Þjóðviljinn - 22.12.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Síða 3
Miðvikudagur 22. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Það birti yfir Kópavogi síðdegis í gær, þegar kveikt var á myndarlegu jólatré í kirkjuhæðinni. Tréð er gjöf vinabæjar Kópavogs í Svíþjóð, Nordköping, og afhenti sendiherra Svía á íslandi gjöfina, en forseti bæjarstjórnar þakkaði hlýhug og vinarþel. Fjöldi bæjarbúa fylgdist með athöfninni og Skólahljómsveit Kópavogs lék hátíðarlög. Mynd - eik. Mál fræðslustjórans á Vestfjörðum: Mállð fljódega til saksóknara — segir Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglust j óri „Þetta mál er ekki að fullu komið úr rannsókn og af því í raun ekkcrt annað að frétta en það sem fram hefur komið. Ég býst þó við að það verði sent ríkissaksóknara innan skamms“, sagði Hallvarður Ein- varðsson rannsóknarlögreglustjóri í samtalfvið Þjóðviljann í gær. Hér er uin að ræða mál fræðslustjórans á Vestfjörðum, hann er grunaður um fjárdrátt sem nemur stórum hluta af rekstrargjöldum fræðslu- skrifstofunnar á Vestfjörðum. Eins og kunnugt er, var gerð at- hugasentd við reikninga fræðslu- skrifstofunnar þar sem dag- og ferðapeningar fræðslustjórans þóttu óeðlilega miklir. Heildarrekstrargjöld fræðslu- skrifstofunnar námu unt 550 þús. króna með stofnkostnaði og þar af voru dag- og ferðapeningar fræðslustjórans uppá rúmar 150 þúsundir. hól. Rekstrarerfiðleikar hjá BÚH: 35 menn reknir á aðfangadaginn Enn hefur verið gripið til upp- sagna starfsfólks Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar vegna slæmrar stöðu fyrirtækisins. Þegar er búið að segja upp undirmönnum á ein- um togara útgerðarinnar en á aðfangadag taka gildi uppsagnir undirmanna á hinum tveimur tog- urum fyrirtækisins. Alls er hér um að ræða 35 manns. Hafi ekki ræst úr rekstrarerfið- leikum Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar um áramót er ætlunin að segja upp kauptryggingu um það bil 150 manna sent starfa í frystingu hjá fyrirtækinu. Þegar er búið að segja upp rúmlega 20 manns í BÚH á þessu ári. Hafnarfjarðarbær hef- ur á þessu ári styrkt fyrirtækið með 7 mjljón króna framlagi og þar er um að ræða 10% af útsvarstekjúm bæjarins. - v. Alþýðubandalagið: Adda Bára formaður f ramk v æmdast j órnar Nýkjörin framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins hélt sinn fyrsta fund mánudaginn 20. desember. A fundinum var Adda Bára Sigfús- dóttir, borgarfulltrúi kjörin for- maður framkvæmdastjórnarinnar og Pétur Reimarsson, verkfræðing- ur varaforntaður. Sigurjón Péturson, borgarráðs- ntaður sem var formaður fram- kvæmdastjórnar síðasta tímabil á ekki sæti í framkvæmdastjórninni nú vegna ákvæða í lögum flokks- ins, um að enginn sé kjörgengur til setu í sömu flokksstofnun nema þrjú kjörtímabil í röð. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur:_ Smábátahöfnm er forgangsverkefni 2,5 miljónir í verkið á næsta ári Ein er sú framkvæmd sem ekkert er skorið af í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1983, en það er smábátahöfnin í Elliða- vogi. Er áætlað að verja 2,5 miljón- um króna til verksins 1983 en fram- kvæmdir við höfnina á þessu ári fóru 136% fram úr áætlun. Sem kunnugt er hefur Alþýðu- bandalagið lagst gegn því að litið væri á smábátahöfnina sem for- gangsverkefni á vegunt borgarinnar þar sent ótal önnur brýn verkeíni liggja fyrir á sviði útivistar og hafn- argerðar. Nægir að minna á Nauthólsvík og Vesturhöfnina svo og íþrótta- og útivistarsvæðið í Suður-Mjódd. Á síðasta kjörtíma- bili lenti Alþýðubandalagið í minnihluta í þessu máli og var við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 1982 samþykkt að verja 1 miljón króna í smábátahöfnina. Var því fé ætlað að standa undir kostnaði við dýpkun hafnarinnar, en sú framkvæmd varð mun dýrari en ráð hafði verið fyrir gert og var á árinu eytt samtals 2,4 miljónum króna til verksins. Á næsta ári er svo áætlað að Ijúka verkinu nteð framlagi sem nentur 2,5 miljónum króna. Er það hæsta fjárveiting sent fer í einstakan lið á áætlun unt umhverfi og útivist. - Á1 órtukötí^ Sögusvið er í Færeyjum á timum heimsstyrjaldar, breskrar hersetu, upplausnar og stríðsgróða - þegar færeyskir sjómenn sigldu með fisk milli (slands og Bretlands og hættu lífi sínu meðan eigendur skipanna sátu óhultir í landi og rökuðu saman fé. Þeirri sögu hafa enn ekki verið gerð skil í íslensku skáldverki enda þótt við eigum hana sameiginlega með Færeyingum. í Svörtukötlum skipaði höfundi á bekk með helstu meisturum evrópskra bókmennta þegar hún kom út 1949. Heinesen hefur óvíða færst eins mikið í fang og í þessari bók þar sem hann gengur á hólm við þau öfl sem ógna mannlegu lífi og verðmætum. Þrátt fyrir bölsýni bókarinnar kviknar hún til óhemju fjölbreytts lífs, og hér er að finna margar af minnisstæðustu persónum í höfundarverki þessa færeyska snillings. Áður eru komnar út eftirtaldar bækur: Turninn á heimsenda. Ljóðræn skáldsaga í minningar- brotum úr barnæsku. Fjandinn hleypur í Gamalíel. Smásagnasafn. í morgunkulinu. Samtímasaga úr Færeyjum. Það á að dansa. Nýjar sögur úr Þórshöfn. Kvennagullið í grútarbræðslunni. Smásagnasafn. Þorgeir Þorgeirsson er löngu nákunnugur skáldskapar- heimi Heinesens. Meginverðleikar þýðinga hans felast í því hvernig hann endurskapar þann heim, þannig að engu er líkara en sögurnar hafi verið frumsamdar á íslensku. MállMlog menning

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.