Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 bókmenntrir Menn eiga aö elska móður sína Vegurinn heim Höfundur: Olga Guðrún Árnadóttir Útgefandi: Mál og menning. Vegurinn heim er hefðbundin skáldsaga. Þetta er þroskasaga stelpu sem þroskast frá því að finn- ast hún vera í samræmi við um- hverfið og að því að jafnvel dýrustu gildi eru ranghverf og neikvæð. Ég ætla ekki að vera að pukrast með það að þetta er þrælgóð saga. Söguefnið skiptir tvímælalaust miklu máli fyrir mjög stóran hóp manna; þær persónur sem mestu máli skipta eru vel gerðar; frásögn- in er spennandi (að minnsta kosti lét hún mig ekki í friði fyrr en að lestri loknum) og boðskapur verks- ins er fullur af þrótti og tilfinninga- hita. Sagan gerist á rústum kjarnafjöl- skyldu. Læknishjón skilja, pabb- inn giftist aftur, býr í Reykjavík og hefur strákinn Eyvind hjá sér; mamman tekur saman við enskan bísnismann, sest að í London og hefur með sér stelpuna sem er aðalpersóna þessarar sögu og heitir því táknræna nafni Hulda. Þessar tvær kjarnafjölskyldur sem pabb- inn og mamman mynda eftir skiln- aðinn, skapa síðan þá togstreitu í lífi stelpunnar Huldu, sem sagan fjallar um. Foreldrunum lendir saman útaf barninu. Átökin harðna og inní þau dragast lög- fræðingar, barnaverndarnefnd og peningamenn sem auðvitað fá sínu framgengt. En til hvers eru átökin? Fyrir hverju er barist? Módirin hefur fært hlýrana niður af öxlunum og bundið þá aftur fyrir bak. Hún er kaffibrún á hörund, leggjalöng og mittisgrönn, maginn stinnur og rennisléttur einsog á úngri stúlku. Samt er hún þrjátíu og fjögurra ára gömul og hefur alið þrjú börn. Við hliðina á sólstólnum stendur lítið borð, og á því er búnki af tíma- ritum, sígarettupakki, öskubakki, gullhúðaður kveikjari og glas með ískældri vínblöndu. f grasinu liggur ferðaútvarpstæki og glymur af diskótónlist. Hún fettir og brettir tærnar eftir hljóðfallinu, fær sér við og við sopa af víninu og víkur nokkrum orðum að litlu stúlkunni í leikgrindinni. (8) Þegar móðirin þarf svo að fara út úr þessari vikuritsmynd til þess að svara í símann, þá tekur húshjálpin Theresa að sjálfsögðu við barninu. Þetta er hins vegar ekki nema ytra byrðið í lífi þessarar konu. Eigin- maðurinn vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Kröfur hans eiga alltaf algjöran forgang og hún beygir sig fyrir þeim, enda yrði sjálfsagt stutt í lúxusnum ef hún gerði það ekki. Hún hefur fórnað óf miklu fyrir þessi lífsgæði til að hún geti kastað trúnni á þau. Kröfur eiginmannsins hafa aðal- lega tvenns konar afleiðingar sem verða mikilvægar í sögunni. Það ýt- ir dóttur hennar til hliðar að hún skuli alltaf þurfa að vera til taks og síðan nær hún sér að sjálfsögðu niðri á eiginmannium með öðrum hætti og ómældum átökum. Þau á- tök koma harkalega niður á hálf- stálpaðri dóttur hennar sem jafn- framt er eini tengiliður hennar við þjóð sína og fyrri veruleika. Hulda segir um það útí frá hvernig: .. .rifrildi mömmu hennar og Jóseps urðu tíðari og hún sjálf lenti í hlut- verki milligöngumanns, því hún varð fljótlega betur talandi á ensku en mamma og var látin túlka á milli þeirra Jósa þegar mikið gekk á. Stundum svaf mamma inni hjá henni eftir að þeim Jósa hafði lent saman, og þá grét hún framundir morgun og talaði um að fara heim til íslands með næstu vél. (138) Einhver