Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 Gegn veðri og vindum Lán frá Alþjóða- gjaldeyris- sjóðnum í frétt frá Seðlabankanum segir: í dag veitti Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn Seðlabankanum svokall- að jöfnunarlán að fjárhæð 21,5 milljónir sérstakra dráttarréttinda, en það jafngildir um 385 milljónum króna. Lán þetta er veitt til að jafna að hluta lækkun útflutnings- tekna á þessu ári og gengur lánsféð til þess að styrkja gjaldeyris- stöðuna. Lántakan er án sérstakra skilyrða af sjóðsins hálfu. Seðla- bankinn hefur þrisvar áður tekið hliðstæð lán vegna lækkunar út- flutningstekna, þ.e.a.s. á árunum 1967, 1968 og 1976. í síðasta mánuði dró Seðlabank- inn einnig á innstæðu sína hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum fjárhæð, sem nam 9,1 milljón sérstakra dráttarréttinda eða sem svarar um 160 milljónum króna. Á erfiðleikaárunum 1974-1976 tók Seðlabankinn lán hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum samtals að fjárhæð 62,2 milljónir sérstakra dráttarréttinda, sem svarar til um 1100 milljóna króna. Af þeirri fjár- hæð er nú aðeins ógreitt 1,7 milljón sérstök dráttarréttindi, sem greidd verða á næstu þremur mánuðum. Varhugavert að slaka á í rekstri Landhelgis- gæslunnar „Stjórn Slysavarnafélags íslands vill af gcfnu tilefni minna á það mikilvæga hlutverk sem Landhelg- isgæslan gegnir sem hlekkur í björgunar- og öryggisþjónustu landsmanna, ekki síst sjómanna. Eins og nú er háttað tækjakosti og útgerð hjá Landhelgisgæslunni hefur stórlega verið slakað á í þess- um efnum, og verður að telja það varhugaverða þróun,“ segir í frétt frá Slysavarnafélaginu. Stjórn fé- lagsins heitir á þá sem þessum mál- um ráða, einkum fjárveitingarvald og ríkisstjórn, að beita sér fyrir .eflingu gæslunnar þannig að hún geti sinnt verkum sínum sem skyldi. Dregið í verðlaunagetraun Þjóðviljans Aftur hlaut Skaga- maður verðlaunin „Ég er ánægður með þetta. Það er alltaf gaman að hljóta vinninginn,“ sagði Guðjón Þ. Ólafsson járnsmiður á Akra- nesi sem var sá heppni í verðlaunagetraun Þjóðviljans í desember, og hlaut 5000 króna vöruúttekt. Raunar gekk ekki þrautar- laust að draga nafn Guðjóns út úr fjallháum bunka aðsendra lausna. Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun sent svar meööll- um réttum lausnum lá á borð- inu. Hitt er einnig eftirtektarvert að báðir vinningshafarnir í verðlaunagetraun Þjóðviljans ' ■ ■ . - ■ : >' X ‘ :'r . hingað til eru frá Akranesi. Við spurðum Guðjón hvort Skaga- menn væru almennt svona mik- il lukkutröll. „Það veit ég ekki, en ég tel að hér sé komið kjörið tækifæri fyrir Skagamenn að gerast áskrifendur að Þjóðviljanum. Við virðumst eiga sérstaklega góða möguleika þegar dregið er í verðlaiinagetraun blaðsins." Ekki var Guðjón búinn að upp v est fvt verðlaunin. erurn að vella þessu fyrir okl ur, en hitt er víst að þessi veri laun koma sér vel núna í jól; mánuðinum.“ Guðjón Þ.ÓIafsson Miklar annir í þinginu fyrir jól \ 24 haia lát- ist og 712 slasast í umferðinni Þegar aðeins 1 manuður lifði árs- ins höfðu alls 24 Islendingar látist af slysförum það sem af var árinu, sem er tveimur fleiri en á sama tíma í fyrra, og 712 slasast í umferðinni sem er þó nokkuð fleiri en 11 fyrstu mánuði fyrra árs. Af þeim sem slös- uðust voru tæplcga 400 lagðir á sjúkrahús, þar af 340 illa slasaðir. Þessar tölur eru hryggilega háar þegar horft cr til þeirrar jákvæðu þróunar scm orðið hefur alls staðar í nágrannalöndunum þar sem slys- um og dauðsföllum í umferðinni hefur stórlega fækkað. Mun íleiri karlmcnn slasast í um- ferðinni en konur eða 461 maður á móti 275 konum. Athyglisvert er að reiðhjólaslys- um hefur fækkað nokkuð frá því í fyrra, en vélhjólaslysum hefur á sama tíma fjölgað. 1 nóvember urðu 37 meiriháttar slys í umferðinni. I þeim létust tveir vegfarendur og 37 slösuðust, þar af 27 alvarlega. Þetta er þó nokkru betri útkoma cn í sama mánuði í fyrra, en þá slösuðust 48 í umferð- inni, þar af 31 verulega. - Ig- í dag vörp um lífeyrissjóð bænda, mál- efni aldraðra, verðjöfnunargjald af raforku, meðferð opinberra mála (hækkun sektarákvæða), eftirlaun aldraðra og um lengingu orlofs. Frumvarp um tekjustofna sveitar- félaga fékk á sig breytingartillögu í neðri deild þar sem samþykkt var að fella niður ákvæði um lækkun stofns til álagningar fasteigna- skatta. Gert er ráð fyrir að þinghaldi verði frestað í dag til 17. janúar, en í gær var óvíst með hvaða hætti það yrði gert. Ef það er gert með þings-, ályktunartillögu þýðir það heim- ild til ríkisstjórnar til að gefa út bráðabirgðalög; annars yrði ein- faldlega gert hlé fram í janúar. ! -óg . m Fjárlög afgreidd Mörg frumvörp að lögum fyrir jólahátíðina JólaleyFi þingmanna hefst væntanlega í dag, en þá er gert ráð fyrir að afgeiðslu fjárlaga Ijúki. Miklar annir hafa verið í þinginu eins og ævinlega síðustu daga fyrir jólaleyfi. Fyrsta þingmannafrumvarpið varð að lögum í gær, en það var frum- varp sem Guðrún Helgadóttir flutti ásamt fleirum um greiðslu lífeyris með börnum sem fædd eru eftir slys sem lífeyrisþegi varð fyrir. Þá voru fjölmörg frumvörp afgreidd, sem eru flutt af ríkisstjórninni. Meðal þeirra voru stjórnarfrum- Ragnar Arnalds fjármálaráðherra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.