Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 „SYKURSÝKIN er ekki vandamál - bara leiðindi” vérður af og til að klípa sig í hand- legginn til að vera viss um að hann sé ekki að dreyma allt þetta. „Það er erfitt að trúa því sem hefur skeð í lífi mínu síðustu vik- urnar. Ég fer stundum alveg úr sambandi þegar ég horfi á félaga mína hjá Tottenham, svo sem Ricky Villa, Garth Crooks og Ste- ve Archibald, leika listir sínar“. Gary Mabbutt, sem varð 21 árs í ágúst, var spenntur og áhyggjufull- ur þegar hann fyrst kom til móts við félaga sína í enska landsliðinu fyrir leikinn við V-Þjóðverja. „Ég hefði ekki þurft þess. Fyrir- liðinn Ray Wilkins óskaði mér til hamingju með að hafa náð svona langt og hinir reyndari í liðinu tóku vel á móti okkur nýliðunum, mér, John Barnes, Luther Blissett og Mark Chamberlain. Enn var eins og mig væri að dreyma. Ég var kominn í hóp leik- manna sem ég hafði dýrkað í æsku, eins og Peter Shilton og Phil Thompson. Að hugsa sér að ég væri að takast á við það sama og Bobby Moore og Kevin Keegan. tveir uppáhaldsleiklmennirnir mínir, höfðu gert. Nú er það mitt að reyna að ná jafn langt og þeir. Fyrsta deildin er erfið. Það er deilt um knattspyrnuna sem leikin er þar, en að mínu viti er hún virki- lega góð. Hér fær maður meira pláss til að athafna sig á miðjunni en í 3. deildinni en þegar þú nálgast vítateig andstæðinganna horfir málið öðruvísi við. Keith Burkishaw framkvæmda- stjóri Tottenham keypti mig til að styrkja hópinn hjá aðalliðinu og ég reiknaði með að þurfa eina sex mánuði til að komast í byrjunar- liðið. Mér til undrunar og ánægju stillti hann mér þar upp strax á fyrsta leikdegi. Hjá Tottenham er breiddin mik- il. Það berjast tveir góðir leikmenn um hverja stöðu. Á móti Coventry vantaði Glenn Hoddle, Steve Perr- yman, Tony Galvin og Graham Roberts, en Gary Brooke, sem ekki qt fastamaður, skoraði þrennu í 4-0 sigri. Einhverjir hefðu ekki ráðið við slík forföll". Sykursýki Gary Mabbutt var vel þekkt innan knattspyrnuheimsins og af þeim sökum þurfti hann að ganga í gegnum óvenju nákvæma læknisskoðun áður en Tottenham keypti hann á 150.000 pund í júlí. Þessar skiljanlegu varúðarráð- stafanir eru nú aðhlátursefni fyrir aðdáendur Tottenham sem hafa fylgst með frábærri byrjun Mabb- utt hjá félaginu af mikiíli ánægju. „Ég held að ég sé úrskurðaður sem öryrki á opinberum plöggum", segir þetta undrabarn enskrar knattspyrnu, sem þarf að sprauta sig með insúlíni tvisvar á dag. „Syk- ursýkin er ekkert vandamál aðeins leiðindi. Ef einhver telur sig ekki geta leikið knattspyrnu vegna syk- ursýki þá bið ég hann að hafa samband við mig. Þetta er vel hægt ef þú ert nógu ákveöinn". Hið ljúfa líf Lundúna hefur farið illa með margan ungan knattspyrn- umann sem hefur leitað eftir frægð og frama í stórborginni. Gary Mabbutt er ekki einn þeirra. Næt- urklúbbarnir væru það síðasta til að freista hans. Hann hefur meiri áhuga á að skoða Tower of London, Buckinghamhöll og fleiri slíka staði. Ef Mabbutt heldur áfram á þeirri braut sem hann er nú kominn á gæti hann átt eftir að skoða hallir og turna víðs vegar um heim áður en ferli hans hjá Tottenham