kynni að segja að ein- ungis vond kona legði svona lagað á dóttur sína en það þykir mér grunnfærið. Þessi kona hefur greinilega sótt það fast að vinna sér sess í „draumaveröld konunnar"; svo fast að fyrir það lætur hún af hendi stóran part af sjálfstæði sínu og mannréttindum. Það getur ekki skilað sér til hennar aftur öðru vísi en þannig að hún missi tök á að- stæðum sínum. Um leið verður hún ófær um að standa undir sjálfri sér og illþolandi byrði fyrir Huldu. Mér þykir það skemmtilega raun- sætt hjá Olgu Guðrúnu að sýna á þennan hátt hvernig kúgun þessar- ar konu gerir hana að bölvaldi í lífi dóttur sinnar. Faðirinn Af Þorsteini, föður Huldu, er færra að segja. Rétt eins og móðir- in snýr hann rassinum í kvenna- bókmenntir síðustu ára. Þetta er góðlyndur lækniskurfur sem á yfir- borðinu virðist öðlingsmaður. Hann er dóttur sinni afar góður í öllum smærri málum en sé litið á átök bókarinnar í heild held ég að flestir lesendur hljóti að efast um einlægnina. Gagnvart dótturinni setur móðirin sig í stellingar písl- arvottsins en faðirinn leikur hlut- verk hins mikla reddara. Hann lætur það stöðugt í veðri vaka að þátttaka hans í slagnum sé ein- göngu Huldu vegna og hún trúir því. Þess er líka vandlega gætt á meðan hún er gestur á heimiíi föður síns að halda öllum átökum utan við hennar sjónarhorn. Sagan fylgir Huldu mjög stíft eftir og les- endur fá ekki heldur að sjá neikvæðu hliðarnar á þeim Þor- steini og Maríu, nýju konunni. Það Olga Guðrún Árnadóttir finnst mér galli. Eg held að hægt hefði verið að nota þverbresti þeirra til að setja sögu stelpunnar í víðara samhengi. Þetta hefði til dæmis mátt gera með því að taka góðmennsku Þorsteins og Maríu svolítið íronískum tökum. Hulda Það er eins og enginn í sögunni viti almennilega að Hulda er mann- Kristján J. Jónsson skrifar eskja með tilfinningalíf og hugsun. Huldu finnst að vísu að pabbi hennar og María viti það og sagan lætur um margt í það skína að svo sé en eins og áður er að vikið held ég að þáttur pabbans í átökunum hljóti að vekja efa hjá fleiri lesend- um en mér. Alla vega verður því ekki móti mælt að Hulda lendir milli steins og sleggju. Það er hún sem tapar í átökum foreldranna. Það er óhætt að fullyrða að það er ekki mannvonska sem bitnar á Huldu en hvað er það þá? Mér virðist bókin túlka átök af þessu tagi þannig að þegar samræmið og eindrægnin eru búin að vera í lækn- isfjölskyldunni, kemur upp knýj- andi þörf fyrir sökudólg, ekki bara einhvern til að kenna um skiln- aðinn heldur einhvern sem tekur að sér að vera til vandræða og skapa þannig hagstæðan saman- burð fyrir hina. Eins og menn vita þá telst það viðeigandi að menn haldi hjónaböndum sínum saman.' í þessu tilfelli er það móðirin sem fer, bregst skyldum sínum sam- kvæmt hefðbundnum skilningi. Þetta vekur hjá henni ótta um að með uppátækinu glati hún ást barnsins síns. Viðbrögð hennar við þessum ótta eru harla hefðbundin. Hún reynir ekki að bæta Huldu upp skilnaðinn með því að vera henni betri en áður, heldur reynir hún að koma í veg fyrir að stelpan myndi tilfinningatengsl sem gætu orðið sterkari en þau sem eru milli þeirra tveggja. Með því móti þarf hún ekki að vera kröfuhörð við sjálfa sig en getur kannski samt haldi forsæti móðurinnar í huga barnsins. Þessi aðferð skilar sér þannig til Huldu að ef