Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 13
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Kvikmyndagagnrýni eftir Þorgeir Þorgeirsson Hugleiðing um misheppnaða kennslumynd Titill: Meðferð gúmíbjörgunarbáta (gerð 1980). Framleiðandi: Siglingamála tjóri (Hjálmar R. Bárðason). Iiandrit: Hjálmar R. Bárðarson. Kvikmyndastjórn: Hjálmar R. Bárðarson. Myndataka og klipping: KVIKsf. Sýning í RÚV sjónv. 10. nóv. 1982. Það er nú ár og dagur síðan ég hef sest niður til þess að skrifa kvikmyndagagnrýni. Tilefnið er líka alveg sérstakt. Líklega fáir aðrir sem telja mundu það freinarefni svona að fyrrabragði. ig er hinsvegar á annarri skoðun - get beinlínis ekki orða bundist. Og því skyldi ekki vera fjallað um sjónvarpsefni sem varðar örygg- ismál sjómanna og margra fleiri úrþví rúm fæst dögum oftar í blöðunum til þess að karpa um vinnubrögð þeirra sem standa að gerð hins léttara gamanefnis? Vitaskuld eru gamanþættirnir mikilsverðir og hláturinn er sagður lengja lífið. En má ekki líka segja það um kennslumynd í notkun björgunartækja að vissu- lega getur hún orðið til þess að lengja líf fjölmargra einstaklinga sé hún vel úr garði gerð? Og þarmeð er gerð slíkrar myndar farin að skipta máli í mín- um augum og vonandi líka í hug- um þeirra sem blað þetta lesa. Þessi nýja litmynd sem Hjálm- ar R. Bárðarson siglingamála- stjóri hefur framleitt, samið og stjórnað sjálfur er þvímiður gjör- ónýtt kennslutæki - jafnvel háskalegt tæki einsog ég mun nú víkja að nánar. í hóp þeirra sem fást við kvik- myndagerð eða fjalla um kvik- myndir hefur það löngum verið haft á orði að fáum séu lögmál kvikmyndagerðar jafn lokuð bók og hinum þjálfaða kyrralífsljós- myndara. Þetta hefur blasað við nánast í hvert einasta sinn sem ljósmyndari hefur snúið sér að gerð kvikmynda og það sannast rækilega á verki Hjálmars R. Bárðarsonar að þessu sinni. Ég þykist vita að margir séu á þeirri skoðun að gerð svona kennslumyndar sé nú ekki flókið verk. Tildæmis sýnist mér á þess- ari nýju gúmíbátamynd að Hjálmar R. Bárðarson líti svo á. Þetta er raunar mikill misskiln- ingur því fátt er í sjálfu sér erf- iðari þraut, faglega séð, en kennslumynd af þessari gerð. Hvaða skilyrði þarf svona mynd að uppfylla? Það er kannski ekki flókið mál, svarið er einfalt: Myndin þarf að vera þannig úr garði gerð að gott sé að muna hana, helst verða þau atriði og handtök sem verið er að kenna að þröngva sér inní minni áhorfand- ans sem hæglega getur þurft á því að halda við mjög örðugar að- stæður og með litlum fyrirvara (síðarmeir) að rifja þessi atriði upp. Þessi tilgangur er í sjálfu sér einfaldur svo lausn verkefnisins hlýtur líka að vera einföld - en það er ekki þarmeð sagt að hvaða einfeldningur sem er geti leyst þrautina. Öldungis þveröfugt. Því einfaldari sem lausnin þarf að vera því meiri fagkunnáttu kallar verkefnið á. Það er gömul og sí- gild staðreynd. Á þessu flaskar Hjálmar R. Bárðarson í handriti sínum og kvikmyndastjórn sem vonlegt er því honum eru sjálf grunvallar- lögmál hreyfanlegrar myndar sem lokuð bók. Skyssurnar sem hann gerir eru því fólgnar í grundvallaratriðum sem enginn mannlegur máttur gæti leiðrétt nemá með því einu að taka verk- efnið úr höndum mannsins. Það er því ekki við tæknimenn verks- ins (þá E. Ketler og Pál Steingrímsson) að sakast. Þeirra vinna getur enganveginn öðruvísi verið undir slíkri stjórn. Og gallar verksins stefna allir að því sameiginlega marki að gera það óhæft til að muna það, þegar grundvallarreglur kvik- 'myndalegrar framsetningar eru brotnar trekk í trekk þá hefur mannshugurinn ekkert til að styðja sig við, minnið ræður ekki við það að geyma ringulreið. Verkið fer að stangast á við mannlegt eðli og tilgang sinn. Grundvallarmistök Hjálmars við gerð þessarar myndar byrja strax í handriti. Það er fyrsta reg- inskyssa hans að reyna að endur- gera gömlu svarthvítu myndina sem gerð var á vegum Skipa- skoðunar fyrir röskum 15 árum (og höfundur þessarar greinar stjórnaði og samdi). í fyrsta lagi er nú það, að engum