Þjóðviljinn - 22.12.1982, Page 5

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Page 5
Miðvikudagur 22. desember 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5 Helgi Eiríksson, rafvirkjameistari hefur opnað nýja rafmagnsvöruverslun að Síðumúla 21, og nefnist verslunin Ljósafl. Verslunin er gegnt Friðrik Bertelsen og í henni verða á boðstólum Ijós, lampar og hvers konar ratlagnaefni. - Helgi Eiríksson í verslun sinni. Stofnun Árna Magnússonar gefur út: Bókin um kvennaframboðin: Ekki á vegum Kvennaframboðs! Vegna bókar sem nýlega kom út á vegum Arnar og Örlygs hf. eftir Guðmund Sæmundsson um Kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri, hefur Kvennaframboðið í Reykjavík sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að umrædd bók sé samtökunum algerlega óviðkomandi. í bréfi til bókaútgáf- unnar segir: „Kvennaframboðið í Reykjavík vill hér nreð staðfesta það sem fram kom í samtali undirritaðra við full- trúa útgáfunnar 30. sept. s.l.: Bók Guðnrundar Sæmundssonar um Kvennaframboðin senr koma rnun út hjá útgáfu yðar á næstunni, er Kvennaframboðinu í Reykjavík gjörsamlega óviðkomandi og á engan hátt unnin í samvinnu við það." -v. Landbúnaðarráðherra skipar tvær Landbúnaðarráðherra hefur ný- lega skipað tvær nefndir, sem ætlað er að ljalla um ákveðin mál er snerta landbúnaðinn. 1 annarri nefndinni eiga þeir sæti Bjarni Bragi Jónsson. hagfræðing- ur, formaður, Ingi Tryggvason, formaður Stéttasambands bænda, Jón Ólafsson, bóndi Eystra- Geldingaholti, Sigurður Líndal. bóndi Lækjamóti og Sigurður Sig- urðsson, bóndi Brúnastöðum. Nefndinni er ætlað að kanna fjár- hagslega afkontu bænda og athuga, nreð hliðsjón af árferðisáföllum, sem landbúnaðurinn hefur orðið fyrir, hvort greina megi misjafna afkomu hjá bændurn milli lands- væða og hvort munur sé á afkomu bænda eftir því hvaða búgrein þeir stunda. Hina nefndina skipa þeir Egill Bjarnason, ráðunautur, formaður Árni Jónsson, erindreki, (en varamaður hans er Þorvaldur Þór- arinsson bóndi á Þóroddsstöðum) og Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka. Skal nefndin athuga möguleika á svæðisbundnum frarn leiðslutakmörkunum í nautgripa- og sauðfjárrækt er komi að hluta eða að fullu í stað hins einstaklings- bundna kvótakerfis, sem nú gildir. Nefndinni er og ætlað að gera sanr anburð á kostum og göllum, sem hugsanlegir eru við þessi kerfi hvort fyrir sig. Samhliða starfi nefndarinnar er stefnt að því að vinna nánar úr gögnum þeirn, sem fyrir liggja hjá Búnaðarfélagi ís- lands um búrekstrarhæfni ein- stakra jarða. -mhg Hljómplata sem gleöur Dreifing: Steinar hf. Útgáfan SKÁLHOLJ Ss"927 Jólasálmarnir, sem ALLIR kunna á einni hljómplötu, — í trábærum flutningi 3ja kóra og ellefu hljóöfæraleikara. Platan sem kemur öllum í hátíðarskap. Fæst á útsölustöðum um land allt. REIÐI GUÐS eftir hinn þekkta spennusagnahöfund James Graham! Hverjir eru Emmet Keogh ungi byssumaðurinn og Oliver van Horn, presturinn með vélbyssuna? Gátu þeir neitað þegar Bonilla höfuðsmaður sagði við þá: „Finnið og drepið Tómas de la Palta eða þið verðið leiddir fyrir aftökusveitina“? Flateyjarútgáfan S 37494 Um uppruna Sverris sögu Stofnun Árna Magnússonar hef- ur nýlega gefið út bók um sögu Sverris konungs Sigurðarsonar (d. 1202). Höfundur bókarinnar er Lár- us H. Blöndal fyrrum borgarskjala vörður. Bókin heitir Um upp- runa Sverris sögu og er ávöxtur margra ára rannsókna og liefur höfundur áður birt nokkurn hlutu ritgerðar sinnar í afmælisriti Sig- urðar Nordals 1951. Sverris saga er í flokki elstu konungasagna og hún hefur verið sanrin á nreðan þeir at- burðir sem þar segir frá voru enn i fersku minni. Samkvænrt formála sögunnar var heimildarmaðúr unr upphaf sögunnar Sverrir konungur sjálfur, en sá senr ritaði var Karl Jónsson ábóti í Þingeyraklaustri :(d. 1213). En þess er og getið þar hð fléiri samtíðarnrenn hafi sagt frá. Höfuðhandrit sögunnar eru fjögur og er eitt þeirra Flateyjar- bók, sem hefur fornrálann í sér- stakri j>erð. Ummæli fomrála í þess- um tveim gerðunr eru að sumu leyti óljós og hafa orðið fræðimönnunr drjúgt unrræðuefni frá því sagan konr fyrst út á prenti árið 1813. Allt þetta efni hefur Lárus tekið til rækilegrar endurskoðunar og gerir hér grein fyrir röksemdum sínunr og niöurstöðunr um ýnrsa þætti sögunnar. Bókin er nreð nafnaskrá og ensku ágripi sanrtals 220 blaðsíður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.