Þjóðviljinn - 22.12.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 22.12.1982, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. desember 1982 Stærsta þjóðsagnasafn á íslandi endurútgefið J Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gef- ið út fyrstu fjögur bindin af þjóð- sögum og sögnuni Sigfúsar Sigfús- sonar, en safn hans er talið stærsta þjóðsagnasafn íslendinga. Oskar Halldórsson dósent hefur búið sög- urnar til prentunar og ritar hann einnig formála. Ilann hefur unnið að þessu undanfarin 5 ár, en limm bindi eru enn óútkomin af safninu. Vonast er til að þau komi út á næstu tveimur árum. Hafsteinn Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu sagði á blaðamannafundi í tilefni af útgáf- unni að flestum þjóðsögum hefði Sigfús safnað í lok síðustu aldar og fram til 1920. Eru langflestar sög- Hafsteinn Guðmundsson hjá Þjóð- sögu. urnar af Austurlandi og margar hafðar eftir öldruöum konum. Sig- fús flæktist víða í vinnumennsku, við farkennslu og sjómennsku, og starf hans er því unnið við erfiðar aðstæður. Byggt er á frumhandriti sem til er í Landsbókasafni í þessari útgáfu. Óskar Halldórsson sem hefur búið sögurnar til prentunar, sagði að Sigfús væri mjög góður sagna- maður og byggði stíl sinn á fom- sögum og þjóðsögum. Hann væri það sem kalla mætti „episkur sagn- amaður" og sjálfur legði hann mik- inn trúnað á yfirnáttúruleg fyrir- bæri ogert.d. þáttur skrímsla ísög- unum allmikill. Hafsteinn sagði að lokum aðspurður að þjóðsagnaútgáfan væri hans áhugamál, en ekki yrði hann snöggríkur af henni. Þó taldi hann að áhugi manna á ýmsum þjóðfræðum færi nú vaxandi. Með þessari útgáfu hefur Þjóðsaga gefið út öll helstu þjóðsagnasöfn íslend- inga. Stjórn Hússtjórnarkennarafélags íslands, talið frá vinstri: Anna Sigurðar- dóttir, gjaldkeri, Gerður H. Jóhannsdóttir, fornraður, Sigríður Haralds- dóttir, varaformaður, Ásdís Magnúsdóttir, meðstjórnandi og Elísabet S. Magnúsdóttir, ritari. Á myndina vantar Guðnýju Jóhannsdóttur, deildar- stjóra og Hönnu Kjeld, meðstjórnanda. Hússtjórnarkennarafélag íslands stofnað Fyrir nokkru var stofnað Hús- stjórnarkennarafélag Islands, en hér á landi eru á þriðja hundrað hússtjórnarkennarar. A sameigin- legum fundi í Félagi hússtjórnar- kennara í grunnskólum og Kenn- arafélaginu Hússtjóm var ákveðiö að leggja þessi tvö félög niður, en stofna í staðinn eitt öflugt fagfélag fyrir allt landið. „Pessi mismunur Reykjavíkurhluta og landsbyggðarhluta Sjálfstœðis- flokksins er djúpstœðasta ástœðan fyrir nú- verandi klofningi innan flokksins og er erfitt að sjá hvernig hœgt verður í framtíðinni að sameina þessa hluta vvo að vel fari. “ Þankar um sögu og klofning Sjálf- stæðisflokksins i I grein um Sjálfstæðisflokkinn 7. desembcrs.l. taldi ÓskarGuð- nuindsson að þar væri helst að finna þrjá mismunandi arma: Gamalgróið íhald, frjálslynda borgara og nýríka spekúlanta. Þessi skilgreining er nothæf ef aðeins er miðaö við Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi. en hún er ófullnægjandi ef lýsa á flokknum á landsmælikvaröa. Það vantar í skilgreininguna landsbyggðar- arm(a) Sjálfstæðisflokksinssem á margan hátt er gjörólíkur öllum hinum þrenuir örmunum. Óskar Guömundsson rakti eínnig sögu Sjálfstæðisflokksins að nokkru leyti. Sumt var þtir rétt sagt. en annað orkar þó tvímælis eða er bejnlínis raitgt. Ég tel hæp- ið að nota heföbundnu skipting- una á flokknum 1944-1947 í „verslunarauðvald" og „útgerðar auðvald" og ég tel skilgreiningu Óskars á pólitískri stöðu Bjarna Benediktssonar 1944-1970 beinlínis vera ranga. II Aðalandstaðan innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins við myndun nýsköpunarstjórnarinn- ar 1944 kom frá bændaarmi Sjálf- stæðisflokksins undir forystu Ing- ólfs