Þjóðviljinn - 04.12.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 Ásdís Skúladóttir ræðir við Karin. Konsum úr hreinu súkkulaði! Konsum suðusúkkulaðið er framleitt úr hreinu súkkulaði eins og allar súkkulaði-vörur frá Nóa og Síríus. Þess vegna er það svona gott. Konsum suðusúkkulaðið, orðið segir það og bragðiaukarnir finna það. JMlQlU o a drengir sem eru að byrja afbrotaf- eril, ef svo má segja. Mál þeirra fæ ég í hendur áður en það fer í dóm og starfa síðan með þeim sem dóm- inn fella. Oft hafa foreldrar ung- linga líka samband við mig þegar þeim finnst hegðan barna sinna ekki sem skyldi. Nánast öll afbrot eru framin í tenglsum við vín- neyslu. Menn stela víni; stela pen- ingum til að kaupa vín á svörtum markaði, einkum þó þeir ungu. Áfengislöggjöf okkar skapar óeðli- lega löngun í vín. Ég álít að henni þurfi að breyta. Ástandið getur vart orðið verra en það er. Við hér segjum, að Kaupmannahöfn sé „stærsta borg“ Færeyja. Hví skyldu Færeyingar í Færeyjum ekki geta lifað við frjálsa vínlöggjöf eins og Færeyingar í Kaupmannahöfn?" Er mikið um stærri albrot hér í Færeyjum? „Nei, sem betur fer ekki. Hér býr gott fólk og fremur friðsamlegt. Ofbeldisverk eru fremur fátíð. Sem dæmi má nefna að á s.l. 20 árum hafa 3 morð verið framin og til að finna fleiri dæmi um morð verðum við að leita í söguna og það langt aftur.“ Hafið þið ykkar eigin fangelsi? menn „niður“. Við verðum að eignast hér komi „fangelsismál okkar eru... „Fangelsismál okkar eru eitt dæmi þess hversu háð við erum veldi Dana. Við eigum eitt fangelsi með 6 plássum. Þau er nýtt fyrir dóma, sem hljóða upp á refsivist allt að þremur mánuðum. Pað eru mest dómar vegna umferðarlaga- brota. Ef um lengri dóma er að ræða eru menn sendir „niður“ til Kaupmannahafnar til afplánunar. Það má með sanni segja, að það sé dómur á dóm ofan að senda menn „niður." Við verðum að eignast okkar eigin fangelsi. Til skamms tíma höfum við t.d. sent geðsjúkt og vangefið fólk á stofnanir í Dan- mörku. Pað var mörgu foreldri sárt að senda t.d. vangefið barn sitt „niður“ og kveðja það á þann veg nánast að fullu. Enn losum við okkur við ýmis vandamál með því að senda fólk af landi brott eða fólk neyðist hreinlega til þess að fara. Pessi staðreynd er endurspeglun af neikvæðum áhrifum þess, að við erum undir veldi Dana. T.d. má segja áð það sé eina lausn frá- skildra kvenna að fara „niður“. f fyrsta lagi fá þær nánast enga aðstoð hér og í öðru lagi eru þær hart dæmdar af umhverfinu fyrir að hafa ekki tekist að láta hjónaband- ið vara. Hér skilur fólk ekki hvað svo sem á gengur og vegna féíags- legra viðhorfa og efnahagslegra aðstæðna er það eiginkonan sem mest Iíður. Hér er mikill tvískinn- ungur í viðhorfum manna. Svo virðist sem margir vilji hvorki sjá né heyra staðreyndir um mein- semdir í þjóðlífinu, hvað þá að tak- ast á við þær. Við viðurkennum t.d. ekki í verki að hér sé atvinnu- leysi þó allir viti að það er til staðar. Stærsti atvinnulausi hópurinn er ungt ófaglært fólk á aldrinum 16-20 „Vit megna bert vit vilja“ ríkt land og hafið um kring er fullt af „gulli.“ Pegar ég var lítil stúlka í Klakksvík töluðu allir, sem ein- hverja virðingu báru fyrir sjálfum sér um þorsk og aftur þorsk. Nú er eins og þorskurinn, fiskurinn, auð- legð okkar eigi ekki virðingu fólks lengur. Það er sárgrætilegt til þess að hugsa að að sumu leyti erum við sem blóðsugur á Dönum. Það byrj- aði allt eftir að heimastjórnar- löggjöfin gekk í gildi. Sjáðu bara muninn á lífskjörum hér og í Dan- mörku. Ég hef sjálf búið þar og þekki muninn. Þar eru t.d. miklu hærri skattar. Við hér borgum til- tölulega litla skatta. Hér er enginn eignaskattur né fasteignagjöld. Þú getur átt eins mikið og þú vilt. Við verðum að gera sömu kröfur til okkar og aðrar þjóðir, ef við eigum að lifa með reisn. Hver borgar svo brúsann? Peningana fáum við frá verkalýðnum og millistéttinni í Danmörku og hér heima. Hinir ríku sjá nokk um sig í gegnum vald- akerfið, sem þeir sjálfir hafa skapað og stjórna síðan.“ Ertu með þessu að segja, að Fær- eyingar kjósi að vera undir veldi Dana vegna þess að þeir telji sig græða á því? „Það er einmitt það sem ég „Allir þingmenn, nema við þingmenn Þjóðveldisflokksins og einn jafnað- armaður standa upp, þegar iögþingið er sett, og hrópa húrra fyrir drottn- ingu Dana. Eg hef lagt fram tillögu um að þessi siður verði aflagður og móttökurnar voru hastarlegar“, segir Karin Kjolbro. Myndin er tekin fyrir framan þinghúsið á Ólafsvöku, setningardag þingsins. Ljósm.: GFr. ára. Hér eru engir atvinnuleysis- sjóðir. Að vísu er hægt að fá stuðning í gegnum félagsmálakerfið við 18 ára aldur. En það er svo lítið að ég ætti ekki að geta þess. Við viður- kennum ekki en vitum að þess eru mörg dæmi að fólki sé sagt upp vinnu, ef það kvartar undan t.d. aðstæðum á vinnustað og lágu kaupi. Við viðurkennum ekki en vitum að konur fara „niður“ til Kaupmannahafnar og fá fóstur- eyðingu þar - ef þær eiga peninga eða góða að,- Við segjum bara að hér séu ekki frjálsar fóstur- eyðingar!“ Ert þú þeirrar skoðunar að þið eigið að slíta sambandinu við Dani? „Já, það er ég svo sannarlega og ég segi „strax í dag.“ Við getum lifað sem frjáls þjóð, ef við bara viljum það. Við eigum gott land, meina. Menn eru hræddir við að missa spón úr aski sínum. Ég hef sundum sagt, að það hafi verið gæfa íslendinga hversu illa staddir þeir voru þegar þeir slitu sambandi sínu við Dani. Þeir höfðu engu að tapa néma reisn sinni. Ég er tilbúin að leggja hart að mér, ef þörf krefur, og það gera margir aðrir. Ég hef heyrt þá sögu frá íslandi, að íslenskar mæður hafi á sínum tíma sagt við dætur sínar, að þær skyldu aldrei líta á karlmann sem ekki væri lýðveldissinni. Dæturnar hafi hlýtt og því sé ísland frjálst í dag. Þetta er kannski leið í okkar baráttu. Hins vegar eru allir flokk- ar á þeirri skoðun hér, nema Fólka- flokkurinn, að við skulum undan veldi Dana. Menn greinir hins veg- ar á um hvenær og hvernig." Framhald á 14. siöu ,vO

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.