Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 Minning Júlíana Þuríður Gíslína Að leiðarlokum vil ég votta virð- ingu mína og þakkir fyrir ómældar ánægjustundir á liðnum árum á Norðurkotsheimilinu. Gengin er góð kona. Hulda Pétursdóttir Útkoti Einarsdóttir Fædd 24. 7. 1903 — Dáin 13. 12. 1982 Pegar Lúsíuhátíðin gekk í garð og boðaði frið og kærleika á meðal manna kvaddi þennan heim öldruð velgerða- og vinkona mín, hún var fædd á Apavatni í Grímsnesi. Móðir: Ólavía Guðmundsdóttir, Gestssonar og Kristínar Ólafsd. ér bjuggu í Harðbala á Flóðatanga í Kjósahrepp. Faðir: Einar Gíslason, ættaður austan úr Grímsnesi. Völundur hinn mesti 02 smiður 2Óður. Höfðu kynni þeirra Einars og Ólavíu haf- ist er hann var við smíðar í Kjós- inni. Flutti hún síðan með honum austur í Grímsnes og ól barn þeirra á Apavatni, þar sem hún var vinnu- kona. Skömmu síðar hvarf hún aftur heim í sína fæðingarsveit með dótturina Júlíönu Þuríði. I Harðbala á Flóðatanga voru aö minnsta kosti fjórar þurrabúðir um aldamótin. Kristín og Guðmundur bjuggu í duggunarlitlum torfbæ er stóð rétt í flæðarmáli við Hvalfjörð og í hafátt gekk brimaldan yfir bæ- inn, sem var nánast aðeins kytra eða eitt stafgólf og við hlið hans bæjardyr með hlóðum innst. Þau voru ekki rík af veraldarauði og eina ljóstýru við ljórann létu þau sér nægja sem hitagjafa, máski gat það orðið leiðarljós litlum árabát á heimleið úr róðri. Enga klukku áttu þau til þes að vita hvað tím- anum leið en fóru eftir sjávarföllum og almanaki en það var eini mun- aðurinn sem þau veittu sér, og kostaði það þá 12 aura. Kristín var gæðakona en fátæktin skar þeim þröngan stakk. Guðmundur var vel gefinn, gamansamur og hnytt- inn í tilsvörum og snyrtimenni hið mesta eins og garður sá er hann hlóð um túnblett þann, er fylgdi þurrabúðinni sýndi glöggalega. Á þennan túnblett bar hann vel þara og þang, heyjaði svo á sumrum og seldi, því enga skepnu átti hann og svo mun hafa verið um flest þurrabúðarfólk. Börn áttu þau nokkur, meðal þeirra var Unn- ur er gift var Níelsi á Helgafelli í Mosfellssveit og Ólavíu móðir Júlí- önu Puríðar en hana skildi hún eftir í Kjósinni og fór suður á land þar sem heitmaður hennar starfaði. Vegna fátæktar gátu þau ekki sett saman heimili en eignuðust þá fleiri börn. Að endingu settist Ólavía Guðmundsdóttir að suður með sjó giftist og átti böm. Hún andaðist í hárri elli nærri 100 ára gömul. Einar Gíslason giftist síðar og átti börn. Árið 1905 var Júlíönu Þuríði komið í fóstur, þá alveg ósjálf- bjarga af næringarskorti, til Guð- rúnar Jónsdóttur og Einars Jóns- sonar í Hvammsvík í Kjós og reyndust þau henni vel. Þremur árum síðar eða 1908 flytja þau að Morastöðum í sömu sveit og þar ólst hún upp. Það voru hamingju- stundir í lífi lítillar stúlku er hún fékk að heimsækja ömmu og afa í Harðbala. En eftir því sem þrek og kraftar jukust fækkaði ferðunum þangað, því alltaf var nóg að snúast heima á Morastöðum og Júlíana var snúningalipur. Guðrún og Ein- ar á Morastöðum tóku ýmsa smæ- lingja á sitt heimili og reyndust þeim vel. Þau tóku því þess vegna ekki þegjandi ef gengið var á hlut barnanna og þau ekki sett undir sama hatt og aðrir. Þannig atvik- aðist það að Júlíana Þuríður var send í skóla í Hafnarfirði, ferming- arveturinn sinn og fermd þaðan. Hún var með afbrigðum hlédræg og fáskiptin um annarra hagi en það var kært með henni og Mora- staðasystkinum og fannst henni jafnan, hún vera ein af þeim. Júlína Þuríður var lagleg stúlka, grönn og kvik á fæti og óþrjótandi vilji hennar til að gera.