Jónssonar. Þó voru ekki allir bændaþingmenn Sjálfstæðis- flokksins á móti stjórninni, þann- ig var Jón Pálmason frá Akri á- kveðinn talsmaður nýsköpunar- stjórnarinnar. Hefðbundin tortryggni íhalds- samra bænda við eflingu þéttbýlis og sjávarútvegs var veigamikil ástæða fyrir andstöðu Ingólfs Jónssonar og félaga hans við myndun nýsköpunarstjórnarinn- ar. En einnig komu hér til greina tengsl þessara talsmanna bænda við helstu forsvarsmenn verslun- ar í Reykjavik. Þar bar mest á and- stöðu voldugra heildsala gegn stjórninni. Heildsalar þessir nutu forystu Björns Ólafsonar, sem verið hafði fjármála-og viðskipta- ráðherra í utanþingsstjórninni 1942-1944. Náið samstarf hafði í þeirri stjórn verið milli Björnsog utanríkisráðherrans, Vilhjálms Þórs, sem var voldugasti maður- inn í samvinnuhreyfingunni á þessum tíma og réði miklu um þaö að Framsóknarflokkurinn kaus að vera utan stjórnarinnar. III Helstu og voldugustu talsmenn myndunar nýsköpunarstjórnar- innar í Sjálfstæðisflokknum voru Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson. Fyrir báðum virðist mjög hafa vakað að standa vörð um þingræðið og koma frá utan- þingsstjórninni með öllum til- tækum ráðum. Ef til vill var þetta meginmarkmið Bjarna Bene- diktssonar. enda virðast formleg stjórnarfarsleg atriði oft hafa skipað iniklu mikilvægari sess í pólitískri vitund hans en efnahags-ogfélagsmál. Var þetta sameiginlegt einkenni hans og annars lagaprófessors, sem fram- arlega var, og er, í Sjálfstæðis- flokknum, Gunnars Thorodd- sens. í þessum efnum fylgdu þeir báðir hefð borgaralegs frjáls- lyndis, sern á rætur í þingræðis- baráttu 19. aldarmanna. Síðar skapaðist sú mynd af Bjarna Benediktssyni bæði með- al pólitiskra samherja og and- stæðinga að hann væri óbilgjam- asti andstæðingur vinstri stefnu á íslandi. Olli þessu einkum tvennt: Sá stíll, sem hann notaði í stjórnmálabaráttunni lengi vel, og sá harði andkommúnismi sem hann boðaði á tímum kalda stríðsins. En í meginatriðum var þessi mynd ekki rétt eins og skýrt kom fram árunum 1958-1970, t.d. í sáttfýsi hans í kjaradeilum 1963-1965. Segja má að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi sett ákveðin lágmarks- skilyrði um stefnumörkun í efna- hagsmálum fyrir meðlimi sína: í orði verður hver Sjálfstæðis- flokksmaður að styðja einka- framtak fremur en félagsframtak í atvinnu- og viðskiptamálum. Bjarni Benediktsson samþykkti að sjálfsögðu þessi lágmarksskil- yröi en það er vafamál hvort hug- myndafræði hans í efnahagsmál- um hafi þróast nokkuð verulega umfram þessi lágmarksskiíyrði. Önnurstjórnmál en þau hagrænu voru lians hjartans mál. Þótt ekki sé nema af þessari ástæðu er vafa- samt að reyna að draga hann í diika með „útgerðar-" eða „versl- unarauðvaldi." IV Fyrir Ólafi Thors voru hinsveg- ar efnahagsleg og félagsleg sjónarmið ekki minni hvati til stofnunar nýsköpunarstjórnar- innar en þau stjórnarfarslegu. Þau efnahagslegu voru efling sjávarútvegs. Þau félagslegu voru vinnufriður. Skapa þurfti grund- völl fyrir starf Sjálfstæðisflokks- ins í verkalýðshreyfingunni með því að auka álit flokksins meðal launafólks. Það er því mikil einföldun að skilgreina afstöðu Ólafs Thors til nýsköpunarinnar út frá sjónarm- iðum „útgerðarauðvaldsins." Þetta auðvald var aö mestu leyti gjaldþrota þegar fyrir stríð og átti allt sitt undir velvilja ríkisvalds- ins. Réttara væri að skilgreina af- stöðu Ólafs Thors þannig að hún endurspeglaði táknrænar hug- myndir frjálslyndra og félagslega sinnaðra borgara eins og þær gerðust algengastar á þessum tíma, það sem á erlendu máli nefnist sósíallibcralismi. Að svo miklu leyti sem réttlæt- anlegt er að skipa Bjarna Bene- Gísli Gunnars- son skrifar diktssyni (og Gunnari Thorodd- sen) í ákveðinn dilk