Þjóðviljinn - 21.01.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 21. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Withe
slapp
við bann
Peter Withe, hinn kunni mið-
herji Evrópumeistaranna í knatt-
spyrnu, Aston Villa, verður ekki í
leikbanni þegar félag hans mætir
Juventus frá Italíu í 8-liða úrslitum
Evrópukcppni meistaraliða ■ mars,
eins og óttast var.
Withe var bókaður þegar Villa
lék við Penarol frá Uruguay í úrs-
litaleik um titilinn „besta knatt-
spyrnufélag heims'' í desember og
talið var að UEFA, knattspyrnu-
samband Evrópu, gæti dæmt hann í
leikbann í Evrópukeppni vegna
þess. UEFA hefur hins vegar til-
kynnt Tony Barton framkvæmda-
stjóra Villa að leikurinn gegn Pen-
arol hafi ekki verið á þeirra vegum
og því skipti bókunin ekki máli.
Enda veitir Villa ekki af að vera
með sitt sterkasta lið gegn stjörn-
um prýddu liði Juventus sem þykir
sigurstranglegt í Evrópukeppninni
að þessu sinni.,
- VS
Yflrburðir
KR-stúlkna
KR-stúlkurnar stefna nú hrað-
byri að sigri í l.deild kvenna í
körfuknattleik og hafa þær tal-
sverða yfirburði í deildinni. í fyrra-
kvöld unnu þær öruggan sigur á ÍS,
60—31. Á þriðjudagkvöldiðsigruðu
Haukar Njarðvík 49-41 í Njarðvík
en Njarðvíkurstúlkurnar unnu
aftur á móti ÍS í síðustu viku 58-44.
Staðan í l.deild kvenna:
KR..................8 8 0 522-304 16
ÍR.................7 4 3 311-298 8
Njarðvik............8 4 4 318-408 8
Haukar..............8 2 6 338-399 4
ÍS..................9 2 7 373-453 4
-vs
Valur á
toppnum
Valur og ÍR gerðu jafntefli, 12-
12, í þýðingarmiklum leik í l.deild
kvenna á þriðjudagskvöldið. Vals-
stúlkurnar eru áfram í efsta sætinu
en fjögur lið eru enn með í barátt-
unni um íslandsmeistaratitilinn.
Staðan er nú þannig:
Valur............10 7 2 1 158-122 16
ÍR..............10 7 1 2 165-133 15
Fram............. 9 6 1 2 128-105 13
FH............... 8 5 2 1 132-99 12
Víkingur......... 9 3 1 5 108-126 7
KR.............. 8 2 0 6 91-103 4
Haukar........... 8 0 1 7 88-137 1
ÞórAk........... 6 0 0 6 80-124 0
ÍS lagði
Haukana
Staðan í 1. deild karla í körfu-
knattleik er orðin afar tvísýn eftir
sigur IS á Haukum, 71-70, í gær-
kvöld . Þrjú lið berjast um sigur-
inn, þessi tvö lið ásarnt Þór, og gott
forskot Hauka er horfið eftir tvo
tapleiki í röð fyrir kcppinautum
þeirra. Þeir hafa 18 stig úr 11
leikjum, Þór 14 stig úr 9 leikjum og
IS 12 stig úr níu leikjum.
Leikurinn í gærkvöld var jafn og
spennandi allan tímann. Haukar
leiddu 39-37 í hálfleik en 13 sek-
úndum fyrir leikslok skoraði Gísli
Gíslason 71. stig ÍS úr vítaskoti.
Guðmundur Jóhannsson skoraði
23 stig fyrir ÍS, Pat Bock 22 og Gísli
15. Hálfdán Markússon skoraði 20
stig fyrir Hauka, Pálmar Sigurðs-
son Í8, Jón H. Garðarsson 12,
Ólafur Rafnsson og Dakarsta
Webster 10 stig hvor.
- VS
íþróttir
Umsjón:
Víöir Sigurðsson
Dakarsta Webster, Haukamaðurinn hávaxni, einbeittur á svip í leiknum gegn ÍS í 1. deildinni í körfuknatt-
leik í gærkvöld . Sjá neðar á síðunni. Mynd: - eik.
Þorbiörn
með til
Hollands
Hilmar Björnsson landsliðsþjálf-
ari í handknattleik tilkynnti í gær-
kvöld hvaða leikmenn færu með
liðinu til þátttöku í B-keppninni
sem hefst í Hollandi 25. febrúar.
Þeir eru eftirtaldir:
Markverðir: Einar Þorvarðar-
son, Val, Kristján Sigmundsson,
Víkingi, og Brynjar Kvaran,
Stjörnunni.
Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar
Mathiesen, Kristján Arason og
Hans Guðmundsson, FH, Jóhann-
es Stefánsson og Alfreð Gíslason,
KR, Guðmundur Guðmundsson
og Ólafur Jónsson, Víkingi, Sig-
uröur Sveinsson og Bjarni Guð-
mundsson, Nettelstedt, Þorbjörn
Jensson og Steindór Gunnarsson,
Val, og Páll Ólafsson, Þrótti.