öðrum til hæfis, einkenndi allt hennar líf. Það kom sér líka vel, því strax og Morastaðabræður uxu úr grasi fóru þeir á vetrarvertíðir og þá tók hún við öllum þeirra útiverkum. Páll fósturbróðir hennar, sem var níu árum yngri en hún og er nú látinn, varð fyrir slysi á unga aldri og var bæklaður á fæti eftir það og átti erfitt með gang, þó vildi hann hjálpa til við útiverkin. Júlíana Þuríður lét sig þá ekki muna um að bera hann á bakinu milli staða ef svo bar undir og það þó hann væri orðinn bæði hærri og þyngri en hún. Unglingsár hennar liðu í þrot- lausu starfi heima á Morastöðum eða annars staðar, þar sem vantaði skammtímavinnukraft eins og títt var á þeim tíma og fengu þá hús- bændurnir launin ef einhver urðu. Júlíana Þuríður var orðin fullra 25 ára gömul þegar hún upplifði æskuvor sitt. Svo var það eina septembernótt, eftir langan vinnudag í kalsarign- ingu á dýjamýrum, að hún vaknar með sárar þrautir.í baki. Guðrún fóstra hennar sem svaf ekki langt frá í baðstofunni, vaknar við lágværar stunur, rís upp við dogg og hvíslar út í dimmuna, hvað er að þér rýjan mín, hefur þú nú étið yfir þig. Svar- ið sem hún fékk var sem þruma eða öllu heldur ísköld vatnsgusa. Á meðan beðið var eftir ljósinu og verið var að búa allt í haginn, tautaði gamla konan, Guðrún fóstra: Hvemig gastu gert mér þetta?, því sagðir þú mér ekki frá þessu?, þá hefði ég að minnsta kosti séð um að þú værir ekki látin ganga í verstu verkin. Svo hækkaði hún róminn og sagði með þunga, hver á krakkann og hvað ætlar þú að gera við hann? Brátt var fæddur nýr íslending- ur, reyndar ósköp lítill og magur en samt sólargeisli móður sinnar. Það átti þó eftir að birta enn meir í huga hennar þegar sagt var við hana. „Sannaðu til þetta er þitt gæfu- spor“. Þegar Gunnar Einarsson tók við búinu á Morastöðum og kom með konuefni sitt Aðalheiði Jónsdóttur úr Grindavík var sem nýtt líf hæfist fyrir Júltönu Þuríði og drengnum hennar. Aðalheiður var ung og tók hana sem jafningja og með þeim myndaðist gagnkvæm vinátta sem að entist á meðan báðar lifðu. I stríðsbyrjun eða árið 1940 söðlaði Júlíana Þuríður um og flutti alfarin frá Morastöðum eftir 35 ára veru með þessu góða fólki. Þá réði hún sig sem vinnukonu í Gufunesi og hafði drenginn með sér. Eftir tveggja ára veru þar flutti hún með son sinn að Norðurkoti á Kjalar- nesi til barnsföður síns, Sigfúsar Jónssonar f. 1/4 1891 á Blikastöðum Mosfellssveit. Þar tók hún við húsmóðurskyldunum sem að voru bæði krefjandi og annasamar, þar eð hún settist í gróið heimili og gestkvæmt. Sigfús var vinamargur og gestrisinn og engan bar svo að garði að hann yrði ekki að ganga í bæinn og þiggja veitingar. Sigfús galt líka heimsóknirnar og var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Þau eignuðust þrjú börn: Krist- inn f. 10/9 1929, kona