Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 9
listmálara og myndir hans en hin um íslenska vefjalist 1950-1980. Næstu daga er svo að koma út lit- skyggnuröð um Nínu Tryggvadótt- ur og nokkrar raðir til viðbótar eru tilbúnar. Þær verða fljótlega fjöl- faldaðar. Myndlistar- mannatal - Safnið þið ekki líka öðrum gögnum um myndlist og myndlist- armenn? - Við reynum að safna öllum sýningarskrám og því sem skrifað hefur verið um myndlistarmenn. - Hvernig farið þið að því að ná því sarnan? - Það er mest með samvinnu við myndlistarmennina sjálfa. Frá þeim höfum við fengið sýningar- skrár eða ljósrit af þeim og önnur gögn um feril þeirra. Fljótlega munum við svo fara í gegnum blöð og tímarit til að safna því sem þar hefur birst. - Til hvers er haegt að nota þetta? - Við erum m.a. þegar byrjaðir gagnasöfnun í stórt og mikið rit- verk sem verður nokkurs konar myndlistarmannatal. Ég reikna með að það verði 2-3 stór bindi þar sem starfsferill myndlistarmanna verður rakinn. Þetta er hugsað sem uppsláttarrit um starf íslenskra myndlistarmanna fyrr og síðar. Ekki er til neitt aðgengilegt slíkt uppsláttarrit. Við vonumst til að það geti komið út á allra næstu árum enda þörfin mikil. - Nú eru haldin ógrynni af mynd- listarsýningum. Verður ekki að velja og hafna í slíkt myndlistar- mannatai? - Það þarf náttúrlega að fara fram ákveðið val. Við gerum svip- aðar kröfur og gerðar eru til þess að menn komist í samtök myndlist- armanna. Það væri ótækt að taka alla þá sem haldið hafa sýningar því margir mála aðeins í frístundum og hafa sumir ekki menntunarlegan bakgrunn til að stunda þá iðju svo að vel sé. - Vaeri það ekki frekar Listasafn Islands sem ætti að vinna það verk sem þið eruð nú að gera með þessu? - Við teljum að Listasafn alþýðu sé almennt listasafn og að það sé engu síður hlutverk þess að sinna þessum málum. Þó að ekki sé enn mikil samvinna milli myndlistar- safna hér væri þó betra að þau ynnu að sameiginlegum markmiðum. - Er aðstaða fyrir fræðimenn hér á safninu? - Litskyggnusafnið er unnið þannig að við reynum að taka nokkuð skipulega ljósmyndir af verkum, ýmist á sýningum eða af lánsmyndum hjá einstaklingum og stofnunum. Þetta safn vex mjög hratt og er hið eina sinnar tegundar hér á l^ndi og hlýtur þess vegna að vera það sem fræðimenn, skipu- leggjendur sýninga, bókaútgefend- ur o.fl. hljóta að leita til um afnot af. Því hlutverki munum við reyna að sinna og að sjálfsögðu í fullu sam- komulagi við viðkomandi lista- mann eða handhafa höfundarrétt- ar. Það er vonandi að myndlistar- menn komi í framtíðinni til með að njóta sömu réttinda í sambandi við Helgin 4. - 5. desember 1982Í ÞJÓÐVJLJINN — SÍDA 9 Viðtal við Þorstein Jónsson forstöðumann Listasafns alþýðu ólfur Margeirsson hefur tekið við- töl við 14 samferðamenn Ragnars og auk þess eru í bókinni 48 eftir- prentanir af listaverkum sem Ragnar gaf. Hin bókin,sem þegar er komin út, er um listamanninn Eirík Smith. í bókinni ræðir Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur við listamanninn um feril hans en hann hefur átt hlut í öllum helstu straumum nútímalistar sem til ís- lands hafa borist á árunum 1950- 1970. Frásögn Eiríks fylgir rnikill fjöldi litmynda af verkum hans auk svarthvítra mynda og ljósmynda sem spanna allan feril hans. - Hvert er markmiðið með út- gáfu þessarar ritraðar? - Það má segja að þrenns konar bækur eigi að rúmast innan ramma hennar. Ifyrstalagikynningarbæk- ur um einstaka myndlistarmenn, í öðru lagi úttektarbækur þar sem fer fram ýtarleg rannsókn á list og starfi listamanns og í