félagslegra og hagrænna sjónarmiða innan Sjálfstæðisflokksins, falla þeir báðir skýlaust undir merki stefnu Ólafs Thors, sósíalliberalisma eftirstríðsáranna. Stjórnarandstaðan í Sjálfstæð- isflokknum 1944-1947 endur- speglaði hins vegar viðhorf hefð- bundinnar íhaldsstefnu bæði í sveit og bæ. Þar bar mikið á and- stöðu við verkalýðshreyfingu og félagslegar, efnahagslegar og menningarlegar breytingar. Margt er líkt með þeirri stjórnar- andstöðu og þeim meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem nú er í stjórnarandstöðu, þótt ýmislegt sé auðvitað gjörólíkt. V Hefðbundin bændaíhaldssemi hlaut fyrr eða síðar að verða veigaminni þáttur í íslenskri hægri- stefnu þegar fram liðu stundir. í tíð viðreisnarstjórnarinnar 1959- 1971 var engin þýðingarmikil andstaða í Sjálfstæðisflokknum gegn eflingu þéttbýlis, jafnvel þótt hún gerðist þá einkum á Stór-Reykjavfkursvæðinu. Þýðingarmestu breytingarnar á stjórnarstefnunni við fall viðreisnarinnar 1971 voru tví- mælalaust útvíkkun landhelg- innar og stórefling byggðastefn- unnar og hvort tveggja þýddi þetta að sjávarútvegur elídist mjög á landsbyggðinni með aðstoð ríkisvaldsins og var oft í félagslegri eign. Þessi byggðatefna er ennþá vinsælasta stjórnmál lands- byggðarinnar og hún liefur haft mikil áhrif á alla flokka. ekki síst Sjálfstæðisflokkinn. Ef þessi flokkur á að halda fylgi sínu utan Stór-Reykjavíkur, verða tals- menn hans þar víðast hvar að reka áróður fyrir víðtækum fé- lagslegum afskiptum af atvinn- umálum. Þetta setur þennan mikla flokk „einkaframtaksins" óneitanlega í mjög mótsagna- kennda aðstöðu. Innan Sjálfstæðisflokksins hef- ur því risið upp nýr flokkur (eða jafnvel flokkar): Landsbyggðar- flokkurinn (eða landsbyggða- flokkarnir). Landsbyggðararmur- inn leggur eins og áður er sagt mikla áherslu á ríkisafskipti af atvinnumálum og slíkt samræm- ist ekki beinlínis vel hefðbundn- um hugsjónum Sjálfstæðis- flokksins en er þó á ýmsan hátt í rökréttu samhengi við það hag- nýta stjórnmálastarf, sem m.a. einkenndi þátttöku flokksins í Nýsköpunarstjórninni. En and- stætt því sem var 1944-1947 er meginþorri Sjálfstæðismanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu mót- fallinn þeim ríkisafskiptum, sem byggðastefnan óhjákvæmilega felur í sér. Á þetta bæði við um „gamalgróna íhaldið" og „nýríku spekúlantana" (samkvæmt ágætri skilgreiningu Óskars Guðmundssonar). Þessi staðreynd hefur það í för með sér að þótt t.d. Sverrir Her- mannsson og Pálmi Jónsson virð- ast núna vera miklir pólitískir andstæðingar, eru þeir hug- myndalega á svipaðri línu og báð- ir neyðast þeir vegna pólitískrar stöðu sinnar að vera andstæðing- ar frj álshyggj u/leift- sóknarmanna á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þessi mismunur Reykjvíkurh- luta og landsbyggðarhluta Sjálf- stæðisflokksins er djúpstæðasta ástæðan fyrir núverandi klofningi innan flokksins og erfitt er að sjá hvernig hægt verður í framtíðinni að sameina þessa hluta svoáð vel fari. VI Þótt finna megi eitthvað líkt með landsbyggðararmi Sjálfstæð- isflokksins 1982 og bændaíhaldi flokksins 1944, er hér þó urn tvö mjög ólík fyrirbæri að ræða. Landsbyggðararmurinn krefst eflingar þéttbýlis (að vísu heima í héraði) en bændaíhaldið var á móti þéttbýli. Sjónarmið bændaí- haldsins eru að heita má dauð í Sjálfstæðisflokknuin í dag þótt undanteking finnist, sbr. klögu- mál stjórnarandstæðingsins, 11. landskjörins þingmanns, á Alþingi nýlega um að sauðum hefði fækicað um 15% á Vest- fjörðum í stjórnartíð núverandi landbúnaðarráðherra. Gísli Gunnarsson kcnnari er sagnfræðingur að mennt og var lengi búsettur í Svíþjóð. Hann hcfur oftsinnis skrifað um fræði sín og önnur efní í Þjóðviljann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.