Þjóðviljinn - 22.12.1982, Qupperneq 11
Miðvikudagur 22. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Strand sigraði
Stenmark
Svíinn ungi, Stig Strand, bar sig-
urorð af granna sínum frá Tarneby
í Svíþjóð, Ingemar Stenmark, í
svigakeppni heimsbikarins á
skíðum, á ítalíu í gær. Strand, sent
var 4. í röðinni eftir fyrri um-
ferðina, var 1.24 sekúndum á
undan Stenmark. Phil Mahre frá
Bandaríkjunum var í 3. sæti.
vs
Tómas og Ragnhildur
hafa tekið forystuna
Punktamót í borðtennis á vegum '
Arnarins var haldið í síðustu viku.
Tómas Guðjónsson, KR sigraði í
meistaraflokki karla cn Ragnhildur
Sigurðardóttir, UMSB í meistara-
flokki kvenna.
Tómas lék til úrslita við nafna
sinn Sölvason úr KR og vann 21-
13, 18-21,21-16. .Þriðji varð Hilm-
ar Konráðsson. Víkingi. Tómas
Guðjónsson hefur því 30 punkta,
Tómas Sölvason 21, Hilmar og Jó-
hannes Hauksson úr KR 7 punkta
hvor.
Ragnhildur sigraði Ástu Ur-
bancic, Erninum, í úrslitaleik 21-17
og 21-17. Priðja varð Kristín Njáls-
dóttir, UMSB. Ragnhildur hefur 9
punkta, Ásta 4, Kristín og Hafdís
Ásgeirsdóttir, KR 2 punkta hvor.
- VS.
Ólafur Danivalsson, fyrrum
leikmaður með Val og FH, hefur að
undanförnu mætt á æfingar hjá 3.
deildarliði ÍK í knattspyrnu. Lík-
legt er að hann gangi til liðs við
Kópavogsfélagið en hann hefur
leikið með FH tvö síðustu árin.
Dagbjartur Pálsson, FH og Óttar
Armannsson, Þrótti Neskaupstað,
hafa einnig æft með ÍK uppá síð-
kastið með félagaskipti í huga. Þá
er útvarps- og blakmaðurinn
kunni, Samúel Örn Grlingsson, ný-
ráðinn íþróttafréttaritari Tímans
sem lék með Þór Þorlákshöln sl.
sumar, einnig sterklega orðaður
við Kópavogsliðið. - VS.
HoUand
sagðisex
Hollcndingar styrktu stöðu sína í
6. riðli Evrópukeppni landsliða í
knattspymu á sunnudag er þeir sigr-
uðu Möltu 6-0 í Aachen í Vestur-
Þýskalandi. Þetta taldist heima-
leikur Möltu, sá síðari af tveimur
sem þeir þurftu að leika utan síns
heimalands vegna skrílsláta á leik
gegn Pólverjum fyrir tæpum
tveimur árum. Sá fyrri var gegn
íslandi á Sikiley í sumar.
Staðan í 6. riðli:
Holland..............3 2 1 0 9-2 5
írland...............3 1116-53
Spánn................2 110 4-33
Malta................2 10 12-72
ísland...............4 0 1 3 2-6 1
Næst mætast Spánverjar og Hol-
lendingar þann 16. febrúar 1983.
- VS.
Ingi með
nýjan
samning
Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrr-
um þjálfari íslenska landsliðsins í
handknattlcik, hefur skrifað undir
samning við vestur-þýska 1.
dcildarliðið Kiel sem gildir til árs-
ins 1985. Jóhann Ingi tók við liðinu
í haust og hefur árangur þess undir
hans stjórn vakið gífurlega athygli í
Vestur-Þýskalandi.
Ferð körfuknattleikslandsliðsins 21 árs og yngri til Bandaríkjanna:
Rússar vekja athygli
17 ára piltur talinn með þeim bestu í heiminum
Sovéska landsliðið í körfuknatt-
leik hefur að undanförnu vcrið á
keppnisferðalagi urn Bandaríkin og
vakið gífurlega athygli. Það hefur
leikið um 80 leiki gegn sterkum
liðum og sigrað meira en helming
þeirra. Evrópulið hafa staðið sig
svo vel gegn atvinnumönnunum
þar vestra, t.d. þegar Júgóslavar
voru nýorðnir heimsmeistarar
unnu þeir ekki leik í svipuðu ferða-
lagi.
Mesta athygli hefur þó beinst aö
17 ára gömlum pilti í sovéska liðinu
seni er heil 7 fet á hæö og ótrúlega
góður. Bandaríkjamenn fullyrða
að hann sé þegar kominn í hóp 10
bestu körfuknattleiksmanna
heimsins og slíkt lof er fáheyrt um
17 ára ungling. Sovétmenn hafa
yngt rnikið upp liðið hjá sér og það
þykir geysiöflugt eins og árangur
þeirra í ferðinni ber með sér.
