Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN .Helgin 4. - 5. desember 1982 Úr sýningunni Amadeus i Þjóðleikhúsinu. Mörgum var illa við Mozart og sjálfur hélt hann aö sér heföi verið byrlað eitur. Var Mozart drepinn af frímúrurum? Ogflýði textahöfundur Töfraflautunnar til íslands? Síðasta óperan sem Mozart bjó til var Töfraflautan, sem er síðan leikin árlega eða næstum árlega í hverju fyrsta flokks söng- leikhúsi um heim allan, því að hún er meistaraverk sem á fáa sína líka. En textinn er ekkert meistaraverk. Hann er barnalega einfeldnisleg hugarsmíði um tvenna elsk- endur, sem lenda í allskonar æfintýrum og sérstaklega miklum þrengingum áður en þeir fá að njótast. Allt í einu eru höfuðper- sónur leiksins komnar í dimman frumskóg, þar sem þær heyra öskur villidýra í kol- dimmri nótt, og hefir mörgum skotið skelk í bringu af minna tilefni. Svo birtist drottning næturinnar og syngur sitt forskrúfaða, en undurfagra lag, og þannig heldur sýningin áfram með fjarstæðukenndum æfintýrum og erfiðleikum, en dásamlegri músík, sem breiðir yfir alla galla atburðanna í sýning- unni. Höfundur textans var Emanúel Schikan- eder leikhúseigandi og leikhússtjóri í Vín- arborg. Leikhús hans var ekki fyrir fína fólkið í Vínarborg, en hann hafði vit á leik- list og vissi hvað fólkið vildi sjá og heyra. Hann samdi við Mozart um að skrifa músík við leikritið Töfraflautuna, sem hann hafði skrifað, og fékk Mozart ákveðna greiðslu fyrir músíkina, en Schikaneder skyldi fá allt sem inn kom á leikhúsinu. Pegar óperan var auglýst stóð nafn Moz- arts hvergi nefnt. Töfraflautan var eftir Emmanúel Schikaneder, en þes var getið í hlutverkaskránni, að tónlistin væri eftir Mozart og að hann stjórnaði hljómsveitinni fyrsta kvöldið af vinsemd við höfundinn. Músíkin var svo dásamleg að verkinu var tekið með miklum fögnuði og húsið fylltist kvöld eftir kvöld um langan tíma. Þótt Schikaneder hefði skráð sig sem höf- und leiksins, þá var það músík Mozarts sem gaf leiknum líf og fegurð og það í svo ríkum mæli að þetta listaverk hlaut í fæðingu sinni stimpil ódauðleikans og er jafnlifandi enn í dag eins og þegar það kom frá hendi Moz- arts. Mozart stjórnaði hljómsveitinni þegar Töfraflautan var leikin í fyrsta sinn. En þeg- ar fólkið fór að flykkjast að til að heyra þessa síðustu inúsík meistarans, gat hann ekki komist í leikhúsið vegna veikinda. Hann lá heima í rúmi sínu haldinn ókenni- legum sjúkdómi og varð að láta sér nægja að fylgjast með eftir klukku sinni hvenær fyrsta þætti væri lokið og hvenær sá næsti byrjaði. Mozart fékk mikil höfuðverkjaköst og var svo illa haldinn af svima, að hann gat ekki farið á hestbak. Hann var mjög óstyrk- ur og þessi einkenni ágerðust, uns hann gat ekki lengur komist á fætur. Því hefir verið haldið fram, að Mozart hafi dáið úr tæringu. En sjúkdómseinkenn- in benda engan veginn til þess. Aldrei er minnst á að hann hafi haft nokkurn hósta. Hvað eftir annað er getið um hve fölur hann sé, óstyrkur og horaður og honum hætti við yfirliðum. En ekkert kemurfram af bréfum hans né annarra um hann, sem bendi til að hann hafi haft tæringu. Sjálfur hélt Mozart að sér hefði verið byrlað eitur. Ekki kemur neinstaðar fram hver það hefði átt að gera, en Salieri, hljómsveitarstjóri við keisaralegu óperuna, lýsti því síðarmeir yfir, að hann væri saklaus af því að hafa byrlað Mozart eitur. Svo er að sjá af orðum hans, að hann hafi talið, að Mozart hafi haldið, að það væri hann sem hefði byrlað Mozart eitur. Salieri hafði ávallt sýnt Mozart lítilsvirðingu, senniiega af öfund, en sagt er að hann hafi dáðst að Töfraflautunni og látið aðdáun sína í ljós við Mozart í fyrsta sinn á ævinni. En þótt undarlegt megi virðast, þá var mörgum illa við Mozart, þennan elskulega og glaða mann, sem aldrei vildi trúa illu um aðra. En það hefur ávallt verið til stór hóp- ur manna í hverju þjóðfélagi, sem finna mikið til síns eigin ágætis og taka það