Þjóðviljinn - 10.12.1982, Side 8

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Side 8
8 SiÐA — Bókablað Þjóðviljans BÚKOLLA Móoguf Jóhanncssct: myntJikrtfytti Búkolla Ævintýrið góða um kúna Búkollu og son bónda sem lagði á sig langa ferð til að leita hennar. Myndirnar gerði Hringur Jóhannesson. Bókin seldist upp á örstuttum tíma fyrir síðustu jól og er þetta önnur prent- un. Almennt verð kr. 98.80. Fé- lagsverð kr. 84.00. Mál og menning Káta í frum- skóginum Höfundur: Hildegaard Diessel Tólfta og síðasta bókin um Kátu og vini hennar, sem allir krakkar þekkja. Kátu-bækurnar eru fyrir yngstu lesendurna. Verð kr. 161.00. Skjaidborg Það er gaman að föndra Það er gaman að föndra er eftir Richard Scarry í þýðingu Andrésar Indriðasonar. Þetta er engin venju- leg bók. Það má lita í hana, klippa síðurnar úr og klippa þær eða teikna í þær eða eftir þeim, sauma, baka, búa t ' kort, spil og skraut af ýmsu tagi. Þetta er sannkölluð kjörbók fyrir litlar vinnusamar hendur og ekki síður fyrir foreldra sem hafa gaman af því að vinna að skemmtilegum verkefnum með börnum sínum. Kr. 197.60. Örn og Örlygur RAGNAR ÞORSTEINSSON Neyðarópið h|á stálsntiðjuniii Neyðarópið hjá stálsmiðjunni eftir Ragnar Þorsteinsson, höfund hinna viðurkenndu bóka um sjó- mennskuævintýri Silju og Sindra. Fjörleg og spennandi bók um átök og ævintýri á sjó og landi. Þrír stálpaðir strákar ráðast að Sveini, 13 ára, Þorlákur Vilmundarson bregður skjótt við... Verð kr. 197.60. Æskan Depill Svart á hvítu hefur gefið út barnabókina Depill, eftir hinn vin- sæla barnabókahöfund Margret Rey. Depill er lítil kanína sem er öðru- vísi en allir aðrir í fjölskyldunni. Þess vegna er hann skilinn eftir einn heima þegar öll hin fara í af- mælisveislu til afa. En óvæntir at- burðir í lífi Depils verða til þess að hann tekur gleði sína á ný og allt fer vel að lokum. Þetta er bók sem vekur til umhugsunar. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Þýðandi er Guðrún Ö. Step- hensen. Verð kr. 148.20 Svart á hvítu. INDRtOI ULFSSON nn „TnnmcuR Afi „táningur” er 15. bók Indriða Úlfssonar skóla- stjóra, en hann er löngu orðinn landskunnur fyrir barna- og ung- lingabækur sínar, og er í fremstu röð rithöfunda, sem skrifa fyrir ungu kynslóðina. Fyrstu bækur hans eru löngu uppseldar, en hafa ekki enn verið endurprentaðar. Verð kr. 185.00. SUWÍN SVEIH5S0S ÆVINTÍRIB VI0 ALHEIIVISTJÖRNINA 5ACAN U« SUÍ08 ISHÖtMAAðMS. KUUIH RAUSA. 88IAC BLAA. KieAK «1! ALtA HIHA lUULAHA Ævintýrið við alheimstjörnina Höfundur: Guöjón Sveinsson Bráðskemmtileg saga um lífið hjá fuglunum og baráttu þeirra um frama og völd - sem stundum minnir á mannfólkið. Höfundur löngu landskunnur fyrir barna- og unglingabækur sínar. Verð kr. 173.00. Skjaldborg Hanna og kærleiksgjöfin Höfundur: Hilde Heyduck-Huth og Regine Schindler Fallega myndskreytt barnabók um litla stúlku sem verður vitni að fæð- ingu Krists. Verð kr. 148.00. Skjaldborg í Sólhlfð Höfundur: Marinó L. Stefánsson Bráðskemmtileg barnabók um ævintýri lítils drengs sem elst upp í sveit. Hefur tvisvar verið lesin í morgunbarnatíma útvarpsins við góðar undirtektir. Verðkr. 173.00. Skjaldborg Skjaldborg Englarnir hennar Marion K.M. Peyton Sagan um Marion sem þorpsbúum finnst einkennileg stelpa og um kirkjuna stóru sem hún vill ekki láta rífa vegna þess að þar inni búa englarnir sem Sviðinn skar út fyrir mörg hundruð árum. Hún fær Patr- ick Pennington í lið með sér fyrst - og svo berst þeim óvæntur liðsauki frá Ameríku, kannski fyrir krafta- verk. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Almennt verð kr. 197.60. Félags- verð kr. 167.95. Mál og menning Mömmustrákur Fyrsta bók Guðna Kolbeinssonar heitir „Mömmustrákur” og er saga fyrir börn á öllum aldri. Bókin fjallar um lítinn strák sem á upp- vaxtarárum sínum fer með mömmu sinni vítt um land og lend- ir í margvíslegum ævintýrum. Faðir drengsins býr í Reykjavík, en þeir feðgar hafa aldrei hist. Vandi hins föðurlausa barns er megin við- fangsefni bókarinnar, en á öllu er tekið með léttri gamansemi og undirtónninn er mannlegur og ljúf- ur. Verð kr. 197.60. Vaka Hvar er Hvar er Depill? Fyrir yngstu lesendurna, bráð- skemmtileg og sérkennileg mynda- bók um hann Depil, sem ávallt er að fela sig. Texti og myndskreyting eftir Eric Hill. Verð kr. 98.90. Bókaforlag Odds Björnsson Eðvarð Ingólfsson Birgir og Ásdfs eftir hinn vinsæla umsjónarmann unglingaþátta í hljóðvarpi, Eðvarð Ingólfsson. Mögnuð og eldhress bók um ástir unglingsáranna, sambúðina og fyrsta barnið, skrifuð af þekkingu og hreinskilni. Sjálfstætt framhald bókarinnar Gegnum bernskumúr- inn. Verð kr. 197.60. Æskan Þessi bpk hlðut mikla» vin&artttír 1 Dan- mörku. þegar hun kont þar u». Hun seldisl strax upp oy vor ondurpientuö. Þelta er saga um ðfriska frumskógardrengínn Njagvue. scm tuaust til mennla og tók sór nalntö Pétur. Frumskógar- dreng- urinn Njagwe Höfundur: Karen Herold Olsen Saga um afrískan dreng, sem brýst út úr frumskóginum og til mennta. Hlaut afar miklar vinsældir í Dan- mörku þegar hún kom þar út. Verð kr. 161.00. Skjaldborg Þrautir fyrir börn Þrautir fyrir börn hefur að geyma hundrað skemmtileg, myndræn og þroskandi viðfangsefni fyrir börn. Við val á þrautunum hefur verið tekið tillit til þess að börn á aldrin- um 6-12 ára fái hér frístundaverk- efni við sitt hæfi, en bókin er í raun fyrir börn á öllum aldri. Þrautirnar þröska ekki síst athyglisgáfu barn- anna, einbeitingar- og skipulags- hæfileika þeirra. Guðni Kolbeins- son þýddi bókina og staðfærði Verð kr. 197.00 Vaka.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.