Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐ\ ILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 bókmenntdr Njörður P. Njarðvík: Söguleg skáldsaga Dauðamenn Iðunn 1982 Ég er ein af þeim sem hef fjarska mikinn áhuga á sögu þessarar þjóðar. Margívitnuð eru orð Marx, heitins, um að ef menn læri ekki af sögunni séu menn dæmdir til að endurtaka hana o.s.frv. Sömuleiðis væri hægt að vitna í marga snjalla greininguna sem vitrir menn hafa gert á gildi og mikilvægi men ningararfs og sögu. Ég gæti hreinlega fyllt Þjóðviljann með tilvitnunum þess efnis. Hitt er annað mál að það er á- reiðanlega ekkert spaug að ætla að skrifa sögulega skáldsögu nú til dags. Það er að ráðast á garðinn i þar sem hann er hæstur - svei mér þá. Svartfugl, íslandsklukkan, iGerpla og Yfirvaldið hljóta að hvíla á heröum þess sem það gerir með öllum sínum þunga. Skolla- leikur Böðvars Guðmundssonar og önnur söguleg leikrit hans koma líka upp í huga manna o.s.frv. Samanburður af þessu tagi er ekk- ert sanngjarn en kröfurnar sem fólk gerir til sögulegra skáldsagna eru allt öðruvísi en þær sem gerðar eru til „sagna úr daglega lífinu". Þegar um sögulegar skáldsögur er að ræða spyrja lesendur hiklaust um það hvers vegna höfundar hafi valið viðfangsefnið. Hvaða sam- hengi hann hyggist setja málin í. Hvaða túlkun hann hafi fram að færa, nýja og ögrandi. Menn spyrja með öðrum orðum þegar í stað þeirra spurninga sem þeir eru að muldra feimnir ofaní bringuna þeg- ar um samtímasögur er að ræða. Hvers vegna? Það þarf ekki að velta vöngum yfir því hvers vegna Njörður P. Njarðvík velur sér að viðfangefni hið skelfilega galdramál Kirkju- bólsfeðga í Skutulsfirði 1656. Viðfangsefniðermagnað og hefur þá sérstöðu að séra Jón Magnús- son, þumlungur, skrifaði um það Píslarsögu sína sem er einstæð heimild um þetta mál, aldarfarið og um leið opinskárri skýrsla um sjúkt sálarlíf en aðrar sögur sem skráðar hafa verið á íslensku. Njörður velur sér að túlka þessa atburði þannig, að því er ég best fæ séð, að hann dregur kerfis- bundið úr þeim sálfræði- og félags- lega (og guðfræðilega) hryllingi sem umlykur Píslarsöguna. Hann kýs að túlka þá atburði sem þarna gerðust frá sjónarhóli fólksins á Kirkjubóli, venjulegs, jarðbundins fólks sem vinnur við sinn búskap, neitar að trúa því í lengstu lög að vitfirring sóknarprestsins komi því við - uns ekki veröur rönd við reist og allt verður að hafa sinn hræði- lega gang. Frásagnaraðferðin í Dauða- mönnum undirstrikar þann raun- sæilega, jarðbundna og lokaða heim sem lýst er í bókinni. Þar gef- ur að líta að höfundurinn hefur komið nálægt ljóðagerð; næstum hver einasti atburður bókarinnar er sviðsettur; umhverfið, náttúran, birtan er „sýnd í orðum“ enda er sagan Dauðamenn svo myndræn að lesandi sér hana gerast frá upphafi til enda. Stundum er þessi myndræna sviðsetning undurfalle'g; Ijóð, óður til hinnar hrikalegu náttúru Vest- fjarðanna, umgjörð utan um fólkið og hluti af því: Sólin er horfin. Sólin er horfin og sést ekki á ný fyrr en í lok janúar. Fjörðurinn liggur falinn í skugga - þrengslum brattra fjalla. Skamm- degismyrkur fer í hönd. Fyrir kem- ur að bjarmi sést á himni ofar fjalls- brúnum. Rétt eins og óljós minning um bjarta veröld fulla af sólskini og hlýju. F.n hún er fjarlæg í tíma og rúmi. Bak við þúsund fjöll og hand- an við óteljandi nætur. Hér og nú er veröldin