Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 15
íslenskar skopsögur Bókaútgáfan VAKA hefur sent frá sér bókina Krydd í tilveruna - íslenskar skopsögur og annað spé. Axel Ammendrup og Olafur Ragn- arsson söfnuðu sögunum og höfðu umsjón með útgáfu. Sérstakan bókarauka með kímnisögum um ís- lenska stjórnmálamenn skrifar Vil- hjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, en Árni Elfar skreytir bókina með fjölda teikninga. í bókinni er úrval íslenskra skop- sagna sem ganga manna á meðal um þessar mundir, eins konar þjóðsögur samtímans. Sumt er nýtt af nálinni, annað eldra en hefur varðveist í munnlegri geymd eins og sagt er um gömlu þjóðsögurnar. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: Hér koma við sögu bæði lands- kunnir og lítt þekktir íslendingar á öllum aldri. í bókinni eru skopsög- ur í hundraðatali, frásagnir af spaugilegum atvikum og uppátækj- um, hnyttnum tilsvörum og öðru, sem lífgað hefur upp á hversdags- leikann. „Hí, karl a hjóli! Þó að ég sé orðinn svo gamall að árum að mér sé jafnvel farið að finnast það óþægilegt þegar fólk spyr um aldur minn, er ég í eigin vitund alltaf sami krakka- kjáninn. Það kemur mér óþægi- lega á óvart þegar mér yngra fólk telur mig allt að því afgamlan karl. Þetta henti mig fyrst þegar ég var nær helmingi yngri en ég er núna. Þá var ég að lesa undur stúdentspróf og fór stundum út að hjóla á kvöldin til að hressa mig upp. Ég hafði í fyrsta sinn á ævinni látið vaxa á mig skegghý- jung og eitt kvöldið gerðu smá- krakkar hróp að mér og kölluðu: „Hí, karl á hjóli!“ Þetta þótti mér mjög undarlegt. Seinna fór ég að kenna í menntaskóla úti á landi og lifði lengi í þeirri trú að ég væri nánast jafngamall nemendum mínum, bæði í anda og að árum. Svo komst ég að því einn góðan veðurdag að þau litu á mig sem hvern annan karlfausk í kennar- astól og óralangt frá þeim í hugs- un. Þetta þótti mér vægast sagt undarlegt, enda vissi ég ekki bet- ur en ég hefði nánast öll sömu áhugamál og þau, nema þá helst námsefnið. Síðan hef ég oft orðið fyrir. svipaðri lífsreynslu og alltaf verð ég jafn undrandi. Og aldrei læri ég af reynslunni. Ég er alltaf sami ungi og hressi strákurinn. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í óveðrinu sem skall á í Reykjavík síðdegis á sunnudaginn. Mér þótti það ákaflega spennandi og vonaði að það stæði sem allra lengst og allt færi á kaf í snjó. Á heimilinu er sjö ára patti, og það mátti ekki á milli sjá hvor væri uppveðraðri. Við vorum alltaf að fara út í glugga og gá hvað væri nú kominn mikill snjór og vonuðum báðir innst í hjarta okkar að raf- magnið færi til þess að hægt væri að tendra kertaljós. Svo héldu honum engin bönd þrátt fyrir myrkur og blindhríð. Hann fór út að moka tröppurnar. Ég dauðöf- undaði hann þó að auðvitað væri þetta hálffáránlegt þarna í skaf- renningnum. Svo stóðst ég ekki mátið. Ég fór út að hreinsa srnó af nýja bílnum, mitt í bylnum. Ég réttlætti verknaðin með því að þá yrði minna að moka daginn eftir. Mikið var gaman. Af ótta við álit nágrannanna stillti ég mig um að búa til engil á bílaplaninu, en kastaði nokkrum snjóboltum upp á húsið. Svo fórum við báðir út í sjoppu að kaupa kaffi og lakkrís og hurf- um nær út í sortann. í baka- leiðinni lentum við í mikilli mannraun þar sem slydduhríðin lamdi okkur án afláts í framan. Við illan leik náðum við húsi á ný og gengum inn, rjóðir og sælir. Við köstuðum mæðinni og þótt- umst heldur betur menn með mönnum. Þegar við sofnuðum seinna um kvöldið áttum við örugglega báð- ir þá ósk sameiginlega og heitasta að allt yrði ófært þegar við vökn- uðum daginn eftir. Guðjón sunnudagskrossgátan Nr. 350 / z 3 ¥ 5 b 7- 99 10 li 1Z /3 /¥ 15 í (p 3 w~ /¥ ¥ 18 15 8 99 20 21 22 12 lo 23 TT 99 12 10 u 1Z 99 8 )o 11 13 ¥ 99 V- \T~ T~ T~ 15 11 ¥ ir 99 11 ¥ ¥ 25- 2& i3 12 tv) 22 U* W 99 3 1 °t lo §9 99 13 12 & 23 l-o 99 ¥ 3 2¥ /6> 10 99 TT 23 T~ «/ b> > 99 13 99 23 lo i3 13 10 7<e i(t tr 99 2t T 3 12 12 (p W~ 22 23 11 v 22 L? ¥ 11 99 1*1 T~ ¥ v 99 1 tíO K 10 lb 99 ¥ )o VT 5" )o 99 ¥ ze /V (p 99 10 99 11 > L? JH 99 24 30 í> 99 ií IO /<7 8 99 18 /4 31 ¥ 9? 3 99 ¥ 32 12 // 99 /o 2g V 25 10 ii ir~ 10 ur 99 ¥ (p 5 ¥ 10 /é> AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 350“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningahafa. 20 3 13 )¥ 10 lj 2¥ 21 lj (o Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 346 hlaut Rósa Halldórsdóttir, Mel- gerði 25, 108 Reykjavík. Þau eru Vorganga í vindhæringi eftir Bolla Gústavsson. Lausnarorðið er Pelíkani. Verðlaunin að þessu sinni er skáldsagan Birgir og Ásdís eftir Eðvarð Ingólfsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.