Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 27
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Stöðugt eftirlit hjá Landhelgisgæslunni á miðunum 11 bátum og togara skipað til hafnar Týr á miðunum suður af Vestmannaeyjum. Á síðustu þremur vikum hefur Landhelgisgæslan þurft að hafa af- skipti af 11 netaveiðibátum, sem stundað hafa veiðar fyrir Suður- Vcstur- og Norðurlandi. Þessi bátar hafa stundað veiðar án tilskilinna leyfa frá sjávarútvegsráðuneytinu, eða þá þeir hafa verið með ranglega merkt veiðarfæri eða algerlega ó- merkt, auk þess sem sumir þeirra hafa verið með of mörg net í sjó. Landhelgisgæslan gaf viðkom- andi fiskiskipum fyrirmæli um að sigla þegar til hafnar þar sem mál þessara báta voru tekin fyrir hjá viðkomandi embættum. Gæslan kannar alltaf af og til á hafi úti hvort lögboðinn öryggis- búnaður fiskiskipa sé í lagi og haf- færisskírteini sömuleiðis. Sem dæmi má nefna að á dögunum kom eitt varðskipa gæslunnar að togara á hafi úti fyrir Vestfjörðum sem ekki var með gilt haffærisskírteini. Það hafði runnið út fyrir þremur mán- uðum. Skipstjóranum var skipað að sigla þegar inn til ísafjarðar og koma málum sínum í lag. - lg- Innanlandsflugiö um jólin Aukaferðir á alla staðina 400 íslendingar á Kanaríeyjum um jólin Flugleiðir verða setyi að venju með margar aukaferðir bæði í innan- og utanlandsflugi nú fyrir jólin, en félagið 'reiknar með að flytja 12-14 þús. farþega innan- lands í desember, sem er svipaður fjöldi og fluttur var á sömu leiðum í fyrra. Á aðfangadag verður flogið til Akureyrar, Húsavíkur, Hafnar í Hornafirði, Egilsstaða, Vestmann- aeyja, Patreksfjarðar, ísafjarðar og Sauðárkróks. Innanlandsflugi lýkur kl. 15.30 þann dag, og ekki verður flogið á jóladag, en sam- kvæmt venjulegri áætlun á 2. dag jóla. Ekki verður flogið til Evrópu jóladagana, en síðdegis á aðfanga- dag verður flug til New York og á kvöldi jóladags til Luxemborgar. Millilandaflug verður síðan með eðlilegum hætti eftir áætlun mánu- daginn 27. desember. Liðlega 300 íslendingar verða á Kanaríeyjum yfir jólamánuðina og hátt í 200 renna sér á skíðum í Austurríki fram yfir áramótin. Svæði í og Strandagrunni opnuð Sjávarútvegráðuneytið hefur ákveðið að gripið verði til skyndi- lokana veiðisvæða þegar hlutur þorsks í afla undir 53 cm fcr yfir 25%. Hér er um rýmkun að ræða frá fyrri reglum og í samræmi við hana hefur ráðuneytið ákveðið að af- nema bann það sem verið hefur á togveiðum í Þverál og Stranda- grunni síðan 7. desember. Verður svæði þetta, ásamt öðr- um svæðum, sem skyndilokað hef- ur verið, kannað með hliðsjón af þessum nýju viðmiðunarmörkum. -lg- 0HITACHI SflS VIDEO DECK PAL MODEL VT-9300E Myndbandatæki árgerð 1983. Verð kr. 27.500 - afborgunarskiimálar. 5% staðgreiðsluafsláttur. Mjög fullkomið tæki. Vilberg og Laugavegi 80 sfmar 10259 og 12622 Vinningar verða birtir r a Þorláksmessu Happdrætti Þjóðviijans 1982 Daihatsu Charade Litasjónvarp frá Radíóbúðinni Húsgögn frá TM fyrir 25.000 kr. Umboðsmenn og aðrir sem hafa happdrættismiða undir höndum eru hvattir til að gera skil sem allra fyrst. Skrifstofan að Grettisgötu 3 er opin í dag laugardaq frá kl. 13-18. Sími 17504.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.