Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 15
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Viðtal við Ninu Björk Árnadóttur um nýtt leikrit eftir hana og nýútkomna Ijóðabók „Ef fólk spyr sig eftir að hafa séð leiksyningu: hvererég,-hvað er ég að gera og h vað er ég að fara? eða bara einnar af þessum spurningum, þá er sýningin gott leikhús." Súkkulaði handa Silju Nína Björn Árnadóttir lætur nú skammt stórra högga milli. Nýlega er komin út eftir hana hjáMáliog menningu Ijóðabókin Svartur hestur í myrkrinu og 30. desember n.k. verður frumsýnt á litla sviði Þjóðleikhússins leikrit eftir hana er nefnist Heitt súkkulaði handa Silju. Það þótti því ærin ástæða að fara og sækja Nínu Björk heim og hafa við hana ærlegt viðtal. Skáldkonan á heimavesturíbæ, á Sólvallagötunni, og tók hún blaðamanni á sinn Ijúfa og elskulega hátt. Nýja leikritið var mjög ofarlega í huga hennar eins og eðlilegt er, en hún hefur fylgst gjörla með æfingum. - Um livað fjallar leikritið, Nína? - Það fjallar um Önnu sem er 35 ára einstæð móðir og vinnur lág- launavinnu í verksmiðju. Dóttir hennar er Silja, 15 ára; og er jrunga- miðja leikritsins átök milli þeirra mæðgna. Silju finnst móðir sín hafa gefist upp í lífsbaráttunni í stað þess að gera eitthvað í sínum málum. En þetta er lífsmynstur sem þjóðfé- lagið hefur komið Önnu í. Þetta er grimmt leikrit. - Þekkirðu sjálf líf láglaunakon- unnar? - Já, svona fólk er mjög nálægt mér. - Ertu að flytja ákveðinn boð- skap með verkinu? - Já, ég er nt.a. að benda á hvernig við búunr að láglaunafólk- inu og einstæðum mæðrum og hvernig mynstur karlmannsins mótar Önnu. - Er þetta þá sem sagt ádeila á karlmenn? - Nei, ekki frekar á þá en konur. Ég held að það hljóti að vera mjög erfitt að vera karlmaður og það er erfitt að búa við það mynstur sem við gefum okkur. Við gefum okkur ákveðin mynstur, m.a. vegna þess, hvað við erum hrædd við okkur sjálf og við hvert annað. En svo vill allt fara úr böndunum. - Koma ekki fleiri við sögu en þær mæðgur? - Þráðurinn í leikritinu er þeirra samband en það koma fleiri við sögu, t.d. Dollý, vinkona Önnu. Hún vinnur í fatapressu. Dollý er kát og hress og hefur staðið með Önnu í blíðu og stríðu. Anna er ljóðrænni og viðkvæmari, en þann- ig er konu í hennar stöðu bannað að vera. Það erum bara við, for- réttindafólkið sem eigurn einkarétt á að gæla við tilfinningar og fegurð. - Og svo ku vera söngvar í verkinu. Unglingarnir í Súkkulaðinu: Bangsi, Örn og Silja (Ellert A. Ingimundarson, Guðjón Pedersen og Bára Magnúsdóttir). Súkkulaði handa Silju: píanóleikarinn og Hin konan (Egill Ólafsson og Inga Bjarnason). - Já, Egill Ólafsson hefur samið tónlistina í verkinu og syngur ásamt Ingu Bjarnason söngvara í því. - Geturðu sagt mér nánar um Silju, dótturina, - Hún er reiður unglingur en ræður ekki við ástandið frekar en Anna. - Hvernigfinnstþérgóð leiksýn- ing eigi að vera? - Ef fólk spyr sig eftir að hafa séð leiksýningu: hver er ég, - hvað er ég að gera og hvað er ég að fara? eða bara einnar af þessum spurn- ingunt, þá er sýningin gott leikhús. - Eða það finnst mér. Og ég sé ekki betur en það ætli að takast núna. - Hverjir leika? - Þórunn Magnea leikur Önnu, en Bára Magnúsdóttir leikur Silju. Bára er sjálf unglingur og er í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur Dollý og auk þess leika Þór- hallur Sigurðsson, Sigurður Skúla- son, Jón Gunnarsson, Guðjón Pe- dersen og Ellert Ingimundarson, tveir þeir síðastnefndu leika ung- linga, vini Silju. Inga Bjarnason leikur hina konuna. Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og síð- ast en ekki síst er María Kristjáns- dóttir leikstjóri. - Hvernig hefur þér fundist að fylgjast með þróun sýningarinnar? - Mikil upplifun. Hópurinn er mjög góður og sýnir verkinu alúð. Sköpunarstarf Maríu og leikar- anna hafði mjög inspírerandi áhrif á mig. Mér tókst, finnst mér, að bæta leikritið - skerpa það og fylla. - Og þá er það ljóðabókin. Svartur hestur í myrkrinu. Er ljóðagerðin að beytast hjá þér? Úr Súkkulaði handa Silju. Vinkonurnar Dollý og Anna (Anna Kristín Arngrímsdóttir og Þórunn Magnea) - Ég veit það eiginlega ekki. Ég hef breytt töluvert um lifnaðar- hætti - og er minna hrædd við að tjá mig en áður og finna hugsunum mínum réttan farveg. Og ekki eins hrædd við að vera meðvituð. - Hvers konar ljóð eru þetta? - Ljóð tjá sig sjálf. Bókin skiptist í tvo kafla. í fyrri kaflanum eru innhverfari ljóð. Síð- asta ljóðið þar er Svartur hestur í myrkrinu. I seinni kaflanum eru opnari ljóð, bein orðræða frá fólki. En svarti hesturinn kemur þar, einnig við sögu. - Geturðu helgað þig ritstörfum eingöngu? j - Já, ég hef gert það í mörg ár. Að vísu hef ég gert pínulítið af þvt áð kenna ljóðalestur, framsögn og leikræna tjáningu í skólum og það er mjög „inspírerandi." Svo á ég, mann, 3 stráka, hund og kött. | - Viltu leyfa lesendum Þjóðvilj- ans að sjá eitthvað eftir þig? - Já-já, t.d. ljóð Silju úr leikritinu: Tíminn lilær og hann kastar okkur sífellt til og frá og ég geng götu reiðinnar sem e, grá og dimm og Ijót en það er ég sem gœti annars fundið farveg fyrir þig því að innst innst í allri minni reiði œpir von - GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.