hún elskar pabba sinn þá er hún að svíkja mömmu sína. Pabbinn er hins vegar klókur og heldur fast í ást dóttur sinnar og virðist ekki setja sig í hennar spor. Leið Huldu getur ekki orðið nema ein. Hún hverfur inn í sjálfa sig. Pabbi og mamma hafa fundið nýja tilfinningalega stöðu í píslarvætt- inu. Hulda hefur hins vegar alveg misst tökin á sínum aðstæðum. Hún elskar pabba sinn og velur hann en samfélagið leyfir henni ekki að bera þær tilfinningar í brjósti. Menn eiga að elska móður sína. P.S. í fyrri helmingi sögunnar þykir mér málfarið svolítið stirð- busalegt, - gott ef það minnir ekki á Laxness. Bókarkápuskáld Máls og menningar hefur hins vegar staðið sig óvenju vel í þetta skiptið. Textinn á bókarkápunni er smekk- legur og laus við allt skrum. Kristján Jóh. Jónsson Réttur móður yfir barni sínu er eitt af áleitnustu viðfangsefnum þessarar bókar. Móðir Huldu er falleg kona, greinilega dálítið taugaveikluð og háð daumnum um prinsinn sem kemur á hvíta hestin- um og gerir gott úr öllu. Þessi kona leikur heldur ófagurt hlutverk í bókinni en engu að síður er hún skiljanleg og langt frá því að vera bara ein af þessum vondu konum sem svo margir hafa skrifað um. Hún er kynnt til sögunnar þegar hún er komin í þá stöðu sem í viku- ritum yrði trúlega kölluð drauma- veröld allra kvenna eða eitthvað í þeim dúr: ...telpan beinir athygli sinni að leikfángahrúgunni í grindinni, og móðirin gengur aftur að sólstólnum sínum og leggst niður með andlitið uppí loft. Hún er í hvítu bikini og Hélublóm Erlu Hélublóm, fyrsta Ijóðabók Erlu, hefur verið endurútgefin, en bókin kom fyrst út árið 1937. Erla er skáldanafn Guðfinnu Þorsteinsdóttur. Hún var af austfirskum bændaættum og í ætt við góðskáld, m.a. Pál Ólafsson. Ævi og kjör Erlu voru svipuð og margra annarra húsmæðra á ís- lenskum sveitaheimilum - ef ekki erfiðari en gengur og gerist því hún *var níu barna móðir og átti við langvarandi vanheilsu að stríða. En hún fékkst engu að síður mikið við skáldskap og varð snemma landskunn fyrir þulur sínar og fer- skeytlur. Hélublóm voru fyrsta ljóðabók hennar og hlutu góðar viðtökur hjá lærðum sem leikum. Þar er ljóðað um náttúruna og sam- ferðamenn, um konuna sem stend- ur við hlið himna og fær inngöngu í Látbragð Auður Haralds. Hlustið þér á Mozart? Iðunn 1982. Þetta „ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn“ gerist á einum degi í lífi Lovísu, konunnar hans Þorsteins heildsala. Sagan er heldur betur ólík degi í lífi Leopolds Blooms eða skyldum bókum: það er mjög þröngur geiri sem verið er að skoða - Lovísa situr innan dyra, bíður eftir bónda sín- krafti mikillar ástar, sem braut guðs og manna lög. Er það einna frægast kvæða Erlu ásamt kvæði urn fórnfúsa ást Steinunnar í Vík. um og gesti hans í mat og drepur tímann með reyfaralestri og „meðvituðu" hjali við móður sína framliðna. Enn síður er þetta reynslusaga í ætt við dag í lífi ívans Denisovítsj: þetta eru velferðar- bókmenntir, byrðar þær sem per- sónurnar bera eru bundnar saman úr ofáti og iðjuleysi. Lovísa er þungt haldin af yfirþyrmandi skorti á vandamál- um. Hún er stödd í vitlausu ævin- týri - hún er ekki prinsessan sem kyssti frosk og hann breyttist í prins. Froskurinn hennar, hann Þorsteinn, var prins þegar hún fann hann og giftist honum. Því er nú ver og miður. Hún kvartar sáran