og enska landsliðinu lýkur. - VS. Mabbutt hlýðir á skipanir Bobby Robson, landsliðseinvalds. framkvæmdastjórar 1. deildarlið- anna fengu bréfið sem áður er vikið að, er hann orðinn leikmaður með enska landsliðinu. í vor leit ekki gæfulega út fyrir Gary Mabbutt. Hann vissi að hann hefði hæfileika til að ná lengra en að verða venjulegur 3. deildarleik- maður, en sá ekki fram á að úr rættist. Ekki flaug honum í hug hvað biði hans þegar hann tróð bréfunum tuttuguogtveimur í póst- kassann sinn í Bristol. „Ég fékk svör við tveimur þeirra", segir Gary Mabbutt. „Ron Saunders hjá Birminghan hringdi í mig daginn eftir og talsvert síðar hafði Bill Nicholson hjá Totten- ham samband við mig. Ég ræddi við Saunders og leist vel á það sem hann hafði fram að færa. Ég var reiðubúinn að fara til Birminghan en af því gat ekki orðið strax þar sem peningar voru ekki fyrir hendi hjá félaginu í augnablikinu. Það átti að fara að athuga þetta nánar þegar Tottenham kom inn í myndina". Það sem einkum hvatti Mabbutt til að fara til Tottenham voru æsku- draumar hans um að leika í 1. deild, taka þátt í Evrópukeppni og komast í enska landsliðið. Ótrúlegt en satt; allt þetta rættist á sjö vikum eftir að keppnistíma- bilið hófst í haust, Tottenham lék gegn Coleraine frá Norður-írlandi í Evrópukeppni bikarhafa og Mabbutt lék með enska landsliðinu á Wembley gegn Vestur- Þjóðverjum. Hin mikla fjölhæfni Mabbutt á knattspyrnuvellinum varð til þess að Bobby Robson einvaldur lands- liðsins, ákvað að setja hann í stöðu hægri bakvarðar gegn V- Þjóðverjum þegar Viv Anderson meiddist en Mabbutt var upphaf- lega valinn í landsliðshópinn sem miðvallarspilari. „Mér er sama hvar ég leik, eða hvenær", segir hinn áhugasami Tottenham-leikmaður. „Hjá Tott- enham hef ég leikið í báðum bak- varðastöðunum og öllum miðvall- arstöðunum, en ég á best heima sem miðjuleikmaður, vinstra eða hægra megin. Eg er virkilega ánægður með að ég skuli vera farinn að skora meira en áður. Mér tókst aðeins að skora 10 mörk allt síðasta keppnistímabil með Bristol Rovers en er kominn með sjö nú þegar. Fjögur mörk í 1. deild, eitt í Evrópukeppninni og tvö fyrir landsliðið undir 21. árs; þau hafa örugglega vegið þungt þegar Robson valdi mig í lands- liðið“. Hinn hógværi Gary Mabbutt Sjö vikum eftir aö Gary Mabbutt lék sinn fyrsta 1. deildarleik var hann kominn í enska landsliöið Einn efnilegasti knattspyrnu maöur Englendinga sprautar sig meö insúlíni tvisvar á dag ,,Ég heiti Gary Mabbutt. Eg er tvítugur. Ég hef leikið 131 deildaleik með Bristoi Rovers. Samningur minn við fé- lagið er útrunninn og mig langar tii að leika með 1. deildarliði. Hafið þið áhuga? Þannig hljóðaði bréf sem þessi tlngi og nánast óþekkti knattspyrn- umaður skrifaði öllum 22 1. deildarliðunum ensku sl. vor. Fáir könnuðust við pilt, hann hafði ein- ungis leikið í 2. og 3. deild með Bristol Rovers en þó vakið athygli fyrir tæpum tveimur árum þegar í ljós kom að hann var haldinn þeim hvimleiða sjúkdómi, sykursýki. Mabbutt missti ekki úr leik með Bristol Rovers þrátt fyrir sjúkdóm- inn og nú, fimm mánuðum eftir að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.