Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 7
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 DLW vegg- og gólfdúkarnir. Heimsfræg gæðavara. Urval allra nauðsynlegra verkfæra og áhalda til dúklagninga. Thomson hreinsilögur - hreinsar upp gamla dúka. Sofix bón gerir gamla dúkinn sem nýjan - nýja dúkinn enn betri. Úrval af málningu og málningarvörum. 50 ára þjónusta í sölu vegg-og gólfefna. Valin gæöavara vönduð vinnubrögð + leiðbeiningar og góð ráð = ánægjulegur árangur Lítið við, verið velkomin. tflpGfÓÐBÍffllKK^ W Hverfisgötu 34 - Reykjavík _____Simi 14484 - 13150 Végg- og gólfdúkur sem flytur það undir stjórn Mart- eins H. Friðrikssonar. Hvernig stendur á því? - Þetta verk er samið að beiðni Dómkirkjunnar og var frumflutt þar nú í lok október. Það er samið við latneskan, kirkjulegan texta, en er að því leyti óvenjulegt að mest áhersla er lögð á miskunnar- bænina (miserere nobis), en lof- söngurinn sjálfur er dapurlegur, andstætt við það venjulega. - Hvernig er það hugsað? - Ég tel að nútímamaðurinn hafi ekki efni á að lofa Drottin með miklum látum. Þar á hæversk bæn betur við. - Og svo að lokum Canto. - Já, það var samið í sumar og haust í samvinnu við Þóri Kr. Þórðarson prófessor í guðfræði, en hann skeytti saman textum úr hin- um ýmsu bókum Gamla testament- isins í samræmi við hugmyndir mín- ar. Með þessu verki reyni ég að brjóta nýjar leiðir fyrir kórformið, bæði hvað varðar tónlistina sjálfa og leikrænt svið hennar. í fyrsta lagi er kórnum skipt í þrennt og við heyrum hljóma og tóna úr ýmsum áttum, og einnig er leikið á hljóðgervil. í öðru lagi er notuð breytileg lýsing við verkið og í þriðja lagi byggist það upp á þrem- ur víddum, á þögninni, sem er guðfræðilegs eðlis, tóninum eina, sem er verunin, og hinu mótstæði- lega, sem eru hinir dumbu öfl sem búa í geimnum eða sálu mannsins. Þ.essi svið eru uppistaða tón- verksins. Það er mjög erfitt tón- rænt séð ,á köflum allt að því 24 radda. Það krefst því gífurlegrar einbeitingar og þrótts söngfélaga. - Hvers vegna valdirðu efni úr Gamla testamentinu? - Hugmyndin er fengin úr frétt- um frá hinum stóra heimi, hörm- ungum og neyð fólks á slóðum Bib- líunnar í Líbanon. Þess skal svo að lokum getið að aðstoðarkórstjóri er Hanna G. Sig- urðardóttir og hljóðgervill Kjartan Ólafsson. Lýsingu annast David Walters. - GFr Viötal viö Hjálmar H. Ragnarsson en í dag eru tvennir tónleikar á vegum Háskólakórsins þar sem eingöngu verða flutt verk eftir hann Canto fyrir ídag, laugardag, heldur Háskólakórinn tvenna hljómleika í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, þá fyrri kl. 17, en þá seinni kl. 20.30. Það sem gerir þessa tónleika sérstaka er að öll verkin, sem flutt verða eru eftir kórstjórann Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. Við náðum í skottið á Hjálmari og spurðum hann nánar út í þessa tónleika. - Eru þetta nýleg verk eftir þig, Hjálmar? - Þau eru öll samin á rúmlega einu ári. Það er því mj ög spennandi fyrir mig að heyra þau flutt öll saman, því að þau gefa yfirlit yfir þetta tímabil mitt. Líkt og málari sem heldur myndlistarsýningu á verkum sínum frá ákveðnu tímabili gefst manni því kostur á að endur- skoða stöðu sína og taka nýja stefnu. - Mér sýnast verkin vera trúar- legs eðlis eftir heitum þeirra að dæma. Ertu á kafi í trúarhug- leiðingum? - Þetta eru þrjú verk, og eru tvö þeirra Gloria og Canto, trúarlegs eðlis. Það þriðja, Romanza, er að vissu leyti trúarlegt, en að vissu leyti heimspekilegt. Það má segja að það sé rómantískt sönglag mannsins í dag, skrifað fyrir hljóðfæri. í miðju verksins er langur hægur og fallegur kafli um rómantíkina eins og við höldum að og samið undir áhrifum frétta frá Líbanon hún hafi verið eða vildum að hún væri, eins konar nostalgíukafli, en hinir kaflar verksins eru allharðari. - Þú segir að þetta verk sé skrif- að fyrir hljóðfæri. Tekur þá kórinn ekki þátt í því? - Nei, það eru þrír hljóðfæra- leikarar sem flytja það. Martial Nardeu á flautu, Óskar Ingólfsson á klarínett og Snorri Sigfús Birgis- son á pí anó.Romanza var frumflutt haustið 1981 á tónleikum í Stokk- hólmi sem haldnir voru á vegum sænska ríkisútvarpsins. - Ég tek eftir því í verkinu Glor- ia, að það er Kór Dómkirkjunnar 24 raddir Hjálmar R. Ragnarsson: Reynir að brjóta nýjar leiðir fyrir kórformið. Ljósm.: eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.