Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJóÐVILJlNPi. Helgin 4. - 5. desember 1982 „Grammið” færist í aukana Ný verslun og 5 nýjar plötur Á næstunni eru væntanlegar 5 nýjar plötur frá hljómplötuútgáf- unni Gramminu, sem nú hefur fært út kvíarnar og opnað nýja hljóm- plötuverslun að Hverfisgötu 50. Þar verður á boðstólum fjölbreyti- legt úrval af íslenskum og er- lendum hljómplötum. Grammið flytur þar að auki inn hljómplötur frá ýmsum hljómplötufyrirtækjum sem sérhæft hafa sig í útgáfu á ým- iss konar nýbylgjurokki og nútíma- djassi. Þá ætlar Grammið ennfrem- ur að skipuleggja tónleikahald fólks erlendis frá hér á landi. Grammið gefur út alls átta titla þetta árið: Klarinettkonsert/BIáa ljósið/Sýn eru verk eftir Áskel Másson á nýrri LP-plötu. Áskell tilheyrir yngri kynslóð íslenskra tónskálda. Hann fæddist árið 1953, stundaði nám í London um tveggja ára skeið hjá þeim Patrick Savill í tónsmíðum og James Blades í slagverksleik. Áskell hefur verið í broddi fylking- ar ungra íslenskra tónskálda sem hafa haslað sér völl að undanförnu og vakið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Klarinettukons- ertinn er fluttur af Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjóm Páls P. Pálssonar. Einleikari er Einar Jó- hannesson. Bláa Ijósið er flutt af Manuelu Wiesler (flauta), Jósef Magnússyni (flauta og alt-flauta), Roger Carlsson (slagverk) og Reyni Sigurðssyni (slagverk). Sýn er verk fyrir raddir og slagverk, flutt af Roger Carlsson (slagverk) og kvenröddum úr Kór Tónlistar- skólans í Reykjavík, einsöngvari er Ágústa Ágústsdóttir, en stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. Guð- mundur Emilsson kynnir höfund- inn á bakhlið plötuumslagsins, en í meðfylgjandi bæklingi fjallar Hjálmar H. Ragnarsson ýtarlega um hvert verk fyrir sig. Vel er vandað til þessarar útgáfu, og fái hún jákvæðar viðtökur verður reynt að gefa út fleiri verk eftir ung tónskáld á næstunni. Hljómsveitin Vonbrigði sendir nú frá sér sína fyrstu plötu. Þetta er 7 tommu plata með 4 lögum. Þau eru Sjálfsmorð, Eitthvað annað, Börnin mín og Skítseiði. Hljóm- sveitin Vonbrigði vakti fyrst veru- lega athygli er hún flutti titillag kvikmyndarinnar Rokk í Reykja- vík, O Reykjavík. Síðan hefur hljómsveitin verið í stöðugri fram- för og er nú ein efnilegasta ný- bylgjuhljómsveitin á íslandi. Kraftur og þéttleiki einkenna hlómsveitina framar öðru. Þessi bjartasta von í íslensku rokki veld- ur engum vonbrigðum. Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoði Ásatrúarmanna á ís- landi, er líka með sína fyrstu hljóm- plötu. Þetta er LP-plata sem hefur að geyma sýnishorn úr þremur Eddukvæðum við rímnalög Sveinbjarnar. Sveinbjöm syngur 40 af 67 erindum Völuspár, kafla úr Hávamálum og 14 af 37 erindum Sigurdrífumála. Sveinbjörn fædd- ist árið 1924 og er löngu landskunn- ur fyrir störf sín í þágu Ásatrúarfé- lagsins, kveðskap og rímnasöng. Mun mörgum þykja tími til kominn að færa þennan forna menningar- arf sem rímurnar eru nær nútímaf- ólki. Veglegur bæklingur fylgir plötunni þar sem alla kvæðatex- tana er að finna og auk þess ritar Sigurður A. Magnússon kynning- arpistil. Líf heitir ný sólóplata með Þor- steini Magnússyni. Þetta er 12 tommu 45 snún. plata og hefur Þor- steinn samið bæði tónlist og texta og sér auk þess um allan hljóðfæra- leik. Þorstein þarf vart að kynna fyrir rokkaðdáendum. Hann hefur um árabil verið í fylkingarbrjósti í íslenskri rokktónlist, þ.á. m. í hljómsveitinni Eik og er nú gítar- leikari hljómsveitarinnar Þeyr sem gerir það gott um þessar mundir. Eitt er víst að þessi plata á eftir að koma verulega á óvart og sýnir Þorsteinn þar á sér nýjar hliðar. Modern heitir kassetta með Pet- er Hamill og Graham Smith sem Grammið gefur út í samvinnu við Graham Smith. Söngvarinn og gít- arleikarinn Peter Hamill og fiðlar- inn Graham Smith léku árum saman í hljómsveitinni Van Der Graaf Generator sem ávann sér talsverðar vinsældir og virðingu. Þeir félagar, Hamill og Smith, tóku upp þráðinn að nýju árið 1979 og hér er 90 mín. upptaka frá tón- leikum í Roxy Theatre í Los Ange- les. Graham Smith hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit íslands síðustu ár og hefur gefið út tvær plötur með íslenskum lögum sem notið hafa feikilegra vinsælda. Nýlega kom út fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar Jonee Jonee, Svonatorrek. Þetta er LP-plata með 16 lögum eftir meðlimi hljóm- sveitarinnar með textum eftir ýmsa höfunda. Hljómsveitin hefur vakið athygii fyrir sérstæða hljóðfæra- skipan, fjölbreytilegar útsetningar og hnyttna texta, en þeir fjalla um aðskiljanlegustu