötin halda á þér hita. STIL-LONGS ullarnærfötin eru hlý oa þægileg. Sterk dökkblá á lit og fást á alla fjölskylduna. Ananaustum Sími 28855 saman. Yndi hafði hann af að smala á haustin og fór hann á fjail í áratugi. Fjallkóngur var hann í ár- araðir. Einar vakti áhuga minn á fjall- ferðum, sveipaði þær þeim ævin- týraljóma, sem mér finnst ætíð vera við það að eltast við kindur í óbyggðum íslands. Strax og ég hafði tækifæri til, fór ég á fjall til þess að fá að feta í fótspor Einars. Margar voru sögurnar, sem Ein- ar sagði af fjallferðum sínum, kuld- anum og vosbúðinni þegar tjöld fjallmannanna fuku ofan af þeim, eða þegar hann og Bjarni á Brúna- völlum þurftu að fara út í bylinn til að leita að fjallmönnum sem höfðu villst. Þá hefur Einar notið þeirrar hörku og þrákelkni er hann bjó yfir, því aldrei gafst hann upp fyrr en ákveðnu takmarki var náð. Sauðfé var hans líf og yndi og hugsaði hann að mestu leyti um kindurnar, þótt hann gegndi kún- um líka. Man ég það, að á vorin þegar kindurnar báru út um móa og við Einar fórum ríðandi til kinda. Ekki þurftum við að hafa fyrir því að rýna í númerin á horn- um kindanna, því allar þekkti Ein- ar þær með nafni. Einstaka sinnum þurftum við þó að athuga númerin, en þá var nær eingöngu um tvævetlur að ræða. Erfitt fannst Einari að sætta sig við það, þegar aldurinn færðist yfir, að geta ekki hlaupið á eftir kindunum út um móa og mýrar. Varð hann þá að notast við okkur sem yngri vor- um, en alltaf vildi hann vera með í eltingarleiknum. Snyrtimennska sat ávallt í fyrir- rúmi, gekk hann ætíð einstaklega vel um gripahúsin. Fóðurgangarnir voru alltaf vel sópaðir og hver tugga nýtt. Gaman var að sjá fal- legt handbragð hans í hlöðunni. Hver stallur var af ákveðinni stærð, stálið vel stungið. Var því snyrti- legt umhorfs í hlöðunum í Vorsa- bæ. Oft gáfum við Einar fénu saman og finnst mér núna Einar vanta þegar ég kem um helgar og gef á fjárhúsin. Ekki mun Einar oftar gefa með mér fénu. Hugsa ég þó, að hann fylgist með því sem er að gerast í Vorsabæ, þótt hann hafi kvatt okkur að sinni. Guð blessi minningu hans. Eiríkur Þórkelsson Myndlista- sýning á Hvolsvelli Sunnudaginn 14. nóvember var opnuð sýning 11 ungra rangæ- skra myndlistarmanna í Hér- aðsbókasafninu á Hvolsvelli. Þeir sem þarna sýna eru Anna María Grétarsdóttir, Ingigerður Magnúsdóttir, Erling Magnússon og Hans G. Magnússon frá Kir- kjulækjarkoti, Katrín og Þórhild- ur Jónsdætur frá Lambey, Guð- rún Jóhannsdóttir og Kalman Jó- hannsson frá Útgörðum, Dóra Kristín Halldórsdóttir á Snjall- steinshöfða, Kristrún Ágústs- dóttir Stóra-Moshvoli og Örn Guðnason á Hvolsvelli. Á sýningunni eru 30 mynd- verk; blýantsteikningar, olíu- og vatnslitamyndir, tauþrykk, tex- tilsamkiippur, leir- og gipslág- myndir. Sýningin mun opin á af- greiðslutímum safnsins á mánu- dögum og fimmtudögum frá 15- 19 og standa fram undir jól. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPITALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast viö handlækn- ingadeild til eins árs frá 15. janúar 1983 að telja. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 29. desember n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar handlækninga- deildar í síma 29000. YFIRSJÚKRAÞJÁLFARII óskast viö endur- hæfingardeild Landspítalans til starfa við lyf- lækningadeildir spítalans. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 5. janúar n.k. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endur- hæfingardeildar í síma 29000. FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast viö Geödeild Barnaspítala Hringsins viö Dalbraut frá 1. mars n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 5. janúar n.k. Upplýsingar veitir yfirfélagsráögjafi deildar- innar í síma 84611. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast viö öldrunarlækningadeild Landspítalans aö Há- túni 10B. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast nú þeg- ar á lyflækningadeild 4 (14G). SJÚKRALIÐAR óskast til starfa við lyflækn- ingadeild. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Landspítalans í síma 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast við Víf- ilsstaöaspítala frá 1. janúar n.k. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri spítalans í síma 42800. KLEPPSSPÍT ALI AÐSTOÐARHJÚKRUNARDEILDAR- STJÓRI óskast við deild XI. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. DEILDARRITARI óskast í fullt starf við geö- deild Landspítalans 33C. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri Kleppsspítalans í síma 38160. STARFSMAÐUR óskast í eldhús Klepps- spítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráöskona í síma 38160. KÓPAVOGSHÆLI ÞROSKAÞJÁLFAR óskast við ýmsar deildir Kópavogshælis sem fyrst eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar veitir forstöðumaður Kópavogs- hælis í síma 41500. RIKISSPÍTALAR Reykjavík, 28. nóvember 1982. Jólabasar og flóamarkaður verður haldinn að Hallveigarstöðum við Túngötu sunnudaginn 28. nóvember kl. 2. Allt ódýrt. Kvenfélag sósíalista

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.