Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin lg. - 19. desember 1982 kvikmyndir Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Kvennabærinn (La Citta’delle Donne) Italía, 1979 Leikstjórn og handrit: Federico Fellini Kvikmyndun: Giuseppe Rotunno Tónlist: Luis Bacaliv Leikendur: Marcello Mastroianni, Ettoro Manni, Bernice Stegers. Sýningarstaður: Regnboginn. Loksins er hún komin, kvenna- myndin hans Fellini, og svíkur á- reiðanlega engan. Mikið hefur verið skrifað ög skrafað um þessa mynd, og m.a. hafa sumir fulltrúar nýju kvennahreyfingarinnar í Evrópu fundið henni flest til foráttu. Það er varla við öðru að búast, þegar ítalskur karlmaður, kominn af létt- asta skeiði og þar að auki frægur „kvennamaður" tekur sig til og gerir kvikmynd um konur. Ég held þó að flestir geti orðið sammála um að sú gagnrýni sé útí hött sem segir að konur séu sýndar á niðrandi hátt Katzone heldur til að heiðra ást- mey númer 10.000. Þriðji og sfðasti hlutinn er rennibrautarferð inní heim bernskunnar, þar sem Snap- oraz rifjar upp minningar sínar um hinar ýmsu konur sem umkringdu hann ungan og lendir loks á eins- konar fjölleikasviði þar sem hver kappinn á fætur öðrum er lagður að velli en þegar Snaporaz er kallaður fram til bardaga er sviðið autt og enginn fjandmaður sýnilegur. Hann fer að klifra uppí turn sem virðist engan enda ætla að taka og auðvitað endar þetta með því að hann hrapar, svífur í lausu lofti og vaknar þar sem hann situr í lestar- klefanum andspænis eiginkonu sinni, en hjá þeim í klefanum sitja nokkrar persónur sem við könn- umst við úr draumnum. Táknmál Kvennabærinn er hreinasta gull- náma fyrir sálfræðinema, stútfull af táknum. Lestin sem fer inn í dimm göng fyrst í myndinni og aftur inn í sömu göngin í myndarlok, turninn sem Snaporaz klífur, rennibrautin - allt ætti þetta að gleðja hjörtu þeirra sem eitthvað hafa gluggað í Freud gamla. Og þeir sem hafa fylgst með Fellini gegnum árin fá líka heilmikið fyrir sinn snúð, því Kvennabærinn er rökrétt framhald af myndum einsog 8'A og Giulietta Konan í lestinni, sem Snaporaz eltir á kvennaráðstefnu úti í skógi F ellini og konur nar Marcello Mastroianni í hlutverki Snaporaz. í Kvennabænum. Málið er nefni- lega það, að Kvennabærinn erekki kvikmynd um konur, heldur Fellini sjálfan og viðhorf hans til kvenna. gamminn geisa, einsog honum ein- um er lagið. Undarlegur draumur Einsog oft áður er það Mastroi- anni sem er talsmaður Fellini í þessari mynd. Hann heitir Snapor- az í myndinni, miðaldra maðurog dálítið útlifaður, dæmigert kvenna- gull af gamla skólanum. Myndin hefst á því að hann sofnar í lestar- klefa og dreymir undarlegan draum, sem lýkur þegar hann vaknar í myndarlok. Innan þessa ramma er að sjálfsögðu allt mögu- legt, og Fellini lætur svo sannarlega gamminngeisa, einsog honum ein- um er lagið. Draumurinn skiptist í þrjá hluta. Snaporaz eltir fallega konu út úr lestinni og lendir á hóteli úti í skógi, þar sem verið er að halda mikla kvennaráðstefnu. Þar gerist fyrsti hlutinn. Næst hafnar Snapor- az í höll Katzone nokkurs, sem er að safna ástmeyjum og hefur breytt höllinni íeinskonarsafn. Þar tekur Snaporaz þátt í veislu sem og andarnir, og gefur endalaus tækifæri til upprifjunar og ígrund- unar. Fyrst og fremst er myndin þó skemmtileg. Það eru nánast engin takmörk fyrir því sem Federico gamla dettur í hug að miðla okkur af sínu fjöruga og ríka hugmynda- flugi. Myndin er veisla fyrir augað, alltaf er eitthvað að gerast og áhorfandinn á fullt í fangi með að fylgjast með því iðandi, grátbros- lega mannlífi sem kvikmyndavélin sýnir honum. Boðskapur? En skoðum nú örlítið boðskap myndarinnar, ef á annað borð er ráðlegt að tala um boðskap þegar Fellini er