Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 16
% t l \ t f i i t f f r í i t i i Islensk öndveg 5V^VA JAKOBSDÓTTIR ■ ■ ■ <jjúrin Svava SvaVdísdcttií Exgar þú ert el<l<i Viðburður á sviði sagnagerðar Fallegt kver og minnisverður mannlegur vitnisburður ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI, Ijóðabók Guð- rúnar Svövu Svavarsdóttur, fjallar um skilnað hennar og eiginmanns hennar eft- ir sextán ára hjónahand. Þetta eru ein- lœg 'og látlaus Ijóð sem verða býsna áhrifarík í einfaldleika sínum. í þessari litlu bók eru myndir eftir höfundinn, afar vel ög smekkvíslega gerðar, en Guðrún Svava er kunnur myndlistarmaður. ÞEG- AR ÞÚ ERT EKKI, fallegt kver og minnis- verður mannlegur vitnisburður.' GEFIÐ HVORT ÖÐRU... er bók- menntaviðburður ársins á sviði sagna- gerðar. Bókin hefur að geyma níu smá- sögur eftir Svövu Jakobsdóttur, flestar áður óbirtar. Enn á ný sýnir hún hvert vald hún hefur á hinu viðkvcema smá- sagnaformi. Sögurnar íþessari bók rriiðla flestar reynslu og skynjun kvenna. Allar eru þcer sagðar af mikilli kunnáttu og yfir þeim sá heiði og svali blcer sem les- endur Svövuþekkja svo vel. Hún er meist- ari íþeirri list að rjúfa skilvegg raunveru og fjarstœðu: til vitnis um það er fyrsta saga bókarinnar sem hún dregur nafn af. Aðrar eru með hreinu raunsceismóti, en jafnan er þó veruleikinn stílfcerður að mörkum fáránleikans. Hér má sjá hvemig höfundurinn afhjúpar tómleika hversdagstilveru okkar, stundum líkt og með snöggu hnífsbragði. GEFIÐ HVORT ÖÐRU... er bók hinna vandlátu bók- menntalesara. i l Ferskur og lifandi skáldskapur LJÓÐ VEGA GERÐ er þriðja Ijóðabók Sigurðar Pálssonar, einsfremsta Ijóðskálds semfram hefur komið í seinni tíð. Fersk- ur og lifandi skáldskapur, fjölbreytt yrkisefni og skírskotanir margvíslegar, hvort sem ort er um sveit eða heimsborg, alltaf vakir hugsun skáldsins um tíma og rými og ferðalag í margs konar skilningi. Tungumálið er krafið sagna um sjálft sig og okkur hin og vegferð okkar á Ijóðvegum. Spjótalög á spegil Kjörbók vandlátra ljóðaunnenda SPJÓTALÖG Á SPEGIL, ný Ijóðabók Þorsteins frá Hamri, er enn einn vottur þess hversu djúpum rótum skáldskapur hans stendur. Málfar Þorsteins, auðugt, hnitmiðað og blcebrigðaríkt, scekir styrk sinn ígamlar menntir sem skáldinu tekst til ce meiri fullnustu að hagnýta í eigin þágu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.