Þjóðviljinn - 10.12.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Síða 4
’ 4 SIÐA — Bókablað Þjóðviljans Strengja- brúður Jón Óttar Ragnarsson Strengjabrúður er fyrsta skáldsaga höfundar. Á yfirborðinu er þetta spennandi saga um ameríska óperusöngkonu og hverju hún fórnar fyrir frama sinn og frægð. í reyndinni er þetta ekki síður saga um umhverfið og hvernig það mót- ar okkur. Þetta er saga um metnað og samkeppni vísindamanna um Nóbelsverðlaun; um framhjáhald, skilnað og þá félagslegu upplausn sem einkennir okkar tíma. Kápu gerði Pétur Halldórsson. Setning, umbrot og prentun Víkingsprent hf. Bókband Bókfell hf. Bókin er 151 bls. Verð kr. 395.20. vsw< 11» un rttu i «aan«.m ctf tvvMt* Höggormur í paradís er sagan af ævintýralegum ferli Ró- berts Maitslands. Hann er ástands- barn, fær snemma á sig það orð að vera vondur strákur og sveitar- skelfir í Flóanum. Hann fæst við margt en flest endar það með ósköpum. Hann lifir fyrir líðandi síund, á í mörgum ástarævintýrum og lendir oft í útistöðum, tekst raunar stumjum að skjóta löggæsl- unni ref fyrír rass. Róbert Maits- land dregur ekkert undan. Verð kr. 348.00. Idunn Skógar- kofinn eftir nýja skáldsagnahöfundinn Vigfús Björnsson Höfundur leiðir þessa sögu frá firr- ing nútímans inn í þá veröld, sem hann telur eftirsóknaverða. Um Skógarkofa Vigfúsar leikur dulúð og rammíslenskir vindar. Þetta er mikil saga sem snerta mun, strengi í brjóstum margra. Verð kr. 321.- Skjaldborg Hallæris- planið æðisleg saga fyrir börn og full- orðna, tekin beint út úr nútíman- um. Páll Pálsson þekkir sitt fólk, krakkana á Hallærisplaninu, og bregður upp lifandi og raunsannri mynd af lífi þeirra, tali og hegðun. Frásögnin er hröð og sannfærandi, og hér gerist margt, það er drukkið og duflað, leikið á liðið og látið sig dreyma og sendar geggjaðar stuð- kveðjur. Hallærisplanið er bók um börn og fullorðna. Verð kr. 248.00 Iðunn Kona vita- varðarins Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði: Fjórða bók Aðalheiðar, viðburða- rík og spennandi og tvímælalaust hennar besta bók. Segir frá norsk-íslenskri stúlku sem verður fyrir ýmislegri óvæntri lífsreynslu. Verð kr. 321.00. Skjaldborg Helgafell Þýddar skáldsögur Flugsveit 507 David Beaty Æsispennandi saga úr síðari heims- styrjöldinni um viðureign breskrar flugsveitar og áhafnar þýska skips- ins Groningen. Verð kr. 321,- Skjaldborg. FRÁSÖGN IIM MARGBOÐAÐ Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez Þetta er nýjasta saga Nóbelsskálds- ins frá Kólumbíu, eins mesta sagna- meistara sem nú er uppi. Þetta er einstæð glæpasaga. Við fáum að fylgjast með aðdraganda morðsins, en samt heldur höfundur spennunni allt til loka. - Brúðkaup var haldið í þorpinu, en brúðkaupsnóttina sjálfa var brúðinni skilað heim í föðurgarð af því að hún reyndit ekki hrein mey. Heiður fjölskyldunnar hafði verið flekkaður - og tveim tímum seinna er Santíago Nasar dauður. Verð kr. 297.65. Iðunn. Afl vort og æra Afl vort og æra eftir Nordahl Grieg er magnað leikrit um norska sjó- menn í stríði og ógleymanleg lýsing á hinni svokölluðu „jobbetid", gróðrabrallstímabili Norðmanna, sem var svo hrikalegt og siðlaust að tæpast mun unnt að ýkja það í skáldsögu. Norsk saga geymir eng- in dæmi um jafn ruddalega auglýs- ingu ríkisdæmis á sama tíma og þorri þjóðarinnar bjó við þröngan kost og færði þær fórnir, að á fjórða þúsund norskir sjómenn fórust í styrjaldarátökum á höfum heims- ins. Ekkert leikrit á Norðurlöndum á þessari öld hefur valdið öðru eins fjaðrafoki. Nordahl Grieg barðist með Bandamönnum í síðari heims- styrjöldinni. Flugvél hans var skot- in niður í loftárás á Berlín á jóla- föstunni 1943. Hann var41 ársþeg- ar hann féll. Grieg tók ungur ást- fóstri við ísland - og hér á landi voru síðustu ljóð hans, Frihetan, frumútgefin, í sama mánuði og hann féll. „Afl vort og æra“, þetta magnaða verk, er þannig uppbyggt að lesa má það sem spennandi skáldsögu. Bókin er gefin út í að- eins 3000 eintökum. Jóhannes Helgi hefur íslenskað bókina. Hún kostar í bandi 360 krónur og í kilju 290,- Arnartak, BARHARA , ^artland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiöum Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Barbara Cartland Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthington skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigingjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Verð kr. 298,85. Skuggsjá. Rúmið brennur! Faith McNulty Ekki skáldsaga í venjulegum skiln- ingi heldur heimildasaga, umskrif- uð frásögn konu sem grípur til ör- þrifaráða eftir langvarandi þján- ingar í hjónabandi. Elísabet Gunn- arsdóttir þýddi. Almennt verð kr. 370.50. Félagsverð kr. 314.95. Mál og menning. ■ Wt£5<l vlO -Qsm&Sív, systurnar Skuggsjá Við systurnar Theresa Charles Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kæru- laus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvænist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. Verð kr. 298,90. Skuggsjá. Rírek Shcrloch fjolmcii 1 Heildarútgáfa af Ævintýrum Sherlock Holmes Ein þekktasta sögupersóna bók-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.