fyrirbæri, allt frá innihaldslausum orðaleikjum til harðskeyttra árása á skólakerfið, og allt þar á milli. Platan hefur vak- ið verðskuldaða athygli, enda eru hér farnar ótroðnar slóðir. No Time to Think er 4 laga smá- skífa með Purrki Pillnikk. Hún var tekin upp í Englandi og hefur að geyma lögin Excuse Me, Surprise. Googooplex og For Viewing. Ó- þarfi er að kynna Purrk Pillnikk, en það er óhætt að segja að aldrei hafi þeir verið kraftmeiri en á þessari plötu. Eins og kunnugt er af frétt- um hefur hlómsveitin nú hætt störf- um, en óhætt er að fullyrða að aldrei hefur grafskrift verið rituð með jafn mikilli áfergju. Googooplex er tvær 12 tommu 45 snún. plötur með Purrki Pillnikk. Á henni eru 13 lög sem gefa góðan þverskurð af tónlist Purrksins á blómaskeiði hans. Þá annast Grammið dreifingu á tveimur nyjustu plötum hljóm- veitarinnar Þeys, Fourth Reich og As Above, sem verið hefur með öllu ófáanleg um nokkurn tíma. • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Vit megna ... Framhald af bls. 2 Hvert er viðhorf Færeyinga til NATO herstöðvarinnar hér? „Lögþingið hefur tvisvar sam- þykkt, með öllum greiddum at- kvæðum, að land okkar eigi að vera herlaust land. En utanríkis- mál okkar eru í höndum Dana svo hér verður engu um breytt. Fólk ræðir ekki mikið um þetta enda má segja að farið hafi verið aftan að okkur í þessu máli. „Kommagrýlan“ lifir og góðu lífi hér og á sér marga áhangendur. Við megum aldrei gleyma því, að svo lengi sem NATO herstöð er hér erum við samábyrg í öllum ógn- arverkum NATO hvar sem er í heiminum. Við eigum að fordæma allt hervald hvort svo sem það eru Rússar í Afganistan og Póllandi eða Bandaríkjamenn í E1 Salv- ador. Stundum finnst mér sem við ber- urn ekki nægjanlega virðingu fyrir okkur sem þjóð og skynjum ekki nóg að við eigum okkar rödd í heiminum sem aðrir. Við eigum að láta frá okkur heyra. Kannske er þetta afleiðing af margra alda lífi okkar undir erlendu valdi. Hugsaðu þér t.d. að á sjálfum þjóðhátíðardegi okkar setur forseti lögþings þingið með því að biðja þingmenn að rísa úr sætum og hrópa nífalt húrra fyrir hennar há- tign Danadrottningu og á eftir eru menn beðnir að hrópa þrefalt húrra fyrir okkar eigin landi, Fær- eyjum! Allir þingmenn, nema við þing- menn þjóðveldisflokksins og einn jafnaðarmaður standa upp og hrópa húrra fyrir drottningu Dana. Ég hef lagt fram tillögu um að þessi siður verði aflagður og móttökurn- ar voru hastarlegar. Áð hreyfa við þessu máli hér er jafn slæmt og ráðast á sjálfa trúna. Kannske er það að berja höfðinu við steininn að neita því að standa upp, en fyrir mér er þessi siður eitt tákn þess valds sem ég vil ekki lifa undir.“ Hvernig er að vera eina konan á þingi? „Ef satt skal segja þá var það erfitt fyrst. Ég hafði á tilfinninguni, að ekki væri tekið mark á orðum mín- um. „Bassinn“ hefur svo lengi ver- ið tákn valds og visku. Svo kemur allt í einu mjúk konurödd. En ég held þetta hafi algjörlega breyst og nú trúi ég þeir líti á mig sem sam- starfsmann og jafningja. Annars er það almennt erfitt fyrir konur að fara inn á svið sem karlmenn hafa áður einokað. Um þær heyrir maður sagt, að það eina sem þær þurfi sé að „sleppa i song vit einurn ordilgum mandfolki." Við eigum talsvert langt í land. Enn erurn við metnar eftir því hver tengsl okkar eru við karlmenn á ýmsum sviðum en ekki eftir því hverjar við erum sjálfar." Eru sérstök kvenfélög innan flokkanna? „Nei, það er ekki. En hér eru kon- ur einungis á listum upp á punt. Árið 1976 stuðlaði ég að því, að konur úr öllum flokkum hittust, jafnmargar frá hverjum flokki og fulltrúar flokksins á þingi. Ætlunin var að við ræddum helstu mál þingsins og athuguðum hvort okk- ar viðhorf væru þau sömu og við- horf flokksmanna okkar í þinginu. Niðurstöður áttu svo að sendast þinginu. Síðan hefur þetta verið gert á hverju ári. En því miður hef- ur þessi tilraun ekki þróast í þá átt sem ég ætlaði. Þessi þing okkar eru orðin að huggulegum kaffibolla- samkvæmum, því miður. Hér er ekki kvenlegt að ræða stjórnmál af alvöru. Ég held, að margar konur séu ekki hrifnar af því að kynsystur þeirra séu að „vasast“ í stjórnmál- um. Það er t.d mín tilfinning að mínir kjósendur séu karlmenn. En við eigum margar góðar konur.“ Og eitthvað að lokum? „Já, þótt ég hafi látið gamminn geisa um ýmislegt sem mér finnst miður fara þá vildi ég hvergi annars staðar eiga heima en í Færeyjum. Hér er gott að vera, hér er gott fólk. Ég er bjartsýn. Þetta kemur allt saman. ^S. ' Þú hefur J nú lítið inn á þing að gera, Jón minn, Kannt ekki einu sinni mann- k ganginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.