dimm... Þeir sem eru á ferli varpa ekki lengur neinum skugga. Þeir eru sjálfir orðnir að sínum eigin skugga. Myrkriðspenn- ir greipar utan um þá og heldur þeim föstum. Afl þcss er óumflýj anlegt. Það ríkir í veröldinni.. f þessari skuggavcröld er skuggi á ferli... (36-37) Stundum er hin myndræna frá- sögn hins vegar of fáguð að mínu mati, of langdregin, ofunnin þann- ig að manni fer að finnast hún verða þungamiðja kaflanna, skyggja á persónurnar, líf þeirra og örlög. Frásagnaraðferðin í Dauða- mönnum er þannig að „sýnt er - en ekki sagt“ eins og þar stendur. All- ar persónur eru séðar utanfrá, les- andi fær einungis að heyra orð eða sjá gjörðir persóna, söguhöfundur dregur sig í hlé og textinn er allur með þeim sparsamari sem sögur fara af. Svona frásagnaraðferð gerir miklar kröfur til lesanda. Ef hann er ekki tilbúinn til að leggja allt sem hann hefur á móti textanum, lesa málið, sjá hvað í því er falið o.s.frv. - þá þýðir ekkert fyrir hann að vera með þessa bók í lúkunum. Hann verður að þá, vesgú, að fara eitthvað annað. Þegar lesendur hafa hins vegar komið til móts við textann eins og þeir geta, og ef þeir sjá þá að þeir voru einir á stefnu- mótinu - þá geta þeir farið að fussa og sveia. Og hvað er svo sagt? Eins og áður segir fylgir sagan þeim feðgum frá Kirkjubóli og svo Þuríði, dóttur Jóns eldri. Njörður lýsir Jóni eldra sem stórlyndum harðjaxli; vinnusömum og útsjón- arsömum meðalbónda sem ber litla virðingu fyrir æðra máttarvöldum og talar til heimilismanna sinna eins og konungur til þegna sinna. Jón yngri er hins vegar brokk- gengur erfðaprins. Það er til þess tekið bæði í Dauðamönnum og Píslarsögu Jóns Magnússonar hve fallegur, ungur maður Jón yngri er. Séra Jón smjattar á því í sögu sinni, hve grátt hann er leikinn eftir pyntingar og varðhald; gullið hárið orðið „mó- álótt“ og hörundið svart eða blá- leitt. Aftur á móti minnist séra Jón aðeins einu sinni á bónorð Jóns yngra til fósturdóttur sinar og það er furðulegt að hann nefnir Rann- veigu Snorradóttur aldrei á nafn í Píslarsögunni. Rannveig var dóttir Þórkötlu Bjarnadóttur, konu Jóns þumlungs, affyrra hjónabandi. Og Njörður P. Njarðvík tekur þetta mál sem Jón þegir svo fast yfir og notar það í Dauðamönnum. Jón yngri er vel stæður og ekkert því til fyrirstöðu að hann fái Rann- veigar, að því er virðist, en prestur- inn harðneitar. Jón brigslar presti um bað hvað eftir annað í bókinni að hann vilji hafa stelpuna fyrir sjálfan sig og segir þetta almælt í firðinum. Þetta er, að sjálfsögðu, aðdróttun um sifjaspell eða hug- renningasyndir í þá veru - og von að séra Jón, rödd Guðs í þessu byggðalagi, vilji ekki setja á fót umræðuhóp um rnálið. Ast Jóns yngra á Rannveigu veldur þvf að hann er alltaf á (ógn skiljanlegu) vappi kringum Eyri. Hann laumast upp á þekjuna og krunkar svo að stelpan laumist út til hans og allt tekur þetta á sig hryllilegustu myndir í hugarheimi prestsins. Þetta finnst mér býsna gott inn- legg í söguna af átökum þeirra feðga og prestsins og segir mikið innan þess raunsæislega ramma sem sögunni er settur. Sömuleiðis finnst mér endurgerður mjög vel í Dauðamönnum tvískinnungur hinna veraldlegu yfirvalda sem reyna að humma fram af sér sífur sóknarprestsins, reyna að eyða mák inu en vita rnæta vel að fyrr eða síðar verður að stiriga út. Og lýs- ingin á brennu þeirra feðga er óhugnanleg og óhugnanlegt