Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 17
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Fyrstu ljóð Ólafs Jóhanns MÁL OG MENNING hefur sent frá sér Ijóðabókina Nokkrar vísur um veðrið og fleira eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Þetta er ný og aukin útgáfa fyrstu Ijóðabókar skáldsins, cn fyrsta útgáfa hennar kom út 1952 og er löngu ófáanleg. í eftirmála höfundar kemur fram að velflest kvæði þessarar bókar hefur liann ort unr og innan við tvítugt, þ.e.a.s. 1937-1943, og ver- ið síðan að krukka í annað slagið. Að nokkru leyti má því segja að Ólafur Jóhann Sigurðsson hafi haf- ið feril sinn sem ljóðskáld, og er forvitnilegt að skoða kvæði bóka- rinnar í því ljósi. Eins og kunnugt er hlaut Ólafur Jóhann bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir aðra og þriðju ljóðbækur sfn- ar, Að laufferjum og Að brunnum. Marco Polo hélt í austur Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Marco Polo cftir Richard Humblc í íslcnskri þýðingu Dags Þorlcifssonar. Bókin er í bókaflokki er fjallar um fröm- uði landafunda og frömuði sögunn- ar og hafa Örn og Örlygur hf. áður gefið út átta bækur í þessum flokki. Marco Polo var tvímælalaust einn af helstu frömuðum sögunnar og för hans til Kína og margra ann- arra landa sem tók næstum aldar- fjórðung var að vonum fræg. Ferðasaga hans hefur um langan aldur verið talin meðal sígildra verka í ferðasagnagerð, en í ferða- sögu sinni fjallar þó Marco Polo furðu lítið um sjálfan sig. í bók- Richard Humble er lögð áhersla á að kynna Marco Polo Endur- minningar Ingólfs á Hellu Ingólfur á Hellu - umhvcrfi og ævistarf nefnist fyrsta bindi ævi- minninga Ingólfs Jónssonar fyrrum ráðherra og alþingismanns, sem Páll Líndal hefur skráð eftir honum sjálfum og Fjölnir gefur út. I bókinni er rakinn uppruni Ing- ólfs og fyrstu störf, og fjallað er ítarlega um það umhverfi er hann ólst upp í á Rangárvöllum. Fjallað er um kaupfélög og landbúnað, og fylgst með Ingólfi er hann hefur þátttöku í stjórnmálum. Ingólfur segir frá því er liann varð fyrst ráð- herra og áður þingmaður, frá sam- þingsmönnum sínum og sam- ferðarmönnum öðrum, og nrörgu öðru. Bókin hefur að geyma sæg Depill Svart á hvítu hefur gefið út barna- bókina Depil eftir hinn vinsæla barnabókahöfund Margret Rey. Depill er lítil kanína sem er öðru- vísi en allir aðrir t fjölskyldunni. Þess vegna er hann skilinn eftir einn heima þegar öll hin fara í af- mælisveislu til afa. En óvæntir at- burðir í lífi Depils verða til þess að hann tekur gleði sína á ný og allt fer vel að lokum. Þetta er bók sem vekur til umhugsunar. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Þýðandi er Guðrún Ö. Step- hensen. NOKKRAR VÍSUR l)M VEDRIDOÖ FLKIRA Ölut'or Jóhann Sígurdsson 4, Þessari útgáfu fylgir viðauki með fáeinum kvæðum sem kveðin voru á árunum 1934-1940 og birtust um svipað leyti í blöðum og tímaritum en höfðu ekki verið tekin í fyrstu útgáfu. sjálfan, persónuleika hansogskap- gerð. Þykir Humble hafa tekist sér- lega vel til að skýra sögu Polos og greina frá svaðilförum hans og ævintýrum. VIÐ ÆGISDYR Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár Eftir Harald Guðnason Saga Vestmannaeyja- bæjar er saga byggðar- lags sem vex úr fá- mennu sjávarþorpi stærsta og þróttmesta útgeröarstaö landsins. Höfundur VIÐ ÆGISDYR I er Haraldur Guönason skjalavöröur og fyrrum bókavörður í Eyjum, gagnkunnugur sögu Vestmanna- eyja og lipur penni. í þessu fyrra bindi er sagt frá kaupstaðarréttindamálinu, rakinn annáll Vestmannaeyja 1918—1979, sögö hin merka saga heil- brigöisþjónustu í Eyjum og gerö grein fyrir þingmönnum Vest- mannaeyja frá 1845. í sögu Vestmannaeyjabæjar speglast meginþættir íslandssög- unnar á þessari öld: stjórnfrelsi, breyttir atvinnuhættir og betri lífskjör. VIÐ ÆGISDYR er myndskreytt bók. Útgefandi: Vestmannaeyjabær. Dreifing Setberg Freyjugötu 14, sími 17667. upplýsinga sem ekki hafa komið fram áður. Ingólfur var sem kunnugt er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn allt frá 1942 til 1978, og um áratugaskeið einn helsti leiðtogi hans. Er fróðlegt að sjá viðhorf hans til manna og málefna á löngum starfsferli í fremstu röð ís- lenskra stjórnmála. ÞEIR ERU KOMNIRI ✓TIGft. brunsleðarnir eru ekta sænsk gæðavara hraðskreiðir# sterkir og örugg Verð kr. 1.296.- barnasleðar — níðsterkir, léttir og mjög öruggir. Fyrir börn 6 ára og yngri. Verð kr. 768.- sænsku brunsleðarnir frá STIGA sem hafa farið sigurför um Norðurlöndii Spítalastíg8og viðóðinstorg. Símar: 14661 og 26888. Varahlutaþjónusta Heildsölubirgðir f yrírligg jandi. • •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.