Þorbergur Aðalsteinsson, Vík-
ingi, verður 16. leikmaðurinn verði
hann búinn að ná sér af meiðslun-
um. - VS.
,Ekkf ósigrandí þó
þeir séu góðir’
„Valsmenn eru ekki ósigrandi þó
þeir séu góðir. Nú eiguin við
möguleika sem við þurfum að
nýta“, sagði ,4>amla“ kempan í
Njarðvíkurliðinu, Gunnar Þor-
varðarson, eftir að hann og félagar
hans höfðu sigrað Val, efsta lið úr-
valsdcildarinnar í körfuknattleik, í
hörkuspennandi leik í Njarðvík í
gærkvöld , 65-63. „Þetta var ekki
okkar dagur, það gekk ekkert
upp“, sagði Torfi Magnússon fyrir-
liði Vals og þessi sigur Njarðvík-
inga hleypir mikilli spcnnu í
deildina. Valsmcnn hafa nú tapað
þremur leikjum, Keflvíkingar ljór-
um og Njarðvíkingar fimm þcgar
síðari hluti mótsins er nýhafinn.
Leikurinn var hraður, spennandi
og skemmtilegur þó enginn sér-
stakur gæðastimpill kæmist fyrir á
honum. Strax í upphafi var ljóst að
um hörkuleik yrði að ræða, það var
mikið um mistök en baráttan var
gífurleg svo stundum lá við slags-
málum. Ríkharður Hrafnkelsson
Valsmaður fór yfir markið 7 rnínút-
um fyrir leikslok, þá var honum
vísað út úr húsinu fyrir að slá Inga
Gunnarsson liðsstjóra Njarðvík-
inga.
Njarðvíkingar leiddu í hálfleik
34-31, Valsmenn náðu yfirhönd-
inni um miðjan síðari hálfleik en
með góðurn kafla komust heima-
ntenn í 59-50. Þegar fimm mínútur
voru eftir stóð 65-55 fyrir Njarðvík
en allan þann tíma sem eftir var
skoraði liðið ekki eitt einasta stig
og tapaði knettinum hvað eftir
annað á klaufalegan hátt. „Við vo-
rum búnir að æfa að halda knettin-
um í svona stöðu en rnenn bara
gleymdu því að þeir verða að reyna
köffuskot innan 30 sekúndna",
sagði Hilntar Hafsteinsson þjálfari
Njarðvíkinga eftir leikinn. Vals-
menn reyndust lítið niinni kláufar
og þeini vannst ekki tími til að
jafna þótt litlu munaði í lokin.
Árni Lárusson átti stórgóðan
leik í liði Njarðvíkinga og þá voru
Gunnar, Valur Ingimundarson og
Bill Kottermann góðir. Valur
skoraði 20 stig, Bill 17, Gunnar 12,
Árni 6, Ingimar 6 og Sturla 4.
Tim Dwyer var bestur í daufu
Valsliði, sérstaklga gekk hann
vasklega framí að hirða varnar-
fráköst. Ungur mennirnir Tómas
I lolton og Leifur Gústafsson kom-
ust ágætlega frá sínu en aðrir voru
nokkuð frá því besta. Dwyer
skoraði 23 stig, Ríkharður 10,
Torfi 10, KristjanS, Jón4,Tómas4
og Leifur 4. _ gsm.
Liverpool
öruggir!
Englandsmeistarar Liverpool
ættu að vera svo gott sem öruggir
með sæti í úrslitalcik ensku deilda/
injólkurbikarsins í knattspyrnu
þriðja árið í röð. Þegar dregið var
til undanúrslitanna í gær lcntu þeir
gegn Burnley sem er á botni 2.
dcildar en sló Tottenham svo óvænt
út í fyrrakvöld.
Hinn leikurinn í undanúrslit-
unurn verður á milli risanna frægu,
Manchester United og Arsenal.
Leikið verður heima og heiman
með viku millibili uni rniðbik
febrúar. - VS.
Garrincha
Knattspyrnúsnillingurinn Garr-
incha, heimsmeistari með Brasilíu-
mönnum 1958 og 1962, lést í Rio de
Janero í gær. Hann féH og höf-
uðkúpubrotnaði og andaðist á
sjúkrahúsi. Garrincha var 49 ára
gamall og talinn í hópi bestu knatt-
spyrnumanna heims á sínum tíma
og samvinna hans við landa sína
Vava og Pele var rómuð um víða
veröld. - VS.
Markmaðurinnfórí sóknina
og skoraði síðasta markið!
KR-ingar styrktu stöðu sína í
keppninni um efsta sæti l.deildar
karla í handknattleik í gærkvöld er
þeir sigruðu Framara 26-19 í
Laugardalshöllinni. KR var betri
aðilinn allan tímann og hafði ráð
Framara algerlega í hendi sér.
Staðan í hálfleik var 13-8 KR í hag
og munurinn jókst smám saman,
varð mestur átta mörk, 22-14, og
það var Jens Einarsson inarkvörð-
ur KR sem rak endahnútinn á
þennan sigur liðsins; hann brá sér í
sóknina á lokasekúndunum og
skoraði 26. markið með skoti rétt
utan punktalínu.
