Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 19
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA M Við Ægisdyr Saga Vestmannaeyjakaupstaöar í 60 ár eftir Harald Guðnason Út er komið fyrra bindið af sögu Vestmannaeyjakaupstaðar og nefnist Við Ægisdyr. Saga Vest- mannaeyjakaupstaðar í 60 ár. Höf- undur ritsins er Haraldur Guðna- son skjalavörður og fyrrum bóka- vörður í Vestmannaeyjum. Rit þetta er tekið saman að frumkvæði bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, en hún samþykkti á hátíðarfundi í febrúar 1979, þegar 60 ár voru liðin frá fyrsta fundi hennar, að láta skrá sögu Vest- mannaeyjakaupstaðar, og fékk til þess verks Harald Guðnason sem er gagnkunnugur sögu Vestmanna- eyia. I þessu fyrra bindi er sagt frá aðdraganda þess að Vestmanna- eyjasýsla varð kaupstaður með lögum frá 1918; dregin er upp mynd af bæjarlífinu á þeim tíma og sagt frá fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingunni. Rakinn er annáll Vest- mannaeyja 1919-1979 og getið þess helsta er við bar á hverju ári. Þá er í riti þessu gerð rækileg grein fyrir heilbrigðisþjónustu í Eyjum og rakin viðburðarík byggingarsaga sjúkrahúsanna. Örn Bjarnason fortjóri Hollustuverndar ríkisins, og fyrrum héraðslæknir í Eyjum, er meðhöfundur þess kafla. Loks eru svo þættir af þingmönnum Vest- mannaeyja frá endurreisn alþingis. í síðara bindi verður fjallað um hafnargerð, rafveitu, samgöngur, skipulag, bæjarútgerð, hitaveitu og fleiri stofnanir auk bæjarfulltrúa- tals 1919-1979. Haraldur Cuðnason VIÐ ÆGISDYR Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár I Við Ægisdyr er 340 bls. Bókina prýða fjölmargar myndir frá því tímabili sem um er fjallað. Sigur- geir Jónasson hefur séð um þann þátt. Ástmar Ólafsson auglýsinga- teiknari hefur séð um útlit bók- arinnar. Útgefandi er Vestmanna- eyjabær, en dreifingu annast Set- berg. Vistfræði fyrir byrjendur Vistfraeði fyrir byrjendur heitir bók sem bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér. Hún er eftir Cro- all og Rankin og er önnur af tveimur fyrstu bókunum í nýjum flokki. Er lögð áhersla á léttleika og kímni og myndasöguformið notað á nýstárlegan hátt þannig að hið al- varlegasta efni verður öllum að- gengilegt. Vistfræði fyrir byrjendur fjallar um umhverfismál og þá hættu sém lífinu á iörðinni stafar af mengun og slæmri umgengni. Haukur Hafstað.i framkvæmdastjóri Landverndar, skrifar eftirmála og segir meðal annars: „Þessi bók getur vonandi sannfært einhvern lesanda sinn um að við erum ekki einir í heiminum og að við berum sameiginlega ábyrgð á framtíð okkar allra.“ Þýðandi er Pétur Reimarsson. Techiiics Geröu drauminn að veruleika Matur er mannsins megin Eftir Jóhönnu Sveins0ttur Matur er mannsins megin er ný íslcnsk matreiðslubók eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur. Jóhanna hef- ur um skeið skrifað fastan pistil í Helgarpóstinn um mat og matar- gerðarlist. Hún lætur ekki staðar numið við uppskriftirnar, heldur tínir til ýmsan fróðleik og gaman- mál cfninu viðkomandi. Þótt víða sé leitað fanga við öfl- un efnis, er allt hráefni í uppskrift- irnar fáanlegt í íslenskum matvöru- verslunum. Heilræði urn val og meðferð hrá- efnisins og matargerðina sjálfa eru óvenju ýtarleg. Matur er mannsins megin er spennandi og skemmtileg mat- reiðslubók sérhönnuð fyrir ís- lenska bragðlauka. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Útgefandi er Svart á hvítu. Technics Z-25 Verð aðeins 19.890.- Stgr. KEFLAVÍK $ KAUPFELAG HAFNFIRÐINGA. STRANDGÖTU 28 Einar Guðfinnsson Bdlungarvík m WJAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133 “ Technics e

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.