þriðja lagi þemabækur þar sem ákveðin stefna eða tímabil er tekið fyrir. - Eru ekki fleiri bækur þegar á döfinni? - Það eru nokkrar bækur í undir- búningi en ekki er fyllilega búið að ákveða hvaða bækur koma út á næsta ári svo að það er ekki tíma- bært að nefna nein nöfn. Stefnt er að því að komi út a.m.k. tvær bækur á ári. - Nú eru mjög fínar litmyndir í þessum bókum. Eru þær unnar innanlands? - í samstarfssamningi Listasafns alþýðu og Lögbergs er skýrt tekið fram að þessar bækur skuli unnar innanlands þó að þær verði eitthvað dýrari í framleiðslu fyrir vikið. Það hefur líka þann kost - umfram það að styrkja íslenskan iðnað - að hægt er að fylgjast með öllum stigum framleiðslunnar án þess að senda mann til útlanda. Tækjakostnaður er fyllilega sam- keppnisfær við það sem hægt er að fá gert erlendis. Kassagerðin ann- ast litgreiningu en Korpus og Oddi filmuvinnuna. í Odda er síðan séð um setningu, umbrot, bókband og prentun. Þar hafa þeir fjögurra lita pressu sem gerir það að verkum að maður sér strax á fyrstu eintökun- um hvernig myndirnar koma út og því er hægt að breyta til í prentun- inni eftir þörfum þar til menn eru ánægðir með útkomuna. Að jafnaði eru 10-15 vinnustaðasýningar í gangi frá Listasafni alþýðu. Þegar Féiagsmálaskóli alþýðu starfar eru þar einnig jafnan hcngdar upp sýningar. Hér er mynd frá Félagsmálaskólanum í Ölfusborgum og má m.a. sjá á veggjum tvær myndir eftir Nínu Tryggvadóttur, aðra af Halldóri Laxness, hina af Þorvaldi Skúlasyni. Safnið hefur þegar byrjað útgáfu á litskyggnuröðum fyrir almenning og skólakerflð birtingarafnot og höfundarrétt eins og t.d. tónlistarmenn og rithöfund- ar. Þrennskonar bœkur í rit- röðinni - Og þá langar mig til að spyrja um bókaútgáfuna. - Já, það var snemma á þessu ári að Listasafn alþýðu og bókafor- lagið Lögberg sömdu um útgáfu ritraðar um íslenska myndlist og myndlistarmenn. Nú þegar eru komnar út fyrstu tvær bækurnar í þessari ritröð. Sú fyrsta er um Ragnar í Smára, upphafsmann að Listasafni alþýðu, en hann gaf á sínum tíma 120 valinkunn listaverk sem urðu stofninn að safninu. Ing- Myndlistar- mannatalið verður 2—3 stórbindiþar sem starfsferill myndlistar- manna er rakinn Listaverkakaup og stjórnun - Svo að við víkjum að öðru. Hafíð þið svigrúm til að kaupa list- averk hér í Listasafni alþýðu? - Fjárhagur safnsins hefur verið heldur bágur vegna hinna dýru byggingaframkvæmda og safnið því ekki getað keypt eins mikið af listaverkum og vonir stóðu til. Síð- ustu ár hafa aðeins örfá verk verið keypt en safnið hins vegar þegið margar góðar listaverkagjafir. í þessu tilliti vonumst við til að safn- ið geti rétt eitthvað úr kútnum. - Að lokum. Hvernig er háttað starfsliði og stjórn starfsins? - Miðstjórn Alþýðusambands íslands fer með yfirstjórn þess og skipar þriggja manna stjórn sem annast rekstur safnsins. Hún er skipuð þremurstarfsmönnum ASÍ, þeim Jóhannesi Siggeirssyni fjár- málastjóra ASÍ, Tryggva Þór Aðalsteinssyni framkvæmdastjóra Menningar- og fræðslusambands alþýðu og mér. Miðstjórnin hefur einnig tilnefnt þriggja manna list- ráð sem fer með listfræðileg mál- efni safnsins. Það sitja listfræðing- arnir Björn Th. Björsson og Hrafn- hildur Schram auk mín. Fastur starfsmaður er aðeins einn enn sem komið er en auk þess er lausráðið fólk við gæslu. -GFr Þorsteinn Jónsson, forstöðumaður Listasafns alþýðu, með fyrstu tvær bækurnar í ritröð um íslenska myndlist en þær komu út fyrir nokkrum dögum. Stefnt er að því að a.m.k. tvær bækur komi út á ári. Ljósm.: Atli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.