Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 st jórnmál á sunnudegi Geir Félagsleg þjónusta Gunnarsson formaður fjárveitinga- nefndar er hvergi skert Sá samdráttur sem orðið hefur í þjóðartekjum á þessu ári og fyrir- sjáanlegur er á næsta ári setur mark sitt á afgreiðslu fjárlaga að þessu sinni. Áhrifin á tekjur ríkissjóðs eru ljós þegar haft er í huga að óbeinir skattar nema um 80% af heildartekjum ríkissjóðs en spáð er um 8% samdrætti í almennum vöruinnflutningi að raungildi á næsta ári, en pólitískar stjórnunar- aðgerðir í þjóðfélaginu hljóta að stefna að því að draga úr viðskipta- hallanum svo sem unnt er. I forsendum fjárlagafrumvarps- ins er í samræmi við þjóðhagsspár gert ráð fyrir meiri almennunt verðlagshækkunum á næsta ári en hækkun tekna ríkfssjóðs. Miðað við reikniforsendur frum- varpsins er hlutfallið milli aukning- ar útgjalda miðað við aukningu ríkistekna á þann veg að á móti 42% almennum verðlagshækkun- um geti hækkun tekna ríkissjóðs numið 36%. Petta bil er sá vandi sem m.a. er við að fást og er þá á það að líta, að miðað við sömu forsendur verður að gera ráð fyrir að ákveðnir stórir útgjaldaliðir hækki verulega meir en almennum verðlagshækkunum nemur. Félagsleg þjónusta óskert Utgjöld til ailra sjúkrahúsa í landinu og til tryggingabóta al- mannatrygginga sem nema 33% af heildarútgjöldum ríkissjóðs, hækka þannig unt 61.4% miöað við sömu forsendur, um 42% al- mennar verðlagshækkanir. Það þrengist því um þætti í fjár- lagafrumvarpinu, einkum þegar sú stefna er grundvallaratriði í fjárlag- agerðinni að félagsleg þjónusta sé hvergi skert heldur þvert á móti aukin á ýmsum sviðum á sama tíma og nágrannaþjóðir okkar mæta fjárhagserfiðleikunum með því að stórskerða þjónustu, sem almenn- ingur hefir hlotið af opinberri hálfu. Það hefir því við fjárlagagerðina orðið að þrengja að í rekstrargjöld- um ýmsum og framkvæmdaliðum og Ijóst að ýmsir munu finna til þess. Hin síðari ár, þegar þjóðartekjur jukust, hefir félagsleg þjónusta og félagsleg réttindi verða aukin á margvíslegan hátt. Má þar til nefna greiðslur úr almannatryggingum á nýjum þjónustuþáttum, greiðslu fæðingarorlofs, hækkun raungildis tekjutryggingar, bætta heilsu- gæslu, aukna aðstoð við þroska- hefta og ellihruma. Aðhalds er þörf Ég hefi áður minnt á, að slík stór- felld árleg aukning þjónustu hlýtur að jafnaði að verða að byggjast á verðmætaaukningu í framleiðslu- atvinnuvegunum ef slík þjónusta á ekki að draga úr ráðstöfunarfé þjóðfélagsþegnanna á öðrum svið- um. Slík tilfærsla á nýtingu fjármuna á fullan rétt á sér, en menn verða þá að. gera sér grein fyrir því að reikning aukinnar þjónustu og samfélagslegrar neyslu jafnt á þess- um sviðum sem öðrum, hljóta þjóðfélagsþegnarnir að greiða og ættu því að láta sig miklu varða hvernig að henni er staðið. Hvort aöhald er t.d. viðhaft varðandi húsnæðisnotkun og starfsmanna- hald þeirra stofnana sem þjónust- una veitir. Það er oft býsna erfitt að koma við slíku aðhaldi. Ráðamenn stofn- ana telja sig færasta um að dæma um þessar þarfir og viðkomandi fagráðuneyti verða á stundum hluti þrýstihóps í þeinr efnum. Útgjaldavítah ringur Þegar ríkissjóður greiðir 85% byggingarkostnaðar sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og 100% bygg- ingarkostnaðar heimavistarhús- næðis í skólum er hætt við að þeir sem kalla eftir slíku húsnæði skeri stundum ekki viö nögl kröfur sent þeir gera. Síðan taka rekstrargjöldin að í- þyngja þeim, sem við húsnæðinu tóku og þá í einhverjum eða veru- legum mæli meiri rekstrargjöld en þurft hefði að vera, ef kröfurnar hefðu verið meir við hæfi. Og þá er barátta hafin fyrir aukinni þátttöku ríkissjóðs í rekstrarkostnaði. Þetta getur orðið útgjaldavíta- hringur. Þetta