er tómlæti sveitunga þeirra sem segja að það sé... „þeim sjálfum fyrir bestu að þeir brennist." (132) En þarna finnst mér líka megingalli bókarinnar Dauðamanna koma fram. Önnur saga Að þessari bók lesinni sit ég uppi með þúsund spurningar á vörun- um. Eg er mjög forvitin og mér finnst það afar skemmtilegt að fá að vita hvernig konur í gamla daga héldu uppi um sig sokkunum, hvað þær bökuðu og hvernig menn fóru að því að þvo sér (ef þeir gerðu það á annað borð) og hvað menn keyptu í kaupstað o.s.frv. Þjóð- háttarlýsingar af þessu tagi og'dag- legt puð manna kemur lítið fram í Dauðamönnum. Þetta er að sjálf- sögðu val höfundarins, með þeirri frásagnaraðferð sem han kýs sér, myndrænunt, knöppum lýsingum þar sem allt er skorið utan af text- anum, - hlýtur sagan að verða eins og hún er. Og það er þetta val á knappri frásagnaraðferð á þessu frásagnarefni sem ég er ekki alls kostar sátt við. Ég hefði viljað fá miklu meira; meira unt það sambland af slægð og rugli sem einkennir hinn kolbrjál- aða sóknarprest; meira um áhrifin af því á söfnuðinn þegar hann lýsir geðveiki sinni með óendanlegri málsnilld af stólnum, vikulega; meira af efasemdum þeirra feðga um sakleysi sitt og dómgreind; meira um Þorleif Kortsson og hug myndaheim aldarinnar; meira um galdrafárið.... Margt af þessu kemur fram í hin- um sparsama texta Dauðamanna, það þarf bara að bera sig eftir því - og þá víkur sögunni að því fyrir hvern er skrifað. Getur almennur lesandi lagt allt það á móti þessari bók sem hún gerir kröfu um? Er hægt að fága texta svo mjög að fag- urfræðin beri boðskapinn ofurliði? Og síðast en ekki síst - nær þessi bók, eins og hún er, kannski ein- mitt tilgangi sínum með því að vekja spurningar, forvitni og þanka um myrkrið sem seytlar inní sálirnar eftir að valdsmennirnir hafa farið á kreik? Ég vísa um- ræðunni til ykkar. Dagný. Píslarsaga Kirkjubólsfeðga Sólarblíðan fer á flakk Vésteinn l.úðvíksson: Sólarbliðan, Sesselja og mamma í krukkunni. Mál og mcnning. Vésteinn Lúðvíksson hefur skrifað framhald af sögunni um telpuna Sólarblíðu, sent vildi „lifa eftir eigin höfði“ og sneri heldur betur á alla þá gæslumenn sem for- eldrar hennar höfðu sett henni til höfuðs. Til þess haföi hún galdur sem sóttur var til gamals fólks. I nýju bókinni er galdur einnig mjög virkur, en hann kviknar ekki af bandalagi barna og gamals fólks gegn því skelfilega hyski sem for- eldrar eru í heimi sögunnar, heldur er kominn kyndugur strákur til sögunnar, Stebbi kyssustrákur, sem er ættaður úr geimnum. Hann er prins í álögum ævintýrsins - en um leið tengdur við þá tækni- væðingu ævintýrsins sem gerst hef- ur á undanförnum áratugum. Sesselja er vinkona Sólar- blíðunnar, sem þarf á aðstoð henn- ar að halda, því að Sesselja hefur smitast af sjálfstæðisdraumi Sólar- blíðunnar og nú á að taka hana til bæna. Það gerir móðir hennar með aðstoð skelfilegrar nornar, sem er í senn tískudrottning og huglesari. En galdrasteinn Stebba geimstráks ruglar illum áformum hinna full- orðinnu. Eins og vænta mátti vinna börnin sigur. Það gerist þó ekki vandræða- laust, því þeint veröur sjálfum ým- islegt á í messunni og eins og í öðr- um ævintýrum má ekkert út af bera í galdrinum, aðilar málsins verða að virða allar takmarkanir hans, annars getur illa farið. Vésteini hefur tekist betur en í fyrstu bókinni að kveikja saman ævintýraheiminn (með