yfir því að draumarnir hafi verið teknir af henni fyrirfram: „Allt sem mér datt í hug að langa í færði hann mér samstundis. Hann gerði allt fyrir mig, eins og prinsar eiga að gera. Ég var bara eins og stórt gat í jörðina sem öllu var ausið í og aldrei varð fullt. Og mig langaði að vera tré“. Hvernig vilja menn nú skilja þetta? Kannski sem einhverskonar útúrsnúning á kvennabók- menntum sem lýsa þeim konum sem illa er farið með? Útmálun á þeim flækjum í „mannlegu eðli“ sem andvarpar með Tómasi Guðmundssyni: „ svo lítil eru tak- mörk þess sem tíminn leggur á oss, hann tekur jafnvel sárustu þjáning- una frá oss“? Eða er blátt áfram verið að skjóta á hjónabandið eina ferðina enn, það er jafn ömurlegt við „góðar“ aðstæður og afleitar? Sá sem vill „vera tré“ verður að sjá um það sjálfur. hlátursins Árni Bergmann skrifar Allar þessar túlkanir geta staðist ef menn vilja leggja í þær nokkra vinnu. Hitt er svo jafnvíst, að það er opinn kostur lesenda að láta al- vörumálin lönd og leið og skoða þennan texta sem gamanmál fyrst og fremst, ýkjufullan leik að á- kveðnum uppákomum sem vissu- lega finna sér stað í samtímanum - hvort sem væri í hlálegum íslands- reisum til Spánar, stríðinu mikla um hitaeiningarnar eða dularfull- um ástarsögum. f Morgunblaðinu var ritdómari að kvarta yfir því á dögunum, að íslenskir rithöfundar væru á kafi í hrútleiðinlegum vandamálum skandinavískrar ættar og þyrðu varla eða gætu brosað þótt ekki væri nema út í annað munnvikið. Þetta er ein af þessum sjálfvirku alhæfingum sem ganga fyrir for- dómum og hver étur eftir öðrum í fjölmiðlum. Sannleikurinn er sá, að það er hægur vandi að telja upp drjúgan hóp af íslenskum rithöf- undum, góðumogvondumog slark- færum, sem eru einmitt mjög uppteknir við það að vera glettnir, spaugsamir og sprækir. Og Auður Haraldsdóttir er vissulega í þessum hópi. Freistingar fyndninnnar eru mörgum öðrum freistingum skárri, en að sjálfsögðu skapa þær af sjálf- um sér hvorki góðar bækur né vondar. Spyrjum að leikslokum. Eða eins og Hans Scherfig komst einu sinni að orði: Þegar til lengdar lætur getur hvorki fyllirí né bind- indi haldið listamanni á floti í lífsins ólgusjó. Auður Haraldsdóttir gengur í gamansama skólann og árangur hennar er upp og ofan. Það má segja þessari fyrstu skáldsögu hennar til málsbóta, að hún er ekki eins þvinguð og ekki eins bruðlun- arsöm og ýmislegt annað sem hún hefur skrifað. Textinn verður ein- att líflegur, hæfileiki til skopstæl- ingar kemur ótvírætt fram til dæmis í reyfaranum sem Lovísa les, og Auður á nógu fjörlegt hugmynda- flug til að rjúfa öðru hvoru það of- ríki hlátursbragða sem gerir sitt til að draga texta af þessu tagi niður. Því alloft lendir Auður í þeirri gryfju að ofnota ákveðnar hug- myndir, tilefni til ærsla, þaulnýta þær, reyna að pressa úr þeim safa sem er þar ekki lengur að finna. Til dæmis mætti nefna ýmislegt úr frá- sögninni af Spánarferð Lovísu með tengdaforeldrunum. Og þá verður stíllinn herptur af ótta við að missa af einhverjum brandaramögu- leikum. Ráðandi verður „látbragð hlátursins“ sem þokar út í horn þeirri gamansemi sem sýnist á- reynslulítil og sprettur af hógværð höfundarins og hæfileika til að virða heiminn fyrir sér og sjá að hann er spaugilegur, þegar að er gáð. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.