Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 stjórnmál á sunnudcgi Árni Bergmann skrifar I Æskulýður Það er margt sem Islendingar hafa ekki leitt hugann að neitt að ráði vegna þess, að þeir búa ekki við atvinnuieysi. Hér munum við til dæmis ekki finna í jafnríkum mæli og íýmsum grannlöndum ótta hinnar tiltölulega vel settu millikynslóðar við æskulýðinn. Við það unga fólk sem er að afla sér margskonar menntunar og þjálfunar í afkastamiklum menntakerfum, en hefur hverfandi litla möguleika á því að fá vinnu, sæmilegt húsnæði eða greiða námsskuldir sínar. Og menn spyrja hver annan: Er von á nýrri æskulýðsuppreisn, og er hún kannski byrjuð í húsatökum og uppþotum í Þýskalandi, á Bretlandi og á Ítalíu? Munu þeir sem nú koma fimm eða tíu árum „of seint“ á vinnumarkað og mæta kreppu, atvinnuleysi, niðurskurði, bregðast svo reiðir við, að öryggi og þægindi þeirra sem eru „búnir að koma sér fyrir“ séu í voða? Pólitískir flokkar Anker Jörgensen hafði á prjón- unum einhverskonar áform um atvinnu- og námstryggingu fyrir ungt fólk áður en hann varð að af- henda hinum borgaralegu stjórn- artaumana. Helmut Schmidt, sem einnig hefur orðið að afsala sér völdum í hendur íhaldsins, komst svo að orði ekki alls fyrir löngu, að það mál sem helst héldi fyrir sér vöku væri atvinnuleysi ungs fólks. Það er kannski engin tilviljun að þetta mál leggst einna þyngst á for- ingja sósíaldemókrata: Þeir hafa viljað telja sig málsvara hinna undirokuðu, en um leið telja þeir sig tilneydda að stjórna kerfi sem meðal annars mismunar fólki í ýmsum greinum. íhaldsstjórnir kveljast ekki af slíku samviskubiti neitt að ráði - og má í því sambandi minna á viðbrögð íhaldsstjórnar Margaret Thatcher við óeirðum - sem einmitt hafa orðið í borgar- hverfum þar sem atvinnuleysi ungs fólks er geigvænlegast. Slík stjórn kallar á meiri aga og lögreglu, skammar foreldra fyrir lélegt upp- eldi á börnum og lætur sem vand- inn sé ekki til - eða allur annar en hann í rauninni er. Ný hlið málsins Átök kynslóðanna, „feðra og sona“, eru ekki ný bóla. En þau hafa oftar en ekki verið persónuleg uppgjör, sem sjaldan brjótast út sem meiriháttar stríð tveggja and- stæðra íylkinga, eins og ýmsir menn búast við nú. Ekki svo að skilja, að kynslóðastríðið muni koma í staðinn fyrir stéttaátök. Þau munu sem fyrr verða það sem sterkastan svip setur á samfélög af kapítalískri gerð. En það kemur ekki í veg fyrir, að kynslóðastríðið geti orðið að minnsta kosti ein af þeim vígstöðvum sem barist er á í rækilega tæknivæddum samfé- lögum nútímans. Meðal annars vegna þess, að þróun seinni ára hefur læst helstu stéttir inni í á- kveðnu samstarfi um að öllu öðru mikilvægara sé að hjól fram- leiðslunnar snúist áfram - það eitt muni tryggja sæmileg lífskjör. Og þar eftir hefur áhuginn verið tak- markaður á einhverjum meirihátt- ar breytingum á þjóðfélaginu. Prjár kynslóðir Staða æskufólks hefur breyst frá því um 1970 í mörgum löndum. Fram að þeim tíma og lengur var hagvöxtur ör, ýmsar menntastofn- anir í örum vexti, og verkefni nóg á mörgum sviðum. Síðan hefst stöðnun og svo samdráttur þar sem erfiðar markaðsaðstæður í harðri samkeppni og svo sjálfvirkni og