sem persónulega móðgun við sig ef einhver ber hærra og nýtur meiri aðdáunar en þeir sjálf- ir. Mesta tónskáld Vínarborgar á þesum tíma, Jósef Haydn, var þó ekki þannig sinn- aður. í honum var listamannseðlið nógu stórbrotið til þess að hann kynni að meta Mozart, sem var 24 árum yngri en hann. Samt játaði hann og skammaðist sín ekkert fyrir, að Mozart væri meira tónskáld en hann sjálfur, og sagði það sína hjartans meiningu að Mozart væri mesta tónskáld sem hann hefði nokkurn tíma kynnst. Sumum var illa við Mozart fyrir það að hafa sett músík við þýskan texta og búið þannig til þýska óperu. Þetta var alger nýj- ung, því að sjálfsagt hafði þótt að allar óper- ur væri á ítölsku. Hér skildu menn allt sem sagt var, og var það ekki til ills eins? Menn fóru þá kannske að hugsa, í staðinn fyrir að njóta hljómlistarinnar óáreittir af öllum heilabrotum. Það er næsta ótrúlegt, hve fundvísir sumir menn eru á rök gegn öllu því, sem nýtt er. Og ef þeir hafa engin önn- ur rök, þá er þeim illa við það, bara af því að það er nýtt. í lok októbermánaðar kom kona Moz- arts, Constanze heim og brá í brún er hún sá, hvernig maður hennar leit út. Andlit hans var innfallið og beinin sáust standa fram, en augun innsokkin. Hann sagði þá konu sinni að sér hefði verið gefið inn eitur, en ekki vildi hann segja henni, hver það hefði gert. Mozart: Hann var frímúrari. Æðstu menn reglunnar í Vínarborg hafa ávallt verið mjög strangir um þagnarskyldu meðlim- anna. Heilsu hans hélt áfram að hraka, og Moz- art var viss um, að dauði hans væri í nánd. Hann tók að skrifa sálumessuna, sem grá- klæddur maður pantaði hjá honum fyrir ó- kunnan mann gegn borgun, en sem vitað er, að var Walsegg greifi í Vínarborg. Mozart vannst ekki tími til að ljúka við sálumessuna, áður en hann lést, þann 5. desember 1791. Mörgum hefur þótt undarlegt, að líkama Mozarts skyldi vera fleygt í gröf með mörg- um fátæklingum og enginn skyldi fylgja honum til grafar, þótt nokkrir nánustu vinir hans kæmu til kirkjunnar, en sneru síðan heim á miðri leið til grafarinnar, af því að veðrið var vont. Enginn af íbúum Vínarborgar hafði látið frá sér fara jafnmikið af dýrlegri músík eins og Mozart. Vínarbúar eru og hafa lengi verið glaðir og góðgjarnir menn, sem kunna vel að meta allt sem fagurt er. Þeir dáðu Jóhann Strauss og gerðu veg hans mikinn. Hvernig mátti það vera, að þeir skyldu ekki flykkjast að, þegar mesti tón- snillingur sem heimurinn hefir nokkurn- tíma séð, var til moldar borinn? Ekki gátu þeir hafa gleymt honum, því að hann var ekki nema 35 ára er hann dó og allir þekktu Töfraflautuna sem hann hafði nýlega lokið við, auk allra þeirra dásamlega verka sem áður höfðu frá honum komið. Þessi spurning hefir staðið í mörgum, og henni verður víst aldrei svarað viðunan- lega. En spurningunni um það, hvort grunur Mozarts um að hann hafi verið drepinn á eitri, hafi við rök að styðjast hefur aftur og aftur skotið upp, þótt flestir hafi hneigst til þess að vísa henni á bug sem hugarburði sálsjúks manns. Hinsvegar er á það að líta, að ekki sést neins staðar af bréfum Mozarts, sem eru til fram á síðustu daga hans, að hann hafi verið andlega ruglaður að neinu öðru leyti. Hugs- un hans er skýr og heið og allt, sem hann skrifar er honum líkt og fullt af gamansemi. En hann er viss um, að hann eigi skammt eftir ólifað, og hann hefir orð á því við konu sína að sér hafi verið gefið inn eitur. Töfraflautan og leyndarmál frímúrara Það er viðurkennt af öllum, að efni Töfra- flautunnar er tekið frá frímúrarareglunni, og að það sem gerist í leiknum er samkvæmt kenningum og reglum hennar, meðal ann- ars allar hrellingar sem unga fólkið verður að ganga í gegn um og á að vera eftirlíking á því sem frímúrarar verða að ganga í gegn um, þegar þeir eru að taka stig sín. Höf- uðvígi frímúrarareglunnar, hefur lengi ver- ið í Vínarborg, og æðstu menn reglunnar þar hafa ávallt verið mjög strangir um þagn- arskyldu