Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 Vinnustaðasýningar, litskyggnusafn, heimildasafn, myndlistarmannatal og bœkur um myndlist og myndlistarmenn Listaskáli aiþýðu við Grensásveg er viðurkenndur sem einhver besti sýn ingarsalur landsins. Hér er á listaverkum í eigu Listasafns alþýðu. Listasafn alþýöu hefur nú starfaö á 3.áratug og færist æ meiri þróttur í starfsemi þess. Þaö nýjasta er útgáfa ritraðar um íslenska myndlist og myndlistarmenn og eru tvær fyrstu bækurnar komnar út. Onnur er um Ragnar í Smára en safnið varð til vegna listaverkagjafar hans og hin er um Eirík Smith listmálara. Við tókum Þorstein Jónsson, forstöðumann safnsins, tali um daginn og spjölluðum við hann um listasafnið og nýjungar í starfi þess. Skyldan við vinnandi fólk - í hugum margra er safn að- eins sýningarsalur og geymsla. Hvert er þitt álit á hiutverki lista- safns? - Það er eðlismunur á safni og sýningarsal eða galleríi. Það síðar- nefnda er einungis miðað við sýn- ingu á myndlistarverkum en safn á hins vegar að vera virk stofnun sem stuðlar að rannsóknum á myndlist auk þess að standa fyrir fræðslu og kynningu á henni. Safn er vitanlega byggt upp af myndlistarverkum, sem gerir það að safni, en það fer svo eftir möguleikum hvers og eins hvernig það byggir upp aðstöðu til rannsókna og almennrar upplýs- ingar. Listasafn alþýðu hefur þá sérstöðu að það er eign verkalýðs- hreyfingarinnar og hefur þar af leiðandi skyldum að gegna við vinnandi fólk. Þeim hefur það m.a. gegnt með því að halda uppi listkynningu á vinnustöðum um allt land. Að jafnaði eru 10-15 mynd- listarsýningar frá Listasafni alþýðu á vinnustöðum. - Er óskað eftir þessum sýning- um eða eru þær til komnar að ykk- ar frumkvæði? - Við höfðum frumkvæðið í byrj- un en nú er orðin svo mikil aðsókn í þær að við höfum aðeins bolmagn til að sinna óskum sem okkur ber- ast frá v rkalýðsfélögum og vinnu- stöðum. - Geturðu nefnt mér dæmi um slíkar sýningar sem nú standa yfir? - Já, á Höfn í Hornafirði eru sýn- ingar á fjórum mismunandi vinnu- stöðum. Þá eru uppi sýningar í húsnæði Verkalýðsfélags Akra- Unnið er skipulega að þvf að gera litskyggnur af íslenskum myndlistar- verkum og eru gæði þeirra það mikil að hægt er að nota þær til litgreining- ar og fjölföldunar. Hér er Þorsteinn við spjaldskrána. ness, Rafiðnaðarsambandsins, Trésmiðafélags Reykjavíkur og Málm- og skipasmiðasambandsins. Ennfremur í húsakynnum Alþýðu- bankans við Laugaveg og Suður- landsbraut og í Þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut. Þá er nýbú- ið að taka niður sýningu í Félags- málastofnun alþýðu í Ölfusborgum en 5 nýjar sýningar verða settar upp á næstunni. - Eru einhverjir fyrirlestrar eða önnur listkynning í tengslum við þessar sýningar? - Það er ekki enn orðinn fastur þáttur í starfsemi safnsins en þó hafa litskyggnur verið sýndar í tengslum við slíkar sýningar. - Nú hefurðu nefnt vinnustaða- sýningar. Hver er starfsemi safns- ins að öðru leyti? Listasafn alþýðu hefur þá sérstöðu að það er eign verkalýðshreyf ingarinnar og hefur þ.a.l. skyldum að gegna við vinnandi fók Eitt af störfum forstöðumanns Listasafns alþýðu er að færa litskyggnurn- ar inn á spjaldaskrá og hér er hann að skrá allar upplýsingar með mynd eftir Kristján Davíðsson. Ljósm.: Atli. - Pað má segja að hún sé fjór- þætt. I fyrsta lagi eru sýningar og safnvinna í safninu sjálfu, í öðru lagi vinnustaðasýningarnar, í þriðja lagi litskyggnuútgáfa til skóla og almenns áhugafólks og í fjórða lagi bókaútgáfa. Litskyggnusafn og heimildasafn - Hvernig gengur safnvinnan sjálf fyrir sig? - Það eru nú rétt rúm tvö ár síðan safnið komst í eigin húsakynni og fyrst í stað fór eiginlega öll okkar atorka að koma okkur sæmilega fyrir með sýningarsalinn. Upp á síðkastið höfum við svo reynt að byggja þetta upp sem safn með hvers konar safnvinnu. Nú erum við t.d. að koma upp heimildasafni um íslenska myndlist og starfsemi íslenskra myndlistarmanna. Þetta gerist m.a. með skipulegri ljós- myndun og skráningu listaverka sem verður væntanlega stofn að lit- skyggnusafni um íslenska mynd- list. Það hefur þau gæði að hægt er að nota það til hvers konar lit- greiningarútgáfu og fjölföldunar. Listasafnið er þegar byrjað útgáfu á litskyggnum fyrir almenning og skólakerfið og eru komnar út tvær 36-mynda litskyggnuraðir ásamt textaheftum með skýringum. - Hvaða raðir eru þetta? - Önnur er um Gísla Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.