örtölvubylting vinna saman í eina átt: Það er ekki ráðið nýtt fólk. Kreppan kemur einnig niður á eld- ra fólki, en þess hlutskipti er ein- hvernveginn mildara í mörgum til- vikum. Eldra fólk er einatt dæmt af samfélaginu til knappra lífskjara - en þau eru sæmilega örugg , sæmi- lega tryggð allvíða. Unglingarnir eru aftur á móti dæmdir til lífskjara sem eru bæði knöpp og ótrygg - og þeim er vísað frá, útskúfað áður en þeir hafa fengið möguleika til að sýna hvað í þeim býr. Nú má segja sem svo, að jafnan sé í gangi togstreita þriggja kyn- slóða um peninga þeirra sem - þeg- ar á heildina er litið - er best settir: millikynslóðarinnar. Æskan spyr um námslán, námsbrautir og margt fleira, þeir gömlu um lífeyri. Með- an hagvöxtur er á sæmilegum hraða ýtir þjóðfélagið þessum mál- um á undan sér, með því að allir fá nokkrar kjarabætur. (Með sama hætti og rösklegur hagvöxtur hefur deyft stéttabaráttuna: Flestir hafa fengið einhverjar kjarabætur, enda þótt tekjuskiptingin í samfélaginu hafi kannski ekki breyst). En þegar að kreppir, þá fara þeir ríku að hneppa að sér, þeir sem best er settir- og ef spurt er um kynslóðir, þá eru flestir í millikynslóð. Og þeir hafa þá tilhneigingu til að vera heldur örlátari við þá eldri en við unga fólkið; blátt áfram vegna þess að ellin er náin framtíð þeirra sem miðaldra eru. utan gátta þeir eru margir orðnir hinir spök- ustu „á langri göngu sinni gegnum stofnanirnar", sem sumir þeirra vissu að biðu þeirra. En hvort sem menn spá hjöðnun vandans eða bylgju hermdarverka í stórborgum Evrópu, er svo mikið víst, að marg- ir stjórnmálaforingjar eru orðnir áhyggjufullir. Auknar þrengingar Á meðan þrengist jafnt og þétt að þeim yngstu. Hefðir og samn- ingar, sem verkalýðssamtök hafa gert, vinna í raun og veru gegn þeim. Mjög víða ríkir starfsaldur- reglan: Sá sem lengst hefur unnið, honum skal síðast sagt upp. Sama regla þýðir, að þeir yngstu hafa lægst kaup (þeir eru ekki komnir í starfsaldurshækkanir) - og þurfa síðan að bera mest útgjöld vegna húsnæðismála. Þeir þurfa að kaupa eða leigja, annaðhvort í nýjustu og þar með dýrustu húsunum, eða þá hjá fólki, sem sjálft slapp vel vegna þess að það tók sín lán með miklu. betri kjörum en nú fást. Það sem síðast var nefnt ættu íslendingar að þekkja sérstaklega vel. Þessi þróun hefur meðal annars flýtt fyrir Vexti hverskonar skóla og menntastofnana: Það hefur verið þegjandi samkomulag hjá þeim' sem eldri eru, að reyna að „geyma“ unglingana sem lengst í skóla - þeir gera þá ekkert annað verra á með- an, kannski, og þeir koma þá seinna út á vinnumarkaðinn. Ráðleysi eða ný vitund? Sem fyrr segir er ekki gott að spá hvernig þeir sem nú vaxa úr grasi bregðast við þessari stöðu. Margt af því sem fréttist af ungu fólki í stórborgum Evrópu ber vitni um ráðleysi og reiði fyrst og fremst: skólaleiði, skemmdarverk, eitur- lyfjaneysla, ofbeldisverk. Hér og þar þykjast menn verða varir við nýja strauma í stúdenta- og nema- samtökum. Danskur félags- fræðingur, Holger Lomholt, sem um þessi mál hefur fjallað, bendir á að skapast kunni svipuð staða í námsstofnunum ýmiskonar og við upphaf verkalýðshreyfingarinnar eftir 1870. Þá fjölgaði mjög