meðlimanna, sem aldrei mega ljó- stra neinu upp viðvíkjandi málum hennar. Vitað er, að Mozart var frímúrari og vafa- laust hefir Schikaneder verið það líka, því að annars hefði hann ekki getað samið slík- an leik. Sá grunur hefir lengi legið á, að Mozart hafi verið drepinn af frímúrurum reglunn- ar. Ymislegt sem vitað er um sjúkdóm hans, gæti bent til þess að hann hafi verið drepinn á arseniki, sem honum hafi verið gefið hvað eftir annað. Okkur finnst alger- lega óskiljanlegt að slíkum manni, sem af samúð sinni var mikilsmetinn fyrir tónlist sína, skyldi vera varpað í fjöldagröf, svo að ekki væri unnt að finna lík hans síðar meir. En ef áhrifamiklir menn hafa látið drepa hann á arseniki, var nauðsynlegt, að líkið væri grafið einhvers staðar þar sem ekki væri hægt að finna það síðar, því að arsenik er hægt að finna í líkum löngu eftir að þau hafa verið grafin. Með því að fleygja líki Mozarts í fjöldagröf var fyrir það girt að unnt væri að grafa líkið upp og rannsaka það ef hávær grunur kæmist á kreik. Schikaneder varð hræddur En Mozart var ekki einn um það að halda, að sér hefði verið byrlað eitur. Schikaneder virist hafa verið sannfærður um það líka. Frá honum eru til bréf, þar sem hann segir að sér ægi við örlögum Moz- arts og þar sem auðséð er, að hann er hræddur um að sér séu sömu örlög búin. Og ekki líður á löngu, uns honum finnst jörðin brenna undir sér í Vínarborg, svo að hann helst þar ekki við lengur og flýr í burtu. Og hvert flýr hann? Sagan segir að hann hafi flúið til íslands. Ef hann hefir verið hrædd- ur við frímúrarana, var ísland eitt af þeim fáu löndum þar sem hann gat talið sig óhult- an, því að hér var' engin frímúrararegla til. Hversu lengi hann dvaldi hér er ekki vitað, en frá íslandi mun hann hafa farið til Eng- lands og írlands, því að hann endaði ævi sína sem kennari í Dublin. Fróðlegt væri að vita, hvort nokkrir þeirra sem grúska í gömlum handritum hafi orðið eða verða varir við Emanúel Schikan- eder nokkurs staðar á þessu landi. Senni- lega hefir hann verið hér 1792, árið eftir dauóa Mozarts. Ef spor þessa manns skyldu finnast hér, myndi það styðja þann grun sem lengi hefir á legið, að Mozart hafi ekki dáið eðlilegum dauðdaga. En vegna þess, að líki þessa mikla meistara var varpað ásamt mörgum öðrum í fjöldagröf fátækl- inganna, verður aldrei unnt að skera úr því með vissu, hvað hafi leitt Mozart til dauða. Ef bein hans hefðu verið varðveitt enn þann dag í dag verið unnt að ganga úr skugga um, hvort hann hafi látist af arsenikeitrun, því að eitrið helst í hári og beinum meðan nokkuð er eftir af þeim. En þó að við vildum vita allt, sem unnt er að vita um líf og dauða annars eins dásam- legs snillings og Mozarts, þá má segja, að það skipti litlu máli nú, hvernig dauða hans bar að. Valdsmenn þeirra tíma, bæði kon- ungar, keisarar og biskupar, sem nú eru gleymdir af öllum, sýndu honum lítils- virðingu og guldu honum minna en rakara sínum fyrir tónsmíðarnar, hirtu ekkert um þótt hann sylti og settu hann við borð með þjónaliði sínu eins og hvert annað þý. Og þeir voru ekki einir um það, að telja líf Mozarts lítils virði. Þeir gátu ekki skilið það, að hvert ár, sem slíkur maður lifir er meira virði fyrirmannkyniðenmargartylft- ir af þeirra líkum, hversu lengi sem þeir lifa. Ef Mozart hefir verið styttur aldur hafa þeir, sem að því stóðu sjálfsagt hvorki reynt að skilja né geta skilið, að með því að stytta slíkum manni aldur er verið að fremja margfalt morð. Því að það er ekki aðeins, að einn maður sé sviptur lífi heldur er heim- urinn sviptur mörgum listaverkum, sem enginn annar getur skapað. Nú getur eng- inn vitað hve mörg listaverk voru að mótast í hinum dásamlega frjósama heila Mozarts síðustu vikurnar sem hann lifði og hve mús- íkheimurinn hefði verið miklu auðugri ef hann hefði lifað Iengur. (Áður birt í Heimilisritinu, júlí 1956).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.