Það var Ijóst strax í upphafi að
róðurinn yrði sérlega þungur fyrir
Fram. Tveir þeirra bestu manna,
Gunnar Gunnarsson og Hannes
Leifsson,meiddir, og við slíkum
skakkaföllum má liðið ekki. Hann-
es haltrar um á hækjum en góðar
fréttir eru þó að Gunnar virðist
vera að ná sér, a.m.k. var hann í
leikslok farinn að hita upp fyrir leik
með 1. flokki.
Egill Jóhannesson var í aðalhlut-
verki hjá Fram lengi vel ásamt Sig-
urði Þórarinssyni markverði seni
varði stórvel, einkurn í fyrri hálf-
leik. Þegar dofna fór yfir þeim fé-
lögum seig á ógæfuhliðina hjá
Frarn, helst að Erlendur Davíðsson
og Hermann Björnsson ættu góða
spretti, en vörnin var slök og sókn-
arleikurinn einhæfur. Það er þó
ekki öll nótt úti hjá Fram en það
verður erfitt að vinna upp forskot
Þróttar og Vals þegar að úrslita-
keppninni kemur. Egill skoraði 7/1
mörk, Hermann 3, Erlendur 3,
Brynjar Stefánsson 2, Jón Árni
Rúnarsson, Agnar Sigurðsson,
Hinrik Ólafsson og Dagur Jónas-
son eitt hver.
Lið KR virkaði nokkuð
heilsteypt í sókn og vörn og mark-
verðirnir Gísli Felix Bjarnason
og Jens Einarsson vörðu eins og
berserkir. Bræðurnir Gunnar og
Alfreð Gíslasynir voru í aðalhlut-
verkum í sóknarleiknum og þá var
Guðmundur Albertsson frískur.
Anders Dahl Nielsen var í gæslu
Staðan:
Staðan í 1. deild karla í hand-
knattlcik fyrir síðustu umferð for-
keppninnar:
Víkingur..........13 8 3 2 282-260 19
KR................13 9 0 4 318-242 18
FH............... 13 9 0 4 348-289 18
Stjarnan......... 13 7 1 5 261-259 15
Valur............13 6 1 6 270-251 13
Þróttur..........13 5 2 6 264-272 12
Fram.............13 4 1 8 278-303 9
ÍR............... 13 0 0 13 227-372 0
Lokaumferðin um helgina:
Laugardagur: Laugardalshöll -
Þróttur-Valur kl. 14. Sunnudagur:
Hafnarfjörður - FH-Fram kl. 14.
Stjarnan-ÍR kl. 16.15. Laugardals-
höll: - Víkingur-KR kl. 20.
allan leikinn en laumaði inn góðuni
sendingum og mörkum. KR þarf
að sigra Víking á sunnudagskvöld-
ið til að eiga möguleika á efsta sæt-
inu; það verður erfiður róður en
Vesturbæjarliðið ætti þó að eiga
þar þokkalega möguleika. Gunnar
var markahæstur, skoraði 9 mörk,
Alfreð 6, Guðmundur 4, Anders 2,
Jóhannes Stefánsson 2, Stefán
Halldórsson 2 og Jens Einarsson
eitt.
Árni Sverrisson og Stefán Arn-
aldsson dæmdu ágætlega framan af
en náðu ekki að halda því striki
sínu.
-VS
Þrótíarar
koma helm
Nýliðarnir í 1 .deild karla í knatt-
spyrnu, Þróttarar úr Reykjavík,
hafa fengið liðsauka þar sem tveir
fyrrverandi leikmenn hjá félaginu
hafa snúið heim á ný. Þeir eru
Þorvaldur 1. Þorvaldsson og rnark-
vörðurinn Ólafur Ólafsson en þeir
hafa verið í herbúðum Valsmanna
undanfarið. Á móti kemur að
Þróttarar hafa misst Ágúst Hauks-
son sem leikur í Noregi næsta sum-
ar. -VS
Fyrstu leikir i
Helvetia Cup í dag
í dag lcikur íslcnska landsliðið í
badminton sinn fyrsta leik í Helvet-
ia Cup, B-keppni Evrópulandsliða,
sem frain fer í Bascl í Sviss um helg-
ina. Leikir liðsins í kcppninni verða
líklega fimm talsins og það á góða
möguleika á að leika um 5.-8. sæt-
ið, en það yrði betri árangur en
nokkru sinni fyrr í Evrópukeppni.
island er í riðli með Austur—
Þjóðverjuni og Möltubúum og sig-
urvegarinn leikur um 1.-4. sætið.
Reiknað er með Austur-Þjóðverj-
um mjög sterkum en þeir eiga á
mjög góðum einstaklingum að
skipa. Möltubúar hafa verið slakir
undanfarin ár og ættu ekki að
verða mikil fyrirstaða. Undan-
keppnin fer t'ram í dag en úrslita-
keppnin á morgun og sunnudag.