Gréta Jóns- dóttir frá Vestmannaeyjum. Þau eiga 3 börn, Gerði, Hrönn og Sig- fús, þau slitu samvistum. Guð- mund f. 12/1 1944, ógiftur í Norð- urkoti. Lilju f. 7/1 1946, maður Pétur Guðjónsson, bóndi Vogi á Fellsströnd í Dalasýslu. Börn, Hrefna, Hulda Júlíana, Sigfús, Einar og Hanna Björg. Þeim auðnaðist þó ekki að njóta langra samverustunda því Sigfús andaðist 7/1 1951. Sama ár tók Kristinn sonur þeirra við búinu í Norðurkoti með konu sinni. En Júlí- ana Þuríður dvaldi þar áfram með börn sín og hafði eitthvað af ‘ skepnum. Síðustu árin hefur Júh'- ana Þuríður búið með sonum sín- um og notið umhyggju og alúðar. Alla tíð var hún viljasterk og vinn- usöm og til hinstu stundar reyndi hún að gera skyldu sína og hjálpa til eins og þrek og kraftar leyfðu. í dag 18/12 1982 verður borin til hinstu hvíldar í Saurbæ á Kjalar- nesi, Júlíana Þuríður Einarsdóttir. Hún er horfin, dáin. Þetta orð kemur svo illa við mig. Þó höfðum við ekki þekkst lengi en á milli okk- ar hafði myndast kærleiksband kynslóðabilsins sem dóttur og móður. Ég man hvað ég kveið fyrir fyrsta fundi okkar. Ég hafði lofað að líta til hennar og hlynna að henni. Ég hafði heyrt að hún væri fáskiptin og hlédræg, jafnvel sér- sinna. Þegar ég heilsaði henni svo með hálfum hug, leit hún á mig brosandi og full af trúnaðartrausti. Þar með urðum við vinir við fyrstu kynni. Velkomin nótt, sem allir þreyttir þrá sem þjáða getur svæft með friðarkossi. Þessar ljóðlínur eftir Davíð Stef- ánsson eiga svo vel við og segja allt sem ég ætlaði að segja. Hún var svo þreytt og þráði svo heitt að losna við viðjar líkamans og vera ekki öðrum til byrði. Nú er hún horfin inn á friðarlandið en ég gleðst yfir öllum þeim ánægjustundum sem að við áttum saman. Guð blessi minningu hennar. Gunna. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn Aðstoðardeildarstjóri óskast á sængurkvennagang 22b. Hjúkrunarfræðingar með Ijósmæðramenntun ósk- ast á sængurkvennaganga. Ljósmæður óskast á sængurkvennaganga. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar- forstjóri í síma 29000. Kleppsspítali Aðstoðardeildarstjóri óskast á deild I frá 1. mars 1983. Aðstoðardeildarstjóri óskast á deild XI. Hjúkrunarfræðingar óskast við hinar ýmsu deildir spítalans. Fastar vaktir koma til greina. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Kleppsspítalans í síma 38160. Læknaritari óskast á Kleppsspítala og geðdeild Landspítalans. Stúdentspróf eða sambærileg mennt- un áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunn- áttu. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalannafyrir30. desembern.k. Upp- lýsingar veitir læknafulltrúi Kleppsspítalans í síma 38160 eða skrifstofustjóri geðdeildar Landspítala í síma 29000. Starfsmaður óskast í fullt starf við barnaheimili Kleppsspítala frá 1. janúar n.k. Upplýsingar veitir for- stöðumaður barnaheimilisins í síma 38160. Kópavogshæli Sálfræðinguróskast við Kópavogshæli. Umsóknirer greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 15. janúar 1983. Upplýsingar veitir yfirsálfræðingur Kópavogshælis í síma 41500. Ríkisspítalar Reykjavík, 19. desember 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.