kvikmyndahöfundi dytti nokk- urntíma í hug að endurtaka form svarthvítrar myndar í litmynd. Litmyndin er frábrugðin í öllum meginatriðum, hún er flóknari í skírskotun og vinnur beinlínis á móti forminu þarsem svarthvíta myndin vinnur með því. Þetta er fyrstabekkjarpensúm í kvikmyndanámskeiði víðast- hvar. Hjálmar ræðst því strax í upphafi útí það ógerlega einsog fúskarans er vandi. En jafnvel þó form svarthvítrar myndar væru endurtakanleg í litmynd gæti slíkt ekki að heldur gerst nema höf- undur og stjórnandi hins nýja verks skildi það form sem hann er að endurtaka. Form gömlu myndarinnar er einfalt: þar eru grundvallaratriði gúmíbátsins tengd saman í sem einfaldasta minnisröð með ofurlítilli stígandi í sjónarhornum og klippingu, síð- an eru þau endurtekin í hröðum taktföstum kafla þarsem tvennt er mikilvægt: 1) að bæta engu áður óséðu atriði inní 2) miða lengd hvers myndskeiðs við það að hugurinn fái tíma til þess að rifja upp atriðið sem áður var komið í heild meðan ágrip þess rennur hjá á skjánum (eða tjald- inu). Þetta er grundvallarform- fræði kvikmyndar og byggist á vitneskju um mannshugann sem annarsvegar er einungis fær um að muna fá atriði og helst ef þau eru með einhverjum hætti rímuð en getur aukið getu sína með því einu móti að verða virkur í endur- tekningu. Virkjun hugans í endurtekningunni byggist á því að hann starfar þónokkuð hraðar en veruleikinn og gefur því möguleikann sem áður ernefnd- ur til margföldunar á upprifjun- argildi myndágrips ef rétt er farið með hlutfallið á milli tímalengdar atriðis og upprifjunar og ekkert verður til þess að trufla það sam- hengi. Sá sem ætlaði sér að endurtaka form gömlu myndarinnar um notkun gúmíbáta þyrfti altént að vita þessa einföldu hluti eða skynja þá með einhverjum hætti. Ljóst er af þessari nýju mynd að Hjálmar gerir það ekki, sem heldur er ekki von. Jafnvel þegar hann vill endurtaka einföldustu myndröðun úr gamla verkinu þá verða röng tímasetning, ósam- stæð sjónarhorn (eða þá of sam- stæð sjónarhorn), rangt linsuval Hjálmar R. Bárðarson og fleira klúður til þess að beina honum afvega. Eins hafa nú fleiri atriði bæst við efnisforðann svo líklega er hann orðinn í sjálfu sér of mikill til þess að byggingarað- ferð verksins yrði heppnuð þó hún að öðru leyti væri rétt gerð. Kemur þá aftur að því hversu rangt það er í sjálfu sér að notast við byggingarlagið á gömlu myndinni. Það veröur að segjast einsog er um þessamynd Hjálm- ars að bráðlega eru atriði hennar farin að velkjast líktog ósjálf- bjarga hvert innanum annað. Myndin verður að ringulreið sem enginn getur fest sér í minni. Fleira kemur líka tii. Einhvers- lags hégómi varðandi eigin pers- ónu verður til þess að höfundur- inn byrjar verk sitt með því nán- ast að svara blaðagreinum um sjósetningarmál bátanna, fyrir vikið þarf hann að vera að segja frá tveim ólíkum aðferðum sam- tímis. Útkoman verður slík rugl- andi að mér er til efs að sérfræð- ingur í bátunum skilji þann kafla til fullnustu, hvað þá óreyndur sjómannaskólanemi. Sömu verk- un til ruglandi og flækju hefur það síðar í ntyndinni þegar farið er að lengja hana með gorti um (sjálfsagt verðskuldað) forystu- hlutverk Siglingamálastofnunar í veröldinni. Um tíma veit maður naumast hvort þetta er að snúast uppí sjálfsævisögu. En sjálfsævisaga og kennslu- gagn eru býsna ólíkir hlutir eins- og kunnug er. f stuttu máli gæti maður sagt að myndin hjakkast smámsaman niðrí formkássu sem telja verður með ólíkindum að nokkur mann- legur heili geti munað stundinni lengur, hvað þá rifjað upp í snatri löngu síðar. Og þá kemur samt upprifjunarkafli í lokin sem öld- ungis verður ekki með neinu móti rímaður við hitt sem áður er kom- ið, enda verður ekki séð að það sé reynt. Jafnvel koma þar til all- mörg ný atriði sem áður hafa ekki verið sýnd. Höfundur og kvik- myndstjóri hefur því ekki áttað sig heldur á þessari barbabrellu, endurtekur bara skilningslaust. Engin reglubundin tímasetning, ekkert sem rímar atriðin saman handa minninu. Þessi grautarlega mynd er að