- VS.
Drengjaliðinu boð-
ið til Hollands
íslenska drengjalandsliðinu í
körfuknattleik, sem tekur þátt í
Evrópukeppninni hér á landi um
páskana. hefur verið boöiö til 1 lol-
lands í lok janúar. Þar mun það
leika þrjá landsleiki við heima-
menn. Miklar vonir eru bundnar
við þenna aldurshóp, 14-15 ára,
innan körfuknattleikshreyfingar-
innar, og veröur fróðlegt að fylgj-
;ist með gengi hans í vetur.
Bæði drengja- og unglingalands-
liðið, 16-18 ára, æfa nú af fullum
krafti. Unglingalandsliðið tekur
sem kunnugt er þátt í Noröur-
landamóti sem hefst þann 6. janúar
i Árósum í Danmörku.
- VS.
Keegan vill leika tíl
enda með Newcastle
• Enski knattspyrnusnillingurinn,
Kevin Keegan, sem meiddist í auga
í síðastá mánuði er byrjaður að æfa
á nýjan leik. Hann segist hafa full-
an áhuga á að enda feril sinn hjá
Newcastle er samningur hans við
félagið rennur út í vor.
Einn leikur var í ensku bikar-
keppninni í fyrrakvöld. Plymoth
vann Bristol Rovers 1-0 og mætir
Walford á útivelli í 3. umferð.
- VS
Hans Krankl
en kyrr
Austurríska kanttspyrnufélagið
Rapid Wien segir ekki rétt að Hans
Krankl sé farinn frá félaginu til
Barcelona á Spáni. Samingavið-
ræður standi enn yfir. Barcelona
vill fá Krankl í stað Diego Mara-
dona sem þjáist af lifrasjúkdómi.
VS
Valur Ingimundarson frá Njarðvík kom mikið við sögu í ferð körfuknatt-
leikslandsliðsins 21 árs og vngri til Bandaríkjanna.
„Betra en að lelka tvo til
þrjá landsleiki í Evrópu”
„Þetta var skemmtileg ferð og mikið af henni að læra. Þarna
var æft á hverjum degi og leiknir þrír leikir við háskólalið í
Chicagg. Allir töpuðust með litlum mun og strákarnir stóðu
sig vel. í framtíðinni stefnum við að því að halda við 21 árs
landsliði og láta það hafa a.m.k. eitt verkefni á ári. Piitar sem
eru gengnir upp úr unglingalandsliði fá þarna mikilvæga
reynslu og bilið á milli þess og A-landsliðsins er brúað að
nokkru leyti“, sagði Einar Bollason, þjálfari landsliðsins 21
árs og yngri í körfuknattleik sem kom heim úr keppnisför til
Bandaríkjanna seint í fyrrakvöld þegar Þjóðviljinn ræddi við
hann ígær.
Fyrsta leiknuni í ferðinni töpuðu
piltarnir naumlega, 70-73, en við
sögðum frá honum í föstudagsblað-
inu. Á laugardag var leikið við
Rockford-háskóla, sem er meistari
Chicago-deildarinnar fyrir minni
háskóla. Rockford sigraði 91-82 og
var það, aö sögn Einars, besti
leikur íslenska liðsins í ferðinni.
Valur Ingimundarson skoraði 23
stig, Pálmar Sigurðsson 18, Axel
Nikulássón 16, Jón Kr. Gíslason 11
og Ólafur Rafnsson 6 en aðrir
minna.
Á sunnudag var svo leikið við
Harper-háskóla sem er talinn eiga
13. besta skólalið Bandaríkjanna.
Harper sigraði 74-70. Gylti Por-
kelsson var meiddur og liðið því
miðherjalaust en þá brá Torfi
Magnússon fararstjóri sér í keppn-
isbúning; gerði sér lítið fyrir og
varð stigahæstur með 21 stig.
Piltarnir fylgdust með æfingu hjá
atvinnumannaliðinu Chicago Bulls
og ræddu við teikmenn liösins.
'Fjórir íslensku piltanna, Jón Kr.,
Pálniar, Axel og Valur eru í A-
landsliðshópnum og taldi Einar þá
Fararstjórinn brá
sér í keppnis
búning í
lokaleiknum og
varð stigahæstur!
hafa fengið mikilvæga reynslu i
þessari ferð fyrir Polar Cup seni
fram fer eftir áramótin. Þeir teldust
ekki enn til burðarása A-
landsliðsins en hefðu nú fengið að
kynnast því betur hvernig væri að
axla þá ábyrgð sem slíku fylgir.
„Það var lærdómsríkt í alla staði
aö t’ara þessa ferð", sagði Einar
Bollason, „út úr henni fengum við
mikiö meira en ef við hefðuni farið
til meginlands Evrópu og leikið þar
tvo þrjá landsleiki".
- VS