er sannarlega ekki heppi- leg tilhögun í stjórnsýslu að þeir sem nriklu, jafnvel mestu, geta með einum eða öðrum hætti, ráðið um byggingarframkvæmdir, stærðir og tilhögun mannvirkja, séu samtímis að miklu eða öllu leyti firrtir algerlega ábyrgð á rekstrar- kostnaði sem oft ræðst í verulegum mæli af því hvort aðhalds hefir ver- ið gætt um stærðir og hagkvæmni mannvirkja. Framkvœmdum fylgi ábyrgð Við höfum á sumum sviðum tekið hluta af tekjum ríkissjóðs og gert að sérstökum sjóðum sem standa fyrir byggingu þjónustu- stofnana, en rekstur er síðan að öllu leyti á kostnað ríkissjóðs og í stöku tilfellum að nokkru leyti á kostnað sveitarfélaga sem engu ráða um byggingarframkvæmdir. Ég held að þetta geti til lang- frama naumast verið ákjósanlegt fyrirkomulag, að þeir sem efna til framkvæmdanna og ráða mestu eða öllu um tilhögun þeirra hafi í rauninni engra hagsmuna að gæta í því efni að aðhald sé viðhaft um stærð húsa og mannahald í fram- haldi af því. Betra væri að slíkir sjóðir væru þá stærri en tækju að einhverju leyti þátt í rekstri í nógu ríkum mæli til þess að hafa beinna hags- muna að gæta í því efni, að ekki fari meira fé til reksturs en brýnasta nauðsyn krefur. En það atriði ræðst að verulegu leyti við ákvörð- un um stærð og tilhögun byggingar- innar. Nýbyggingar og nýting eldri stofnana Það kom fram í sjónvarpi fyrir skemmstu að gamlar stofnanir, eins og Kópavogshæli sem annast þjónustu við erfiðar aðstæður og knappt mannahald, svo að ekki sé meira sagt, fá í raun ekki svo fljótt sem skyldi úrbætur í þessu efni, vegna þess m.a., að ríkissjóður þarf á ári hverju að sjá fyrir nýju starfsliði í nýjar stofnanir, þar sem allt aðrar og meiri kröfur eru gerðar um húsrými og fjölda starfs- liðs. Og framundan hjá þeim sjóði sem að þessum vissulega bráðnauðsynlegu framkvæm'dum stendur, er að hrinda í framkvæmd þeirri fyrirætlan að við þeirri starf- semi sem nú fer fram í Kjarvalshúsi og ekki er nægilega fyrir séð, taki nýbygging sem kosta mun 75.0 millj. króna með 54 manna starfs- liði. Hverjir verða möguleikar til að bæta úr, þar sem starfsemi er nú rekin við illan aðbúnað, þegar kemur að því að sinna þeim út- gjöldum sem fylgja slíkum nýbygg- ingum? Ég held að ekki verði nægilega á það minnt, að byggingarkostnað- urinn er í sjálfu sér tiltölulega lítill hluti þeirra vandamála sem allir keppast við að leysa á hinum ýmsu sviðum í heilbrigðis-, og mennta- og félagsmálum. Og ég tel ekki heppilegt að alls engin tengsl séu milli þess eðlilega framtaks ýmissa aðila að knýja á um uppbyggingu stofnana og síðan ábyrgðar á því hvernig verður fyrir rekstrarkostn- aðinum séð. Menn mega kalla þetta íhaldssamar skoðanir. Ég kippi mér ekki upp við það. Kaflar úr ræöu viö aöra um- ræöu um fjár- lagafrumvarpi fyrir áriö 1983 Sjóðir hafa ekki annað hlutverk en koma fjármunum ríkisins í byggingar nýrra stofnana, hvernig sem árar. Rekstrarkostnaður bæt- ist einfaldlega við ríkisútgjöldin. Félagasamtök hefja byggingu þjónustustofnana og fara fram á nokkrar milljónir í byggingarstyrk. Það er í sjálfu sér minnsta málið að verða við því, en síðan er ríkinu afhentur árlegur rekstrarr- eikningur til greiðslu og hann getur verið nokkuð hár. Söfnun, sem myndarlega var að staðið, meðal allra landsmanna nú nýlega, var talin bera mikinn ár- angur. Landsmenn afhentu líklega 13 millj. kr. til að koma í fram- kvæmd miklu nauðsynjamáli. Á sama tíma stóðu auð 20 rúm í nýrri sjúkrastofnun norður í landi. Ár- legur rekstrarkostnaður við að nýta þessi fáu rúm verður ekki langt frá þeirri tölu sem hið ntikla átak meðal allra landsmanna skilaði. Ég nefni þetta einungis til að menn átti sig á því um hvaða tölur er verið að fjalla. Meiri aðgœsla brýn nauðsyn Á allri þessari þjónustu þurfum við að halda og víða er úrbóta þörf. En til þess að undir kostnaði verði staðið með sæmilegu móti og til þess að það verði gert án þess að skerða lífskjör okkar að öðru leyti, að óþörfu, þá verður að koma til meiri aðgæsla varðandi húsnæðis- þörf og mannahald í hverri eins- takri stofnun og hverjum þjónustu- þætti. Og að mínum dómi einhver ábyrgð framkvæmdaaðila á rekstri, þar sem því verður við komið. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að þeir sem gera kröfur varð- andi húsrými og mannaflaþörf hafi enga minnstu hagsmuni af því til hve mikils rekstrarkostnaðar er efnt. Eins og ég áður sagði, hefir við fjárlagagerðina orðið að þrengja að í rekstrargjöldum og fram- kvæmdum og ýmsir munu til þess finna. Skuldahalinn frá ’74-’78 Almenningur hefir orðið og mun verða að haga heimilisrekstri sín- um í samræmi við þrengri kjör og forstöðumenn stofnana ríkisins verða að gera sér Ijóst, að það verða stofnanir líka að gera að því er varðar almennan rekstur og framkvæmdir. Oft hefur verið á það minnst að ríkissjóður hafi síðustu ár aukið tekjuöflun sína samanborið við t.d. árin 1974-1978, en framhjáþvílitið að á þeim árum voru útgjöld ríkis- sjóðs verulega hærri en tekjur. Það var ekki aflað tekna fyrir öllunr út- gjöldunr þeirra ára, heldur var hall- anum þá mætt með seðlaprentun hjá Seðlabankanum. Til viðbótar útgjöldum hinna síðustu ára, hefir því einnig orðið að afla tekna til að greiða skuldahala ríkissjóðs frá hinum fyrri. 1.400 milljónir í skuldaslóðanum Skuldir ríkissjóðs við Seðla- bankann námu í árslok 1978 á nú- gildandi verðlagi 1.406.3 millj. króna, eða 140 milljörðum gamalla króna, og á 3 ára tímabilinu 1979- 1981 hefir ríkissjóður greitt vexti og afborganir af þessari skuld, upp- hæð sem nemur tæplega 1.400 millj. króna eða jafngildi allra framkvæmda eins og lagt er til að þær verði á næstu fjárlögum til grunnskóla, dagvistarstofnana, í- þróttamannvirkja, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hafnarfram- kvæmda og flugmála í Vh ár. Þetta hefir farið til að greiða skuldaslóða ríkissjóðs hjá Seðlabankanum. Ekki á ný í hallarekstur Nú þegar þrengir að er ekki ætl- unin að leysa vandann með hlið- stæðum hallarekstri, en það hefir í för með sér að herða verður að víða í ríkisrekstrinum. Æði oft hefir það verið svo, þeg- ar komið er að afgreiðslu fjárlaga- frumvarps, að endurskoðun á tekj- uhlið þess hefir gefið tilefni til að hækka tekjutölur svo að sæmilega hefur um munað. Svo er ekki að þessu sinni. Samkvæmt upplýsing- um forstöðumanns Þjóðhagsstofn- unar, en hann kom á fund fjár- veitinganefndar fyrir skemmstu, er almennt ekki unnt að gera ráð fyrir að tekjuliðir geti verið hærri enda þótt ávallt sé um nokkra óvissu að ræða í því efni í einstökum atr- iðum. Með tilliti til þessara aðstæðna, hefir fjárveitinganefnd í störfum sínum takmarkað breytingatillögur sínar sem allra mest við að hækka framlög, einkum til félagssamtaka að krónutölu í átt við þá verðlags- þróun þegar þau eru óbreytt í fjár- lagafrumvarpi frá núgildandi fjár- lögum, svo og leiðrétta nokkra út- gjaldaliði þar sem ekki verður undan vikist. Og um helmingur þeirra út- gjaldahækkunar sem í tillögum nefndarinnar felst er á fram- kvæmdaliðum sem eru hækkaðir í átt við verðlagsbreytingar en í frumvarpinu voru þeir að krónu- tölu hækkaðir að meðaltali aðeins um 30% frá raungildi framkvæmd- afjár á þessu ári. Fjárveitinganefnd að störfum ásamt starfsmönnum hagsýslunnar nú í vikunni. A myndinni má m.a. sjá nefndarmennina Egil Jónsson, Friðrik Sophusson, Lárus Jónsson, Geir Gunnarsson formann, og Þórarin Sigurjónsson. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.