verka- mönnum á stærri vinnustöðum, í stærri borgum, og þar varð til sú vitund sem skapaði samstöðu og liðstyrk til að hefja skipulagða verkalýðsbaráttu. Má vera, segir Lomholt, að svipuð vitundarbylt- ing sé að gerjast í hinum fjölmennu skólum iðnríkjanna. Það er ekki nema von, að spá- dómar um þessa hluti verði mjög í skötulíki. Margt er nýtt í stöðunni og gengur þvert á hefðbundnar hugmyndir vinstrimanna og hægri- sinna um stéttaátök og framvindu þeirra. Og gleymum því heldur ekki, að einstaklingarnir eru ekki ungir nema tiltekinn árafjölda: Byltingarmennirnir frá uppreisn æskunnar, sem gerð var rétt fyrir 1970 - í velferðarsveiflunni miðri - Vinstri og hœgri Þær kröggur sem æskufólk víða um lönd er í statt koma fram í flokkamynstrinu. Flokkar og samtök vinstrisósíalista eiga jafnan mjög stóran hluta fylgis síns meðal æskufólks - um það bil helmingur af atkvæðum Sósíalíska alþýðu- flokksins danska kemur frá fólki undir þrítugu, svo dæmi sé nefnt. Og það bendir reyndar margt til þess, að framvinda „kynslóða- stríðsins" muni að mjög verulegu leyti ráðast af því, hvernig vinstri- flokkum tekst að svara því - og þá einkum með trúverðugum aðgerðum í húsnæðis- og atvinnu- málum æskufólks. Gleymi menn því ekki heldur, að útskúfunartil- finning hjá æskufólki brýst ekki nærri alltaf út í vinstriróttækni. Framfaraflokkur lýðskrumarans Glistrups hefur tiltölulega miklu fleiri atkvæði æskumanna danskra en aðrir stórir flokkar þar í landi. Þetta minnir á þá hættu, að ef sósí- alistum ekki tekst að svara þeim brýnu spurningum sem ungt fólk hlýtur að bera upp, þá hafa þeir vísað ráðleysi þess og heift til ým- issa undarlegra lukkuriddara, lýð- skrumara, gott ef ekki „sterkra manna“ fasískrar ættar. -ÁB. Tímarir Máls og menningar komið út Út er komið fimmta hefti Tíma- rits Máls og menningar á þessu ári. Aðalefni þess eru greinar um skáldskap. Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar grein um kúbanska þjóðskáldið Nicolás Guillén, sem varð áttræður á þessu ári, og þýðir sex ljóð eftir hann. Nicolás Guillén hefur lengi verið meðal fremstu rit- höfunda Suður-Ameríku og ástsæl- asta skáld þjóðar sinnar. Hannes Pétursson fjallar um kvæði Gríms Thomsen um Sjöstjörnuna, Alcý- óne, miðju sköpunarverksins að ætlan Gríms. Halldór Guðmunds- son leggur í grein sinni út af ólíkri túlkun fræðimanna gegnum tíðina á skáldverki Goethes um Wilhelm Meister og ljóð fylgir eftir Goethe í þýðingu ónefnds þýðanda. Ólafur Jónsson gerir grein fyrir lögreglu- sögum, einkum Sögu um glæp eftir þau Sjöwall og Wahlöö, í greininni Eins og á vígvelli. Mörgum hefur leikið forvitni á að lesa erindin sem flutt voru á þingi gagnrýnenda og listamanna í haust. Hér birtast tvö þeirra, erindi Guðbergs Bergssonar um bók- menntagagnrýni og Aðalsteins Ing- ólfssonar um myndlistargagnrýni. Smásaga er eftir Olaf Hauk Sím- onarson, og auk Nicolás Guillén og Goethe eiga þar ljóð Steinunn Sig- urðardóttir, Einar Ólafsson, Jón frá Pálmholti, Artur Lundkvist og Maria Wine. Ljóð hinna síðast- nefndu eru í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar. • Blikkiðjan Ásgarði 1, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.