mínum dómi óhæf til notkunar í sjónvarpi. Það væri háskalaust ef sú staðreynd blasti við hverjum þeim sem myndina sér. Svo er þó ekki. Hitt er, trúi ég, sanni nær að flestum mun koma hessi mynd svo fyrir augu að þeir halda sig margt af henni muna þó annað kynni svo að verða uppá teningn- um síðarmeir þegar sjómaðurinn á háskastund þyrfti að grípa til vitneskjunnar en man þá kannski það eitt að Siglingamálastjóri hefur ótvíræða forystu um rekk- akkeramál í einhverri alþjóða- stofnun. Það væri að sönnu bágt vegar- nesti inní nóttina löngu. Mörgum þykir ég trúlega hafa verið þungorður um þetta verk Hjálmars R. Bárðarsonar, og það má til sanns vegar færa í landi þarsem vægt er tekið á frum- raunum manna á flestum sviðum, hitt er þó vonandi til afsökunar að mér þykir nokkuð í húfi vera í sambandi við þessa frumraun Hjálmars á kvikmyndasviðinu. Mér er í sjálfu sér enginn akkur í því að klekkja neitt á höfundin- um. Af kynnum okkar veit ég mætavel að hann vill hið besta og fjarskalega er maðurinn líka sannfærður um það að sitt fram- lag skuli talið hið besta í hverju máli. Varla nema gott eitt um það að segja. Þó ber þess að geta að margir telja að þá skjótist mönnum helst ef þeir setjast í dómarasæti andspænis sér sjálfum. Og - það er nú mergurinn málsins. Víða um lönd þætti það ekki gott skipulag opinberra mála, að Hjálmar R. Bárðarson væri að ráða Hjáimar R. Bárðarson til að semja handrit og stýra kvikmynd sem margnefndur Hjálmar R. Bárðarson síðan tekur út og leggur blessun sína yfir. En þetta er nú lagið á hlutunum hér í þessu landi. íslendingar vilja ekki þurfa að reikna með því að landar þeirra séu mannlegar verur og geti skjátlast um sjálfa sig. Samt er ég nú á því, að einmitt þetta dæmi Hjálmars ættum við að gaumgæfa vel og athuga hvort honum og fleiri stofnanakóngum væri ekki gerður beinlínis greiði með því að setja strangar reglur um það (sem víða tíðkast) að aldrei skuli slíkur forstjóri þurfa að lenda í þeim vanda að fela sjálfum sér verk eða dæma sín eigin verk hæf til notkunar. Ég gat þess í upphafi greinar- innar að mörgum sýndist kannski óþarfi að vera með rekistefnu út- af gerð svona efnis. Sumum finnst það litlu máli skipta. Þeir um það. Öðrum þykir sem vinna þessa efnis sé harla vandalítil og heimti enga sérstaka kunnáttu. Þá hef ég reynt að leiðrétta, með- al annars vegna þess að ég held að slíkt hugsunarleysi sem í sjálfu sér verður að teljast lítilsvirðing á allri verkkunnáttu, sé algengt hér á landi og stafi meðal annars af því hversu lengi allskonar smá- kóngum í kerfinu hefur liðist að vera sjálfir að fúska við lausn verkefna sem þeir ekki kunna, eða þá fela mikilvæg störf í hend- ur ættingja og vina sem heldur ekkert kunna til verka. Við megum ekki gleyma því að öll mannanna verk eru mikilvæg, Krafa okkar á að vera sú að hvert verk sé unnið af kunnáttu, virð- ingu og kostgæfni. Annars vaða fúskararnir yfir hausinn á okkur. Drekkja okkur kannski á endanum. Gjört á útfarardegi Bresnéfs 15.11 ’82. Þorgeir Þorgeirsson P.S. Það hefur dregist nokkuð að birta þessa grein vegna þess að mér þótti vissara að bera hana undir nokkra kvikmyndafróða aðila. Og það tók sinn tíma. Ég tíunda ekki dóma þeirra hér umfram það sem felst í þeirri ákvörðun að birta greinina. Vegna ummæla sem einn þess- ara aðila hafði vil ég þó bæta við þetta stuttri athugasemd: Tilætlun mín er enganveginn sú að Hjálmar R. Bárðarson verði dæmdur á grundvelli þess- arar greinar. Það væri ósann- gjarnt. Engan má dærna á grund- velli nokkurs hlutar sem um hann verður sagður. Menn eiga heimt- ingu á því að dæmast á grundvelli þess sem þeir sjálfir gera og segja. Ég er höfundur þessarar greinar og því má vel dæma mig á grundvelli hennar. Og verka minna yfirleitt. Á hinn bóginn er það tilætlun mín að þessi grein ýti við lesendum til þess að dæma Hjálmar R. Bárðarson á grund- velli þeirra verka sem hann hefur unnið. Þannig verður hann best dæmdur. - Þetta vil ég að öllum sé ljóst. Þ.Þ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.