Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS#
DIOÐVIUINN
SIÐUR
Helgin 4.-5.
desember 1982.
272. og 273.
tbi. - 47. árg.
Ásdís
Skúladóttir
skrifar
frá
Fœreyjum
Rœtt við
Karin
Kjölbro,
þingmann
Þjóðveldis-
flokksins
í Fœreyjum
en hún
hefur setið
ein kvenna
á þingi
s.l. fjögur ár
Fjölbreytt
lesefni
um
helgar
Verð kr.15
Samkvæmt
heimastjórnarlögunum frá
árinu 1948 eru Færeyjar
sjálfstætt ríki innan danska
konungsveldisins. Strangt til
tekið getur danska þingið
einhliða breytt eða afturkallað
þessi lög. Færeyjar hafa tvo
fulltrúa í danska þinginu.
Færeyingar hafa
ákvörðunarvald í ákveðnum
málum, svonefndum
sérmálum, og hefur þróunin
verið sú að æ fleiri mál hafa
fallið undir valdsvið þeirra.
Ýmsir mikilvægir málaflokkar
eru þó enn á valdi Dana svo sem
dómsmál, banka- og
peningamál, varnarmál og
utanríkismál.
Ríkisumboðsmaðurinn er
fulltrúi danska
konungsveldisins og situr hann í
Þórshöfn. Hann situr Lögþing
og hefur þar málfrelsi. í
Lögþingi sitja 32 þingmenn sem
síðan kjósa landsstjórn.
Gróft skilgreint eru hér fjórir
borgaralegir flokkar með 19
fulltrúa á þingi: Fólkaflokkur
(6), Sambandsflokkur (8),
Sjálfstæðisflokkur (3) og
Framburðsflokkur (2). Vinstri
flokkarnir eru tveir með 13
þingmenn: Þjóðveldisflokkur
(6) og Jafnaðarflokkur (7).
Einn af þingmönnum Þjóðveld-
isflokksins er Karin Kjolbro. Hún
hefur setið þing ein kvenna s.l.
fjögur ár.Karin starfar og sem fél-
agsráðgjafi í Þórshöfn.
„Ég starfa í afbrotamálum innan
félagsmálakerfisins. Verksvið mitt
spannar allar eyjarnar. Vinna mín
byggist á fyrirbyggjandi starfi og að
styðja þá áfram í lífinu, sem framið
hafa afbrot og tekið út refsivist.
Mest eru það karlmenn, sem eru
skjólstæðingar mínir, og ungir
Sjá næstu síðu
„Ég hef heyrt þá sögu frá íslandi, aft íslenskar
mæöur hafi sagt viö dætur sínar, aö þær
skyldu aldrei líta á karlmenn sem ekki væri
lýöveldissinni“.
„Þaö var gæfa íslendinga hversu illa þeir
voru staddir þegar þeir slitu sambandinu viö
Dani.
Þeir höföu engu aö tapa nema reisn sinni.“
„Bassinn hefur svo lengi verið tákn valds og
visku. Svo kemur allt í einu mjúk konurödd".