annarsvegar. Það er nefnilega þannig með Fellini, alveg einsog með Bergman og fleiri stóra snillinga kvikmyndalistarinnar, að þeirra kúnst er kannski fyrst og fremst fólgin í að skapa sérstæðan og stórkostlegan heim, sem þeir bjóða áhorfendum inngöngu í. Maður gengur inn í þennan heim og upplifir hann með öllum skiln- ingarvitum, trúir öllu - a.m.k. meðan upplifunin varir - og gengur síðan út og er ekki samur maður. Það getur hinsvegar vafist fyrir manni að skilgreina þessa upplifun og benda á einhvern ákveðinn boð- skap í verkinu. Er Kvcnnabærinn innlegg í um- ræðuna um jafnrétti kynjanna? Ég held að svo sé ekki, nema við setjum umræðuna í víðasta sam- hengi. Fellini tekur ekki afstöðu, með eða móti konum - honurn finnst málið ekki vera svo einfalt. ítalskur blaðamaður sem ræddi við hann um Kvcnnabæinn túlkaði myndina á þann veg, að heimur kvenna, einsog hann er sýndur í myndinni, og femínisminn tákn- uðu ringulreið framfaranna, en sá öfgafulli karlaheimur sem Katzone lifir í táknaði deyjandi íhaldssemi, stöðnun. Hvorum megin stendur þú? spurði blaðamaðurinn. - Ég er bara ferðamaður, sem á leið hjá. Minn staður er stúdíó númer 5 í Cinecittakvikmyndaver- inu, þar á ég heirna, svaraði Fellini. Svör af þessu tagi eru einkenn- andi fyrir Fellini. Mitt er að yrkja, ykkar að skilja, einsog Gröndal sagði. Myndin segir alt, hún er æv- intýri sem lifir sínu lífi og útskýr- ingar leiða yfirleitt til einföldunar. Ævintýri Það er ekki fráleitt að líkja Kvennabænum við ævintýri. Eins- og þau fjallar myndin í raun og veru um það sem gerist í undir- meðvitundinni. Snaporaz er eins- konar Rauðhetta sem gengur um skóginn, full undrunar og ótta, og mætir úlfinum, sem í þessu tilfelli væri þá konan. Konan með stórum staf, hið kvenlega eðli einsog það var kallað í gamla daga. Þúsundir kvenna túlka þetta kvenlega eðli í myndinni, og þó er áhorfandinn í rauninni engu nær. Sú undir- meðvitund sem hér er á ferðinni tilheyrir nefnilega ekki konu, held- ur sextugum, kaþólskum, ítölskum karlmanni, og sú mynd sem við fáum af konum er myndin sem þessi karlmaður gerir sér af konum. Það er auðvitað fróðlegt útaf fyrir sig, einkum vegna þess að Fel- lini er ekki eini karlmaðurinn í heiminum sem hefur þessar hug- myndir um konur, öðru nær. En þetta segir okkur ekkert um kon- urnar sjálfar. Við vitum ekki hvað þær eru að hugsa sjálfar, aðeins það sem Fellini heldur að þær séu að hugsa. Kvennaráðstefnan er óneitan- lega hlægileg, einsog hún kemur Snaporaz fyrir sjónir. En Katzone er ekki síður hlægilegur sem full- trúi ,.karlmennskunnar“. Snaporaz er líka hlægilegur. Það er tilgangs- laust að leita í þessari mynd að persónu sem er hafin yfir þetta hlægilega, eða eigum við að segja grátbroslega, sent einkennir fólkið í myndum Fellini. Ekkert er hon- um heilagt, þessum sextuga ka- þólikka, allra síst hann sjálfur. Hann er „bara ferðamaður sem á leið hjá“, en ferðamaðurinn glottir útí annað og kannski sæist pínulítið tár í öðru auga hans, ef vel væri leitað. Ég vona að sem allra flestir taki sér frí frá jólastússinutil aðskjótast niðrí Regnboga að sjá Kvennabæ- inn. Þá væri ekki ónýtt að hafa í vegarnesti það sem Fellini sagði eitt sinn um bíóferðir: að fara í bíó er einsog að hverfa aftur inn í móðurskautið. Þarna situr maður kyrr og innhverfur í myrkrinu og bíður eftir að lífið hefjist uppi á tjaldinu. Það sem mestu máli skiptir er að fara í bíó með saklausu hugarfari fóstursins. BUNAÐARBANKINN ■ ■ r ■ ■■■ * ■ ■ ■ r Haaleitisutibu flytur í nýja verzlunar- og þjónustumiðstöð í austurenda HÓTEL ESJU mánudaginn 20. desember Kaffiveitingar fyrir viðskiptavini allan opnunardaginn Verið velkomin! BUNAÐARBANKIISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.