prinsi, galdfi, norn, bannhelgi, breyting- um á hlutverkaskipan ogfleiru), og heim okkar tíma. Það er til dæmis ansi laglega gert, hvernig snúið er við hlutverkum Sesselju og móður hennar, sem er fyrir misheppnaðan galdur orðin svo lítil að hún kemst fyrir í sultukrukku. Sesselja hefur þá yfir móður sinni allar verstu sær- ingar nöldursams einstefnuuppeld- is. Með þessu móti fæst tvennt MAI OCMI '.'IV Vé'temn Luðyíksson SÓLARBLÍÐAN SESSELÍA OG MAMMAN f ' , KRUKKUNNI fram: Vésteinn getur dregið fram frá nýju sjónarhorni það sem hann vill koma að um skaðsemi agaboð- skapar og fyrirskipana - og um leið vikið að því, að í þeim efnum er enginn heilagur. Barnið er orðið harðstjóri um leið og það hefur vald til: það er þá sjálf sú hlutverk- askipan sem valdið skapar sem er af hinu illa. Og Sólarblíðan verður að bíta í það súra epli frelsaranna, Árni Bergmann skrifar að það er vanþakklátt verk að standa í því að „hjálpa krökkum sem ekki vilja láta hjálpa sér“. Eða reynast svo hefnigjörn við fyrri kúgara sína við fyrsta tækifæri að það verður að grípa fram fyrir hendurnar á þeim - hér Sesselju : hættu þessari fólsku við minnihátt- ar (mömmu í krukkunni) og skammastu þín! Þannig er þessi bók með ýmsum hætti rýmri en fyrri sagan af Sólar- blíðunni og með nokkrum hætti skyldari sálfræðilegu raunsæi á bak við uppákomur ævintýrsins. Hitt er svo annað mál, að eins og stundum áður hættir Vésteini til að draga of beinar hliðstæður milli stéttakúg- unar og fjölskyldulífs. Það er eitthvað í því dæmi sem ekki geng- ur upp. Sóíarblíðan er talin fullorðinna- félaginu háskaleg vegna þess að hún vill að „hver maður lifi eftir sínu höfði", - því að bæði skólinn og vinnuaginn hrynja, nái sú hugsjón frain að ganga. Framhald er boðað á þessum sögum, og sýnist leið Sól- arblíöunnar og geimprinsins fyrst iiggja til heims sem er enn lakari en mannheimar og síðan í heim þar sem er „gott að vera“. Samkvænit þessu hefur Sólarblíðan þegar skoðað sig um í Hreinsunareldin- um (á jörðinni), mun stíga niður til heljar og svo upp til Paradísar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Vésteinn leysir paradísarþrautina í þessum leiðslubókmenntum fyrir börn - því hún hefur svo sannar- lega vafist fyrir mörgum mætum höfundi. ÁB. Tveir drengir Bo Carpelan: Boginn. Gunnar Stefánsson þýddi. Iðunn 1982 Jóhann heitir drengur sem segir söguna: hann er eitt sumar nteð foreldrum sínum í skerðagarðinum úti fyrir Helsinki. Þar kynnist hann Marvin, sem býr nteð móður sinni á Boganum lítilli eyju. Marvin er barn að andlegum þroska þótt hann sé sem fullorðinn ntaður að líkamlegum burðum. Sagan segir frá vináttu þessara drengja á látlausan og viðfelldin hátt. Sá háski sem vofir yfir er, eins og fyrri daginn, sá einkum, að „aðrir“ hvorki skilja einstaklinga náttúruna gerir allan textann vin- honum. Til dæmis Eiríkur for- stjórasonur, sem þarf ekki að vera neitt afstyrmi - en þctta „vantar í hann“. Að skilja þá sent eru öðru- vísi. Söguþráðurinn er ekki reyfara- legur, lífsháski sögunnar er tengd- ur sjúkdómi eða þá þrumulestri náttúrunnar. Persónulýsingar eru hlýlegar og ljóðræn vitneskja um náttúruna gerir allan textann vin- samlegan lesanda. Hinum einfalda boðskap bókarinnar er til skila haldið á hófsaman hátt. Gunnar Stefánsson hefur þýtt bókina á ágæta íslensku. ájj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.